Morgunblaðið - 20.03.1993, Page 25

Morgunblaðið - 20.03.1993, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993 25 Opið hús í Háskól- anum og sérskólum HÁSKÓLI íslands og rúmlega tuttugu aðrir sérskólar og skólar á háskólastigi bjóða almenningi í heimsókn nk. sunnudag undir yfirskriftinni: Þekking, menntun, kraftur - hornsteinar gróandi þjóðlífs. Nokkur hefð er orðin fyrir því að þessir skólar efni til sameiginlegs kynningardags á vorin og hafa framhaldsskólanem- endur verið duglegir að nýta sér þennan árlega markað skól- anna. Nú er hins vegar markmiðið að ná til allra, ekki síst skatt- borgaranna sem greiða fyrir menntun landsmanna, og veita þeim innsýn í mikilvægt kennslu- og rannsóknarstarf sem fram fer I æðri menntastofnunum landsins. Skólamir, sem em 22 talsins, ætla að opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi frá kl. 13-18 á sunnudag og leyfa þeim að skoða það umhverfí sem kennsla, rann- sóknir og almennt starf skólanna fer fram í. Ekki geta allir sérskól- anna haft opið hjá sér þennan dag, en þeir munu þess í stað kynna starf sitt í húsakynnum stærri skólanna. Þannig verður Opið hús í nokkrum kjörnum á höfuðborgar- svæðinu, alls 24 byggingum. Tveir strætisvagnar verða í föram milli helstu viðkomustaða allan daginn. Sérstök dagskrá verður gefín út með yfírliti yfír það helsta sem um er að vera í Opnu húsi og mun hún liggja frammi í öllum skólun- um á sunnudaginn kemur. Hér fylgir hins vegar stutt yfírlit yfír þær byggingar sem opnar verða á sunnudaginn og hvaða skólar verða kynntir á hveijum stað: 1. Aðalbygging Háskóla ís- lands: í anddyri aðalbyggingar verður móttaka þar sem gestir Opins húss geta fengið allar nánari upplýs- ingar um hvað um er að vera. Þar verður einnig kynning á guðfræði- deild, Guðfræðistofnun, Alþjóða- skrifstofu háskólastigsins, Upplýs- ingastofu um nám erlendis, náms- ráðgjö/ o.fl. 2. Árnagarður: Þar verður nám í heimspekideild kynnt, einnig starfsemi Ámastofn- unar, Sagnfræðistofnunar, Málvís- indastofnunar o.fl. 3. Oddi: Kynning á námi í félagsvísinda- deild, viðskipta- og hagfræðideild, starfsemi Félagsvísindastofnunar o.fl. Nemendur í námsráðgjöf bjóða gestum að taka áhugasviðspróf. Þar verða einnig fluttir ijölmargir stuttir og hnitmiðaðir fyrirlestrar um ýmis rannsóknarverkefni sem styrkt hafa verið af Rannsókna- sjóði Háskólans. Einnig verða fluttir fyrirlestrar um sálfræðileg málefni á vegum Sálfræðingafé- lags íslands. 4. Lögberg: Kynning á námi í lagadeild, starfsemi Lagastofnunar og Orat- ors, félags laganema. Einnig verð- ur þar fluttur fyrirlestur á vegum Siðfræðistofnunar: „The idea of an environment“. Fyrirlesari: Dr. Nigel Dower frá Háskólanum í Aberdeen. 5. íþróttahús Háskólans: Þar fara m.a. fram þrekmæling- ar allan daginn. 6. Jarðfræðahús: Þar geta gestir skoðað steina- og steingervingasafn og háþiýsti- ofn, sem t.d. er notaður til að kanna bergkviku á 30-40 km dýpi. 7. VR-I: Þar fer fram kynning á námi í raunvísindadeild. Lifandi kynning, þar sem gestir geta skoðað ýmsar sjávarlífverur og -gróður í sýnis- búrum og handíjatlað krabbadýr úr fjörunni. 