Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRUAR 1993 B 15 Morgunblaðið/Árni Sæberg Á líkaninu blasir Arnarhóllinn við, til vinstri er Seðlabankinn og til hægri Stjórnarráðshúsið. En á miðri mynd, andspænis Arnarhólnum, er hin nýja skiptistöð SVR á 4 hæðum og þar má koma fyrir sviði, sem vel sést á frá Amarhóli. Framkvæmir verða unnar í áföngum og byrjað á þessu ári. UMFERÐIN MUN GREIÐARI í HAUST Miklar framkvæmdir í miðborginni Miklar framkvæmdir hafa verið undanfarin tvö ár í miðborg Reykjavíkur og verða enn meiri á þessu ári. Reykjavíkurhöfn vann á síðasta ári að endurgerð Miðbakka. Því verki á að ljúka á þessu ári og er stefnt að því að skemmtiferða- skip geti lagt að bakkanum fyrir lok júnímánaðar, að því er Stefán Hermannsson borgarverkfræðing- ur upplýsti er hann var sj>urður um hvað yrði helst farið í. A sama tíma verður Geirsgata meðfram bakkanum tilbúin og Pósthússtræti og verður umferð að bakkanum því um Pósthússtræti fram á haustið. Nýi bakkinn er lagður á skakk miðað við þann gamla, þannig að bakkastæðið stækkar að vestan. Stefán sagði mjög mikilvægt að fólk átti sig á þeim breytingum sem verða á umferðarskipulagi mið- borgarinnar á þessu ári og hinu næsta. Geirsgata verður lögð í 4 akreinum frá Kakofnsvegi eftir Miðbakka norðan við Hafnarhúsið og Tollstöðina að Mýrargötu við Hafnarbúðir. Mun þessu verki ljúka í haust og verður umferð mun greiðari, bæði fram hjá miðborg- inni og að henni. Ljósastýrð gatna- mót verða á Geirsgötu við Lækjar- götu, Pósthússtræti og vesturenda Tryggvagötu. í hinni endanlegu útfærslu, sem væntanlega kemst á á næsta ári, verður austurendi Tryggvagötu skiptistöð fyrir SVR og ekki ætlaður annarri umferð. Skiptistöð nær frá Pósthússtræti að Lækjargötu á móts við Hverfis- götu. Þá lokast Hafnarstræti í aust- urendann og þeir sem koma eftir Hafnarstræti úr vestri þurfa að fara Pósthússtræti út í Geirsgötu. Á þessu ári verður skiptistöðin ekki gerð, að því er Stefán segir, og því líklegt að veturinn 1993- 1994 verði umferð um Hafnar- stræti upp í Hverfisgötu eins og verið hefur. En fyrirhugað er að breyta Hverfísgötu í tvístefnugötu um leið og skiptistöðin opnar. Við skiptistöð SVR verður bygging sem bæði hýsir aðstöðu fyrir farþega, vagnstjóra, vagnstæði, nokkurt verslunarrými og bílastæði á 4 hæðum. Vestast í bílastæðahúsinu verður uppkeyrsla sem jafnframt veitir aðgang upp á þak Tollstöðv- arinnar. Verður húsið væntanlega reist í áföngum. í miðbænum sunnanverðum verða einnig endurbætur og fram- kvæmdir og talsvert rask. A árinu 1991 var Tjamargata endurbyggð suður fyrir Ráðhús. Nú verður haldið áfram alla leið að Skothús- vegi, gatan og lagnir í henni endur- nýjaðar og bakkinn.endurbyggður samkvæmt teikningu Kjartans Mogensens landslagsarkitekts. Ingólfstorg verður gert, að með- töldu Aðalstræti meðfram torginu, og Veltusundi, eins og áður hefur verið lýst í Morgunblaðinu. Ýmsar framkvæmdir eiga að hefjast í apríl og verður lokið 15. september ef allar áætlanir standast. Sagði Stef- án að við skipulagningu þessara framkvæmda yrði leitast við að trufla aðkomu að húsunum sem minnst. sem voru tveir ávalir samhliða hrygg- ir. En af gömlum uppdráttum var ekki annað sýnna en að steinveggir liggi með tröðunum. Voru grafnir