Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 9
■MPKqyNBUffln isyNj>upA,Gyii>H.;^MSýA^.j,a88 eftir Árna Matthíasson KRIS Kristofferson er um margt merkilegnr og saga hans sérstæð. Það var nánast fyrir tilviljun að hann ákvað að reyna fyrir sér sem lagasmiður, en sem slíkur hefur hann haft drjúg áhrif á þróun bandarískrar sveitatónlistar aukinheldur sem hróður hans sem kvikmyndaleikara hefur farið víða og fer vaxandi. Kris Kristofferson heldur tvenna tónleika hér á landi í vikulokin. Kris Kristofferson er kominn vel yfir fimmtugt, fæddur 22. júní 1937, en , heldur hæglega sessi sínum sem einn fremsti laga- og textasmiður sveitatónlistarinnar bandarísku. Til að byrja með var það þó ekki tónlistin sem heillaði hann, því hann hugðist gerast rithöfundur. Honum gekk vel í skóla og fékk einn eftirsóttasta námsstyrk Bandaríkjanna til að stunda nám við Oxford-háskóla í lok sjötta áratugarins og þar ákvað hann að reyna fyrir sér í tónlistinni. Fyrir ráð umboðsmanns síns, sem meðal annarra var með Tommy Steele á sínum snærum, tók hann sér listamannsnafnið Kris Carson, en fékk ekki náð fyrir eyrum poppþyrstra. Á endanum skráði hann sig í bandaríska herinn og gegndi herþjónustu sem þyrluflugmaður í Þýskalandi næstu fimm árin. Þá tók hann sig upp og flutti til Bandaríkjanna að nýju, með það fyrir augum að kenna enskar bókmenntir við West Point-herskólann. Á leið til West Point kom hann í það sem átti að vera stutt heimsókn til Nashville, því í gegnum kunningja í hernum komst hann í samband við lagaútgefanda og hugðist biðja hann að hlusta á nokkur laga sinna. Nashville var þá að ganga í gegnum miklar breytingar eftir að hafa verið helsta vígi íhaldssamra sveitasöngvara í áraraðir og mikil gróska. Kris heillaðist svo af staðnum að hann ákvað að taka sér ár í að reyna að koma undir sig fótunum sem lagasmiður, en fýsti lítt að troða upp sjálfur. Ræstitæknir Árin urðu þó fleiri en eitt, því næstu íjögur árin bjó Kris í Nashville og vann við ýmis störf, þá helst sem ræstitæknir í hljóðverum og þar komst hann í kynni við ýmsa. Frægt er að hann hékk í hljóðveri því sem Bob Dylan hljóðritaði Blonde on Blonde, til að nema sem mest af goðinu. Á þessum árum kynntist hann Johnny Cash, sem hreifst af lagasmíðum Kris og keypti af honum nokkur lög, þar á meðal Sunday Morning Coming Down, sem varð geysi vinsælt. Cash plataði Kris á svið, því á Newport-þjóðlagahátíðinni 1969 var Kris staddur baksviðs með Cash, sem átti að fara á svið eftir skamma stund. Cash sætti lags á Kris, sem var góðglaður, og áður en hann vissi af var hann kominn á svið frammi fyrir 10.000 manns. Fyrir eitthvert glópalán tókst honum að komast í gegnum lag sitt Me and Bobby McGee, sem Roger Miller hafði gert frægt. Eftir á áttaði hann sig á að þetta var einmitt það sem hann vildi helst gera og tók að koma fram sem einskonar trúbadúr hvenær sem færi gafst. Frekari vegtyllur voru framundan, því hann komst í klíku „Nashville-útlaganna", sem þá voru að breyta sveitatónlistinni úr sakleysislegum draumóravísnasöng í tónlist með textum sem áttu erindi til fólks; tæptu á mygluðu heyi og tilfínningahungri og breikkuðu gríðarlega hlustendahópinn, nokkuð sem sveitatónlist býr enn að í Bandaríkjunum. Leikari Með tímanum fór að bera meira á leikaranum Kris Kristofferson en tónlistarmanninum, því enn fyrir tilviljun bað Harry Dean Kris Kristofferson syngur á Hótel islandi um næstu helgi, en ferill hans er næsta ævintýralegur Stanton honum að leika á móti sér í myndinni Cisco Pike. Sú telst ekki veigamikil í kvikmyndasögunni, en sannaði þó að Kris gat leikið o g á næstu árum átti hann eftir að leika í fjölda mynda, yfirleitt með góðum árangri útávið, en ástandið var ekki björgulegt hið