Morgunblaðið - 06.01.1993, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993
Helgi E. Guðbrands
son —Minning’
Fæddur 3. september 1923
Dáinn 23. desember 1992
í dag fer fram í Reykjavík útför
Helga E. Guðbrandssonar verslun-
armanns, en hann hafði um lengri
tíma átt við erfiðan sjúkdóm að
stríða er lagði hann að velli.
Helgi E. Guðbrandsson var
fæddur 3. september 1923, sonur
Guðbrands Guðmundssonar og
Helgu Jakobsdóttur.
Ungur að árum byijaði hann að
vinna fyrir sér við algeng störf og
sá sér farborða með svipuðum
hætti og þá tíðkaðist hjá þeim er
ekki bjuggu við rúman efnahag.
Námslán og styrkir voru ekki fyrir
hendi eins og nú tíðkast til að auð-
velda ungu og efnilegu fólki að
ganga menntaveginn. Hinn harði
og miskunnarlausi skóli lífsins var
hlutskipti unglinga á þeim tíma.
Flestir þeirra tóku hlutskipti sínu
af manndómi og hösluðu sér völl
úti í atvinnulífinu á unga aldri, með
tiltölulega litla menntun en þeim
mun meiri vilja til að nýta með-
fædda hæfileika til góðra verka,
sjálfum sér og öðrum til heilla.
Helgi E. Guðbrandsson sannaði í
verki hversu miklum árangri má
ná með þrotlausu starfi og jákvæðu
hugarfari til þess umhverfis sem
hann starfaði í. Helgi haslaði sér
snemma völl sem afgreiðslumaður
í verslun Málarans hf., sem þá var
staðsett á horni Ingólfsstrætis og
Bankastrætis í Reykjavík. Var
þetta ein þekktasta verslun sinnar
tegundar í Reykjavík í fjöldamörg
ár og þangað lögðu margir Reyk-
víkingar leið sína til að kaupa
málningarvörur. Einnig var þessi
-nvverslun þekkt fyrir að hafa ætíð á
boðstólum úrlvalsliti og striga fyrir
listmálara og áhugafólk á því sviði.
Vöndu margir þekktir listmálarar
komu sína í Málarann í Banka-
'stræti á þessum tíma. Milli Helga,
sem þá var orðinn verslunarstjóri,
og margra viðskiptavinanna tókst
gott samband og jafnvel vinátta.
Hann var einstaklega viðmótsgóður
og vildi af einlægni leysa hvers
manns vanda. Um Helga E. Guð-
brandsson er með sanni unnt að
segja: Hann var góður maður sem
leitaðist við að gera samstarfs-
mönnum sínum lífið auðveldara.
Sá sem þessar línur ritar kynnt-
ist Helga fyrir mörgum áratugum,
bæði í gegnum starf hans hjá Mál-
aranum og í félagsmálum hjá
Verslunarmannafélagi Reykjavík-
ur, en þar var hann virkur félagi
í áratugi og var lengi í stjóm félags-
ins og síðar, allt til dauðadags,
starfsmaður þess.
í öllum störfum sínum í þágu
VR nýttust hinir góðu eðliskostir
Helga vel. Var hann félaginu ómet-
anlegur starfskraftur. Hið hlýja
viðmót hans og einstakur dreng-
skapur í samskiptum við félags-
menn VR,' stjómendur og sam-
starfsfólk, var með þeim hætti að
fátítt er. Fyrir það þökkum við,
samferðamenn hans.
Helgi E. Guðbrandsson kom víð-
'ar við. Hann hafði mikið yndi af
lax- og silungsveiði og stundaði þá
íþrótt meðan aðstæður og heilsa
leyfðu. Var okkur tíðrætt um veiði-
ferðir hans norður í Vatnsdal, en
þangað fór Helgi oft til veiða á
neðsta svæði á áram fyrr.
Helgi E. Guðbrandsson var mik-
ill sjálfstæðismaður. Hann, eins og
margir af hans kynslóð, trúði á
sjálfstæðisstefnuna undir kjörorð-
inu „stétt með stétt“, í þeim skiln-
ingi að innan Sjálfstæðisflokksins
gætu menn starfað saman á jafn-
* • réttisgrandvelli, óháð stöðu og
efnahag. Helgi var virkur í flokks-
starfinu við kosningar í áratugi og
barðist ásamt fleirum innan verka-
lýðshreyfingarinnar fyrir rétti ein-
staklingsins samfara lýðræðislegri
félagshyggju. Pólitískar öfgar voru
honum ekki að skapi, hvort sem
þær vora til hægri eða vinstri.
