Morgunblaðið - 06.01.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993
31
ömmu sinni og afa, Guðrúnu Stef-
ánsdóttur og Jakobi Jónssyni, bróð-
ur Einars myndhöggvara, en þau
bjuggu að Galtafelli. Þau brugðu
búi þegar Helgi var tveggja ára
og fluttu til Reykjavíkur. Þar átti
Heljgi heima síðan.
Eg vann með Helga í rúm 30
ár hjá VR, fyrst sem stjórnarmanni
frá 1961 og síðan sem starfsmanni
á skrifstofu VR frá 1964 til dauða-
dags. Varla er hægt að hugsa sér
ljúfari og elskulegri starfsfélaga
en Helga. Hann var ævinlega glað-
vær og viðmót hans og umgengni
á vinnustað var öll með þeim hætti
að hlýjuna leiddi af nærveru hans.
Aldrei heyrði ég hann leggja illt
orð til nokkurs manns. Helgi var
sérstakur barnavinur. Ég minnist
þess þegar börn mín voru lítil og
komu á skrifstofuna til mín, hversu
elskulegur Helgi var þeim ávallt,
enda þótti þeim mjög vænt um
hann.
Helgi bytjaði ungur að vinna við
verslunarstörf í Málaranum og
vann þar, að fjórum árum undan-
skildum, sem hann vann hjá verk-
smiðjunni Magna, þar til hann hóf
störf á skrifstofu VR árið 1964.
Hann hafði því unnið í tæp 30 ár
hjá VR þegar hann andaðist. Strax
á fyrstu starfsárum sínum við af-
greiðslustörf hjá Málaranum, fékk
Helgi áhuga á málefnum verslunar-
fólks og tók þá þegar virkan þátt
í starfsemi VR. Hann var í trún-
aðarmannaráði VR um fjögurra
áratuga skeið og allt til dauða-
dags. Hann átti sæti í stjórn félags-
ins í 24 ár, frá 1961 til 1985 er
hann hætti að eigin ósk. Helgi sat
stofnþing Landssambands ísl.
verzlunarmanna 1957 og hefur set-
ið öll þing þess síðan. Hann sat
einnig öll þing ASÍ frá því að versl-
unarmenn fengu aðild að ASÍ 1964
að undanskildu síðasta þingi, sem
hann gat ekki setið vegna heilsu-
brests.
Á starfsferli Helga hjá VR hafa
margir og stórir áfangar unnist í
kjarabaráttunni, þó hann eins og
aðrir hefði auðvitað viljað að oft
hefði meira náðst fram. Helgi átti
þátt í að móta og fylgja eftir þeirri
stefnu, sem fylgt hefur verið í sókn
til bættra lífskjara. Hann var jafn-
an tillögugóður og fylgdi skoðunum
sínum eftir af sannfæringu. Helgi
dró ekki af sér að fylgja málum
fast eftir, sérstaklega ef honum
fannst að í hlut ættu þeir, sem
minna bera úr býtum í þjóðfélag-
inu.
Af breytingum sem orðið hafa á
kjörum fólks frá því að Helgi fór
fyrst að hafa afskipti af félaginu
og hann hefur átt þátt í að móta
og fylgja eftir til sigurs, má sem
dæmi nefna styttingu dagvinnutím-
ans úr 48 stundum í 38 stundir,
lenging orlofs úr þremur vikum í
rúmar fimm, stofnun Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna, sem nú er einn
stærsti og traustasti lífeyrissjóður
landsins, aðild að atvinnuleysis-
tryggingasjóði, sem nú greiðir
mánaðarlega rúmar 20 milljónir
króna til 550 atvinnulausra félags-
manna VR, stofnun orlofssjóðs,
sem á orðið 40 orlofshús, stofnun
sjúkrasjóðs, sem hefur gert mögu-
legt að stórauka tryggingavernd
félagsmanna, sérstaklega þeirra
sem um lengri tíma eru frá vinnu
vegna veikinda eða slysa, og stend-
ur nú að byggingu umönnunar- og
hjúkrunarheimilisins Eirar, þar sem
aldraðir félagsmenn VR munu
njóta aðhlynningar og umönnunar
þegar heilsan brestur. Margt fleira
væri hægt að telja upp en hér skal
staðar numið.
