Morgunblaðið - 06.01.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.01.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANUAR 1993 Háskólinn á Akureyri # # Morgunblaðið/Rúnar Þór Slipparar 1 snjokomu Það snjóaði hressilega um tíma í gær eins og sjá má að snúast um þessar mundir enda verkefnastaða á þessari mynd sem tekin var á athafnasvæði Slipp- þokkaleg í upphafi árs. stöðvarinnar Odda, en þar hafa starfsmenn í nógu Námskeið í stærð- fræði og aðferðar- fræði á vormisseri „ÉG VERÐ sáttur þegar ég hef losað mig við 20 kíló í viðbót," sagði Gunnar Níelsson starfsmaður íþróttahallarinnar á Akureyri, en hann hefur frá því í lok júlí á síðasta ári losað sig við 60 kíló, eða þokkalegan unglingsstrák eins og hann orðaði það. Gunnar sagðist hafa byijað í uppsafnaðan fortíðarvanda að megruninni í lok júlí á síðasta ári glíma. Ég hef líka fengið að vera og náð þá af sér um 20 kílóum fram til loka september þegar hann fór að æfa reglulega hjá Stúdíó Púls 180 í KA-heimilinu og var þá umsamið milli hans og eigenda lík- amsræktarstöðvarinnar að mætti hann að lágmarki þrisvar í viku og puðaði hressilega þyrfti hann ekki að greiða æfingagjaldið. „Ég fer ekki sjaldnar en átta sinnum í viku, tvisvar suma daga' og hvíli mig svona einn og einn dag. Þetta er glettilega gaman og maður finnur jákvæða strauma sem vissulega er afar hvetjandi, ég er mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem ég hefur fengið. Fyrst og fremst verða menn þó að fara út í svona lagað fyrir sjálfa sig og það hefur alla tíð vakað fyrir mér. Ég hef fengið að vera feitur í friði í 29 ár og átti við í friði núna þegar ég er að ná þessu af mér,“ sagði Gunnar. Hann sagði að í byrjun hafi hann sett sér það markmið að komast í Levi’s-gallabuxur fyrir jól, „ég var alltaf í gallabuxum sem entust ekki neitt og ákvað þvi að setja mér það markmið þegar ég byrjaði í júlílok að komast í Levi’s-galla- buxur fyrir jól og það tókst og gott betur. Þá var næst að komast í ákveðna tegund af vöðlum sem ég hafði ekki getað notað áður og það tókst líka. Nú keppi ég við ákveðinn aðila hér í bænum, en sá okkar sem fyrr kemst niður í til- tekna þyngd fær utanlandsferð frá hinum,“ sagði Gunnar og tók sér- staklega fram að þetta tímabil hefði aldrei verið þreytandi og ekki hefði orðið vart fýlukasta eða ann- ars slíks. Morgunblaðið/Rúnar Þór Gunnar Níelsson saknar ekki þeirra 60 kílóa sem hann hefur misst á síðustu fimm mánuðum, en á myndinni er hann við sam- svarandi magn af Smjörva og hann hefur losað sig við í kílóum. Þrettándag*leði Þórs í kvöld HIN árlega þrettándagleði Iþróttafélagsins Þórs verður haldin í kvöld, miðvikudags- kvöldið 6. janúar, að kvöldi þrett- ánda dags jóla, og hefst hún kl. 20. Þetta er í 57. sinn sem Þórsar- ar efna til þrettándagleði á Akur- eyri. Kveikt verður í veglegum bál- kesti kl. 20 og svo sem venja er má búast við að álfakóngur og álfa- drottning ásamt fylgdarliði sínu mæti á svæðið á svipuðum tíma. Með í för verða jólasveinar, álfar, tröll og púkar og kynjaverur ýmiss konar. Jóhann Már Jóhannsson söngvari syngur nokkur nýárslög fyrir gesti og þá verður boðið upp á óvænt skemmtiatriði fyrir börnin, sem fá að bregða á leik með fylgdarliði kóngs og drottningar. Að lokum verður fjölbreytt flugeldasýning. Nýtt blað gef- ið út í Eyja- fjarðarsveit Ytri-Tjörnum. NÝTT blað, Eyvindur, hóf göngu sína í Eyjafjarðarsveit nýverið. Það er menningar- málanefnd hreppsins sem sér um útgáfuna. Leifur Guðmundsson formað- ur nefndarinnar fylgir blaðinu úr hlaði og segir m.a.: „Tilgang- ur með þessu blaði er ekki síst sá að kynna það öfluga félags- starf sem fram fer í Eyjafjarðar- sveit. Öllum félögum sem og embættismönnum ýmsum sem við vissum af var gefmn kostur á að senda efni í blaðið og greina frá sinni starfsemi.“ Efni blaðsins er fjölbreytt og er þar m.a. greint frá félagi aldr- aðra í sveitinni, félagsskapnum Högum höndum, kvenfélögun- um, ungmennafélögunum, lions- klúbbnum, leikfélaginu og Hjálparsveitinni Dalbjörgu. Þá eru í blaðinu nokkur ljóð eftir íbúa sveitarinnar, fróðleg grein um komrækt í Eyjafirði og sagt frá öllum kirkjum sveitarinnar, sem eru sex talsins. Blaðinu var dreift á öll heimili í sveitarfélag- inu. Fyrirhugað er að það komi út áftur síðla vetrar. - Benjamín TVÖ námskeið fyrir væntanlega kennaranema við Háskólann á Akur- eyri verða í boði nú á vormisseri, í stærðfræði og aðferðarfræði, og hefjast þau dagana 19. og 20. janúar næstkomandi, en síðasti skráning- ardagur á námskeiðin er 15. janúar á skrifstofu Háskólans á Akureyri. Umsjónarkennari á stærðfræði- námskeiðinu