Morgunblaðið - 20.03.1993, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993
Sigríður J. Ragnar,
ísafirði — Minning
Heita eining huga og máls,
hjarta gulls og vilji stáls,
ljósið trúar, Ijósið vona
lífs þíns minning yfir brenni.
W sem unnir ei til háifs
auðnu landsins áætra og sona,
blómsveig kærleiks bjart um enni
berðu hátt. Nú ertu fijáls.
Dyggð og tryggð þitt dæmi kenni.
Dána! W varst íslenzk kona.
Þetta minningarljóð Einars Bene-
diktssonar um Þorbjörgu Sveins-
•dóttur kemur upp í hugann, nú þeg-
ar Sigríður J. Ragnar á ísafirði er
kvödd hinstu kveðju. Hún var búin
fágætu andlegu atgervi og hafði um
leið að bera hjartagæsku svo mikla
að óvenjulegt er að hitta annað eins
fyrir.
í meira en hundrað ár hefur heim-
ilið á Gautlöndum í Mývatnssveit í
Suður-Þingeyjarsýslu langtímum
saman tvímælalaust verið í röð
kunnustu sveitaheimila landsins.
Þar fæddist Sigríður Jónsdóttir
Ragnar árið 1922. Faðir hennar var
Jón Gauti, bóndi á Gautlöndum og
lengi oddviti í Skútustaðahreppi,
Pétursson, ráðherra og alþingis-
manns sama stað, Jónssonar, þing-
manns og alþingisforseta sama stað,
Sigurðssonar, einnig bónda á Gaut-
löndum Jónssonar, bónda á Mýri í
Bárðardal, forföður Mýrarrættar,
Halldórssonar, bónda að Lunda-
brekku, Ingjaldssonar hins sterka á
Kálfaströnd, Jónssonar Ólafssonar.
Kona Péturs og móðir Jóns Gauta
var Þóra Jónsdóttir, bónda á Græna-
vatni í Mývatnssveit, Jónassonar,
bónda sama stað, Jónssonar Þórðar-
sonar. Kona Jóns Gauta og móðir
Sigríðar var Anna Jakobsdóttir,
bónda á Narfastöðum í Reykjadal,
Jónassonar, bónda sama stað,
Bjömssonar. Kona Jakobs og móðir
Önnu var Sigríður María Sigurðar-
dóttir, bónda á Geirastöðum í Mý-
vatnssveit, Jónssonar.
Sigga, eins og hún var ævinlega
kölluð, var næstelst fjögurra systk-
ina. Hin eru Asgerður, kennari í
Reykjavík, Böðvar, bóndi á Gaut-
löndum, og Ragnhildur, skrifstofu-
maður á Akureyri. Þau ólust öll upp
í föðurgarði. Þar var ávallt tvíbýli,
mannmargt og mikill gestagangur.
Stundum var þó Sigga hjá frænd-
fólki sínu á Narfastöðum tíma og
tíma og var hún meira þar en systk-
ini hennar. í janúar 1934 dó Anna
móðir Siggu, aðeins 44 ára gömul,
og varð hún harmdauði öllum, sem
hana þekktu. Þá tók að sér umsjá
og umönnun systkinanna Jóhanna
Björg Illugadóttir, er verið hafði
vinnukona hjá Önnu og Jóni Gauta
frá því að þau hófu búskap. Hún
dvaldist á Gautlöndum tií dauða-
dags. Systkinin og fjölskyldur þeirra
unnu Jóhönnu mjög og virtu hana
í orði og verki.
Sigga gekk í farskóla í Mývatns-
sveit, samtals í nokkra mánuði, og
var Páll Kristjánsson frá Húsavík
kennari hennar. Síðan réðust þær
Ásgerður systir hennar til Akur-
eyrarferðar 1937 og settust báðar
í 2. bekk Menntaskólans. Þær fengu
sér aðstoð í þeim greinum sem þær
töldu sig standa verst að vígi í og
mun m.a. Ingvar Bjömsson, föður-
bróðir undirritaðs, hafa tekið þær í
eðlisfræðitíma. Þær luku síðan
gagnfræðaprófi vorið 1939. Námið
sóttist Siggu mjög vel.