Þegar Helgi kom til starfa á
skrifstofu VR voru umsvif félagsins
lítil. Félagsmenn voru rúmlega eitt
þúsund og starfsmenn voru tveir
allan daginn og einn hálfan dag-
inn. Nú eru um 15.000 manns á
félagaskrá og 20 starfsmenn á
skrifstofunni. Helgi lifði því miklar
breytingar á starfsemi félagsins.
Hann sá VR verða stærsta og
öflugasta stéttarfélag landsins.
Fyrstu árin vann hann aðallega við
að túlka kjarasamninga og vinna
að leiðréttingu á kjörum fólks.
Hann var einnig gjaldkeri félagsins
um langt árabil. Framanaf hafði
hann yfirumsjón með byggingu og
rekstri orlofshúsa félagsins og var
formaður stjórnar orlofssjóðsins
um langt árabil. Hann var fyrsti
formaður nefndar er úthlutaði at-
vinnuleysisbótum á vegum VR og
sá lengi um þann málaflokk fyrir
félagið. Helgi var kosinn ábyrgðar-
maður af hálfu VR við stofnun
Sparisjóðs alþýðu árið 1966.
I svo umfangsmiklu félagsmála-
starfi eins og hjá VR, koma upp á
borðið mörg og oft flókin vanda-
mál hjá félagsfólki. í slíku starfí
er ekki hægt að leysa öll mál og
verða við óskum allra. Oftast hefur
fólk skilning á þessu þegar málin
hafa verið rædd og skoðuð niður í
kjölinn. Helgi var sérstaklega lag-
inn að tala við fólk og gera því
grein fyrir stöðunni og jafnan fór
það sátt frá Helga þó hann þyrfti
að segja nei.
Eins og sést á því sem hér hefur
verið sagt, hefur Helgi lagt mikið
af mörkum með störfum sínum
fyrir VR sem hér skal þakkað af
einlægni. Hann var sæmdur gull-
merki VR á 90 ára afmæli félags-
ins 1981 fyrir mikil og góð störf í
þágu félagsins.
Helgi var víðlesinn og hafði unun
af lestri bóka, einkum um sagn-
fræðileg efni, og var hann hafsjór
af fróðleik í þeim efnum, því hann
hafði gott minni. Hann var einnig
mikill áhugamaður um bridge og
stundaði það allt frá því að hann
var unglingur. Einnig hafði hann
gaman af að renna fyrir lax og
silung þegar hann kom því við.
Helgi gladdist innilega í vinahópi,
þegar menn gerðu sér dagamun.
Hann var söngmaður góður og
hafði yndi af fallegum söng.
Helgi giftist eftirlifandi konu
sinni, Margréti Friðleifsdóttur, 17.
nóvember 1945. Þau eignuðust þijú
börn: Friðleif, hárgreiðslumeistara,
Lilju, frú, sem er gift Gísla Jón-
mundarsyni, vélstjóra, og Gunnar.
Helgi var mikill fjölskyldufaðir.
Hann bar mikla umhyggju fyrir
konu sinni og börnum. Þá fóru afa-
börnin, þrír synir Lilju og Gísla,
12, 13 og 16 ára gamlir, ekki var-
hluta af umhyggjunni og ástúðinni
sem Helgi veitti þeim. Þeir hafa
misst mikið en geta huggað sig við
góðar minningar um kærleiksríkan
afa.
