Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993 1381 Látinn Brynjólfur ríki Bjarnason. 1661 Hæstiréttur Danmerkur stofn- aður. 1872 Þjóðmálafélagið „Atgeirinn" stofnað í Kaupmannahöfn. 1874 Auglýsing Kristjáns IX. Dana- konungs um stjórnarskrána birt. 1909 Sjálfstæðisflokkurinn fyrri stofnaður. 1919 Fyrsti fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja haldinn. 1942 Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, stofnað. 1959 Togarinn Þorkell máni kemur úr svaðilför á Nýfundnaland- smiðum. 1967 Brúin yfir Eldvatn hrynur. 1974 Loðnuskipið Bylgjan ferst út af Alviðruhömrum. 1400 Ríkharður II Englandskonungur dó í Pontefract-kastala. Upp- reisn hafði verið gerð mánuði áður til að fá hann leystan úr haldi og andlátið þykir dularfullt, en líklega var hann sveltur í hel. 1488 Þýzkir bæir, kirkjuhöfðingjar og furstar stofna Schwaben- bandalagið mikla gegn hertog- um Bæjaralands og svissnesk- um uppreisnarmönnum, sem eiga í útistöðum við Habsborg- ara. 1797 Brezk herskip undir stjórn Jervis aðmíráls og Nelsons kafteins sigra spænska flotann við St. Vincent-höfða. 1906 Súffragettur, sem berjast fyrir kosningarétti kvenna, í átökum við lögreglu fyrir utan brezka þinghúsið; 54 handteknar. 1939 Þýzka risaorrustuskipinu Bis- marck hleypt af stokkunum. 1956 Níkíta Khrústsjov fordæmir stefnu Stalíns í „leyniræðu" á 20. þingi sovézka kommúnista- flokksins. 1973 ísraelsk herþota skýtur niður lí- býska farþegaflugvél yfir Sinai- eyðimörkinni; 74 þiðu bana. 1976 Dáinn P.G. Wodehouse, sem samdi sögurnar um hrakfalla- bálkinn Bertie Wooster og þjón hans, Jeeves, sem hafði ráð undir rifi hverju. 1979 Sendiherra Bandaríkjanna í Afg- anistan rænt í Kabúl. AFMÆLISDAGAR Thomas Malthus 1766. Enskur hagfræðingur, kunnur fyrir kenn- ingar um að fóiki í heiminum fjölgi hraðar en matvælaframleiðsla eykst ef fólksfjölgun er ekki hald- ið í skefjum. Christopher Scholes 1819. Bandaríkjamaður sem fann upp ritvélina. Þórarinn B. Þorláksson 1867. Einn af brautryðjendum í ís- lenskri myndlist og sá fyrsti sem fór í „akademískt" nám til Kaup- mannahafnar í málaralist. Carl Bernstein 1944. Bandarísk- ur blaðamaður sem kom upp um Watergate-hneykslið ásamt Bob Woodward. Kevin Keegan 1951. Breskur knattspyrnumaður, sem lék lengi með enska landsliðinu og þekkt- um félagsliðum á Bretlandseyj- um, þ.á.m. Liverpool. Er nú þjálf- ari og framkvæmdastjóri liðs Newcastle. Hétlseihir kommún- lill deyr Er það uggvanlegll Riiísprengjuílufla lersl GOOSE BAY, Ubrodor, U I.br. •r lefundinni B-M hr>[«8i I I»r- kvöldl 111 Jiröu tkunml frá (luf- vvllinum I Goom B»y. brir ■( áhölninnl MU t*l*r 1U1S <n • alúruðuil «1 vnrlif■.. —lUuUr. Fyrsti íundur Norðurlcndurúðs settur í Kuupmnnnuhöfn í gær fcað er upphaf að sugulegri þróun, sagði Hans Hedtoft, sem mn^£i&.2ÍíEÍ!Ei kjörinn var forseti fundarins smrnfar n dankrámil , Bankaráð Fram- l kvæmdabankans fullsklpað Síldaraflinn f Noregl' 5.1 mllljón hl. I Sjö böfar myrtir á degi Valentínusar reglubúningum, inn í bílskúrinn, stilltu sjö mönnum Morans upp við vegg og skutu þá. „Lögreglu- mennirnir“ fimm voru bófar úr öðrum glæpaflokki, sem átti í útistöðum við Moran, trúlega úr gengi Als Capone. Skálmöld rík- ir í Chicago og hundruð bófa hafa fallið í átökum glæpaflokka vegna tilrauna Capone til að ná leynivínsölu, vændi og fjárk- úgunarstarfsemi algerlega undir sína stjórn. Margir kaupa sér frið við glæpamenn með því að greiða þeim verndarfé. Talið er að árstekjur Als Capone nemi 100 milljónum dollara. Tæpur helmingur lögreglumanna Chicagoborgar hefur verið ákærður fyrir mútuþægni og mál þeirra er í rannsókn. Kafteinn Conk veginn á Hawaii 1779 Enski landkönnuðurinn og sæfarinn kafteinn James Cook er látinn. Hann féll á Hawaii í átökum við eyjarskeggja, sem réðust á hann og menn hans með spjótum og bareflum. Cook var maður friðsamur og ekki kunnur fyrir harðýðgi við innfædda, sem hann rakst á í sögufrægum sjó- ferðum sínum, en nokkrir manna hans höfðu lent í útistöðum við höfðingja heimamanna. Þorpsbú- ar hefndu sín með því að stela skipsbátnum. Cook varð æfur og fór í land ásamt 12 vopnuðum landgönguliðum til þess að taka menn í gíslingu og sleppa þeim síðan