Morgunblaðið - 06.01.1993, Síða 21

Morgunblaðið - 06.01.1993, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993 21 Arabar fordæma hryðjuverk TVEGGJA daga löngum fundi innanríkisráðherra Arabaríkja í Túnis lauk með því að gefín var út yfirlýsing þar sem hryðjuverk af öllu tagi eru fordæmd. Full- trúar Egyptalands, Alsír og Túnis hvöttu aðila Arababanda- lagsins til þess að fylkja liði gegn bókstafstrúuðum múslim- um. Stjórnir þessara þriggja ríkja eiga allar í höggi við öfga- sinnuð öfl sem vilja að komið verði á íslömsku stjórnar- og réttarfari. Gunnar „Nú“ látinn ÞEKKTASTI íþróttafréttamað- ur Dana, Gunnar „Nú“ Hansen, er látinn. Gunnar hlaut lands- frægð á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936, þegar þúsund- ir Dana hlýddu á lýsingar hans í útvarpi. Gunnar var heiðraður á Olympíuleikunum í Montreal árið 1976, þegar hann sótti leik- ana í níunda sinn. Hann var einnig viðstaddur leikana í Moskvu og Los Angeles, þá sem fréttafulltrúi dönsku Olympíu- nefndarinnar. Gunnar var 87 ára gamall. Nauðganir í hemaðarskyni í áfangaskýrslu nefndar Evr- ópubandalagsins sem rannsak- að hefur nauðganir á múslima- konum í Bosníu kemur fram að um skipulagða verknaði hefur verið að ræða. Dayid Andrews, utanríkisráðherra íra, sem var formaður nefndarinnar sagði að tála fórnalamba nauðgara væri ógnvekjandi. í yfirlýsingu hans segir að ljóst sé að nauðganirn- ar hafí átt sér stað með sérstak- lega hrottafengnum hætti, til þess að valda fórnarlömbunum sem mestum miska. Því hafi verknaðirnir verið hluti af hern- aðaraðgerðum, en ekki ógeð- felldur fylgifiskur styijaldar. Irakar auka vígbúnað ÍRAKAR hafa flutt fleiri flug- skeyti á svæði í Suður-írak þar sem bandarísk, bresk og frönsk stjórnvöld hafa bannað flugum- ferð. Bandaríkjamenn grönduðu íraskri orrustuþotu á þessum slóðum 27. desember sl. Tals- maður Hvíta hússins segir að fylgst sé með flutningum Iraks- hers og litu stjórnvöld í Wash- ington þá alvarlegum augum. Talsmaður vamarmálaráðu- neytis Bandaríkjanna segir að írakar hafi ekki beint ratsjám sem notaðar eru til þess að miða skeytum að bandarískum flug- vélum. Litið yrði á slíkar aðgerð- ir sem ógnun við bandaríska hagsmuni, og þeim mætt af hörku. Dómara vikið frá ÞÝSK dómsyfírvöld viku í gær frá dómsforseta í máli sem höfð- að hefur verið gegn Erich Honecker, fyrrverandi leiðtoga Austur-Þýskalands. Hann er sakaður um að misnota stöðu sína til að ná í eiginhandaráritun leiðtogans. Bráutigan var áður dálkahöfundur í hægrisinnuðu dagblaði og var tilnefning hans í embættið afar umdeild. Skömmu fyrir jól bað hann einn af verjendum Honeckers að láta sakbominginn rita nafn sitt í ferðamannapésa, bar því við að ætlunin væri að annar maður fengi pésann til eignar. Friðsöm mótmæli Um 500 manns tóku þátt í mótmælum við komu flutningaskipsins Akatsuki Maru til Tokai í Japan í gær. Þúsund lögregluþjónar voru til taks til að gæta farms skipsins, sem hlaðið er tæpum tveimur lestum af plútón. Mótmæl- in voru friðsamleg og enginn var handtekinn. Þegar fyrstu gámarnir voru affermdir fögnuðu verkamenn við kjamorkuverið í Tokai með borða sem á var letrað „Vertu velkomið plútón." I^yndin sýnir lögregluþjóna andspænis mótmælendum með kreppta hnefa, sem hrópuðu „Ekkert plútón." Aftaka í Bandaríkjunum Barnamorðingja varð að ósk sinni Walla Walla í Washington-ríki. Reuter. ALLAN Dodd, 31 árs gamall bandarískur barnamorðingi, var hengdur í gærmorgun í Washington-ríki en áður hafði hann hafnað að fá að láta lífið með banvænum eiturskammti í æð. Árið 1989 rændi Dodd þrem ungum drengjum, pyntaði þá, nauðgaði þeim og