verður dr. Stefán G. Jónsson. Áhersla verður lögð á rúm- fræði, algebru, tölfræði og falla- fræði. Miðað verður við að nemendur hafí tileinkað sér efni algengustu stærðfræðiáfanga á framhaldsskóla- stigi. Kennt verður í fyrirlestrum og dæmatímum. Farið verður yfir þá stærðfræði sem nauðsynlegt er að kennarar í grunnskólum hafi á valdi sínu, en námskeiðið gildir 4 einingar. Á aðferðarfræðinámskeiðinu verða umsjónarkennarar dr. Kristján Kristjánsson og dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson. Áhersla verður lögð á rökfræði, vísindalega aðferð, upplýsingaöflun, notkun bókasafna og tölva. Námskeiðinu er ætiað að gefa nemendum almennan grunn í háskólanámi og venja þá við fræðileg vinnubrögð. Námskeiðið gildir 2 ein- ingar. Námskeiðsgjald verður 11.500 krónur fyrir þá sem ekki skráðu sig í Háskólann á Akureyri á haustmiss- eri og er gjaldið óháð því hve mörg námskeið menn taka á vormisserinu. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Háskólans þar sem skráning fer fram. Um 10% félag'smanna Einingar á Akureyri eru atvinnulausir Um 570 á atvinnuleysisskrá og hafa aldrei verið fleiri ATVINNULEYSI á meðal félagsmanna Verkalýðsfélagsins Einingar nálgast nú að vera um 10% á Akureyri og hefur það aldrei áður verið jafn mikið. Mikil fjölgun hefur orðið á atvinnuleysisskrá og eru um 570 manns skráðir atvinnulausir á Akureyri og hafa frá því skráning hófst ekki verið fleiri. Formaður Einingar telur að um viðvarandi ástand sé að ræða og vill að fjármagni verði veitt inn á svæðið til atvinnuupp- byggingar eins og gert var á Suðumesjum í lok síðasta árs. Um áramót voru 492 á skrá hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni á Akur- eyri og greinilegt að atvinnuleysi er mun meira hjá körlum en konum, því 320 karlar voru skráðir án at- vinnu og 172 konur. í desembermán- uði voru skráðir rúmlega 10 þúsund atvinnuleysisdagar á Akureyri. Til samanburðar má geta þess að { lok árs 1991 voru 266 skráðir at- vinnulausir á Akpreyri eða helmingi færri en um nýliðin áramót, en des- embermánuð það ár voru atvinnu- leysisdagar 5.300 talsins. Um mán- aðamótin nóvember/desember voru 370 á skrá, þannig að atvinnulausum fjölgaði því milli mánaðamóta um 120 manns. Sigrún Björnsdóttir forstöðumað- ur Vinnumiðlunarskrifstofunnar sagði að mikið væri um að verið væri að fækka starfsfólki á vinnu- stöðum, ekki væri um fjöldauppsagn- ir að ræða, í flestum tilfellum væri um fáa starfsmenn að ræða á hveij- um stað. Þá sagði hún að eitthvað af fólki hefði fengið atvinnu tíma- bundið fyrir jólin og væri það nú aftur komið á atvinnuleysisskrá. Langflestir þeirra sem atvinnu- lausir eru nú eru félagsmenn Verka- lýðsfélagsins Einingar eða rúmlega 200 manns, þá eru um 70 úr Félagi verslunar- og skrifstofufólks og einn- ig um 70 frá Iðju, félagi verksmiðju- fólks á Akureyri og nágrenni. Þá eru 55 iðnaðarmenn á atvinnuleysisskrá og 36 sjómenn. Sigrún sagði að *stór hluti þess fólks sem væri skráð án atvinnu væri á aldrinum 16 til 30 ára og eins væri áberandi hversu margt fólk yfir sextugu væri atvinnulaust. Flest- ar nýskráningar upp á síðkastið væru frá ungu fólki. Mikið hefur verið að gera á skrif- stofunni eftir áramótin og hafa á bilinu 70 til 80 manns komið til nýskráningar á þeim tíma, þannig að á atvinnuleysisskrá nú eru um 570 manns. Að sögn Sigrúnar hefur atvinnuleysi aldrei verið svo mikið frá því skráning hófst, en þar til nú síðustu tvo mánuði var mest atvinnu- leysi skráð í febrúar árið 1990 þegar 347 manns voru á atvinnuleysisskrá. Missti 60 kíló á fimm mánuðum Engin bjartsýni í upphafi árs Björn Snæbjörnsson formaður Verkalýðsfélagsins Einingar sagði að menn hefðu ekki áður séð svo svartar tölur og nálgaðist atvinnu- leysi í félaginu nú að vera um 10% á Akureyri. „Þetta er langt fyrir ofan það sem við höfum áður séð, það er orðið nokkuð greinilegt að þetta er viðvarandi ástand en ekki tímabund- ið og mér finnst kominn tími til að menn fari að skoða í alvöru hvort ekki þurfi að leggja til sérstakt fjár- magn til atvinnuuppbyggingar hér á svæðinu líkt og gert var á Suðumesj- um fyrir nokkru. Það má vera að eitthvað fækki á skránni með vorinu, en hún tæmist ekki svo glatt. Sú mynd sem við blasir er þannig að atvinnuleysi hijáir stóran hluta okkar félagsmanna og vinna hefur minnkað hjá þeim sem hana hafa og ofan á þetta bætast þær stórauknu álögur sem lagðar hafa verið á fólk sem leiðir til þess að við erum allt annað en bjartsýn í upphafi árs,“ sagði Bjöm Snæbjörnsson formaður Ein- ingar. -------»-♦ ♦-------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.