Sumarið 1939 dvaldist hún á
Laugarvatni hjá Birni móðurbróður
sínum, skólastjóra íþróttakennara-
skóla íslands. Ekki gaf til frekara
náms að sinni, þar eð heimilið á
Gautlöndum var eins og fjölmörg
önnur heimili landsins í mikilli fjár-
þröng vegna kreppunnar og Jón
Gauti hafði ekki viljað taka kreppu-
lán. Sigga settist nú í bili að heima
og tók að koma við sögu félagslífs
í sveitinn. Á þessum tíma var sem
oft endranær fjörugt félagslíf í
Mývatnssveit, m.a. var mikið sung-
ið. Sigga var eitt ár formaður ung-
mennafélagsins Mývetnings og voru
þá tvær aðrar stúlkur með henni í
þriggja manna stjóm, þannig að þar
ríkti óskorað kvennaveldi.
Einn vetur snemma á stríðsámn-
um vann Sigga á skrifstofu í
Reykjavík en veturinn 1943-44 var
hún bamakennari — farkennari —
í Mývatnssveit og komu afbragðs-
góðir kennarahæfileikar hennar þá
í ljós. Næsta vetur stundaði hún
undirbúningsnám undir kennara-
próf við Kennaraskóla íslands.
í Reykjavík söng Sigga í Þingey-
ingakómum. Þá kynntist hún söng-
stjóranum Ragnari H. Ragnar, sem
var frá Ljótsstöðum í Laxárdal í
Suður-Þingeyjarsýslu, þannig að
ekki var mjög langt á milli fæðing-
arstaða þeirra. Þau vom gefin sam-
an í hjónaband 21. júlí 1945. Jafn-
skjótt fluttust þau til bæjarins Garð-
ar í Norður-Dakota í Bandaríkjun-
um, en Ragnar hafði fýrir stríðið
starfað í mörg ár í Norður-Ameríku.
Við förina vestur um haf 1945 mun
Ragnar þó hafa gefið Jóni Gauta
tengdaföður sínum loforð um að
setjast ekki að með dóttur hans til
frambúðar í Ameríku. Ár þeirra
hjóna í Garðar urðu þijú og kenndi
Ragnar þá miklum fjölda nemenda
á píanó auk þess sem hann æfði
kóra. Sigga fékkst nokkuð við ís-
lenskukennslu þar vestra. Meðan
hún var þar ritaði hún um menntun
og kjör íslenskra kvenna í Ásdísi,
ársriti Bandalags lútherskra kvenna
í Winnipeg.
Árið 1948 fluttust Sigga og
Ragnar til ísafjarðar, en þar tók
hann við skólastjóm nýstofnaðs tón-
listarskóla. Sigga hafði ekki áður
litið ísafjörð augum, en þangað kom
hún ásamt Ragnari og Önnu Ás-
laugu, dóttur þeirra á öðm ári, 21.
september með Grumman-flugbáti
frá Akureyri í súldarveðri. Líklega
fannst henni í fyrstu ekki alltof
mikið til staðarins koma, eftir Amer-
íkudvölina. Það álit breyttist síðar.
Fyrstu fjögur árin á ísafirði
bjuggu Sigga og Ragnar í Hafnar-
stræti 2, en 1952 fluttust þau að
Smiðjugötu 5 og áttu þar heima
eftir það. Þau keyptu það hús af
Tónlistarfélagi ísafjarðar um 1977.
Framan af hafði Sigga nóg að gera
við að eignast og ala upp böm sín.
Árið 1957 fór hún að kenna við
Bamaskóla ísafjarðar og kenndi þar
jafnan eftir það, allt fram á veturinn
1991-92, er hún veiktist. Lengi var
hún í % af fullri stöðu við bamaskól-
ann. Einnig kenndi hún í mörg ár
tónfræði við Tónlistarskóla ísafjarð-
ar, líklega hóf hún þá kennslu í
smáum stíl um 1956, en formlega
varð hún kennari við skólann 1972;
sú kennsla fór jafnan fram í borð-
stofunni heima hjá henni. Hún afl-
aði sér fullra kennsluréttinda með
því að sækja ýmis námskeið í
Reykjavík. Sigga var orðlögð sem
mjög nærgætinn og góður kennari.
Hinum íjölmörgu nemendum hennar
fyrr og síðar þótti einkar vænt um
hana.
Sigga hafði fjölbreytileg áhuga-
mál og sinnti ýmsum félagsstörfum
á Ísafírði. Hún átti sæti á framboðs-
lista óháðra borgara fyrir bæjar-
stjórnarkosningar 1982. í heilbrigð-
is- og umhverfisvemd ísafjarðar var
hún 1976-79, en síðan í
náttúruvemdarnefnd kaupstaðarins
1979-86.
Sigga var í stjórn vestfirskra
náttúruvemdarsamtaka frá 1975 og
hún var annar tveggja ritstjóra
Kaldbaks, rits samtakanna, 1977-78.