Nú þegar kemur að kveðjustund
vinar míns Helga E. Guðbrandsson-
ar, færi ég honum þakkir fyrir
mikil og góð störf í þágu verslun-
ar- og skrifstofufólks um fjörutíu
ára skeið, sem unnin voru af ein-
lægni og trúmennsku. Ég þakka
honum langa og góða samfylgd,
sem einkenndist af vináttu hans
og drengskap í minn garð.
Enda þótt skuggi saknaðar hafi
gengið yfir við fráfall Helga og
sorgin hvíli þyngst yfir eftirlifandi
konu hans, börnum og ættingjum,
er það huggun harmi gegn að
minnast með þakklæti svo góðs
drengs sem Helgi var.
Kæra Margrét, ég sendi þér og
börnum ykkar og fjölskyldum
þeirra einlægar samúðarkveðjur og
bið Guð að gefa ykkur styrk í sorg
ykkar.
Magnús L. Sveinsson.
Kveðja frá samstarfsfólki
Það varð stundarþögn, þegar við,
samstarfsmenn Helga fréttum af
andláti hans, hugsanir okkar sam-
einuðust í minningu um einstæðan
mann. Mann sem var alltaf góður
nýjum starfsmönnum, hjálpsamur
og fórnfús og mátti aldrei vamm
sitt vita ef einhver átti við erfiðleika
að etja. Helgi var einstaklega geð-
góður og glaðlyndur vinnufélagi og
við munum lengi minnast kveðju
hans á morgnana, „góðan og bless-
aðan daginn", sem dugði okkur al-
lan daginn.
Við minnumst hans í djúpri virð-
ingu og þakklæti. Hann var elstur
okkar og hafði starfað lengst á
skrifstofunni að undanskildum
formanninum og hafði vaxið með
félaginu í nærri 30 ár, frá því að
þar voru aðeins tveir starfsmenn
og félagsmennirnir fáir, í að hafa
20 samstarfsmenn og u.þ.b. 15.000
félagsmenn til að veita þjónustu.
Gagnvart félagsmönnum var
hann ævinlega ráðagóður og gaf
sér alltaf nógan tíma til að spjalla
og svara hinum ólíkustu spurning-
um af alúð og einlægni og enginn
okkar minnist þess að hafa nokkru
sinni heyrt styggðaryrði falla af
hans vörum um nokkum mann.
Svona var Helgi. Síðastliðið sumar
og nú í vetur átti hann við mikil
veikindi að stríða, veikindi sem nú
hafa fært hann yfir móðuna miklu
til betri líðanar og til betri dvalar.
Guð blessi og varðveiti Helga E.
Guðbrandsson.Við sameinumst í
hljóðri bæn og vottum Margréti,
börnunum, tengdasyni og barna-
börnunum innilega samúð.
Krisijana Péturs-
dóttír — Minning
Fædd 30. ágúst 1918
Dáin 27. desember 1992
Látin er mágkona mín Kristjana
Pétursdóttir. Hún var dóttir Ólafar
Björnsdóttur og Péturs Halldórs-
sonar fyrrverandi borgarstjóra.
Fallin er í valinn merk kona, hóg-
vær og vönduð. Hún giftist Ludvig
bróður mínum 18. maí 1945, en
hann lést í júní 1990, og er því
ekki langt á milli þeirra hjóna. Það
var alltaf gott samband milli mín
og Nönu, ég gat alltaf talað við
hana bæði í gleði og sorg, hún
hafði svo góðan skilning á öllu.
Vegna góðmennsku hennar gat
ég trúað henni fyrir því sem mér
lá þyngst á hjarta. Nana var ekki
allra, en var sannkallaður vinur
vina sinna.
Ég minnist margra gleðistunda
úr Hátúninu, en þar bjuggu Nana
og Polli um árabil, samhentni
þeirra, gestrisni og létt lund réði
ríkjum á þeirra listræna og fallega
heimili. Eftir að Nana missti mann
sinn fluttist hún að Skúlagötu 40.