^Skilningur á högum annarra,
mannúð og umburðarlyndi í orði
og verki, var í anda sannrar sjálf-
stæðisstefnu leiðarljós Helga á
vettvangi þjóðmála.
Helgi var einstakur vinur sem
unnt væri að skrifa um langt mál.
Hér skal að sinni látið staðar num-
ið og Helga E. Guðbrandssyni
þökkuð áralöng vinátta og sam-
starf sem aldrei féll skuggi á.
Við Ragnheiður sendum frú
Margréti, börnum og skyldmennum
innilegar samúðarkveðjur.
Guðmundur H. Garðarsson.
Helgi frændi varð ekki gamall
maður, hefði orðið sjötugur í haust,
en auðnaðist ekki. Hann fæddist á
Galtafelli í Hrunamannahreppi að
hausti til í litlu herbergi, sem var
eins konar viðbót við vesturgafl
bæjarins og var reist fyrir
langömmu okkar beggja, Gróu. Þar
lá gamla konan síðan 13 ár í kör
sinni. Ég fæddist 4 áram síðar í
því sama herbergi, og fylgdumst
við síðan að mestu leyti að fram á
fullorðinsár.
Móðir hans var þriðja bam afa
og ömmu, Helga, fædd 3. desem-
ber 1894 í Kampholti í Flóa, og
faðirinn Guðbrandur Guðmunds-
son, fæddur 7. september 1892 á
Gígjarhóli í Biskupstungum. Þau
voru þá trúlofuð, en berklarnir slitu
það samband fljótt, og lést hún
mánuði eftir fæðingu Helga. Henni
er svo lýst, að hún væri myndar-
stúlka, fallega vaxin og fallega
rauðhærð.
Guðbrandur eftirlét afa og
ömmu umsjón og uppeldi drengs-
ins, og fylgdi hann þeim æ síðan.
Guðbrandur fluttist til Reykja-
víkur og kvæntist síðar mikilli
ágætiskonu, Kristínu, og áttu þau
saman 3 börn. Hann lét mjög til
sín taka í verkalýðsbaráttu kreppu-
áranna og lést 1973.
Helgi sýndi snemma létta og
glaða lund og alla ævi þá góðvild
til manna, sem öðrum þótti gott
að njóta, heill og hrekklaus og bjóst
jafnan við því sama til baka, þótt
slíkt lánist misjafnlega.
Gömlu hjónin bráu endanlega búi
árið 1927 og fluttust suður á möl-
ina, eins og fleira fátækt sveita-
fólk, södd á basli búskaparins sem
afi þótti aldrei hneigður fyrir. Hans
hugur var við smíðarnar, hafði t.d.
verið við smíðar Hóla- og Stóra-
núpskirkju, en síðasta verk hans
þarna fyrir austan var að standa
fyrir smíði barnaskólans að Ásum
1927, árið sem hann fór.
Pabbi sagði mér eitt sinn í
gamni, að ekki hefði niðursetningur
svo komið heim að bæ að afi yfir-
gæfi ekki teiginn, svo af því má
ráða áhugann.
Amma var hins vegar rótgrónari
í búskapnum og minntist oft upp-
vaxtar síns á Ásólfsstöðum og bú-
skapar þeirra afa á Galtafelli, en
aldrei heyrði ég afa ýja að slíku.
Þau hjón voru bæði í nettu
meðallagi, utan afi stakk nokkuð
við sökum gamalla meiðsla. Gömul
þótti mér þau eðlilega, þegar ég
man fyrst eftir, um 1930, en þegar
gluggað er í gamlar sveitalífsmynd-
ir síns tíma, þegar allir standa úti
á hlaði að láta fótógrafera sig með
frægum ættingjum að sunnan í
heimsókn sést, að vinnulúið sveita-
fólk um fertug var raunveralega
orðið gamalt, en breyttist kannske
lítt síðan allt til dauðadags.
Ég minnist þess, hve þau voru
bæði Ijúf innávið, einkum amma,
en það gat stirðnað útávið hjá
henni. Afi var meira jafngeðja.
Þau bjuggu fyi-stu árin á Þórs-
götu og við Bergstaðastræti, en er
Guðný systir afa og Jón maður
hennar reistu sér stórhýsi við Sjafn-
argötu 4 árið 1932, þá talaðist svo
til, að þau hjón fengju inni í risinu
þar ásamt Sigríði, dóttur þeirra og
syni hennar, Jakobi, í frambemsku.
