Morgunblaðið - 20.03.1993, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993
14
Vann bíl í Kringlukasti
Nú standa yfir í Kringlunni svokallaðir markaðsdagar, sem nefndir
hafa verið Kringlukast. Alls konar tilboð eru þar í gangi, en við-
skiptavinum Kringlunnar var einnig gefinn kostur á að taka þátt í
sérstökum bílaleik og var dregið um hinn heppna. Hann var Hrafn-
hildur Garðarsdóttir, sem hlaut Hyundai bifreið. Myndin er tekin
er Hrafnhildi var afhentur bíllinn, en með henni á myndinni eru frá
vinstri Óli G. Guðmundsson frá Bifreiðum og landbúnaðarvélum (t.v.)
og Einar I. Halldórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar.
Göng imdir Hvalfj örð
yrðu g'óður kostur
Kennarafundur í Grunnskóla Borgarness
Fagna stuðningi við
skólastarfið í landinu
KENNARAR í grunnskóla Borgarness fagna því að utanaðkom-
andi aðilar skulu sýna stuðning sinn í verki við skólastarfið í
landinu. Kennarar buðu því nemendum sínum aðstoð við þátttöku
í Lestrarkeppninni miklu.
Fundurinn lýsir þó furðu sinni
á þeim vinnubrögðum sem viðhöfð
hafa verið í undirbúningi keppn-
innar. Svo virðist sem aðstandend-
ur keppninnar geri sér enga grein
fyrir starfí kennara og nemenda,
sem felur í sér skipulagningu langt
fram í tímann.
Kennarar skora á menntamála-
ráðuneytið að gera langtímaáætl-
un um starfið í grunnskólum
landsins, líkt og kennarar, og
senda þá út áætlun í skólana að
hausti.
eftir Halldór Blöndal
Ég hef undanfarið fundið, að
ummæli mín um samgöngumál eru
í einstökum tilfellum teygð og toguð
eins og í spéspegli. Gott dæmi um
það eru viðbrögð við eðlilegum um-
mælum mínum á Alþingi um jarð-
göng undir eða vegabætur fyrir
Hvalfjörð.
Fyrir skömmu skilaði fyrirtækið
Spölur hf. tillögum um, hvernig að
jarðgangagerð undir Hvalfjörð yrði
staðið. Þau álitamál, sem þarf að
taka afstöðu til, eru þessi:
1. Vegagerð ríkisins telur, að nauð-
synlegt sé að gera frekari rann-
sóknir á berginu undir botni
fjarðarins, áður en verkið er boð-
ið út.
2. Rétt þykir, að glögg áætlun liggi
fyrir um það, hvernig Spölur hf.
hyggst standa að undirbúningi,
útboðsgögnum og eftirliti með
jarðgangagerðinni, ef til kemur.
3. Þriðja og síðasta skrefið verður
svo að Ijúka viðræðum við fjár-
festa, þ.e. Nomura Bank o.fl.,
þannig að tryggilega sé frá öllum
samningsatriðum gengið, áður
en framkvæmdin er boðin út,
þ.á m. hversu mikið framkvæmd-
irnar megi kosta, þannig að þær
séu innan þeirra arðsemismarka,
að ekki þurfí að koma til ríkis-
ábyrgðar en umferðin greiði
kostnaðinn við göngin.
Ég hef lagt áherslu á að niður-
staða um Hvalfjarðargöng megi
liggja fyrir sem fyrst. Fyrir því eru
þessar ástæður m.a.:
1. Með göngum undir Hvalfjörð yrði
Akranes á sama atvinnusvæði og
Kyimiiigardag’ur
Stýrimannaskólans
í Reykjavík
é
í dag kl
13.00-17.00
á
2
Fjölþætt kynning á starfsemi skólans
Nemendur og kennarar sýna gestum tæki
skólans og kennslugögn. Stofnanir sjómanna
og fyrirtæki í þágu sjávarútvegs og siglinga
kynna starfsemi sína og þjónustu.
Björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar lendir
vió skólann kl. 14.00.
Sveitir Slysavarnafélagsins mæta á svæðið.
Keppt í splæsingum á vír
Kvenfélagið Hrönn verður með kaffisölu
í matsal Sjómannaskólans.
Aílir velkomnir.
Stýrimannaskólinn
Reykjavík
J
„Bæjarstjórar Akra-
ness og Borgarness
sitja báðir í stjórn Spal-
ar hf. Þeim er því kunn-
ugt um áhuga minn á
Hvalfjarðargöngum, en
því miður ber ályktun
bæjarstjórna Akraness
og Borgarness keim af
því, að þeir hafi ekki
komið réttum skilaboð-
um áleiðis.“
höfuðborgin, ég tala nú ekki um
eftir að vegur hefur verið lagður
með ströndinni að Gunnunesi og
yfir Kollafjörð.
2. Ég sé fyrir mér að íbúðarbyggð
rísi í Leirársveitinni.