að lokum myrti hann fórnarlömb sín. Hann vildi ekki nýta sér rétt til að biðja um náðun, vildi fá að deyja en ýmsir mannréttindahópar mótmæltu ákaft dauðadómnum og þá einkum líflátsaðferðinni. Dodd sagðist vera sjúk- ur, hann myndi halda áfram glæpaverkum sínum ef hann fengi til þess ráðrúm en skömmu fyrir dauðann sagðist hann myndu finna frið í Kristi. Fyrir nokkrum vikum sagði Dodd í viðtali að engin von væri um fyrir- gefningu fyrir þá sem misþyrmdu börnum eða myrtu þau. Rétt. fyrir aftökuna sagðist hann iðrast þessara ummæla. „Það er von, það er hægt að finna frið. Hvorttveggja fann ég í Guði vorum, Jesú Kristi. Leitið til Guðs og hann veitir ykkur frið“. Faðir eins fórnarlambsins lét í ljós vanþóknun sína er Dodd minntist á Guð. BBC sækir í sig veðrið Harðnandi samkeppni á sviði gervihnattasendinga Lundúnum. The Daily Telegraph. BRESKA ríkissjónvarpið (BBC) skákar nú veldi bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar CNN á sviði gervihnattasendinga. Ákveðið hefur verið að hefja útsendingar á gervihnattarás BBC, World Service Television (WST), allan sólarhringinn. Útsendingar WST nást i Evrópu, Asíu, Austurlöndum nær, Afríku og Kanada. Stefnt er að því að þær breiðist út um allan heim í lok þessa árs. Útsendingar WST hófust fyrir réttu ári. Rásin nýtur nú vaxandi vinsælda í Kína og á Indlandi, en að sögn BBC bætast 100.000 áhorf- endur í hópinn á degi hvetjum. Að sögn John Tusa fráfarandi fram- kvæmdastjóra BBC World Service, gæti gervihnattarásin aukið áhrif Breta á alþjóðavettvangi. Heimsveldi þeirra yrði endurreist með fjölmiðlun, en ekki hernaði. „Ef Bretar leyfa ímyndunaraflinu að ráða geta þeir hæglega orðið ráðandi í ijölmiðlun heimsins," segir Tusa. Samkvæmt upplýsingum frá CNN eru áhorfendur stöðvarinnar um 120 milljónir í 142 ríkjum heims. Kannan- ir benda þó til þess að þar sem áhorf- endur geta valið milli WST og CNN, kjósi þeir fremur þjónustu Breska ríkisútvarpsins. CNN þykir hafa tvö tromp í hendi, frægð eiganda stöðv- arinnar Teds Turners og Peters Ar- nets fréttamanns, sem hélt uppi frét- taflutningi frá írak meðan á Persa- flóadeilunni stóð. Stjórnendur stöðv- arinnar hafa þó miklar áhyggjur af samkeppninni við WST. Nýlega var ákveðið að veija 4.800 milljónum króna í að bæta þjónustu CNN. Átta af níu hæstaréttardómurum Washington og sérstök náðunar- nefnd ákváðu á mánudag að hafna beiðni um að seinka aftökunni. Af- takan fór fram í ríkisfangelsinu í borginni Walla Walla og var hópur fréttamanna viðstaddur, einnig tveir ættingjar fómarlamba morðingjans. Henging hafði ekki verið notuð við líflát í Bandaríkjunum síðan 1965 en Dodd sagðist vera hræddur við allar sprautur, vildi því fremur heng- ingu. Ónafngreindur böðull opnaði hlera undir fótum Dodds fimm mín- útur yfir miðnætti að staðartíma og hinn dauðadæmdi, sem bar hettu er huldi höfuðið, féll rúma tvo metra áður en ólin stöðvaði fallið. í flestum tilvikum hálsbrotnar fólk þá sam- stundis og svo virðist hafa farið því að læknir úrskurðaði Dodd látinn fjórum mínútum síðar. Andstæðing- ar aftökunnar höfðu fullyrt að heng- ing væri mjög sársaukafull en vitnin sögðu að ekkert hefði bent til þján- inga. Mál IJfog menning Síðumúla 7-9, sími: 68 85 77 • Laugavegi 18, sími: 2 42 40 BANTEX BRÉFABINDI Magn 20 stk. Verö 6.120,-kr. Tilboð 4.498,- kr. Það sparast 1.627,- kr. ÞAÐ SPARAST ALLT AÐ 20% Á ÖÐRUM VÖRUFLOKKUM EF KEYPT ER í HEILUM KÖSSUM! PLASTMÖPPUR, GATAPOKAR, SKIPTIBLÖÐ, STAFRÓF, REIKNIVÉLARÚLLUR, TÖLVUMIÐAR, TÖLVUBINDI, DISKLINGABOX OG MARGT FLEIRA Á TILBOÐSVERÐI!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.