Morgunblaðið - 20.03.1993, Page 17

Morgunblaðið - 20.03.1993, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993 17 Langþráð stund SIEGFRIED Salzmann, forstöðumaður listasafnsins í Bremen í Þýskalandi, er staddur í Moskvu og heldur hér kampakátur á skissu eftir franska 19. aldar meistarann Toulouse-Lautrec. 60.000 manns í hættu í umsetnum bæ múslima í Bosníu Bandaríkjamenn bjargi særðu fólki með þyrlum Genf, Mali Zvomik. Reuter. SAMEINUÐU þjóðirnar hafa farið þess á leit við bandarísku stjórnina að hún sendi þyrlur til að flytja sært fólk frá Sre- brenica, umsetnum bæ músiima í austurhluta Bosníu. Serbar héldu uppi hörðum stórskotaárásum á bæinn í gær. Philippe Morillon hershöfðingi, yfirmaður friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, sagði að serbneskar hersveitir væru að- eins tæpum tveimur kílómetrum frá bænum og gætu náð honum á sitt vald bráðlega. til að stöðva bílalest á vegum Flóttamannahjálparinnar sem var á leið til bæjarins. Morillon hers- höfðingja tókst þó að semja við Serba um að hleypa bílalestinni til bæjarins. Morillon hefur nú aðalstöðvar sínar í Srebrenica og vill þannig sýna samhug með bæj- arbúum. Sadako Ogata, yfirmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sendi hraðbréf til Warr- ens Christophers, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og hvatti Bandaríkjastjórn til að láta flytja særða fólkið á brott með þyrlum og senda tvöfalt meiri matvæl og lyf til bæjarins með herflutninga- vélum. Ogata sagði að 40 manns létu lífið á degi hveijum í Srebrenica og jafnvel starfsmenn Sameinuðu þjóðanna gætu aðeins borðað ann- an hvern dag. Margir þeirra hefðu einnig veikst vegna mengaðs vatns. Hungurmorða? Um 60.000 manns eru í Sre- brenica, meirihluti þeirra flótta- menn, og eiga á hættu að verða hungurmorða. Serbar skutu við- vörunarskotum upp í loftið í gær Herfangi skilað Moskvu. Reuter. RÚSSNESKUR listaverkasafnari er krefst nafnleyndar vill af- henda Þjóðveijum alis 101 lista- verk sem liðsmenn Rauða hersins stálu i lok síðari heimsstyijaldar. Rússnesk stjórnvöld eiga eftir að fjalla um málið. Verkin eru úr listasafninu í Bremen í Þýskalandi. í stríðinu voru þau geymd í kastala skammt frá Berlín af ótta við að loftárásir bandamanna myndu valda skemmdum á safninu. Um er að ræða skissur og vatnslitamyndir, m.a. eftir Toulouse-Lautrec, Dúrer og Goya. Krefst engra launa Safnarinn rússneski var sjálfur liðsforingi í Rauða hernum og krefst hann engra peninga fyrir vikið. Þjóðveijar vissu ekkert hvað orðið hafði um verkin fyrr en maðurinn hafði samband við þýska sendiráðið í Moskvu. Fjöldi dýrmætra listaverka hvarf í stríðinu. Þjóðveijar rændu ómet- anlegum verkum frá keisaratíman- um er þeir réðu yfir stórum svæðum í Rússlandi og hefur ekkert til margra þeirra spurst. Sama er að segja um fjölda þýskra listaverka sem Rússar námu á brott. Stjórn- völd í báðum ríkjunum hafa undan- farin ár reynt að ná samkomulagi um að koma verkunum aftur í hend- ur réttra eigenda. Koivisto ekki fram MAUNO Koivisto Finnlandsfor- seti tilkynnti í gær að hann myndi ekki sækjast eftir endur- kjöri að loknu yfírstandandi kjörtímabili sem lýkur á næsta ári. Hann var kosinn forseti 1982 en leysti Uhro Kekkonen af þegar sá síðarnefndi sagði af sér af heilsufarsástæðum seint á árinu 1981. Forsetakosn- ingar fara fram í Finnlandi í janúar 1994. Bóluefni gegn malaríu SPÆNSKIR og kólumþískir vís- indamenn hafa fundið upp bólu- efni gegn malaríu sem kynni að verða bæði ódýrara og árang- ursríkara gegn veikinni en önn- ur lyf. Kemur þetta fram í breska læknaritinu Lancet. STÓRSÝNING UM HELGINA Eftirtalin fyrirtæki verða m.a. á sýningunni: Aldamót, Boðeind, Bóksala stúdenta, Borgartölvur, Friðrik Skúlason, Gagnabankinn Villa, Goösögn, Hans Petersen, Kerfisþróun, Kjarni, Korn, Námsgagnastofnun, Nauðsyn, Nýherji, Prentsmiöjan Oddi, Stólpi, Trélínan, Tæknibúnaður, Tæknibær, Tæknival, Tölvublaðið, Tölvulistinn, Tölvupúkar, Tölvusalan, Varmás. ■ Þessi tölvufyrirtæki sýna allt það nýjasta í tölvutækni. ■ Frábær sýningartilboð! ■ Missið ekki af þessari stórspennandi sýningu! ■ Ókeypis aðgangur. ■ Mætið snemma!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.