Og Helgi fylgdi auðvitað gömlu
hjónunum og varð þaðan frá leið-
togi minn gegnum bemsku- og
unglingsár langt fram á stríð.
Þetta fólk allt fluttist nú þarna
inn í allsleysi kreppunnar. Áldrei
varð mér fullljóst, hvernig þau
komust af fyrir utan guðsblessun,
en Sigríður mun að vísu hafa geng-
ið að þeirri vinnu sem gafst, en
vinna afa mun liafa greiðst mis-
jafnlega, enda ekki harðdrægur í
viðskiptum.
Risinu var skipt að endilöngu
með gangi, og sá hluti sem var
innréttaður, var eldhúskompa
riorðantil undir bröttu þaki, mann-
geng að hálfu og taldist um sex
fermetrar, en sunnan við nefndan
gang var rúmgóð og björt stofa
undir stórum kvisti, og þar til hlið-
ar var lítið herbergi aftur undir
bröttu þaki og þiljað af við sperrut-
ær.
Þótt þröngt þætti setið nú, þá
var fólk þessu vant og standarður
lífsins svo á öllum sviðum. En aug-
ljóst var, að oft var þröngt í búi.
Um meðlag var ekki að ræða, hver
átti nóg með sig. Helgi var stundum
sendur í föðurhús að leita aðstoð-
ar, en þar var fyrir fullt hús barna,
og varð frúin jafnan fá við og heim-
ilið ekki aflögufært.
Ég var nú þarna svotil daglegur
gestur í fjöldamörg ár og alltaf
mættur á sunnudagsmorgnum til
að gantast við Helga. Afi okkar
var rólyndismaður, svo sem áður
er sagt, og man ég varla til að
hann hvessti röddu að okkur utan
einu sinni í morgunhasar.
Hann var að raka sig í stofunni
auðvitað, því allt gerðist þar og
með hníf að þeirra tíma hætti og
annar okkar frænda þeytti bók
þvert yfír stofu og fló nærri barka
gamla mannsins. Þá fauk í góð-
mennið.
Afí var þúsundþjalasmiður, sér-
lega í tré, leður og járn, og stund-
aði þessar iðnir er gafst, en dútli
sínu sem sneri að leðri og skósmíði
þótti honum sjálfsagt að stunda við
rúmbrík sína í stofunni einu, enda
tæpast í önnur hús að venda.
Þetta þóknaðist kvenþjóðinni illa
og lauk svo, að pabbi byggði honum
rúmgóðan vinnuskúr á lóðinni nr.
2, sem Sæmundur Ólafsson, oft
nefndur Sæmundur í kexinu, bauð
fram, gamall og gegn krati. Afi
undi sér síðan þar við smíðar og
leður, en aðra aðstöðu hafði hann
í Galtafelli við Laufásveg, hjá bróð-
ur sínum Bjama, sem sjálfur var
listasmiður.
Afí kallinn var vinmargur og
frændrækinn, og oft var gest-
kvæmt þar um helgar, fólk að aust-
an eða ættað þaðan. Mér finnst
jafnan hafa verið hlaðið borð með
tertum og smákökum, a.m.k. var
það svo á öllum hátíðum, en þá var
jafnan öll fjölskyldan komin í súkk-
ulaði og kaffi. Álveg óþarfi að þvo
bollann, elskan mín, heyrðist í
hverri veislu.
Fastur punktur í tilveranni á
þessum tíma var, að þeir komu
saman, Þorgeir frændi, faðir Gests
myndhöggvara, Jón bróðir hans og
vinur þeirra allra, Erlendur, sem
var kallaður frændi líka, svo ekki
hallaðist á. Þeir ijórir settust þá
saman við kaffiborðið, hressir og
kátir, og sögðu hveijir öðrum sömu
fræðgarsögurnar upp aftur og aft-
ur, og hafði Þorgeir jafnan best.
Síðan skruppu þeir gjarnan út í
vinnuskúr og komu ögn hressari
upp aftur.
Fjölskyldubönd vora sterk, og
menn sóttu veislur og annan mann-
fagnað hveijir til annars og mörg
voru gamlárskvöldin hjá Guðnýju
frænku undir orgelspili og sálma-
söng.
