Morgunblaðið - 20.03.1993, Síða 2

Morgunblaðið - 20.03.1993, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993 Placido Domingo tílíslands? ÓLÖF Kolbrún Harðardóttir framkvæmdastjóri íslensku óp- erunnar, segir að rætt hafi verið um að fá Placido Domingo hingað til lands ásamt Robin Stableton hljómsveitarstjóra, en haft var eftir Domingo í Morgunblaðinu í gær, að hann hefði áhuga á að koma til íslands. Ef til vill gæfist, tilefni tii að taka upp símann og hringja í hann á næstunni. „Við höfum nokkrum sinnum tal- að um að fá hann hingað og ég held að Garðar Cortes hafi haft sam- band við hann,“ sagði Ólöf. „Placido Domingo hefur unnið mikið með Robin Stableton sem hefur verið hljómsveitarstjóri hjá okkur og þeir eru miklir vinir. Hann hefur stjórnað upptökum með honum og það kom einu sinni til tals að þeir kæmu hing- að saman en það hefur ekki farið lengra en að hugmyndin hefur kviknað og verið rædd, svo það er aldrei að vita. Það fer líka eftir því hvernig hægt er að semja við svona menn, en það er stundum að þeir vilja koma og reyna nýja staði. Við höfum oft fengið hingað útlendinga sem koma eingöngu vegna þess að þeir hafa áhuga á að koma, sjá og kynnast, gefa ráð og styðja okkur. Þess vegna hafa þeir komið og fyrir allt aðra greiðslu en þeir eru vanir að fá. Það yrði mjög gaman að fá hann.“ Morgunblaðið Kristinn Blessun á sjónvarpsskermi NÚTÍMA fjölmiðlun hefur víða valdið straumhvörfum og fléttast inn í flesta þætti menningarinnar. Þanaig hefur kirkjan notfært sér tækni tuttugustu aldarinnar til að útbreiða boðskap sinn og geta nú heldur fleiri hlýtt á orð sama predikarans en í gömlu íslensku sveitakirkjunni þótt bekkurinn hafi oft verið þéttsetinn. Að ofan bless- ar Billy Graham kirkjugesti í Neskirkju frá Essen í Þýskalandi. Tek- ið var á móti beinni útsendingu frá samkomu hans á breiðtjaldi í Neskirkju og Breiðholtskirkju í gærkvöldi. Fyrrum veitinga- maður fær fangelsi og 5,5 milljóna sekt HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær 46 ára gamlan fyrrverandi veitinga- mann til 9 mánaða fangelsis, þar af sex mánuði skilorðsbundið, og til greiðslu á 5,5 milljón króna sekt til ríkissjóðs fyrir fjárdrátt og brot á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og söluskatt. Greiði maðurinn ekki sektina kemur 11 mánaða fangelsi til viðbótar í stað hennar. Fangelsisrefsingin er sú sama en sektir helmingi lægri en maðurinn var dæmdur til að greiða í Saka- dómi Seltjarnamess í upphafi síð- asta árs. Hæstiréttur dæmdi hann einnig til að greiða Lífeyrissjóði starfsfólks í veitingahúsum 415 þúsund krónur í skaðabætur og 131 þús. kr. skaða- bætur til Félags starfsfólks í veit- ingahúsum. Hélt eftir 11 milljónum Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa haldið eftir söluskatti, sem fyrirtækjum hans bar að greiða, dregið sér félags- og lífeyrissjóðs- gjöld starfsfólks og haldið eftir staðgreiðslu opinberra gjalda af launum þess, alls 11,6 milljónir króna. Maðurinn rak þijú veitingahús í miðborg Reylqavíkur og var gefíð að sök að hafa allt árið 1988 og í janúar og febrúar 1989 haldið eftir 427 þúsund krónum af launum starfsfólks tveggja félaganna en ekki staðið skil á fénu til lífeyris- sjóða og stéttarfélaga heldur notað féð til rekstursins. Einnig var honum gefið að sök að hafa frá maí 1988 til febrúar 1989 haldið eftir tæplega 1,3 millj- ónum króna af skattskyldri stað- greiðslu opinberra gjalda starfs- manna tveggja fyrirtækjanna og notað í rekstur fyrirtækjanna. Loks var hann sakfelldur fyrir að hafa frá maí 1987 til febrúar 1989 haldið eftir um 9,8 milljónum af þeim söluskatti fyrirtækjanna þriggja sem skila hefði átt til inn- heimtumanns ríkissjóðs og notað það fé í reksturinn. Hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir og Hjörtur Torfason dæmdu í málinu. -----» ♦ ♦---- Skáklandskeppni Jafnt í 3. umferð Vextir lækka um 0,25-0,5% Landsbanki Islands lækkaði ekki en er áfram með lægstu útlánsvexti BANKAR og sparisjóðir, aðrir en Landsbanki íslands, lækka vexti um helgina. Lækkunin er í flestum tilvikum á bilinu 0,25% til 0,5%. Landsbankinn er þó áfram með lægstu vexti i algengustu flokkum almennra skuldabréfaútlána og vísitölubundinna Iána og sparisjóðirn- ir með hæstu vexti. Breyting á vöxtum algengustu útlánaforma 21. mars 1993 Vextirfyrir21. mars Almenn skuldabréf* £ £ e 4' 4 ks cvY Vextir frá og með 21. mars Verðtryggð lán* n h—i L n < Lán i B-flokki eru algengustu útlán í íslandsbanka