Þar hafði hún komið sér vel fyrir,
en enginn ræður sínum næturstað.
Nana var hamingjusöm, átti góðan
mann og tvö elskuleg börn. Þau
eru Pétur, barnalæknir, kvæntur
Nínu Birgisdóttur og eiga þau tvö
börn, Birgi og Hildi. Erna María,
gift Haraldi Haraldssyni heildsd-
ala og eiga þau þijú börn, Pétur
Albert, kvæntan Berglindi Johans-
en og eiga þau litla stúlku sem
ber nafn langömmu sinnar, Unni
og Harald Ludvig.
Nana var ástrík móðir, tengda-
móðir, amma og langamma, sem
vildi bömum sínum allt það besta.
Pétur, Erna og fjölskyldur, Guð
gefi ykkur styrk á slíkri sorgar-
stund. Ég og fjölskylda mín þökk-
um Nönu fyrir allt og allt.
Ásta.
í dag kveðjum við elskulega
konu, Kristjönu Pétursdóttur, með
söknuði. Þegar hátíð ljóssins var
á næsta leiti dró skugga yfir huga
ættingja og vina Nönu, eins og
hún var oftast kölluð, þegar hún
veiktist skyndilega. Dauðinn gerir
hvorki boð á undan sér né velur
stað og stund og eftir stutt en
erfið veikindi kvaddi hún þennan
heim hinn 27. desember sl. á 75.
aldursári.
Kristjana var glæsileg kona og
lánsöm. Hún átti elskulegan eigin-
mann og tvö börn sem hún vafði
ást og umhyggju sem var ríkulega
endurgoldin. Eg tel mig lánsama
að hafa fengið að kynnast Nönu
og eiginmanni hennar Ludvig
Hjálmtýssyni sem lést í júní 1990.
Glaðværari og samrýndari hjón
voru vandfundin. Þau höfðu bæði
tvö sterkan og Ijúfan persónuleika
og áttu auðvelt með að koma við-
mælendum sínum í gott skap. Við
fórum alltaf fróðari af fundi þeirra
því Ludvig naut þess að segja frá
mannlífinu í Reykjavík fyrr á árum
og sagði skemmtilega frá. Þá
sjaldan honum fataðist flugið var
Nana reiðubúin að leiðrétta hann
á sinn kankvísa hátt. Mér býður
í grun að fráfall Ludvigs hafi ver-
ið Nönu mikið áfall, en henni var
ávallt efst í huga þakklæti ti'
barna sinna, tengdabarna og
barnabarna fyrir allt sem þau voru
henni.
Hún var trúuð kona og sá alltaf
hið góða í hveijum manni. Hún
naut samverustundanna með
börnum sínum, tengdabörnum og
barnabörnum. Lítill gleðigjafi,
langömmubamið og alnafna henn-
ar, lýsti upp líf hennar síðustu
mánuðina sem hún lifið.
Frá fyrstu kynnum hefur Nana
verið mér og fjölskyldu minni
sannur vinur og á kveðjustund er
mér efst í huga þakklæti fyrir öll
hlýju orðin hennar og þétt hand-
takið.
Hún hefur nú náð endurfundum
við sinn ástkæra vin og ég er sann-
færð um að hún mun vaka áfram
yfir velferð fjölskyldu sinnar. Ég
bið algóðan Guð að styrkja böm
Nönu og fjölskyldur þeirra. Eins
og hátíð ljóssins lýsir upp svart-
asta skammdegið mun minningin
um góða og elskulega konu lýsa
upp hugi þeirra og sefa sorgina
við fráfall hennar. Blessuð sé
minning Kristjönu Pétursdóttur.
Erla Ólafsdóttir.
Sigurður Krisijáns-
son — Minningarorð
Fæddur 5. febrúar 1905
Dáinn 23. desember 1992
í dag kveðjum við tengdaföður
okkar, Sigurð Kristjánsson, er lést
í St. Jósepsspítala í Hafnarfirði
23. desember sl., á 88. aldursári.
