Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 6
« *
stíoi HAfmaHS ,m auuAaawjis ItlWwAjTl^iyinifiran <jkía,m!Muk»jom
—“-----------MORGtfflBtABfÐM5PWm]DAGUR-MrFEBRPAR-t993--------
—.... ' ■ ' ~ ■ t....................................
Múrstofan að Nesi við Seltjörn, bústaður og lyfjabúð Bjarna Páls-
sonar landlæknis.
LÆKNISFRÆDI/7 upphafi...
Fyrsti
limdlæknmnn
Mikil
verðlækkun.
Opið laugardag kl. 13-17
og sunnudagkl. 13-16.
Strandgötu 3, Hafnarfirði,
sími 653949 eöa 51034.
Heildsöluverð á undirfatnaði
frá CACHAREL og PLEYTEX.
Einnig snyrtivörurá
kynningarverði.
ÞOKKl
Faxafeni 9, sími 677599
MANNLÍF ÁTTIHÉR STUND-
UM ERFITT uppdráttar á liðn-
um öldum og ekki var sú átj-
ánda þeirra blíðust.
A
Afyrsta áratug hennar lagði
stórabóla fjórða hluta þjóð-
arinnar í gröfina og þegar tæpur
fimmtungur lifði aldar hófust
Skaftáreldar og í kjölfar þeirra
móðuharðindi.
En á milli þess-
ara tveggja
hremminga
gekk yfir lands-
lýðinn hver
harðræðis- og
eftir Þórarin hungurkaflinn á
Guðnason fætur öðrum,
hafísár, Kötlu-
gos, aflabrestur. Um íbúafjölda
landsins er ekkert vitað með
vissu fyrr en eftir manntalið
1703 eða fjórum árum fyrir bólu,
þegar við vorum rúm 50 þús-
und. Fræðimenn giska þó á að
hann hafi orðið 60 þúsund á
þjóðveldisöld en nær sjötíu um
1400.
Engum lærðum læknum var
til að dreifa fyrr en Bjami Páls-
son var skipaður landlæknir
1760, nýútskrifaður úr Hafnar-
háskóla og sprenglærður í nátt-
úruvísindum og læknisfræði.
Hann valdi sér Nes við Seltjörn
sem aðsetur en átti heima á
Bessastöðum fyrstu þijú árin
meðan læknisbústaðurinn Nes-
stofa var í smíðum.
Bjarni fæddist 1719, prests-
sonur á Upsum við Eyjafjörð,
og var settur til mennta í Hóla-
skóla en hélt að loknu því námi
til Hafnar og innritaðist í háskól-
ann. Þeir Eggert Ólafsson fengu
danska styrki til að rannsaka
náttúm íslands og ferðuðust í
sjö sumur um landið en höfðu
flest árin vetursetu hér heima,
oftast í Viðey hjá Skúla fógeta
sem síðar gifti Bjarna Rann-
veigu dóttur sína.
Asamt læknisstörfum og
rekstri lyfjabúðar hóf hann að
kenna læknanemum. Á þeim
nítján árum sem hann var land-
læknir urðu þeir þrettán en ein-
ungis fjórir luku námi; hinir helt-
ust af ýmsum sökum úr lestinni
og sumir þeirra gerðust klerkar.
Bjarni tók líka í læri þær konur
sem vildu gerast ljósmæður og
naut við þá kennslu aðstoðar
danskrar yfirsetukonu sem flutt-
ist hingað að ráði hans og er
talíð að 15 ljósmæður hafi
menntast hér meðan hans naut
við;
í Nesi var tekið á móti sjúkl-
ingum víðs vegar að. Dvaldist
sumum þeirra á læknissetrinu
um skamman tíma eða langan
og segir Sveinn Pálsson, tengda-
sonur Bjarna og ævisöguritari
hans, að landlækni hafi verið
mjög í mun að stofnað yrði til
myndarlegs spítala í staðinn fyr-
ir þau skýli holdsveikra sem þá
voru við lýði fáum til gagns og
engum til sóma. í því efni varð
honum ekki ágengt og löng varð
biðin eða full hundrað ár eftir
fyrsta sjúkrahúsinu á íslenskri
grund.
