Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 27
SÍMTALIÐ. . . ER FIÐ ÞORFINN GUTTORMSSON YFIRÞJÓN Sérþarfir gesta 25700 Hótel Holt góðan dag. - Góðan dag, þetta er á Morgunblaðinu, gæti ég fengið að tala við yfírþjóninn, Þorfmn Gutt- ormsson? Augnablik. Halló. - Þorfinnur, komdu sæll. Nú fáið þið oft erlenda gesti af öllum þjóðemum sem hafa hin ýmsu trúarbrögð. Mig langar að forvitnast um hvemig þið berið ykkur að við framreiðslu rétta þegar gyðingar eiga í hlut? Eg man nú ekki eftir nema einu tilviki, en þá vora það strangtrú- armenn sem komu með matinn með sér. Hann var innsiglaður í bökkum og við settum hann í ofn fyrir þá og hituðum hann upp. - Þeir komu sem sagt með matinn með sér frá útlöndum? Og þið hituðuð hann upp, með sósu og öllu saman? Já og færðum þeim upp í her- bergi. - En hvernig er það með araba, hvað drekka þeir með matnum? Ja, maður hefur nú ekki orðið var við neitt óvenjulegt í því sam- bandi. - Eru engar þjóðir sem hafa sérþarfir ólíkar okkar sérþörfum? Nei, það get ég ekki séð. Þetta gengur yfírleitt allt þegjandi og hljóðalaust fyrir sig. Þeir sem drekka ekki áfengi, fá sér gos eða annað. — En er ein- hver þjóð annarri kurteisari? Útlendingar sem koma hingað era fiestir afar kurteisir. - Ég hélt kannski að Bret- amir væra kurteisastir? Þeir era að sjálfsögðu með þetta ágæta „please" sitt! - Er enginn munur á íslend- ingum og útlendingum í sambandi við lengd borðhaldsins, eða hvort þeir drekka meira eða borgi oftar með greiðslukorti? Það sjást nú ekki orðið pening- ar hjá okkur. Það er mikið af „bis- ness“ mönnum sem koma hingað og þeir era flestir með greiðslu- kort. Hvað varðar borðhald, þá borða íslendingar hvorki hraðar né drekka meira en aðrir nú orð- ið. Þeir fara gjarnan í koníaksstof- una eftir máltíð og sumir drekka meira en aðrir, eins og gengur og gerist. En það sést varla vín á nokkram manni. Það er ekkert um fyllin' eins og var. Þetta hefur breyst mikið frá því að ég bytjaði að læra ’63, og reyndar breyst mikið síðustu tíu árin. Það drekk- ur enginn orðið sterka drykki með mat, fólk fær sér léttvín. - Og við náttúralega tekið framföram í sambandi við val á víni? fj. Jú, vissulega. Vínseðillinn hérna er tekinn saman af Jóni Ármannssyni og við vitum að hann var sýndur á hótelskóla úti í Sviss. - En hvaða réttur er vinsæl- astur hjá ykkur núna? Ætli það sé ekki hreindýra- kjöt. - Og vilja íslendingamir það líka? Ekki síður',1 það er nú frekar að þeir kjafti út- lendingana inn á það. Já, þjóðlegir menn, og ég þakka þér fyrir spjallið. Morgunblaðið/Sverrir Þorfinnur Guttormsson B 27 Farþegarnir með Gullfossi fylgjast með þegar hann leggur að. MORGUNBLAÐIÐ OAIVIoArNIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRUAR1993 Fyrsta myndin af hin- um nýja Gullfossi. Hún var tekin úr flug- vél er skipið var við Garðsskaga á leið til hafnar. ! ! FRÉTTA- LJÓSÚR FORTÍD Sögulegtflug Rafmögnun orsakaði truflanirl íV \ 'iUW? . fe á , ■fövV* f& y m .8y d öllum radiotækj- um vélarinnar Tryggvi Helgason skýrir frá hinu sögulega flugi sinu sJ. laugardag T«-y«vi HcJgason EINS og skýrt var frá hér í blað- inu í gær lenti hin nýja sjúkra- ílugvél Akureyringa í villu sl. laugardagskvöld og lenti siðan heilu og höldnu á Keílavikur- flugvelli, en fór daginn eftir til Akureyrar. í gær kom flugstjór- inn Tryggvi Helgason á flugvél- inni hingað til Rej’kjavikur og notaði blaðið þá tækifærið og rabbaði við hann nokkra stund um þetta flug hans. Tryggva sagð- ist svo frá í stórum dráttum: Lenti inn i rafmagnað ský — Ég fór héðan frá Rcykjavik um fimmleytið á laugardaginn, en þá var lágskýjað og blindflug alla leið til Akureyrar, en þangað var ferðinni heitið. Ég flaug síðan ] beina línu á Löngumýrarvitann í Skagafirði í 10 þúsund feta hæð. Þegar ég var komin u. þ. b. yfir Blöndu í Húnavatnssýslu lenti ég inn i mjög rafmagnað ský. Allt hafði til þess tima gengið eðlilega. Slík ský eru vel þekkt meðal flugmanna og hef ég td. eitt sinn áður lent í sliku, er ég var að- stoðarflugmaður á Douglasvél hjá F.