Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 13
B : 13 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1-993 Margur rak upp stór augu þegar Rut + auglýsti seint á síðasta ári tónleika þar sem brimrokk yrði í hávegum, og sumir töldu það glens og gaman. Rutar- menn eru þó á öðru máli og gera lítið út stefnu- breytingunni, það eina sem sé í raun breytt við sveitina sé að hún sé farin að leika lægra. „Það er ekki hægt að kalla þetta stefnubreytingu þar sem við höfum alltaf gert það sem okkur hefur langað. Þsð kom í ljós fyrir tilviljun eftir Árno Motthíasson trels esQrrn( Jh& SalvatíQ Goðsagnakennd S/H Oraumur. Morgunblaðið/Svemr Godsagnarokk Morgunblaðið/Sverrir LÍFSMARK ROKKIÐ lifir góðu lífi í öllum sínum óteljandi mynd- um, og þar á meðal í rokksveitinni Jötunuxum, sem hugsa sér til hreyfings eftir nokkuð hlé. Fyrsta lífs- mark verða tónleikar Jötunuxa í Hressó á fimmtudags- kvöld. Jötunuxar eru skipaðir ástríðufullum rokkunn- endum, sem hafa starfað með ýmsum sveitum. Sveit- armenn halda sig við rokk af harðari og kraftmeiri gerðinni, en þó ekki þunga- rokk, og hafa nú lokið við breiðskífu sem stór útgáfa lýsti áhuga á að fá að gefa út. Þeir bíða þó ekki eftir plötunni, því stefnan er tek- in á grimmt tónleikahald á næstu vikum og mánuðum. Það orð fer af Jötunuxum að sveitin sé lífleg á sviði og þeir félagar segjast ekk- ert ætla að slá af, enda vel þéttir og samæfðir um þess- ar mundir. „Við vitum ná- kvæmlega hvað við viljum og á plötunni er okkar rokk- yfirlýsing. Platan var tekin öll upp beint, það var ekk- ert átt við hljóðblöndun eft- irá, enda þurfti ekkert slíkt." Jötunuxar segja erfitt að vinna nýja sveit í álit, nema sú sé á mála hjá einhverjum af stóru útgefendunum, „en það er nóg af rokkáhuga- fólki hér á landi ef við bara náum til þess“. DÆGURTÓNLIST Hvaö segir Rut? með tón- dæmum. Lakeland gaf út fleiri plötur en ís- lenskra sveita, því einnig Morgunblaðið/Sverrir Nýbylgja Daisy Hill Puppy Farm. TROMMU- KENNSLU- BANDMYND ÞAÐ hefur viljað loða við að rokktónlistarmenn sé sjálf- lærðir í tónlistinni; hafa hvorki tíma né vilja til að sinna fræðslumálum. Þeir eru og margir sem telja það hina mestu firru að læra á hljóðfæri; rokkið sé í blóðinu. FÓLK UDR. GUNNI, auka- sjálf Gunnars málmars- sonar, er athafnasamur í útgáfu, þó hann hafí ekki enn sent frá sér plötu hér á landi, en finnska útgáfan Bad Vugum, gaf út smáskíf- una Eins og fólk er flesk fyrir nokkru. Bad Vugummenn vilja ólmir meira, því þeir hyggjast gefa út aðra Dr. Gunna- plötu á árinu, en einnig hefur fyrirtæki í Kali- forníu farið þess á leit við Dr. Gunna að fá að gefa út með honum plötu þar. Að auki er Dr. Gunni svo með kántrýplötu í smíðum, sem kæmi á út fyrir jól hér á landi. Líklega eru þeir fleiri sem átta sig á því að það skiptir öllu máli að hafa gott vald á hljóðfærum til að geta tjáð eitthvað af viti með þeim. Ekki þurfa svo allir að leggja á sig langa skóla- Kennsla Gunnlaugur Briem á kunnuglegum stað. göngu, því sitthvað má læra á annan hátt, Fyrir skemmstu gaf hljóð- færaverslunin Samspil út myndband þar sem Gunn- laugur Briem, sem verið hef- ur ein fremsti trommuleikari landsins um árabil, kennir trommuleik. Gunnlaugur segir það bjargfasta skoðun sína að hægt að sé að miðla ýmsu með aðstoð mynd- bandsins. Á því sé sýni- kennsla í trommuleik, sem gagnast ætti flestum sem fást við slíkt, en þó kannski helst þeim sem litla eða enga skólagöngu hafi að baki. Gunnlaugur segir menn hafa misjöfn tök á tromm- unum eins og gengur, en allir hafi gott af því að læra sem mest, til þess einfald- lega að verða fjölhæfari og færari, „en það er komið undir hveijum og einum hvernig unnið er úr því“. Rokk og ról