Af Bjarna Pálssyni ganga
sögur sem duglegum lækni og
er ekki að efa að þær styðjast
flestar við rök. Á hitt má líta
að samtíð hans, jafnvel tengda-
sonur hans og kollega, hafði
ekki skilyrði til að meta sumt
það sem nú á dögum er aug-
ljóst. Sveinn segir frá því að
Bjarni hafi að mestu útrýmt
fransós sem upp kom i Reykja-
vík áður en hann varð landlækn-
ir. Með orðinu fransós hefur hér
á landi og víðar löngum verið
átt við kynsjúkdóminn sárasótt
en sennilega hefur einhver annar
kvilli verið hér á ferðinni fyrir
og eftir 1760 því að þá var enn
fátt um læknisdóma við sárasótt
og ótrúlegt að tekist hafi að
losna við hana á nokkrum árum.
Þeirrar tíðar Iæknar rugluðu iðu-
lega saman tveim eða fleiri sjúk-
dómum sem læknavísindi nútím-
ans halda stranglega aðskildum;
skyrbjúg og holdsveiki mætti
nefna sem dæmi.
Ekki veitist læknum síðari
tíma auðvelt að ráða í af heimild-
um hvaða sjúkdómur dró Bjarna
landlækni til dauða á 61. aldurs-
ári. Sveinn tæpir á því í ævisög-
unni að einhvers konar floga-
veiki hafi ásótt hann allt frá
haustinu 1764, og ári síðar sigldi
hann til Danmerkur í því skyni
að leita sér lækninga. Árangur
mun hafa orðið lítill, Bjarni var
með köflum óvinnufær og ekki
bætti úr skák að áfengi freistaði
hans meira en góðu hófi gegndi.
Gefum tengdasyni hans að
síðustu orðið: „Hér hneig þá ein-
hver mesti merkismaður, hneig
seinna en vonlegt þótti þeim er
til þess vissu, að hann þá fyrst
lagðist fyrir er ekki var lengur
annað hægt, lagðist fyrir þreytt-
ur, þreyttur af embættis örðug-
leika og áhuga, þreyttur af pínu-
fullum sjúkdómi, þreyttur af
ýmsu mótkasti, hvað enginn
vissi sem sjálfur hann.“
Ættarmót í Hrísey
Ættarmót afkomenda
Jörundar Jónssonar,
„Hakarla-Jorundar4,
verður haldið í Hrísey 10. júlí 1993.
Þátttaka tilkynnist til eftirtalinna aðila:
Sigurðurs. 679936, Ævars. 38828,
Sveinn s. 46704 og Jörundur s. 16894.
KVÖLEÉliÓLI fjl
KOMVOGS^
SPENNANDI NÁMSKEIÐ
FATASAUMUR GARDYRKJA
6 vikna námskeið 5 vikna námskeið
24 kennslustundir 15 kennslustundir
INNANHUSS-
SKIPULAGNING
6 vikna námskeið
20 kennslustundir
GÓMSÆTIR BAUNA-,
PASTA- OG GRÆN-
METISRÉTTIR
3 vikna námskeið
12 kennslustundir
LETURGERÐ
OG SKRAUTRITUN
6 vikna námskeið
20 kennslustundir
TÖLVUNÁMSKEIÐ:
Windows og Word
Perfect fyrir Windows
3 vikna námskeið
20 kennslustundir
innritun í símum 641507
og 44391 kl. 18-21.
ÞJÓÐLÍFSPANKAR
/Þarfekki ad gjaldafyrir alltf
Hæðnispúkinn
Ég kom til vinafólks míns eina helgina. í eldhúsinu var ljúf-
ur bökunarilmur og á borði stóð plata með litlum margkorna
bollum sem gerið var að lyfta í annað veldi. „Óskaplegur mynd-
arskapur er þetta,“ sagði ég við húsmóðurina sem var í önnum
við að hnoða þriðju brauðtegundina. „Maður er nú bara að
reyna að spara,“ svaraði hún og blés hárlokk frá andlitinu.