3. Leiðin vestur og norður mun
styttast um 45 km eða svo, sem
skiptir ekki litlu máli fyrir þá,
sem þar búa.
4. Það er brýnt að ákvörðun um
Hvalfjarðargöng geti legið fyrir
sem fyrst, svo að unnt verði að
hefjast handa. Að öðrum kosti
yrði óhjákvæmilegt að ráðast í
kostnaðarsamar framkvæmdir til
að styrkja veginn fyrir Hvalfjörð.
5. Mér sýnist einsýnt, að Akraborg
verði rekin áfram uns sér fyrir
endann á Hvalfjarðargöngum.
Það hefur komið mér á óvart, að
bæjarstjórar Akraness og Borg-
arness skuli hafa séð ástæðu til að
gera sérstaka sameiginlega ályktun
af því tilefni, að ég minnti á það í
umræðum á Alþingi að í vegaáætlun
er gert ráð fyrir undirbyggingu veg-
arins fyrir Laxá og brú yfir Botns-
Halldór Blöndal
veg frá Kattarhöfða, og rifjaði upp
gamlar hugmyndir um nýjan veg
yfir Dragháls, sem ég tók fram, að
ekki væri á dagskrá. I örstuttu and-
svari minnti ég einungis á að við
mat á göngum undir Hvalfjörð væri
óhjákvæmilegt að draga inn í hag-
kvæmnisútreikninga þær fram-
kvæmdir, sem spöruðust með
göngunum.
Bæjarstjórar Akraness og Borg-
arness sitja báðir í stjórn Spalar hf.
Þeim er því kunnugt um áhuga minn
á Hvalfjarðargöngum, en því miður
ber ályktun bæjarstjórna Akraness
og Borgarness keim af því, að þeir
hafi ekki komið réttum skilaboðum
áleiðis.
Höfundur er samgönguráðherra.
Úrslit í slagorðasamkeppni vegna
lestrarátaks í Kópavogsskóla
„Lestur er lær-
dómsins lykill“
SLAGORÐASAMKEPPNI hefur staðið í Kópavogsskóla í tengslum
við lestrarátak og úrslit voru kunngjörð síðastliðinn mánudag 8.
mars. Verðlaunaslagorðin verða notuð sem yfirskrift lestrarátíiksins
og kennarar hafa útbúið bókamerki með verðlaunaslagorðum hvers
aldursstigs. Umsjónarmaður átaksins í Kópavogsskóla er Þóranna
Tómasdóttir skólasafnkennari.
Verðlaunaslagorðin eru: í 1.-4.
bekk: „Ævintýrin eru í bókum“,
höfundur: Johan Viijakainen, 3. Þ.
í 5.-7.bekk: „Lestur er lærdóms-
ins lykill", höfundur: Harpa Stein-
unn Steingrímsdóttir 6. G.
í 8.-10. bekk: „Að lesa sitt mál
er hollt hverri sál“, höfundur: Elín
Anna Helgadóttir 9. Y.
Ólafur Guðmundsson skólastjóri
afhenti verðlaunahöfum bókaverð-
laun við upphaf rithöfundakynning-
ar, en Þorgrímur Þráinsson og Her-
dís Egilsdóttir heimsóttu skólann
sama dag.
Kaffisala Dómkirkju-
kvenna á morgnn
HIN árlega kaffisala Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar er á
morgun, sunnudaginn 21. mars, og hefst hún kl. 15 í Safnaðarheim-
ili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14A, að lokinni guðsþjónustu í Dóm-
kirkjunni kl. 14, þar sem sr. Hjalti Guðmundsson dómkirkjuprestur
prédikar og þjónar fyrir altari.
í guðsþjónustunni syngur einsöng
Eiríkur Hreinn Helgason bassa-
söngvari, Dómkórinn syngur og org-
anleikari verður Kjartan Siguijóns-
son.
Kaffisala Kirkjunefndarinnar er
orðin árviss viðburður fyrir löngu
og þeir, sem þangað leggja leið sína
vita, að þar er allt framborið af
mikilli rausn og glæsibrag. Kaffisal-
an er ein mikilvægasta íjáröflunar-
leið Kirkjunefndar kvenna, en allt
starf nefndarinnar miðar að því að
fegra og prýða Dómkirkjuna.
Um síðustu jól gaf Kirkjunefndin
Dómkirkjunni höfðinglega gjöf, en
það er hátíðarhökuil, forkunnarfag-
ur, gerður af Sigrúnu Jónsdóttur
vefjarlistakonu.
Auk kaffisölunnar verða konurnar
með söluhorn, þar sem selt verður
fallegt páskaföndur, sem þær hafa
sjálfar unnið.
Velunnarar Dómkirkjunnar eru
innilega hvattir til að ijölmenna til
kaffisölunnar, fá sér þar góðan
kaffisopa og leggja konunum Iið í
þeirra góða og óeigingjarna starfi
fyrir Dómkirkjuna.
Hjalti Guðmundsson