Morgunblaðið - 20.03.1993, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993
FASTEICN ER FRAMTID A ir
FASTEIGNA ft1 MIÐLUN
SVERRIR KRISTJAHSSOH LÖGGILTUR FASTEIGNASALI SUDURLANDSBRAUT 12, 108 REYKJAVÍK, FAX 687072 SÍMI 68 77 68
í hjarta bæjarins
Til sölu ca 270 fm skrifstofuhæð, 2. hæð, m. sérinng.
Húsið er nýstandsett að utan. Hæðin er einn salur.
Rúmlega tilb. u. trév. Laus strax. Mjög góð greiðslu-
kjör. ATH. sýningarsalur með myndum og upplýsing-
um af öllum eignum er opinn í dag frá kl. 11-17, á
morgun 13-15 og alla virka daga frá kl. 16-21.
♦
Sími 67-90-90 - Síðwmila 21
Lágaberg - glæsihús
Ákaflega vandað og sérhannað glæsihús á tveimur
hæðum auk hluta í kjallara samtals u.þ.b. 280 fm.
Húsið stendur í útjaðri byggðar með frábæru útsýni
yfir Elliðaár, Lágfjöll og víðar. Glæsilegar innréttingar
og gólfefni. Arinn í stofu. 3023.
Smiðjuvegur
EIGISAMIÐIIMN hf
Glæsilegt verslunar- og lagerhúsnæði á miðhæð (götu-
hæð) í þessu glæsilega húsi. Um er að ræða u.þ.b.
1020 fm pláss sem skiptist í rúmgóðan verslunarsal
með góðri aðkomu og mjög gott lagerrými með tvenn-
um innkeyrsludyrum.
Upplýsingar gefur Stefán Hrafn Stefánsson. 5168.
Einbhús óskast á
Seltjnesi
Höfum fjársterkan kaupanda á Seltjnesi. Má kosta allt
að 20 millj. Góðar greiðslur í boði.
911 Rfl 91 97fl LÁRUS Þ- VALDIMARSSON framkvæmdastjóri
L I IvJU hl0/U KRISTINN SIGURJ0NSS0N, HRL. loggiltur fasteignasali
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Sérhæð skammt frá Háskólanum
Neðri hæð 5 herb. um 130 fm í þribhúsi. Allt sér. Bílskúr. Glæsileg
lóð með háum trjám og gosbrunni. Vinsæll staður. Sanngjarnt verð.
í Garðabæ - tilboð óskast
Við Lyngmóa 4ra herb. mjög góð íb. á 2. hæð, tæpir 100 fm nettó.
Góður bílskúr. Mikið útsýni.
Nýtt glæsilegt einbhús með útsýni
við Þingás með 6 herb. 'b. á tveimur hæðum, ennfremur bílskúr með
vinnuplássi, samtals 226,6 fm nettó. íbúðarhæft, ekki fullgert. Mikil
og góð lán fylgja. Húsið er laust fljótlega.
Glæsileg í suðurenda
Nýendurbyggð 4ra herb. íbúð á 3. hæð um 90 fm við Álftamýri. Góð-
ir ofnar- Danfosskerfi. Bílskúrskréttur. Góð sameign. Teikning á skrifst.
Endaíbúð á 1. hæð
við Stóragerði. 4ra herb. tæpir 100 fm nettó. Nýleg eldhúsinnrétting.
Tvennar svalir Mikil og góð lán fylgja. Gott verð.
Fellsmúli - sérhiti - laus strax
Stór og góð 3ja herb. íb. á 3. hæð, vel með farin sameign. Mikið út-
sýni. Rúmgóðar sólsvalir. Gott verð.
í gamla góða vesturbænum
Mikið endurnýjuð 5 herb. hæð um 120 fm. 3 rúmg. svefnh. Svalir. 2
saml. stofur m. nýl. parketi. Gott verð.
Daglega leita til okkar
fjársterkir kaupendur með margskonar óskir um fasteignaviðskipti.
Sérstaklega óskast góð húseign með tveimur íbúðum. Má þarfnast
lagfæringar. Skipti möguleg á glæsilegri sérhæð með bílskúr.
Opiðídagkl. 10-16. ALMENNA
Fjöldi fjársterkra kaupenda. .. ... i TrTTTTTTTTi
Almenna fasteignasalan sf.
var stofnuð 12. júlí 1944. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Bókmenntakynning
og söngm* á Húsavík
Húsavík.
THOR Vilhjálnisson rithöfundur og Natalia Chow sópransöngkona
fræddu og skemmtu Húsvíkingum nýlega með upplestri og söng á all-
fjölmennri samkomu i Safnahúsinu á Húsavík.