8. VR-H: Kynning á námi í verkfræðideild við Háskólann, einnig í veðurfræði og þar verða fluttir fyrirlestrar um ýmis vísindaleg málefni. í VR-II verður einnig kynnt nám við Bændaskólann á Hóium íHjaltadal og Bændaskólann á Hvanneyri, Garðyrkjuskóla ríkisins og físk- eldisnám við Kirkjubæjarskóla á Síðu. 9. VR-III: Þar verður hluti af starfsemi Raunvísindastofnunar kynntur, gestum leyft að skoða rannsókna- stofur, þar sem m.a. verða til sýn- is lasergeislar, hologram og ofur- leiðari. 10. Verkfræðistofnun v/Hjarðarhaga: Þar verða m.a. kynnt ratsjár- kerfí, farvakakerfí, staðsetningar- kerfí í flugvélar o.fl. 11. Raunvísindastofnun v/Dunhaga: Kynning á rannsóknum á sviði líftækni- og lífefnafræði, efna- fræði, matvælafræði, eðlisfræði og stærðfræði. 12. Tæknigarður: Þar verður kynnt starfsemi Raunvísindastofnunar, Endur- menntunarstofnunar HÍ, Reikni- stofnunar HÍ, Tækniþróunar, Rannsóknaþjónustu HÍ, Samment- ar, Sjávarútvegsstofnunar og Upp- lýsingaþjónustu HÍ. Einnig verður kynnt nám við Háskólann á Akur- eyri, Tölvuháskóla V7 og Sam- vinnuháskólann á Bifröst. 13. Vetrarhöll v/Tæknigarð: Þar ætla nemar í tölvufræði við Háskólann að sýna tölvuleiki og tölvutöfra. Einnig fer þar fram kynning á forritinu Louis á vegum fyrirtækisins Softis. 14. Félagsstofnun stúdenta v/Hringbraut: Þar fer fram kynning á ýmsum hagsmunasamtökum stúdenta og einnig launþegasamtökum. Stúd- entar bjóða upp á menningar- og skemmtidagskrá frá kl. 14.20 til 15.30. 15. Orðabók Háskólans, Nes- haga 16: Þar verður starfsemi stofnunar- innar kynnt og boðið upp á kaffí. 16. Stofnun Sigurðar Nordals, Þingholtsstræti 29: Starfsemi stofnunarinnar kynnt. Erlendir stúdentar sérstaklega boðnir velkomnir. 17. Læknagarður v/Vatn- smýrarveg: Þar fer fram kynning á námi í læknisfræði, tannlækningum, lyfjafræði lyfsala, sjúkraþjálfun, dýralækningum, iðjuþjálfun, tann- smíði og námi aðstoðarmanna tannlækna. í Læknagarði geta gestir m.a. fengið að bora í gervi- tennur, mæla jafnvægisskyn sitt og skoða „plöstun" líffæra, sem er ný tækni við að varðveita lífræn sýni. 18. Eirberg, Eiríksgötu 34: Þar verður nám í hjúkrunar- fræði kynnt. Gestum m.a. boðið upp á mælingu á blóðþrýstingi og blóðsykri. 19. Mannfræðistofnun, Hóla- vallagötu 13: Starfsemi stofnunarinnar kynnt og rannsóknir á hennar vegum. 20. Kennaraháskóli Islands v/Stakkahlíð: Þar verður kynnt nám við Kenn- araháskóla^ íslands, íþróttakenn- araskóla íslands, Leiklistarskóla Islands, Listdansskólann, Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, Tónlistarskóla Reykjavíkur og Þroskaþjálfaskóla íslands. Gestum verður böðið upp á líflega dagskrá sem skólarnir hafa sameinast um, en þar verður flutt tónlist, listdans og leikatriði auk tveggja forvitni- legra erinda um uppeldi bama. Á kynningunni verður sýning á mun- um og listaverkum sem unnin hafa verið af nemendum skólanna. 