Jötunuxar. ÞAÐ er draumur flestra rokksveita að komast á plötu- samning I útlöndum og ná þá inn á stærri markað. Þetta skiptir þær sveitir sem leika framsækna rokk- tónlist meira máli en ball- og vinsældasveitirnar, enda höfða þær til minni hluta en hinar. Breska plötuútgáfan Lakeland tók upp á því fyrir nokkrum árum að gefa út íslenskt rokk í Bretlandi og byijaði á því að gefa út Goð S/H Draums, goðsagna- kennda plötu í íslenskri rokk- sögu. Á eftir fylgdi smáskíf- an Drap mann með skóflu með sömu sveit, þá safn- snældan Snarl, sem á var safn íslenskra neðansjávar- sveita, svo fyrsta smáskífa nýbylgjusveitarinnar Daisy Hill Puppy Farm, samnefnd sveitinni. Lakeland þraut snemma örendið, enda var dreifingin í molum og salan eftir því, en síðasta íslenska útgáfan var tólftomman Spraycan meði Daisy Hill. Allar vöktu útgáfurnar nokkra athygli ytra og fengu lofsamlega um Qöllun í bresku popppressunni, þá sérstaklega smá- skífa Daisy Hill. Fyrir skemmstu kom svo út safndiskur, Bigger than Venus, þar sem saga Lakeland komu út plötur með bresku sveitunum 91 Vibrations og C.O.M.A., sem tengjast báð- ar eiganda útgáfunnar. Á disknum eru íjögur lög með Daisy Hill, þar af tvö sem ekki hafa komið út áður og gefin eru út í óþökk hljóm- sveitarinnar og S/H Draum- ur á tvö lög, bæði af Goð. Til skrauts eru svo eitt lag með Dr. Gunna, og eitt óút- gefið lag með Ekta, sem er samstarfsverkefni þeirra Jó- hanns G. Jóhannssonar úr Daisy . Hill og Gunnars Hjálmarssonar úr S/H JJraum. Bigger Than Venus ^_fæst í Hljómalind í . Austurstræti. Brímrokkið lifir Morgunblaðið/Kristinn Perlur fyrir swín Rut + RUT + var fyrir nokkru í farar- broddi þeirra sveita sem spila hrátt þungt rokk, og hélt nokkra tónleika þar sem ekkert var slegið af í keyrslu og hamagangi. Sveitin var stofnuð af tónlistarmönnum sem voru í framlínu rokksins, hver á sínu sviði, og ætlaði sér að bylta íslensku rokki, eða í það minnsta að hrista upp í mönnum. Manna- skipti urðu þó meðal annars til að setja sveitina út af sporinu um sinn, en ekki er langt síðan Rut + lét á sér kræla á nýjan leik, og nú sem söngvaralaus gítar- og brimrokksveit. inni vel, þó ekki fari milli mála að fólk eigi erfitt með að átta sig á tónlist- inni til að byija með. „Mæting á tónleika hefur verið ágæt, en við kippum okkur lítt upp við það þó fáir mæti á tónleika, því þetta er einu sinni gert fyrir okkur sjálfa. Við höf- um verið að spila fyrir fáa í nokkur ár með ýmsum sveitum, þannig að það er ekki sókn eftir fjöldavin- sældum sem rekur okkur áfram.“ Við þetta er svo því að bæta að Rut + leikur á tónleikum í Tveimur vin- um á fimmtudagskvöld. á einni æfmgunni að all- ir voru skápabrimrokk- aðdáendur og við vorum byijaðir að æfa brimrokk þegar við vorum enn með söngvara. Við erum engir trúðar, en við erum fljótir að þróast og því gætum við eins verið komnir með kúrekahatta og famir að spiia kántrí í næstu viku, ef það er það sem okkur langar.“ Áður er nefnt að sumir hafi haldið atferli sveitar- innar spaug eitt, en sveit- armeðlimir leggja áhersku á að þetta sé ekkert grín, þó þeir séu vissulega mjög skemmtilegir. „Það hefur komið fyrir að fólk hafí veist að okkur eftir tónleika og kvartað yfir því að við séum ekk- ert fyndnir, sem er ekki nema von, því það er ekki ætlunin." Þeir félagar sækja mik- ið i sjóð vesturstranda- sveita bandarískra, en einnig hafa þeir leitað til Shadows eftir efni og svo eru nokkur frumsamin lög í bland, en þeir hafa líka tekið gömul íslensk rokk- lög og útsett upp á nýtt, þar á meðal Sisílag Grýl- anna, með góðum árangri, og eru alltaf að bæta við. Þeir félagar segja fólk almennt hafa tekið sveit-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.