Aðalheiður Skarphéðinsdóttir.
Á heiðu vori
í Sverrissal
AÐALHEIÐUR Skarphéðins-
dóttir, opnar sýningu á akrýl-
og krítarverkum í Sverrissal,
Hafnarborg, menningar- og
listastofnun Hafnarfjarðar, í
dag, laugardaginn 20. mars,
klukkan 14.
Aðalheiður stundaði nám í MHÍ
1967-1971 og framhaldsnám við
Konstfackskólann í Stokkhólmi
1977-1981 og útskrifaðist þaðan
sem textflhönnuður.
Hún hefur tekið þátt í fjölda
samsýninga á hinum norðurlönd-
unum, einnig í Japan, Tallinn í
Eistlandi, Tékkíu og í Slóveníu
(fyrrum Júgóslavíu). Þetta er 4.
einkasýning hennar, sýningin
stendur til 12. apríl.
(Fréttatilkynning)
Safnvörðurinn, Guðni Halldórsson,
kynnti skáldið og taldi vel viðeigandi
og skemmtilegt að hefja þá ný-
breytni, sem hér væri verið að taka
upp, með því að fá listamanninn
Thor til að verða fyrsta gest safns-
ins, því skáldið ætti ekki langt að
rekja ættir sínar til Þingeyinga.
Thor hóf mál sitt á því að segja
að það hefði verið gæfa sín að hafa
verið drengur mörg sumur á Húsa-
vík, þá hann var hjá afa sínum Vil-
hjálmi Guðmundssyni og föðursystur
sinni Maríu í Hliðskjálf. Þá hefði
hann bundist sérstökum tryggðar-
böndum við Húsavík og ræktaði það
samband ávallt síðan, því hér liði sér
vel.
Hann las síðan upp úr bókum sín-
um og á eftir gafst viðstöddum tæki-
færi á að leggja spumingar fyrir
skáldið.
Að loknum bókmenntaþættinum
söng Natalia Chow frá Hong Kong
nokkur lög við undirleik Helga Pét-
urssonar. Söngur hennar vakti
óskipta ánægju og sérstaka undrun
hve vel og skýrt hún fór með texta
þeirra íslensku laga sem hún söng,
en dvöl hennar hér á landi hefur
ekki fyllt árið.
Bæjarstjórinn, Einar Njálsson,
taldi að hér væri hafrnn eftirtektar-
verður þáttur í starfí Safnahússins
og hann sagðist vilja kalla Thor Þin-
geying og þakka komuna.
Viðstöddum eldri manni varð að
orði, að vel ætti við að tengja saman
þá gömlu menningu, sem geymd
væri í Safnahúsinu og nútímann eins
og hér væri gert.
- Frettaritari
Morgunblaðið/Silli
Helgi Pétursson pianóleikari, Natalia Chow sópransöngkona og
Thor Vilhjálmsson rithöfundur á skemmtuninni á Húsavík.
_____________________________fejHEfeCDDDáP
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 684. þáttur
Halldór Kristjánsson - frá
Kirkjubóli er þættinum sem fyrr
innan handar og í þumlinum við
okkur. Er fyrst frá því að segja,
að hann hefur heyrt getið höf-
undar vísunnar Gömul amboð
gisna. En ekki er hann einn um
það, eða eins og Halldór segir
sjálfur: „Hins vegar vitum við
seint hverju treysta má um höf-
unda.“ Er þar nú komið, að
umsjónarmaður hefur fengið
upplýsingar, kannski misjafn-
lega haldgóðar, um ekki færri
en sjö höfunda þeirrar góðu vísu
sem nefnd var. Væri þó ofmælt
að segja, að allir vildu Lilju kveð-
ið hafa. Þetta mál verður þá
ekki, af augljósum ástæðum,
afgreitt í snarkasti, en umsjón-
armaður vill strax nota þetta
tækifæri og þakka öllum þeim
sem hafa fært honum um þetta
fróðleik, munnlega eða skrif-
lega. Skemmst er af því að segja
að menn vita svo sem ekki hver
skrifaði Njálu.
★
Halldór Kristjánsson hafði
fleira fram að færa, og nú gef
ég honum orðið:
„Heill og sæll Gísli.
Glaður varð ég að sjá smá-
grein Helga Hálfdanarsonar um
veitur og veitingar í Morgun-
blaðinu 10. febrúar. Meðan ég
var starfsmaður Alþingis var ég
að reyna að benda á að af þessu
sífellda tali um að veita fénu
leiddi það að þingnefnd sú sem
heitið hefði fjárveitinganefnd
ætti nú að réttu lagi að heita
fjárveitunefnd. Þeir vísu feður á
hinu háa Alþingi leystu vandann
með því að láta nefndina heita
fjárlaganefnd.