Hún var mjög áhugasöm um
kvenréttindi og jafnréttismál og tók
þátt í undirbúningi að stofnun Sam-
taka um kvennalista, sem hún síðan
studdi með ráðum og dáð, enda átti
hún sæti á framboðslistum samtak-
anna bæði til Alþingis og bæjar-
stjórnar.
Áratugum saman söng Sigga í
Sunnukómum á ísafírði. Sumarið
1992 gaf kórinn henni í afmælisgjöf
Evrópuferð og fór þá Sigríður dótt-
ir hennar utan með henni.
Hún var í Menningarráði ísafjarð-
ar 1971-86, lengst af formaður þess.
Fundi í mfenningarráðinu hélt hún
heima hjá sér og var þá kaffi ásamt
vöfflum og ijóma og ýmsu öðru
góðgæti á boðstólum um leið og
helstu fundarstörf voru afstaðin. Á
þessum tíma stóð Menningarráð
Isafjarðar stundum fyrir stómm
myndlistarsýningum, bókmennta-
kynningum sem vöktu verðskuldaða
athygli og jafnvel fyrirlestrarhald
um áhugaverð fræðileg efni. For-
ysta Siggu um þessi efni var mjög
lofsverð. Heimili þeirra hjóna á
Smiðjugötunni hafði mikla séístöðu
innan Isafjarðarkaupstaðar um ára-
tuga skeið. Þar var að finna miðstöð
lista og menningar.
Sigga var í allmörg ár driffjöður
í litlum bókmenntaklúbbi eða les-
hring og vom þar einkum teknar
til meðferðar skáldsögur frá mörg-
um löndum og ýmsum tímabilum.
Hún kunni mikið af Ijóðum og var
yfirleitt mjög áhugasöm um skáld-
skap. í mörg ár, einkum fyrst eftir
að þau hjónin fluttu heim til íslands
1948, unnu þau saman að bókasöfn-
un og eyddu oft miklum tíma í að
hreinsa og laga gamlar bækur. Á
sumrin ferðaðist hún oft um landið,
einkum með Ragnari á meðan hann
lifði, og var þá náttúran skoðuð.
Sigga vissi auðvitað skil á henni
eins og öðru, þekkti t.d. íslenskar
jurtir mjög vel. Til að auðvelda
ferðalögin tók Sigga bílpróf þegar
hún var sextug að aldri. Sá er þessi
orð ritar átti stundum samleið með
þeim hjónum og voru það ánægju-
legar stundir. Mörgum þessara
ferða var heitið norður í Þingeyjar-
sýslu, þar sem ættingjar hennar
búa. Ferðirnar veittu Siggu
óblandna ánægju, svo mjög sem hún
unni íslenskri náttúru og lét sér
annt um verndun hennar. í æðsta
sessi meðal áhugamála hennar sat
þó tónlistin, enda er hún öðrum list-
greinum óhlutbundnari, eins og
ýmsir vita og oft hefur veirð bent
á af hálfu Smiðjugötufjölskyldunn-
ar. Málefni Tónlistarskólans á
ísafírði voru Siggu eðlilega alltaf
mjög ofarlega í huga. Bygging tón-
listarskólahúss í kaupstaðnum var
henni svo mikið hjartans mál, að
einungis hálfum mánuði fyrir dauða
sinn bauð hún stjóm tónlistarfélags-
ins á sinn fund til viðræðna um það
efni.
Sigga lét sér svo fátt mannlegt
óviðkomandi að jafnvel kom fyrir
að hún fylgdist með fótboltaleilqum,
ef þeir vöktu almenna athygli.
Óvenjuleg glaðværð og ástríki ríkti
ávallt í kringum hana og lífsfjörið
geislaði af henni. Oft virtist svo sem
hún þyrfti mjög lítið að sofa. Hún
hreif aðra með sér og fjöldi manns
leitaði löngum til hennar með vanda-
mál af ýmsum toga. Allir vinir barna
hennar urðu líka undir eins vinir
hennar. Niðurstaðan var sú, að hún
náði að umgangast og þekkja ótrú-
lega margt fólk. Gestrisnin á heimil-
inu var yfirleitt með fádæmum; þar
fóru fram áratugum saman um
helgar samæfingar tónlistarskólans,
sem orðið hafa landskunnar, auk
þess sem heimilið stóð flestum
stundum opið gestum og gangandi.
