Morgunblaðið - 06.01.1993, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 06.01.1993, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993 fclk f fréttum 6.-16. JANUAR Gerið góð kaup Ath: útsalan stcndur aðein 6-16 januar. SÍÍlÍiíi-: Stórhöfða 17, við Gullinbrú sími 67 48 44 FJÖLSKYLDAN Fimm ættliðir að er ævinlega forvitnilegt er fimm ættliðir koma saman og einhvern veginn eru þeir oftast í kvenlegg þegar svo ber við og hef- ur trúlega með mikið langlífi og frjósemi kvenna að gera. Við ber þó að til fimm ættliða í karllegg sjáist og einn slíkur hópur safnaðist saman fyrir nokkru í tilefni af komu fímmta ættliðarins í heiminn. Var ljósmyndari meðal viðstaddra. Elstur er Haraldur Jóhannsson bóndi á Bakka í Viðvíkursveit í Skagafirði, fæddur 21. desember 1903. Síðan kemur Bergur Haralds- son framkvæmdastjóri Félags vatnsvirkja og varaformaður stjórn- ar Sameinaðra verktaka. Hann er fæddur 8. nóvember 1926. Þá kem- ur næstur Frosti Bergsson fram- kvæmdastjóri HP áíslandi hf. Hann er fæddur 30.desember 1948. Sonur hans er Freyr Frostason námsmað- ur fæddur 17. apríl 1970 og síðast en ekki síst er að nefna Viktor Þór Freysson fæddur 9.ágúst 1992. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, afhendir Kristjáni Jóhannssyni orðuna á Bessastöðum, en með þeim á myndinni eru Sigurjóna Sverrisdóttir, eiginkona söngvarans, og móðir hans Fann- ey Oddgeirsdóttir. ÓPERUSÖNGUR KRISTJÁN JÓHANNS- SON HEIÐRAÐUR BRESKA KONUNGSFJÖLSKYLDAN Karl á krossgötum Daginn fyrir gamlársdag af- henti forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, Kristjáni Jóhannssyni óperusöngvara riddarakross fálkaorðunnar, sem honum var veittur 17. júní síðast- liðinn. Athöfnin fór fram í Bessa- staðastofu að viðstöddum ætt- ingjum og vinum Kristjáns. Sama dag hélt Ólafur G. Ein- arsson, menntamálaráðherra og eiginkona hans, Ragna Bjarna- dóttir kvöldverðarboð í Þingholti til heiðurs Kristjáni Jóhannssyni. Þar voru m.a. viðstaddir, starfs- fólk úr menntamálaráðuneytinu ______________________________________________________________ og ættingjar og vinir Kristjáns. Úr boði menntamálaráðherra, Sigurjón Sighvatasson, Ólafur G. Einarsson og Kristján Jóhannsson. Sagan um prinsinn sem afsalaði sér krúnunni vegna konunnar sem hann elskaði virðist nú vera að endurtaka sig í bresku konungs- fjölskyldunni. Frændi Karls prins, Edward VIII, afsalaði sér krúnunni árið 1936 og ekki er ósennilegt að Karl geri það líka. Bókin um Díönu, sem margir telja að hafi verið gefin út með hennar samþykki, var mikil niður- læging fyrir verðandi kóng, en menn eru ekki á eitt sáttir um hvort útkoma hennar og langvarandi erf- iðleikar í hjónabandi eða hvort frú Camilla Parker-Bowles hafí verið orsök skilnaðar Díönu og Karls. Breska leyniþjónustan hefur lengi vitað um samband þeirra Karls og Camillu og á í fórum sínum nokkrar ljósmyndir af þeim saman. Þau hafa þekkst í ein fímmtán ár, en almenningur hefur ekki vitað um tilvist þessarar dularfullu vin- konu prinsins fyrr en nú síðustu mánuði. Camilla Parker-Bowles er gift Andrew Parker-Bowles, en þau hjónin hafa ekki búið saman lengi. Þykir mörgum undarlegt að Karl prins skuli hafa tekið hina 45 ára gömlu Camillu fram yfír Díönu prinsessu, sem er 31 árs og ein glæsilegasta kona Bretlands. Ekki hefur verið auðvelt að ná myndum af Camillu, enda ku hún hafa forð- að sér til útlanda þegar ástarsam- band hennar og prinsins var gjört opinbert. Þó hafa iðnir Ijósmyndar- ar náð að smella af henni nokkrum myndum og ef dæma má af þeim kemst hún ekki í hálfkvisti við prinsessuna hvað glæsileik snertir. En það er víst sama gamla sagan, útlitið er ekki allt. Hvað arftaka krúnunnar viðvíkur virðast bresk blöð hallast að þeirri skoðun að það verði annaðhvort Anna prinsessa eða Andrew prins Karl prins er nú milli tveggja elda. Ef hann velur Camillu, sem þykir ekki komast í hálfkvisti við Díönu hvað glæsileik snertir, verður hann að afsala sér krún- unni eins og frændi hans Edward gerði árið 1936. sem taki við krúnunni, falli Elísabet drotting óvænt frá. En Díana prins- essa hefur gefíð út þá yfirlýsingu, eftir því sem bresku blöðin herma, að annaðhvort gildi hjónaband hennar og Karls eða hann afsali sér krúnunni. Hún ætli sér ekki að gefast upp. ■íárgreiöslustö™ FEIMA Miklubraut 68 Viðskiptavinir athugið! 10% afsláttur af allrí þjónustu mánudaga -fimmtudaga út janúar. ^ Sími 21375 ^ Camilla ásamt eiginmanni sínum, Andrew Parker-Bowles.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.