Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993 -H—I—: 1 •, ] '• ] I j f ■; ■ ; {•.) i!) M^r-b [Bo3 skólamir erlendis eru alltaf þeir sem standa framarlega í vísindum. Er- lendis er yfirleitt gerður greinarmun- ur á „Undergraduate College“ og „University", þar sem í þeim fyrr- nefnu er boðið upp á fyrrihlutanám, eða þriggja ára nám. Ef við erum raunsæ, er Háskóli íslands að mörgu leyti ekkert annað en slíkur skóli. Það sem háskólinn vill verða og er á leiðinni að verða er vísindastofnun, með rannsóknatengt framhaldsnám. Flestir munu áfram halda til útlanda í framhaldsnám, en þeir sem af ýms- um ástæðum vilja vera hér eiga hik- laust að nýta sér þessa nýju val- kosti.“ Andstaða gegn menntamönnum? Einhver lét þau orð falla að það væri ríkjandi andstaða gegn mennta- mönnum á íslandi. Að ástandið væri svipað og var í Kína hjá kommunum sem borguðu hálærðum vísinda- mönnum sömu laun og ólærðum verkamönnum? „Sömu laun? segir Hafliði, „miklu verri! Ég hef kynnst mörgum kínversk- um vísindamönnum og þeir hafa sagt mér að áður en þeir voru sendir út á akrana, kannski hámenntaðir kjarneðlisfræðingar og lengi eftir að þeir voru teknir í sátt, hefði ástandið verið algjörlega óþolandi. Þeir hefðu verið háðir starfsliðinu, vinnustaða- nefndum og verkalýðsforkólfum sem höfðu ekki hundsvit á rannsóknum og sögðu þeim meira og minna fyrir verkum. Þetta var kerfi sem virti ekki menntamenn og niðurlægði þá. Þetta hefur nú aldrei verið svona slæmt á íslandi þótt maður heyri að vísu ótrúlega hluti og fái kannski gusur frá Grímsey og Isafirði. En ég vil ekki gera mikið úr því, þetta er í versta lagi vanhugsun. Sjómenn fyrir vestan og annars staðar taka því fegins hendi þegar landeyðurnar á Melunum mennta börnin þeirra. Það er jafn hallærislegt að vera með menntafyrirlitningu og það er bjána- legt að vera með menntahroka. íslenskt þjóðfélag er dálítið skaff- araþjóðfélag. Menntamenn skaffa kannski ekki of mikið, eða ekki eins og braskarinn eða sjómaðurinn sem þénar miklu meira. Ég held því að það sé ekki djúp hugsun að baki svona núnings, en ef svo er, þarf að uppræta hana.“ „Glaður amatör“ Prófessorinn rannsakar ekki ein- ungis ljóseiginleika í föstum efnum, mannslíkaminn fær einnig sinn skerf, það er að segja útlínur hans og yndis- þokki, því í mörg ár hefur Hafliði lært módel- og olíumálun og stundar nú nám í Myndlistarskóla Reykjavík- ur í frítíma sínum. Ég spyr hvort það sé algengt að eðlisfræðingar leggi stund á listir. „Ætli það, en ég geri þetta nú mest að gamni mínu. Ég hef alltaf haft talsverðan áhuga á teiknun. Á háskólaárunum snerti ég ekki á þessu, ekki fyrr en ég hafði lokið doktorsprófi, en þá gerði ég mér grein fyrir því að væri vont að van- rækja hæfíleika eða eitthvað sem maður hefur gaman af. Ég skráði mig því í námskeið í módelteiknun og olíumálun við Háskólann í Lundi og hef verið á myndlistanámskeiðum síðan. Þetta byijaði allt með áhugasöm- um teiknikennara í Hagaskóla, Guð- mundi Magnússyni, sem hvatti menn og stóð fyrir myndlistanámskeiðum á kvöldin. Það voru nokkrir