Mannlífið okkar Helga var á
öðru plani, þegar hann var kominn
á bísaaldurinn en ég enn græn-
ingi, þá höfðu þeir jafnaldrar hans
komið sér upp snjóhúsi miklu við
suðurgarðvegginn. Hafði stórráðið
komið þar saman til fundahalda
við kertaljós og lokaði á græningja.
Vildi ég samt láta vita af mér,
þótt ég dirfðist ekki að hafa illt í
huga, kleif upp á vegginn, sem var
ívið hærri en húsið og lét mig
pompa á þakið.
Er nú skjótt að segja, að snögg-
lega sat ég í óvinafagnaðinum miðj-
um og munaði því, að ég sat ofan
á rústunum, en stórráðið undir, að
ég kom fyrr undir mig fótunum,
náði upp til ömmu og var borgið í
það skiptið.
Menntabraut Helga varð aldrei
löng, hefðbundin ganga í Barna-
skóla Austurbæjar var það, sem í
boði var. Strax er hann mátti og
henni lauk var hann ráðinn sem
vikapiltur í Málarann við Banka-
stræti gegnum vinskap við eigand-
ann, Pétur, sem bjó í næsta húsi á
Sjafnargötunni. Þar ílentist hann í
mörg ár og varð þekktur í Reykja-
vík, sem Helgi í Málaranum.
Stríðsárin voru ár mikilla breyt-
inga, þar gengum við unglingarnir
fyrstu sporin í einkennilegri veröld
þar sem annar hver maður var
hermaður og allt, sem því fylgdi,
samneyti við þá og sjoppuferðir
utan enda, sem voru 3 á hveiju
götuhomi, bíóin, stríðsmyndirnar,
sem þá blómguðust, stríðsrómantík
þeirra og okrarabransinn sem
fýlgdi. Og allir bárum við batt-
ersbyhatta.
En sorgin var á næsta leiti, ég
man glöggt óveðursnóttina þegar
séra Jón, föðurbróðir minn og móð-
urbróðir Helga, fórst með Þormóði
veturinn 1943. Þá áttu gömlu hjón-
in bágt, hann var þeirra yngsta
barn.
Seint í hóvember það ár gekk
afi fyrir bíl og var þá allur, þá
voru döpur jól.
Lífið tók upp úr þessu nýja
stefnu, Helgi kvæntist og Sjafnar-
götulífinu, sem verið hafði svo
langt og viðburðaríkt að manni
fannst, lokið. Fjölskyldan fluttist í
annan borgarhluta og nýtt líf hófst
hjá henni í öðru formi, Helgi kvænt-
ist inn í reykvíska stórfjölskyldu á
Lindargötu 40, Margréti Kristínu
Friðleifsdóttur Friðrikssonar, fædd
20. nóvember 1924, og Halldóru
Eyjólfsdóttur, sem nú situr í hári
elli.
Friðleifur var á sinni tíð þekktur
sem formaður Þróttar og framar-
lega í pólitísku lífí Reykjavík í þá
daga.
Mikil og góð vinátta tókst strax
með fjölskyldum okkar og Lindar-
götufólkinu og pólitískir barríerar
hrundu þar eins og berlínarmúrar,
hafi þeir þá einhveijir verið.
Margrét er mikil ágætiskona og
fæddist þeim þarna bömin þijú,
Friðleifur, fæddur 1947, Lilja, fædd
1951 og Gunnar Helgi, fæddur
1957. Lilja er gift Gísla Jónmundi,
og eiga þau bömin Helga Reyr,
Jónmund og Róbert, öll á unglings-
aldri.
Þar sem alla tíð var mjög kært
milli ömmu og Helga gat hún
naumast hugsað sér að skilja við
hann, þótt hann kvæntist, og því
buðu húsráðendur á Lindargötunni
henni, Sigríði og Jakobi íbúð í sama
húsi og á sömu hæð, þegar rýmd-
ist um í stórfjölskyldunni, en sjálf
bjuggu þau á efri hæð í sátt og
samlyndi meðan allir entust.
Þegar bernskuheimili Margrétar
var selt eftir dauða Friðleifs,
keyptu þau sér íbúð við Grensásveg
og bjuggu þar lengst af síðan, og
þar ólust börnin upp uns þau eitt
af öðra fóra að heiman.