könnunarskurðir og í traðarbotninum var mold, þá þykkt malarlag og und- ir því gijót, en undir moldarhryggj- unum mikið gijót. Getur Þorkell Grímsson þess á einum stað í skýrslu sinni að steinlagði traðarbotninn og malarlagið e.t.v. einnig hafí verið lagður að tilhlutan stiftsyfirvalda, en fangar úr hegningarhúsinu, látnir vinna að þessari vegagerð. Ekki var frekar grafíð þama. Arnarhólsbærinn var jafnaður við jörðu 1828. Stjómarráð íslands var byggt í Arnarhólstúni 1764 og þá sem betrunarhús. Það var aflagt 1813 og þá breytt í vistarverur fyrir stiftamtmann og síðar fyrir aðsetur landshöfðingja, en 1904 tók stjórnar- ráð íslands við. Stiftamtmenn fengu fljótlega afnot af Arnarhólstúni og héldu landshöfðingjar þeim hlunnind- um. Héldu þeir fast í afnotaréttinn og þakka margir því að heimatún Amarhóls hefur lítið verið skert til þessa dags. Þó hefur oft verið sóst eftir því fyrir stórbyggingar, svo sem til að byggja Latínuskólann 1842, en það þótti þá of langt frá byggð- inni. Auk þess kom til umræðu að byggja þar Landsbanka, Alþingis- hús, Landspítala, Háskólann og jafn- vel ráðhús Reykjavíkurborgar, en um aldamótin 1900 var lengst komið að veita leyfí, þegar frú Helga Bryde, kona Jóns Konsúls Vídalín, vildi fá heimild til að reisa á hólnum glæsi- lega hallarbyggingu. Kom þá Sigurð- ur Pétursson verkfræðingur frá Ána- naustum í veg fyrir það með tillögum um að gera hafnarmannvirki í fjör- unni neðan við Amarhól. Margt nú- tímafólk segir eflaust guði sé lof. Og enn á Amahóllinn að halda áfram að vera græn grasflöt með þægileg- um stígum fyrir fótgangendur og með óskertu úsýni frá styttunni af Ingólfí Amarsyni út yfír Sundin og inn til miðborgarinnar. Árið 1863 varpaði Sigurður Guð- mundsson málari fram þeirri hug- mynd að Ingólfi landnámsmanni yrði reist minnismerki á Amarhóli og yrði það fullbúið 1974. Ekkert varð úr því. Árið 1906 hóf iðnaðarmanna- félagið í Reykjavík undirbúning þess að minnismerkið yrði gert. Var sam- ið við Einar Jónsson myndhöggvara um gerð þess og var það afhjúpað 1924. Og enn mun Ingólfur halda áfram að horfa á sjó út í vestur af há Arnarhólnum, eftir að styttan og stallurinn undir honum, sem orðinn er býsna lasinn, hafa fengið andlits- lyftingu. F ■ 6 vikna námskeið hefst 15.febrúar Kennari: Hany Hadaya Byrjendurog framhaldshópar Fyrsta tangóball Tangóklúbbs Kramhússins 4. marsáSólon íslandus. HEFUR ÞIG DREYMT UM AÐ EIGNAST Miele UPPÞVOTTAVÉL? MIELE G579SC: 8 ÞVOTTAKERFI, 3 HITASTIG, HNÍFAPARASKÚFFA OG MIELE GÆÐI. s J Jóhann Opnunartími mánudaga til Lokað á laugardögum *Verð miðast við gengi TILBOÐSVERÐ: 89.522,- KR. VENJULEGTVERÐ: 108.872,- Tilboðið gildir meðan birgðir slndaborí; i.i • io4 Þessi auglýsing er birt í uppljsingaskyni ogfelur ekki í sér tilbób um sölu hlutabréfa. HAMPIÐJAN kt. 590169-3079 Stakkholti 2-4, 105 Reykjavík. Tilkynning um skráningu hlutabréfa á Verðbréfaþingi Islands Frá og með 17. febrúar 1993 verða hlutabréf í Hampiðjunni hf. skráð á Verðbréfaþingi Islands. Skráningarlýsing hlutabréfanna, ársreikningur og samþykktir Hampiðjunnar liggja fyrir hjá Verðbréfamarkaði Islandsbanka, Armúla 13a. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Myndsendir 68 15 26. Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.