innra. Frægðin hafði sett Kris út af sporinu og þessi hægláti heiðursmaður var orðinn drykkjufól hið versta og dópæta og ágerðist í réttu hlutfalli við frægðina. Kris hefur sjálfur lýst því að hann hafi talið það nánast göfugt hlutskipti að brenna út á brennivíni og dópi á besta aldri; helst að falla í slagsmálum á einhverri skítabúllunni. Tvennt varð til að fá hann af þeirri skoðun, annað að hann eignaðist barn með annarri konu sinni, Ritu Coolidge, sú fyrsta var löngu horfin með tvö böm, og hitt að í myndinni A Star is Born, sem Barbra Streis- and fékk hann í, lék hann sjálfan sig má segja og drakk sig í hel á tjaldinu. Hann lýsti því löngu síðar að þegar hann hefði séð sjálfan sig liggja á líkbörunum í lok myndarinnar hafí hann farið að hugsa málið og þegar dóttirin fæddist varð honum ljóst að hann vildi lifa lengur enn. Síðan hefur hann ekki bragðað áfengi. Einlægur Áður hefur komið fram að Kris Kristofferson er jafnan talinn með bestu lagasmiðum sveitatónlistarinnar, en lög hans hafa farið mun víðar en það, eins og sannast af útgáfu Janis Joplin á Me and Bobby McGee og hér heima á uppskrúfaðri útgáfu Ruth Reginalds á Help Me Make it Through the Night. Sem söngvari telst Kris vart með þeim fremstu, enda kemur hann jafnan til dyranna eins og hann er klæddur og er lítið fyrir það gefínn að beija sér á bijóst. Aðal hans er einlægnin og pesónuleg túlkun á textum og sterk, þó ekki sé beitt flúri og fimleikum. í flutningi vill hann greinilega að sem minnst standi í veginum fyrir innihaldi lagsins, enda er hann frábærlega snjall sem textasmiður. Kvikmyndaferillinn setti strik í tónlistarreikninginn og breiðskífur frá Kris Kristofferson hafa verið sjaldséðar síðustu ár. Platan Reposessed frá 1986 sýndi þó að hann hafði enn sitthvað til málanna að leggja og á síðasta ári tók hann upp plötu með Don Was, sem meðal annarra hefur unnið með Bob Dylan. Líklega verða þó gamlir slagarar uppistaðan í tónleikunum á Hótel íslandi á föstudag og laugardag, enda af nógu að taka. LÆKNINGASTOFA Hef opnað lækningastofu í Læknastöðinni Uppsölum, Kringlunni 8-12, sími 686811. Tímapantanir alla virka daga kl. 9-17 í síma 686811. Brjánn Á. Bjarnason, læknir. Sérgrein: Geðlækningar. mmmmmmmmmmmmmmm^mammmmm TIL SOLU Til sölu af sérstökum ástæðum einn besti söluturn lands- ins, staðsettur í miðbæ Reykjavíkur. Velta er um 3,5 til 4,0 milljónir á mánuði. 35-40% af veltu er smurbrauð, sem smurt er á staðnum. Fyrirtœkjasala Fyrirtoézjaþjónusta Baldur Brjánsson framkvstj. llafnarslriNi 20. 4. hted. sími 625080 0* SAMKEPPNI - nytt lag við Fögru veröld Almenna bókafélagið hf. efnir til samkeppni meðal lagasmiða um nýtt lag við Ijóðið FAGRA VERÖLD úr samnefndri Ijóðabók Tómasar Guðmundssonar. í tilefni af því að á þessu ári eru 60 ár liðin frá útkomu bókarinnar FAGRA VERÖLD eftir borgarskáldið Tóhias Guðmundsson hyggst Almenna bókafélagið minnast skáldsins með veglegum hætti. Liður í því er útgáfa geisladisks sem inniheldur meðal annars verðlaunalagið. Reglur samkeppninnar um besta lagið eru eftirfarandi: <á Laginu skal skilað á nótum eða á snældu. 1 Lagasmiður skal auðkenndur með dulnefni og skulu laginu fylgja tvö umslög. Annað umslagið, merkt með dulnefni höfundar, á að geyma lagið; hitt á að vera lokað, merkt með dulnefninu, og í því á að koma fram rétt nafn höfundar og heimilisfang. • Skilafrestur er til 25. mars nk. og skal lögunum skilað til Almenna bókafélagsins hf., Nýbýlavegi 16, 200 Kópavogi. • Ein verðlaun verða veitt fyrir besta lagið að upphæð 100.000 kr. • Dómnefndin áskilur sér rétt til að hafna öllum innsendum lögum. é> ammammsmmmmaa d ALMENNA BOKAFELAGIÐ HF Nýbýlavegi 16, 200 Kópavogi Jé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.