í. Þegar flugvélin lendir inn í hinu rafmagnaða skýi er sem hún logi öll utan. Eldglæringar Framh. á bls. 23. í þessu fjalla- og óveðurs- landi hafa íslenskir flugmenn oft átt í mesta basli með að komast á áfangastað. Enda þótt rafmagn sé enn í lofti hafa þó með framförum í tækjum og tækni aðstæður batnað frá því 1959, þegar Tryggvi Helgason flugmaður lenti i erfiðu flugi á nýrri sjúkravél sinni, eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu 5. desember það ár. Fyrirsögn fréttarinnar var: Rafmögnun orsakaði truflanir á öllum rad- íótækjum vélarinnar. Hin nýja sjúkraflugvél Akur- eyringa lenti í villu sl. laugardagskvöld og lenti síðan heilu og höldnu á Keflavíkurflug- velli, en fór daginn eftir til Akur- eyrar. í gær kom flugstjórinn Tryggvi Helgason á flugvélinni hingað til Reykjavíkur og notaði blaðið þá tækifærið og rabbaði við hann nokkra stund um þetta flug hans. Tryggvi sagði svo frá í stóram dráttum: Lenti inn í rafmagnað ský - Ég fór héðan frá Reykjavík Tryggvi Helgason flugmaður. um fímmleytið á laugardaginn, en þá var lágskýjað og blindflug alla leið til Akureyrar, en þangað var ferðinni heitið. Ég flaug síðan í beina línu á Löngumýrarvitann í Skagafirði í 10 þúsund feta hæð. Þegar ég var kominn u.þ.b. yfir Blöndu í Húnavatnssýslu flaug ég inn í mjög rafmagnað ský. Allt hafði til þess tíma gengið eðlilega. Slík ský eru vel þekkt meðal flugmanna og hef ég t.d. eitt sinn áður lent í slíku er ég var aðstoðar- flugmaður á Douglas-vél hjá FÍ. Þegar flugvélin lendir inni í hinu rafmagnaða skýi er sem hún logi öll utan. Eldglæringar leika um rúðumar og blossa út af vængjun- um og stéli. Radíótæki vélarinnar öll fara úr sambandi, fyrst vitarn- ir og síðan talsambandið, þ.e.a.s. ég heyri ekki í þessum tækjum sakir truflana. Ónæmasta tækið fyrir traflunum er hinn svonefndi Omnirange, en það er tæki til þess að heyra í sérstökum stefnu- vita, sem hvergi er hér á landi nema í Keflavík. Flugvélar hér era ekki almennt búnar slíkum tækj- um aðrar en millilandavélamar. En brátt gat ég ekki heldur heyrt í því tæki fyrir traflunum. Flaug í stefnu á Keflavík Var nú ekki annað fyrir mig að gera en halda sömu hæð og fljúga eftir seguláttavita í stefnu á Keflavík. Sá völlur er búinn full- komnustu tækjum hér á Iandi og átti því að hafa best tækifæri til þess að taka á móti mér. Hins vegar varð ég að fljúga út yfír öll fjöll og hæðir, sem sagt út yfír sjó, til þess að geta lækkað mig, en með því einu móti er hægt að losna við „statikkina", sem við svo nefndum, eða raf- mögnunina. Öll önnur tæki vélar- innar en radíótækin vora að sjálf- sögðu í fullkomnu lagi. n Þegar ég hafði svo lækkað mig nokkuð, er ég var öragglega kom- inn suður fyrir land, hvarf stöð- urafmagnið og tækin komust í lag. Radíóvitanálamar stefndu á Keflavík og sömuleiðis gat ég not- að Omniranginn. Þegar ég átti eftir 15 mflna flug til Keflavíkur fékk ég „radarfíks“, en svo er það nefnt er starfsmenn radarstöðvar í landi gefa manni upp stöðuna, sem þeir sjá á sjónskífu sinni. Síðan hafði ég sjónflug inn yfir Keflavíkurflugvöll í 1.500 feta hæð og var því ekki erfíð lending, auk þess sem mér var nákvæm- lega leiðbeint til lendingarinnar eftir radartækjum vallarins. Auðvitað brá mér - Já auðvitað brá mér nokkuð og leið allt annað en vel meðan ég var sambandslaus við umheim- inn, en eins og þú veist þarf nú ekki meira en að lenda nálægt bíl á götuhomi svo slíkt komi fyrir. Ég vissi þó að flugstöðvarnar á landi heyrðu í mér þótt ég heyrði ekki í þeim, og er það auðvitað nokkurt öryggi... Að sjálfsögðu þarf að rannsaka öll mál sem þessi, og það hefír þegar verið gert, og veit ég ekki betur en að sú rannsókn hafi leitt í ljós að allt hafí í rauninni verið eðlilegt við þetta flug mitt miðað við allar aðstæður. Ég mun fljúga norður nú næstu daga og hefja starf mitt með vélinni þar þegar eftir komuna norður.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.