Sigurður fæddist 5. febrúar 1905
á Akranesi. Foreldrar hans voru
Ragnheiður Finnsdóttir og Krist-
ján Guðmundsson.
Sigurður giftist eftirlifandi
konu sinni Magneu Símonardóttur
29.júní 1929. Sigurður og Magnea
eignuðust 8 börn og eru 6 þeira
á lífi, Áslaug, f. 23. desember
1929, Kristján, f. 12. apríl 1931,
Ásmundur, f. 21. september 1932,
d. 27. júlí 1961, Dóttir, f. 12. sept-
ember 1938, d. febr. 1939. Finn-
ur, f. 29. október 1939, Finnbogi,
f. 17. desember 1941, Símon, f.
15. mars 1943. Ástráður, f. 19.
júní 1945.
Afkomendur þeirra eru orðnir
63. Sigurður var stoltur af sínum
stóra barnahóp og naut samvistar
með þeim.
Sigurður stundaði sjómennsku
um 36 ára skeið, var síðan fisk-
matsmaður til 70 ára aldurs. Með-
hjálpari og kirkjuvörður við Frí-
kirkjuna í Hafnarfirði 1978-1985.
Sigurður og Magnea bjuggu lengst
af í Hafnarfirði. Fyrir rúmum átta
árum fluttu það að Hrafnistu í
Hafnarfirði. Þar hefur þeim liðið
vel og notið góðrar umönnunar
starfsfólks. Tengdafaðir okkar var
mjög minnugur og fylgdist vel
með því sem var að gerast. Hann
hafði ákveðnar skoðanir og fór
ekki dult með þær. Sigurður og
Magnea voru gift í 63 ár, hjá þeim
ríkti gagnkvæm virðing sem ávallt
var í fyrirrúmi. Tengdafaðir okkar
var góður maður sem okkur þótti
vænt um og við eigum um hann
ljúfar minningar.
Elsku Magga, Guð þig styrki
og blessi.
Blessuð sé minning Sigurðar
Kristjánssonar.
Ragna Helgadóttir,
Guðrún Júlíusdóttir.
Okkur langar að minnast með
örfáum orðum afa okkar Sigurðar
Kristjánssonar sem lést á Þorláks-
messudag. Það er erfitt að sætta
sig við það að fá ekki að hitta
hann framar.
Afi og amma bjuggu í Hafnar-
firði og var því auðvelt fyrir okkur
systkinin að koma við hjá þeim,
sem oft var gert. Þar var gott að
koma og alltaf tekið vel á móti
okkur.
Afi hafði mikið dálæti á kindum
og var hann með kindur meðan
heilsan leyfði. Ekki voru fáar ferð-
irnar sem við bræðurnir fórum
með honum í kindakofann og
smalamennskur, þá var mikið
spjallað, þetta voru fræðandi og
skemmtilegar stundir.
Afi keyrði bíl þar til hann var
rúmlega áttræður og höfðu afi og
amma mjög gaman af því að ferð-
ast og fóru þau víða um landið.
Hann hafði gaman af ferðum upp
í Borgarfjörð, austur fyrir fjall og
á Suðurnes, þar var Garðskaga-
viti, einn af hans upáhalds stöðum.
Það voru margar ferðimar sem
þau fóru á þessar slóðir og fengum
við þá oft að fara með. Okkur
systkinunum fannst afí vera form-
fastur maður, hann sagði oft þó í
gamni að best væri að láta smyija
bílinn í Keflavík og þvo hann í
Hveragerði.
Þetta er brot af þeim minning-
um sem við eigum um hann Sigga
afa okkar. Elsku amma, við biðjum
góðan guð að styrkja þig á þessari
stundu.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir ailt og allt.
Júlli, Gísli og Adda.