þama úr hópnum sem nú eru alvörulista- menn og trúðu á sjálfa sig í listinni. Ég trúði aldrei á sjálfan mig í list- inni og ákvað á fá mér „heiðarlegt" starf! En auðvitað er það lúxus að starfa við það sem er skapandi eins og eðlisfræðin er, og hafa jafnframt áhugamál sem einnig er skapandi. Ég tek það skýrt fram að ég er aðeins „glaður amatör". Ég ver þó nokkrum tíma í þetta, lunganum úr frístundum mínum með þeirri full- vissu að ég er í þessu til að þjálfa hug og hönd, og ætla mér ekki lengra. Er glaður ef einhver þiggur af mér mynd. Vísindamenn segja að maður hugsi með mismunandi heilahvelum. Það kann vel að vera, að maður noti til dæmis ekki sama heilahvel við myndsköpun og við eðlisfræði. Ef svo er hlýt ég að vera að nýta ónotaða auðlind! Hins vegar eru aðferðimar svo skemmtilega líkar og ólíkar. Lík- ar að því leyti að þetta er stöðug vinna. Það verður enginn góður nema með endalausri vinnu og þjálfun. Síðan kemur hitt eins og ijóminn á tertuna, hvort menn búi yfír ein- hverri gáfu í eðlisfræði eða eru lista- menn. Menn eru að fárast yfír þessum myndum hérna af módelunum, spyija hvenær ég ætli að taka þær niður. Heima hjá mér hangir mynd af einu besta módeli sem ég hef málað, góð- kunnum pönkara, og hneykslar alla!“ — Hefurðu ekki líka lagt stund á tónlist, mér var sagt það? „Það er misskilningur. Ég hlusta mikið á tónlist, en ég hætti ungur að læra á klarinett. Þetta var nú spurning um að dreifa sér ekki allt of mikið, nóg er það samt. Ég sótti mikið tónleika eftir að ég kom heim, en hætti því þegar ég fór í myndlist- arnámið aftur.“ — Segðu mér, fara prófessorar á dansleiki? „Hefurðu heyrt eitthvað?! Jú mér finnst gaman að dansa, en geri það nú aðallega á árshátíðum og á starfs- mannaböllum. Annars er ég lítið í skemmtanalífínu. Síðan Kjallarinn hálfgufaði upp finnst mér fátt um góða staði.“ Nýir straumar Hafliði segist heldur kjósa að viðra skoðanir sínar um þjóðfélagsmál við vini sína og samstarfmenn fremur en á opinberum vettvangi. „Héma geta menn þó rætt um pólitík, í Sví- þjóð var það vonlaust. Það var helst ef maður sífraði aðeins út í kerfíð að menn tóku kurteislega undir. En að tala um pólitísk málefni þar, var eins og að bölva í kirkju. í Bandaríkj- unum var ég svo heppinn að lenda í hópi gamalla Harwardkarla sem höfðu miklar skoðanir á þjóðfélags- málum, allt frá forsetapólitík niður í vísindastefnu. Hér ræðum við þessi mál kannski ekki á þjóðarsálarplan- inu, en það er næsta trappa við! Hins végar ræðum við aldrei fagið yfír kjötbollunum. Hér eru margir frábærir eðlisfræð- ingar, auðvitað ræðir maður við þá um fagið og allt því skylt. Nú emm við Viðar Guðmundsson dósent að leggja drög að 150 manna ráðstefnu 1994 um eðlisfræðihálfleiðara. Pólitík, fískveiðimál, hagstjórnun og annað ræðum við gömlu skólafé- lagarnir þegar við hittumst vikulega á veitingastaðnum Við Tjörnina. En að öðru leyti rekst ég ekki mjög vel í flokki." — Nú virðist ’68 kynslóðin vera að taka völdin úti í hinum stóra heimi, hefur þú orðið var við ein- hveija nýja strauma hér? „Eg