21. Fósturskóli íslands, Laugalækjarskóla v/Sundlauga- veg: ‘if'- Nám við skólann kynnt á lífleg- an hátt. Gestum verður boðið að taka þátt í myndsköpun, náttúru- skoðun, leikrænni tjáningu, bygg- ingarleik, skuggaleikhúsi, brúðu- leikhúsi, tónlist og_ fleiru. 22. Tækniskóli íslands, Höfða- bakka 9: Kynning á námi við Tækniskól- ann, Iðnskólann í Reykjavik, Iðn- skólann í Hafnaríirði, Samvinnu- háskólann á Bifröst og þar verður fulltrúi frá Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði. Þar verður sýning á ljósmyndum eftir nemendur Tækniskólans, sem jafnframt skemmta gestum með gítartónlis^, og harmoníkuleik. 23. Sjómannaskólinn: Kynning á námi við Stýrimanna- skólann í Reykjavík og Vélskóla íslands. Gestum boðið upp á skoð- unarferðir um sali skólans þar sem verkleg kennsla fer fram. Til sýnis verða m.a. samlíkir, stöðugleika- tankar, dýptarmælitæki, lóran, lík- an af botnvörpu, vélhermir, skil- vindubúnaður, vatns- og gufutúrb- ínur og ýmis sérhæfð mælitæki, svo eitthvað sé nefnt. <; 24. Fiskvinnsluskólinn í Hafn- arfirði: Þar verður kynnt nám við skól- ann og gestum boðið að ganga um hið nýja hús hans. Nemendur bjóða gestum sínum upp á fískrétti sem þeir matbúa sjálfír. Einnig verða þeir með sýnikennslu í flökun. Allar nánari upplýsingar um við- burði dagsins og tímasetningar er að fínna í dagskrá Opins húss. Sjónarhorn Mikíll samdráttur í sölu á frönskum vínum í nóvemberblaði bandaríska fæðutimaritsins Food Business segir að orsökin fyrir minnk- andi sölu franskra vína sé efna- hagsástandið í heiminum og umhygjgja neytenda fyrir heilsu sinni. A síðasta áratug var upp- skera einstaklega góð og voru vín verðlögð mjög hátt, en eftir mikinn samdrátt í sölu eru franskir vínræktendur nú rétt að byrja að ná áttum. Hnignandi efnahagsástand í heiminum hefur komið mjög hart niður á hinum þekktu vínræktar- héruðum í Bordeaux, Burgundy og Campange. Verðfall hefur orð- ið á hinum miklu vínbirgðum, neyslan hefur minnkað og einnig hefur komið til samkeppni erlend- is frá. Þeir einu sem græða eru víndrykkjumenn sem nú geta keypt góð vín á viðráðanlegra verði en þeir hafa getað gert í mörg ár. Gæðavín eru nú seld á 30-40 prósent lægra verði en í fyrstu var sett upp fyrir þau. Þetta eru sagðar góðar fréttir fyrir víndýrk- endur, en slæmar fréttir í þeim héruðum sem byggja afkomu sína á vínframleiðslu. Haft er eftir frönskum vínframleiðenda að svo dökkt hafí útlitið ekki verið síðan á áratugnum eftir 1940. Verðfall hefur orðið á vínum á síðustu þremur árum. Flaska af Burgundarvíni sem árið 1989 kostaði 530,00 krónur kostar nú 440,00 krónur. Árið 1989 var mikil eftirspurn eftir vínum og verð þeirra sett svo hátt að erfitt reyndist að selja þau. Tilraunir til að hækka verðið mistókust og formaður vínræktarsamtakanna sagði af sér þegar tilraunir hans, til að fá vínræktendur til að draga úr framleiðslu og lækka verðið til að losana við vínbirgðir, mistók- ust. Vínræktendur sem orðnir voru mjög skuldugir brugðust við með því að auka vínframleiðsluna eins mikið og þeir mögulega gátu. Þannig voru vínræktendur sjálfír