í skiptum fyrir skipsbátinn. Eyjarskeggjar höfðu aldrei séð byssur áður og óttuðust ekki Cook og menn hans. Þeir réðust til atlögu og Cook féll í vaiinn. Valentínusardagurinn 1929 Menn glæpaforingjans James „Bugs“ Morans áttu von á áfengisSendingu í morgun í bílskúr, sem þeir ætla að breyta í krá í North Clark-stræti í Northside. Lög- reglumenn, sem eru á mála hjá Moran, höfðu ekki sagt honum að árás stæði fyrir dyrum. Allt í einu ruddust fimm menn, þar af þrír klæddir lög- 1822 Póstþjónustan í Bretlandi hefur orðið að kalla út aukalið til þess að tryggt verði að þús- undir ástarbréfa berist elskend- um skilvíslega á Valentínusar- daginn. Sá sérkennilegi siður hefur færzt í vöxt að elskendur noti þennan dag til að tjá hvort öðru ást sína. Algengt er að það sé gert með nafnlausum bréfum eða orðsendingum á dulmáli, sem elskendur einir skilja, stundum í blöðunum. Enginn veit hvemig þessi siður er til kominn. Upptök hans kunna að hafa verið þau að kona nokkur í Norfolk sendi elskhuga sínum kveðju Guðs og sína 1477 og kallaði hann „sinn heittelskaða Valentínus." Tveir Valentínusar virðast hafa verið uppi á þriðju öld á Ítalíu og voru báðir prestar og píslarvottar. Löngu áður gerðu Rómverjar sér giaðan dag á heiðinni frjósemis- hátíð um miðjan febrúar. En ef til vill liggur ástin í loftinu í dag. Samkvæmt gamalli, enskri þjóð- trú para fuglar sig á þessum degi. 1989 TRUARLEIÐTOGINN Khomeini í íran hefur dæmt ensk-indyerska rithöfundinn Salman Rushdie til dauða fyrir guðlast í bók sinni Sálmar Sat- ans. Allir sem tóku þátt í út- gáfu bókarinnar og vissu um efni hennar eru einnig dæmdir til dauða. Bókin hefur vakið uppnám í löndum múhameðs- trúarmanna. Rushdie aflýsti í dag fyrirhugaðri fyrirlestraferð til Bandaríkjanna og fór í felur undir lögregluvemd. Gripið hefur verið til öryggisráðstaf- ana hjá Viking-forlaginu, sem gefur bókina út. Talið er að athyglin muni stórauka sölu bókarinnar. 16 sfðnr iL — Lniuftnr H. fabrúar II FlóSasvæSin I floliandl Mótmæli Frokko ekkert nýtt óhyggjuefni í landhelgismálinu Ríkisstjórnin vimir að svari vib síðustu orðsendingu Bretas Slull lamfal tiflólal Thon alrlnniunilaiiflliiirra Hollendingar eiga mikið undjr þvi að ekki fari að hvessa á útnorðan Slærsli siraumur árslns yllr helgina MUN I mou BVKA — VIU4 bár 'Uka •IIUn( lUlra IruaT — Nd, mir bjllr U.IM riU ■! vMluUka fld. ■■ rSUmUirnU ,ri fldniU kaTar IjU rtlr. al kú> monfl I n|i koíka ,ri rarlu tím- Forsíða Morgun- blaðsins fyrir fjörutíu áram, 14. febrúar 1953, er full af gagnmerkum fréttum. Land- helgismálið er í brennidepli og er ijallað um andmæli Frakka gegn aðgerðum íslendinga til vemdar fiskimiðum sínum. Frakkar telja sig eiga „söguleg- an rétt“ til veiða á hinu frið- lýsta svæði við landið, en í við- FORSIÐAN tali við Ólaf Thors, atvinnu- málaráðherra, segir hann að ekkert nýtt felist í orðsendingu Frakka. Af öðmm helstu málum sem fjallað er um á forsíðu Morgun- blaðsins þennan dag má nefna flóð í Hoilandi og fyrsta fund Norðurlandaráðs, sem settur var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn daginn áður. Dresden lögð í rúst í loftárás 1944 Eldstormar hafa eytt Dresden, einni fegurstu borg Þýzkalands, eftir mestu eyðing- arloftárás stríðsins. Tæplega 2.000 brezkar og bandarískar flugvélar létu sprengjum rigna yfír borgina í rúma 14 tíma. Borgin var talin óhult, þar sem hún var ekki hernaðarskotmark og troðful! af flóttamönnum. Talið er að 40-100.000 borgarar hafi beðið bana í árásinni (að minnsta kosti 130.000 sam- kvæmt öðrum heimildum). Opin- berar byggingar og hallir I Dresden voru gersemar og frá- bær minnismerki um barokk- og rókókóstíl í byggingarlist á 17. og 18. öld. í frægum myndlistar- söfnum borgarinnar vom lista- verk eftir ítalska, flæmska og hollenzka meistara. Arthur „Sprengju“-Harris yfirflugmar- skálkur, yfírmaður sprengjuflug- vélaflota brezka flughersins, RAF, er harðlega gagnrýndur fyrir árásina, bæði af mannúðar- og hernaðarástæðum. Skipu- leggjendur bandamanna vildu árásir á hernaðarskotmörk, en Sprengju-Harris heldur því fram að „ógnarárásir" sínar muni brjóta niður viðnámsþrótt Þjóð- verja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.