tel að háskólar þurfi yfírleitt ekki neina nýja strauma sem mætti kenna við ’68 kynslóðina. Góður og vandaður háskóli er hefð sem við byggjum á, framfarir fáum við í arf frá eldri kynslóðum. Flestar bestu hugmyndir um Háskólann sem vís- indastofnun komu frá Sigmundi Guð- bjarnarsyni, Sveinbirni Björnssyni og öðrum góðum mönnum sem varla eru af ’68 kynslóðinni. Kynslóðaskiptin sé ég helst á því að nýrri menn tileinka sér einmitt betur þessar hugmyndir. Ég vil ekki þakka kynslóð minni neitt enn þá, nema að vera hér þegar þessir menn komu með nýja strauma hér inn í Háskólann. Jarðvegurinn fyrir þessa nýju strauma í Háskólanum er góður því yngra fólkið sem er hér núna hefur alit verið í rannsóknarnámi erlendis. Eldri menn sem hafa verið við Háskólann við misjafnar aðstæður áratugum saman hafa stundum átt erfitt með að tileinka sér þessar nýju hugmyndir um rannsóknir, vegna þess að þeir voru búnir að venja sig af þessum hugsunarhætti af illri nauðsyn. Það þarf stundum að benda yngri mönnum á að svona hafi þetta ekki alltaf verið. Það er ekki hægt að vippa upp stemmningu í háskóla eins og á stjórnmálafundi. Ég man ég fór á fund með Hannibal í gamla daga þegar hann „vann salinn“. Guð forði Háskólanum frá slíku! Við erum háðir stjórnmálamönn- um, en við megum aldrei vera háðir duttlungum þeirra. Hins vegar er skylda okkar að upplýsa og skýra sjónarmið okkar, það er vopn okkar gegn duttlungum. Við þökkum kannski ekki þjóðinni nægilega fyrir að lofa okkur að leggja stund á vís- indi sem kunna virðast óþörf í þeim venjulega skilningi sem við leggjum á þurftir. Háskólar hafa sinn við- bragðstíma og það má ekki þvinga þá inn í eitthvað jafn stutt og kjör- tímabil." RAÐSTEFNA STÓRTÖLVUR OG UMHVERFI ÞEIRRA í NÚTÍÐ OG FRAMTÍÐ NÝHERJI hf. mun gangast fyrir ráðstefnu fimmtudaginn 18. febrúar n.k. um "Stórtölvur og umhverfi jaeirm í nútíð og framtíð". Bæði innlendir og edendir fyridesarar verða með erindi. Edendu fyHdesaramir verða Poul Bo ChrísKensen og Paul O'Neill, báðir sérfræðingar hjá IBM. AA ,8 -1*. A ^tunO' Dr. Jón Þór Þórhallsson, forstjóri SKÝRR, Þórður B. Sigurðsson, forstjóri RB og Jakob Sigurðsson, forstöðumaður tölvudeildar Flugleiða munu flytja stutt erindi um sín tölvuumhverfi. Á dagskrá ver&ur m.a. eftirfarandi: Kl. 13:15-16:30 - Stórtölvuumhverfið í nútíð og framtíð - Hagkvæmnisútreikningar mismunandi tölvuumhverfa - Helstu ákvörðunarjaættir við val ó uppfysingakerfum fyrirtækja - Nýjungar í "biðlari/miðlari" umhverfi og "opnum kerfum". - "Þróun stórtöfvunnar í mínu umhverfi" (innlend erindi). - Umræður Ráðstefnan verður haldin í A-Sal á Hótel Sögu og verða fyrirlestramir á ensku. Hér er kjörið tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast m.a. á sviði stórtölva og hlutverki f>eirra í framttðinni. Aðgangur er ókeypis en tilkynna Jxirf jtótttöku tíl Magneu Ragnarsdóttur hjá Nýheqa I síma 69 77 48 fyrir 15. febrúar n.k. NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 - SÍMI 68 77 00 AUtaf skrefi á undan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.