Fyrir nokkru varð manntjón
vegna eldgoss í Ameríku. Frétta-
menn gátu þess og sögðu þá
hver af öðrum að menn hefðu
verið ofan í gígnum þegar
sprenging varð. Þegar ég var
að læra málið var mér sagt að
hefði ég farið ofan í eitthvað
væri ég niðri í því. Þá var mér
líka sagt að færi ég upp á íjjall,
alla leið neðan úr fjöru og upp
á efstu brún, væri ég alls ekki
neðan á fjallinu, heldur uppi á
því. Það þótti mér líka skiljan-
legt.
Mér er í bamsminni að leik-
bróðir minn einn sagði stundum:
„Ég er eftir“ þegar hann átti
eitthvað ógert. Það orðafar lagð-
ist af. Nú glymur sí og æ í eyr-
um okkar: „Eftir á að gera“ hitt
og þetta.
E.s. Hvaðan skyldi Áma
Johnsen koma „að hafa vaðinn
fyrir neðan sig“? Og Jóhanna
ráðherra vill ekki una því að
Seðlabankinn sé „heilög kú“.
Með bestu kveðju og kærri
þökk.“
★
Hlymrekur handan kvað:
Sagði Jökull: Ég fróun ei fæ,
ég frýs, hvorki græt eða hlæ.
Svo sem viku eftir jól
mælti suðurkær Sól:
Við sjáum til, vinur, í mæ.
★
Tíningur.
1) „Þess bera menn sár/ um
ævilöng ár/ sem aðeins var
stundar hlátur“ kvað Hannes
Hafstein. Hins vegar kann það
líka að koma fyrir að menn bíði
ekki einhvers bætur. Það merkir
að þeir hljóti ekki bata eða bót.
Svo mikil kunna sár manna að
verða. En ég kann því verr, þeg-
ar sagt er að menn „beri“ ekki
einhvers bætur.
2) Enn verð ég að furða (ekki
,,fuðra“) mig á því að þaulvanir
fréttamenn kunni ekki að segja
að snurða hafi hlaupið á þráð-
inn, heldur sleppa út úr sér
ómyndinni „snuðra“ í þessu
sambandi. Sögnin að snuðra er
hins vegar góð og gild, en bara
allt annar handleggur, sbr. sögn-
ina að snudda, bæði hjá sjálfum
okkur og frændum okkar Fær-
eyingum. Hún merkir að hnusa
eða snapa.
En hvað er þá snurðan sem
hleypur á þráðinn? Þetta er lík-
ingamál frá spuna á rokk. Þá
heitir „samsnúningur á þræði,
hnökri, arða, ójafna" bæði
snyrða og snurða, kannski
skylt orðinu snar. Éf „snart“
var spunnið, var eins víst að
snurða hlypi á þráðinn, og það
var auðvitað ekki gott. Höldum
svo öllu snuðri frá spunanum.
3) Mér þykir orð Margrétar
R. Bjarnason hentifáni betra
en „þægindafáni", sbr. e. con-
venience. Sjá þátt nr. 5.
4) Ég bið vægðar sögninni
að gægjast. Mér þykir allóþarft
að láta sögnina að kíkja drepa
hana.
★
Þorlákur Þórarinsson (1711-
1773) prófastur í Vaðlaþingi
„var lipurmenni, andríkur kenni-
maður, gáfumaður mikill og
skáld“. (E.Ó.) Hann varð einna
frægastur af kvæði sínu Dans-
lilju, sem menn hafa lesið eitt
og annað út úr, en prestur var
meira kenndur til kvenna en
hann vildi viðurkenna og hafði
af því nokkra þraut. Hér er
nafnavísa, eignuð sr. Þorláki,
þar sem karlheiti öll eru eitt
atkvæði, og hefur hann greini-
lega víða sópast um til fanga:
Tuttugu og átta nöfn í vísu.
Kár, Frans, Geir, Án, Kam, Björn, Hethj
Kort, Steinn, Mons, Páll, Lars, Gað, Ón,
Már, Hans, Kis, Loth, Sem, Öm, Seth,
Sveinn, Bel, Styr, Vagn, Ner, Ok, Jón.
★
Fór á sjó með Eggerti,
komst út að Gijótseli.
Fékk ekki kvikindi,
eyddi þrem pottum af olíu.
Já, það er status.
(Óþekktur hófundur.)