„Maður getur gert svo margt til þess, t.d. keypt súrmjólk í
staðinn fyrir jógúrt, saumað í föt í staðinn fyrir að kaupa til-
búið, jafnvel geta menn gert við bílana sína sjálfir,“ bætti hún
við og skellti deiginu í skál til að láta það hefa sig. „Mest af
öllu sparar maður þó með því að færa heimilisbókhald," sagði
/ húsbóndinn á heimilinu og rétti að mér tölvuprentaða bók-
haldsáætlun sem hann hafði verið að semja fyrir heimili sitt.
„Með þessu ætti maður að ná útgjöldunum talsvert niður,“ sagði
hann sigri hrósandi
Aleiðinni heim hugsaði ég um
sparnaðaráform vinafólks
míns. „Þau eru sannarlega góðra
gjalda verð,“ segi ég við sjálfa
mig.„Ekki síst er þarflegt að
endurvekja þá
fomu dyggð að
fara vel með.
Það hefur of
lengi þótt hal-
lærislegt og
jafnvel úrelt
sjónarmið hér.“
Púki efasemd-
anna, sem situr
alltaf um mig, tekur nú að
blanda sér í málið. „Það er ekki
víst að það sé ódýrara að baka
brauð ef fólk bakar margkorna
brauð, korn er misdýrt og svo
verður að reikna rafmagnið
með,“ segir púkinn. „Hættu
□
eftir Guðrúnu
Guólaugsdóttur
þessu,“ tauta ég. „Svo er þetta
með súrmjólkina, þó að þau
kaupi ekki rándýrt morgunverð-
arkom út í hana, þá setja þau
ábyggilega púðursykur á hana,
það þarf verulega að sverfa að
fólki til að gera það ekki,“ held-
ur púkinn áfram. „Hryllilega
ertu nálegur,“ segi ég og fer að
þykkna í mér. En púkinn lætur
sér á sama standa. „Og hvað
með alla bakarana og aðra iðn-
aðarmenn sem verða atvinnu-
lausir ef allir fara að gera allt
sjálfir, riðar þá ekki sjálf samfé-
lagsgerð okkar til falls,“ spyr
hann háðslega. „Ekki nema að
fólkið hætti vinnu sinni til þess
að sinna sjálfsþurftarbúskapn-
um,“ svara ég snúðugt. „Það
væri ágætt, þá geta atvinnu-
lausu bakaramir fengið vinnu
sjálfsþurftarfólksins, það er bót
í máli,“ segir púkinn og er
greinilega létt. „Alla vega er
þetta gott með heimilisbókhald-
ið,“ bæti ég við læt nú kné fylgja
kviði. „Það tekur mikinn tíma
og krefst mikillar umhugsunar
að færa slíkt bókhald í viðbót
við allan brauðbaksturinn og
aðrar sparnaðarráðstafanir,“
segir púkinn rólega. „Hvað með
það,“ spyr ég. „Það var kannski
eins gott að engar kassakvittan-
ir og önnur nútíma bókhalds-
gögn vora til á tímum Descartes
og Shakespere, það er ekki víst
að mikið lægi eftir þá ef þeir
hefðu eytt öllum sínum tíma í
heimilisbókhald og brauðbakst-
ur,“ segir púkinn. „Svei þér,“
segi ég gröm. „Ég get huggað
þig með því að í fæstum tilvikum
dygði til þótt menn væra frelsað-
ir frá bókhaldinu, fæstir yrðu
snillingar á borð við þá ofant-
öldu. Jafn augljóst er að fyrir
lítið kemur að menn hafi brill-
íant hæfileika ef þeir komast
ekki til að nýta þá fyrir búskap-
arbasli. Það eru gömul sannindi
að það þarf að gjalda fyrir allt.
Ergo: Ef menn vilja komast hjá
því að sóa peningum gjalda þeir
fyrir með því að sóa lífi sínu í
endalausan brauðbakstur og
bókhaldsfærslur, segir púkinn.
„Þú ert andstyggilegur hæðn-
ispúki,“ segi ég og beygi inn í
innkeyrsluna heima hjá mér.
„Ég ætla alla vega að baka boll-
ur á eftir hvað sem öðru líður,“
bæti ég við og skelli bílhurðinni
á nefið á glottandi púkanum.