og vínsölumenn þeirra orðnir fóm- arlömb eigin velgengni, segir í greininni. Bestu árgangar franskra vína voru árin 1982, 1985 og 1988-90. Á þessum ámm höfðu víndýrk- endur iðnríkja Evrópu, Bandaríkj- anna og Japan nægjanlegt fé handa á milli til vínkaupa og er til þess tekið að árið 1990 var lélegt vín, eins og Beaujolais No- uveau, seít í Tókýó á 1.500 krón- ur flaskan. En síðan hefur orðið samdráttur í efnahagslífí sem komið hefur niður á vínum, kon- íaki og öðmm lúxus-vamingi sem er mikilvægur hluti af frönskum útflutningi. Vínræktendur sem áður gátu gengið að hæsta verði fyrir fram- leiðslu sína sitja nú uppi með gíf- urlegar vínbirgðir. Vín sem áður vora í háum verðflokki má nú finna á hilium matvörumarkaða á niðursettu verði. Sum bera merki bandarískra innflutningsfyrir- tækja sem sent hafa vínin til baka óseld. Menn sjá nú fyrir sér uppstokk- un í frönskum víniðnaði sem af sumum er talinn er vera bæði „snobbaður" og gamaldags, en þeir sem verst verða úti era skuld- settir vínræktendur sem ekki geta borgað skuldir og sölumenn þeirra sem hafa verið sniðgengnir af þeim sem kaupa nú beint af fram- leiðendum. I Frakklandi fer einn þriðji af vínuppskerunni til útflutnings og samkeppni fer vaxandi, en bæði Ástralía og Kalifornía framleiða Uppstokkun virðisl framundan í franska víniðnaðinum. léttari vín sem eiga betur við nú- tíma matargerð en frönsku rauð- vínin. Annað er að yngri kynslóð- in drekkur yfirleitt minna af víni en hinar eldri og fjölmenn diykku- boð eru færri en áður, er haft eftir frönskum vínsmakkara. Frakkar sjálfir era nú sagðir leggja meira upp úr gæðum vins en magni. Árið 1957 drakk hver Frakki að jafnaði 162 flöskur af borðvíni á ári, en nú drekka þeir 62 flöskur. Ástæðan er sögð vera sú, að þeir hafa áhyggjur af heils- unni og einnig að hinn hefðbundni franski margrétta málsverður er sjaldnar á borðum en áður, segir í lok greinarinnar. Þegar hrun verður á mikilvægri útflutningsvöra þjóðar, eins og í þessu tilfelli á rauðvíni hjá Frökk- um, kemur ýmislegt til og þá ekki síst íhaldssemi í viðhorfum gagn- vart neytendum. Þeim varð hált á því, Frökkum, eins og sjá má á því að á síðasta áratug eru þeir komnir með vöru sem í lok áratug- ar var beinlínis verðlögð út af markaðnum. En á sama tíma er lífsstíll neytenda að breytast og um leið þær kröfur sem þeir gera til vörunnar. Framleiðendur neituðu að horf- ast í augun við veraleikann og sitja nú uppi með miklar birgðir af vöru sem þeir geta ekki selt og skuldir sem þeir ráða ekki við. Ef til vill kemur EB Frökkum til hjálpar! Hvað sem því líður þá hafa franskir neytendur uppgöt- vað að það er hægt að fá ágæta vöru (í þessu tilfelli vín) annars staðar frá sem hentar betur bæði maga og pyngju, jafnvel þó að framleiðsla eigin lands sé í boði á niðursettu verði. Það er ljóst að fleiri þjóðir eiga í erfíðleikum í markaðsmálum en við! En hvað skyldi annars valda því að verðlækkanir erlendis skila sér ekki hér á landi? M.Þorv.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.