Eftir langa vera í Málaranum
gamla og eftir nokkurt hlé, settist
Helgi niður við hlið þeirra manna
er vörðu og sóttu hag verslunar-
stéttarinnar og vann Verslunar-
mannafélagi Reykjavíkur það sem
hann mátti á langri vinnuævi. Hann
var félagslyndur og átti gott með
að umgangast fólk, ljúfur, skiln-
ingsríkur, kurteis og virtur, því
hann átti jafnan auðvelt með að
setja sig í annarra spor sem á sjálf-
um brynni og þar á bæ ríkti hveij-
um góður andi.
En svo líður æskan unga, hann
stóð meðan stætt var, og eins og
fúr Theodóra segir: hljóður vina-
hópurinn / horfir út í bláinn.
Hreggv. Stefánsson.
„Það er aðfangadagur. Þessi ljósi
dagur í dimmasta skammdeginu.
Ég er búsett erlendis og síminn
er sambandið mitt við fjölskyldu
og vini. Gleðileg jól, segir mamma,
en hann Helgi frændi dó í gær.
Við grátum báðar svolítið í símann,
en eftir samtalið græt ég miklu
meira. Það er svo erfitt að losna
við þennan köggul úr hjartanu.
Jú, ég vissi víst að hann Helgi
frændi hafði verið veikur. Og ég
held að hann hafi kvalist og þess-
vegna verið hvíld í því að sofna.
En það breytir bara ekki því að ég
tárast enn yfir þessu öllu, og svo
fæ ég ekki tækifæri til að fylgja
honum til grafar.
En hann Helgi frændi og hún
Magga, eftirlifandi kona hans, áttu
bara alltaf svo stórt hjarta. Er það
ekki skrýtið hvað litlar íbúðir geta
hýst margt fólk, ef fólkið sem býr
þar hefur stórt hjarta? Svona var
þetta alltaf heima hjá Helga og
Möggu.
Alltaf pláss fyrir fleiri, bara sjálf-
sagt að gista hjá þeim, ef við vorum
á ferð. Þó er ég alveg viss um að
stundum reyndi ég á þolrifin í þeim,
því að uppátæki og ærsl voru hátt
skrifuð hjá mér í æsku. En alltaf
var pláss í hjartanu hans Helga
frænda og seinna meir hjálpaði
hann mér einnig með sinni reynslu
frá Verslunarmannafélaginu, þar
sem hann vann svo lengi.
Já, það er margs að minnast.
Góður drengur er fallinn frá, en
aldrei skal ég gleyma honum Helga
frænda og þakka fyrir þann tíma,
sem ég þó fékk að eiga með honum.
Inga Jóhannsdóttir.
Dauðinn spyr ekki um tíma. All-
ir dagar era honum jafnir. Hann
ber að garði alla daga ársins, jafnt
þá daga þegar mesta hátíð mann-
anna fer í hönd, jólin, sem er sú
hátíð sem tengir fjölskyldurnar
betur saman en nokkur önnur há-
tíð. Tilfinningar manna verða þá
næmari og opnari og fjölskyldur
hafa ríkari þörf en oftast annars
til að vera saman og njóta jólahátíð-
arinnar sameiginlega.
Þannig var það með Helga E.
Guðbrandsson, sem lést 23. desem-
ber, þegar við vorum að stíga síð-
ustu skrefin að helgum jólum. Þá
var hann kallaður frá þessu jarð-
neska lífi, frá ættingjum og vinum.
Helgi hafði verið veikur um alllangt
skeið og hann gerði sér grein fyrir
að hverju stefndi. Hann var trúaður
maður og tók því sem að höndum
bar með jafnaðargeði. Helgi var
mikill fjölskyldumaður sem gaf
mikið með þeirri góðmennsku og
umhyggju, sem hann bar fyrir fjöl-
skyldu sinni og öllum sem hann
unni. Lífsferill Helga einkenndist
af trúmennsku, hógværð og góðvild
í garð allra sem hann umgekkst
og lét sig skipta. Hann vildi öllum
hjálpa, sem til hans leituðu. Honum
fannst hann hafa skyldur til að
verða öðrum að liði og lagði þá oft
mikið á sig, jafnvel meira en hann
hafði getu til. Hann var einnig full-
ur þakklætis til þeirra sem honum
fannst hafa veitt sér liðsinni eða
hjálparhönd.
Helgi var fæddur 3. september
1923 að Galtafelli í Hrunamanna-
hreppi, og var því á sjötugasta ald-
ursári þegar hann lést. Móðir hans,
Helga Jakobsdóttir, andaðist þegar
Helgi var aðeins þriggja vikna
gamall. Hann ólst því upp hjá