en algengustu útlán annara banka og sparisjóða er I C-flokki. íslandsbanki lækkar innlánsvexti á almennum sparisjóðsbókum, al- mennum tékkareikningum og sér- tékkareikningum um 0,25% og um 0,5% á óbundnum sérkjarareikning- um og bankavíxlum. Bankinn lækk- ar útlánsvexti á aimennum víxillán- um, viðskiptavíxlum og almennum skuldabréfum um 0,3%, visitölu- bundin lán um 0,4% og yfirdráttar- lán um 0,5%. Búnaðarbankinn lækkar innláns- vexti á óbundnum sérkjarareikning- um um 0,25%, verðtryggðum reikn- ingum, 15-30 mánaða, og hús- næðisspamaðarreikningum um 0,3% og á bundnum skiptikjara- reikningum um 0,5%. Hann lækkar jafnframt útlánsvexti. Yextir á al- mennum víxillánum, viðskiptavíxl- um, vísitölubundnum lánum og af- urðalánum í íslenskum krónum lækka um 0,25% og yfirdráttarlán og almenn skuldabréf lækka um 0,5%. Sparisjóðimir lækka innlánsvexti á óbundnum sérkjarareikningum um 0,25%, á verðtryggðum reikn- ingum, 15-30 mánaða, um 0,4% og á húsnæðisspamaðarreikningum um 0,5%. Búnaðarbankinn lækkar útlánsvexti á almennum víxillánum, viðskiptavíxlum, yfirdráttarlánum og almennum skuldabréfum um 0,35% og á vísitölubundnum lánum um 0,15%. Sparisjóðirnir með hæstu vexti Eftir þessar breytingar eru al- gengustu útlánsvextir hæstir hjá sparisjóðunum_ en lægstir hjá Landsbanka íslands. Samkvæmt upplýsingum Seðlabanka íslands er c-flokkur algengasti útlánaflokkur- inn hjá bönkum og sparisjóðum, utan íslandsbanka þar sem b-flokk- urinn er algengastur. Landsbankinn er með 13,25% vexti á almennum skuldabréfaútlánum í þessum flokki, Búnaðarbankinn með 13,75%, íslandsbanki með 14,15% og sparisjóðimir hæstir með 14,25%. I vísitölubundnum lánum er Landsbankinn með 9,25% vexti, íslandsbanki með 9,35%, Búnaðar- bankinn með 9,75% og sparisjóðirn- ir með 9,85%. ÍSLENDINGAR og Frakkar skildu jafnir í 3. umferð lands- keppni þjóðanna í skák í gær. íslendingar hafa vinningsforskot eftir 3 umferðir af 10. Jóhann Hjartarson vann Kock og Hannes Hlífar Stefánsson vann Renet. Þeir Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason, Karl Þorsteins, Þröstur Þórhallsson og Héðinn Steingrímsson gerðu jafntefli í sínum skákum en Björg- vin Jónsson og Róbert Harðarson töpuðu. Fjórða umferð verður tefld í dag og sú fimmta á sunnudag. Ólöglegar veiðar á Húnaflóa FLUGVÉL Landhelgisgæsl- unnar, TF-SIN, stóð Harald EA að ólöglegum línuveið- um á lokuðu svæði á Húna- flóa síðdegis í gær. Bátnum, sem er frá Dalvík, var fyrirskipað að halda inn til hafnar þar er búist við að réttað verði í málinu í dag. í dag Undarleg örlög Leifar af hauskúpu Hitlers og fund- in skjöl hafa bundið enda á vanga- veltur um örlög hans 16 Greiðsluerfiðleikar____________ Talið er að um 2.800 heimili séu sex mánuðum á eftir með greiðslur húsnæðislána 18 Gott orðspor íslands___________ Stjómarformaður Hambrosbanka í Bretlandi segir ísland hafa mjög gott orðspor í því að standa við erlendar skuldbindingar sínar 26 Leiðari________________________ Bretar á batavegi 26 Menning/Listir Lesbók ► Kjarvalsstaðir 20 ára - Leður- ► Skóli á nýrri öld - Samfélagið blakan - Kammersveit Hafnar- í Tjamargötu eftir aldamót- fjarðar stofnuð - Hamrahllðar- Ferðafrásögn frá Nýja - Sjálandi- kórinn - Myndlist - Fyrsta Hófst landnám hér uppúr árinu kvennaforlagið - Derek Walcott 700? Orri Vigfússon og stuðningsmenn Margfeldiskosniiig hjá Islandsbanka ORRI Vigfússon lagði ásamt stuðningsmönnum í gærmorgun fram kröfu um að margfeldiskosning yrði til setu í bankaráði á aðalfundi íslandsbanka sem haldinn verður 29. mars næstkomandi. Sjö menn sitja í sljóm íslandsbanka og með margfeldiskosningu geta hluthafar lagt öll atkvæði sín á einn mann. Orri sagði í samtali við Morgunblaðið að krefjist eigendur 10% hlutafjár margfeldiskosningar þá sé skylt að verða við þeirri ósk. Eigendur rúmlega 11% atkvæða hafi lagt fram kröfu um þetta og nú sé verið að yfirfara þetta hjá hlutafjárdeild ís- landsbanka. Þetta er fyrsti aðalfundur íslands- banka eftir að eignarhaldsfélög Iðn- aðarbanka og Verslunarbanka voru leyst upp. Eignarhaldsfélag Alþýðu- banka er enn til í smækkaðri mynd með rúm 12% hlutaljár innan sinna vébanda og er það stærsti eigandi hlutafjár. Orri sagðist sækjast eftir sæti Asmundar Stefánssonar í ís- landsbanka en hann hætti nú í bankaráðinu. Hann sagði að hingað til hefðu einkum setið í ráðinu fulltrú- ar stofnana en hann liti á sig sem fulltrúa hins almenna hluthafa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.