Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993 ANDLITSLYFTING Í sumar veróa miklar endurbætur geróar á Arnarhóli, kostaóar til helminga af Reykjavíkurborg og Seólabankanum eftir Elínu Pálmodóttur << ráðið 'T Ö 5 o P ! MIÐBORGIN hefur undanfarin tvö ár verið í endurhæfingu. Enn meiri framkvæmdir verða á svæðinu á þessu ári. Nú í sumar fær Arnarhóllinn andlitslyftingu. Reylgavíkurborg og Seðlabankinn, sem stendur í hlaðvarpanum á þessari gömlu bíyörð, ætla að leggja fram 10 milljónir hvor í þessa aðgerð. í haust verður hóllinn því væntanlega sem nýr. Fyrir nokkr- um árum fór fram samkeppni um fegrun Arnarhóls. Birna Björnsdóttir, innanhúsarkitekt, einn af höfundum verðlauna- tillögunnar hefur að undanförnu unnið úti í Danmörku að útfærslu á tillögunni með vissum breytingum, í samvinnu við viðkomandi borgarstofnanir. Sem við stóðum á Arnarhóli útskýrðu Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur, Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri og Stefán Þórarinsson rekstrarstjóri í Seðlabankanum frá framkvæmdum í sumar. rnarhóll mun áfram halda einkennum sínum og ekki snið- ið af honum. Hann mun einkennast af grasflötum o g grasbrekkum sem fyrr. Landnáms- maðurinn Ingólfur Amarson mun áfram gnæfa á há- hólnum. Undirstaða styttunnar er orðin ónýt og verður gerð ný. Stytt- unni verður svolítið hnikað til, þann- ig að hún verður heldur nær Ingólfs- strætinu. Um leið verður lögunin á háhólnum meira aflíðandi og mildari í línum. Og aðgangur verður auðveld- ari að austanverðu. Verður betra rými við styttuna og bekkir fyrir þá sem þar vilja sitja og njóta útsýnisins sem fyrr. En áhersla er lögð á að bijóta ekki sjónlínuna til Lækjartorgs og að tijágróður skyggi hvergi á. Tijágróður verður meðfram Hverfis- götu og Ingólfsstræti og neðst í hóln- um í nánd við Seðlabankann. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er stígakerfið í stórum dráttum eins og það hefur mótast í áranna rás. Leitast er við að halli göngustíga verði þannig að allir eigi sem auð- veldast með að fara um svæðið. Og í sama tilgangi verða hitalagnir und- ir almennum göngustígum, svo ekki sé þar hætta í snjó og frosti. Gang- stéttin meðfram Hverfisgötunni verður færð innar, og efst verður gróður milli gangbrautar og akbraut- ar, þannig að betur skiljist að gang- andi vegfarendur og umferðin. En Hverfísgatan verður að 1-2 árum liðnum tvístefnugata. í verðlaunatillögunni var gert ráð fyrir súlnaröð með gangstígum, en súlumar eru nú horfnar. Einnig voru þar hugmyndir um útileikhús neðan við hólinn með áhorfendum í brekk- unum. Fallið hefur verið frá því með tilliti til þess að þama beint andspæn- is brekkunni mun rísa þjónustumið- stöð strætisvagnanna, vegleg bygg- ing á ijórum hæðum með verslunar- rými og bílastæði á 4 hæðum, en þar má setja upp svið sem vel sést til af Arnarhóli. Húsið verður handan Lækjargötu frá Amarhóli séð, en samþykkt hefur verið að Lækjargata skuli í framtíðinni ná lengra í norð- ur, þar sem nú heitir Kalkofnsvegur. Það gamla heiti, Kalkofnsvegur, ber þá aðeins spottinn frá hominu og inn að gatnamótunum þar sem ekið er niður að Akranesfeijunni og við tek- ur Sæbrautin Stefán Þórarinsson sagði að bank- inn hefði staðið ásamt borginni að samkeppninni á sínum tíma og í framhaldi af því hefði hann fallist á að taka þátt í kostnaði til helminga. Leggi hann fram 10 milljónir. Það sé eðlilegt og gaman að nú skuli drifíð í endumýjun á Amarhóli fyrir afmælið 1994, svo allt verður komið í eðlilegt horf fyrir hátíðahöldin. Önnur ný bygging mun líklega rísa í nánd við Amarhól og setja svip á nánasta umhverfí hans. Sótt hefur verið til borgarinnar um lóð fyrir Dómshús handan Ingólfsstrætis þar sem nú er bílastæði milli Arnar- hvols, Þjóðleikhúss og Landsbóka- safnsins. Mundi þá Ingólfur blasa við húsinu. Hefur sú hugmynd verið lögð fram í borgarráði og fengið góðar undirtektir, en málið er óaf- greitt. Arnarhólstraðir enn sjáanlegar Þvert yfir Amarhólinn má enn greina gömlu traðimar, alfaraveg um aldir, a.m.k. ef maður veit hvar þær liggja. Sagði Stefán Hermannsson að ekki yrði hróflað við þeim, fremur lögð áhersla á að skerpa þær eftir því sem hægt yrði. í greinargerð með verðlaunatillögunni gera höf- undar, Bima Björnsdóttir innanhús- arkitekt, Einar E. Sæmundsen lands- lagsarkitekt og Hilmar Þór Bjöms- son arkitekt grein fyrir megin- markmiðum, þar sem m.a. er talað um að tekið sé mið af sögu Reykja- víkur. Bújörðin Amarhóll náði frá ósi Lækjarins suður að núverandi Bankastræti, að landi Stöðlakots og upp á Amarhólsholt, sem síðar var nefnt Skólavörðuholt og voru þar beitarhús Amarhóls. Þar um lá alf- araleið, vegurinn fór nánast sömu leið og Skólavörðustígur í dag, um Traðarkotsund, beygði þá til vesturs þar sem nú er Þjóðleikhúsið og sunn- an við Amarhólsbæinn. Skiptu trað- irnar heimatúninu í tvo hluta. Mark- ar þar ennþá fyrir veg þessum, sem var fyrsta þjóðbraut svo vitað sé hér á landi. Er Arnarhólstraða víða getið í gömlum heimildum og sú leið merkt inn á elstu kort. Hvergi var vað á Læknum nema við ósinn, þegar frá er talið mjög illfært vað neðan við Stöðlakot. Var lengi brú á þessum stað og lá leiðin af Amarhóli eðlilega þangað og þaðan. Er hvergi getið annarrar alfaraleiðar úr Reykjavík fyrr en á 19. öld og má því geta sér til um að hér sé vegur sem farinn var allt frá landnámi. En Landnáma hermir að öndvegissúlur Ingólfs Am- arsonar hafi fundist... við Arnarhvál fyrir neðan heiði. Árið 1959 var á vegum Minja- og byggðasafns Reykjvíkurbæjar gerð- ur uppgröftur á Arnarhólströðum. Mótaði all greinilega fyrir þeim, þar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.