Þangað var ætíð með fádæmum
skemmtilegt að koma. Undirritaður
naut gestrisninnar þar margsinnis,
m.a. oft á gamlárskvöld og er þakk-
látur fyrir.
Sigga var að verðleikum sæmd
riddarakrossi Fálkaorðunnar árið
1979.
Hjónaband Ragnars og Siggu var
ástríkt og farsælt. Ragnar andaðist
í árslok 1987 nær níræður að aldri.
Fyrir rúmu ári kom í ljós að Sigga
var orðin veik af krabbameini. Síð-
ustu mánuðina lá hún heima og
andaðist þar.
Sigga og Ragnar eignuðust þijú
börn, sem öll hafa orðið handgengin
tónlistargyðjunni. Þau eru: Anna
Áslaug, f. 1946, píanóleikari í
Miinchen, maður hennar er Ludwig
Hoffmann; Sigríður, f. 1949, skóla-
stjóri Tónlistarskóla Isafjarðar,
maður hennar er Jónas Tómasson;
Hjálmar Helgi, f. 1952, tónskáld í
Reykjavík, kona hans er Ása Rich-
ardsdóttir.
Brottför Sigríður Jónsdóttur
Ragnar af sviðinu markar tímamót
í sögu lista og menníngar á ísafirði.
Undirritaður sendir bömum hennar,
bamabömum og öðram vanda-
mönnum innilegar samúðarkveðjur.
Björn Teitsson.
Lífið og undur þess hefur verið
mér ákaflega hugstætt síðasta ár.
í vitund mína er greypt minningin
um fæðingu dóttur minnar, sem óx
frá því að vera örsmátt korn í kviði
mínum til þess að verða fullkomið
stúlkubam.
Það er svo skrítið en samt svo
sjálfsagt að fæðingin og dauðinn
era eitt, spegilmyndir, aðeins tíminn
skilur á milli. Ljósið sem tendrast
og ljósið sem slökknar. Allt hluti
af sömu hringrás sem aldrei hófst
og aldrei lýkur.
Nýja lífið og það gamla. Bæði
flytja með sér frið sem ekki verður
fundinn annars staðar. Enda fór það
svo að það var dóttir mín sem fékk
björtustu bros ömmu sinnar síðustu
dagana sem hún lifði.
Tengdamóðir mín, Sigríður J.
Ragnar, var einstök kona. Hún var
sterk kona sem þó leyfði sér að
vera viðkvæm þegar hún þurfti. Það
sýndi best styrk hennar.
Hugsun hennar var alltaf fijó og
aldrei gömul. Hún var síung,
ánægður unglingur sem allt vildi
vita og beið með óþreyju eftir næsta
degi.
Hún var eins og óstýrilátur kálfur
á vorin, ærslafengin, duttlungafull
og ... full af lífsgleði.
Hún var falleg kona sem með
sannfæringarkrafti sínum og visku
hreif mann með sér og fékk mann
til að trúa að allt væri mögulegt.
Þannig vil ég muna hana.
Ása.
Farsæl og viðburðarík lífsganga
stórbrotinnar konu er á enda. Sigríð-
ur J. Ragnar var þeirrar gerðar að
hún mun seint gleymast þeim er
áttu því láni að fagna að kynnast
henni. Á það ekki síst við um nem-
endur hennar og samstarfsmenn.
Það ríkti aldrei nein lognmolla í
kringum Siggu. Hún hafði ákveðnar
skoðanir og talaði af eldmóði um
það sem var henni hugleikið. Auð-
velt var að hrífast með henni vegna
þess sannfæringarkrafts sem hún
bjó yfir og ekki síður vegna kímn-
innar sem aldrei var langt undan.
Henni var bjartsýni í blóð borin og
skoðanir hennar einkenndust jafnan
af óbilandi trú á land og þjóð.
Ást Siggu á íslenskri tungu og
menningu, var ekki eitthvað sem
hún flaggaði aðeins á hátíðum og
tyllidögum, heldur bar allt hennar
líf og starf henni glöggt vitni. Það
var sálarbætandi að ræða við Siggu
um íslenskt mál, bókmenntir og
menningu yfirleitt. Hún geislaði af
gleði og áhuga þegar þessi hugðar-
efni hennar vora til umræðu og orð
hennar og fas létu engan ósnortinn.
Það varð okkur samstarfsmönn-
um og nemendum Siggu í Grann-
skólanum á ísafírði mikið áfall þeg-
ar hún veiktist sl. vetur. Mikið fagn-
aðarefni varð það því þegar hún
mætti aftur til starfa í lok skólaárs-
ins. Batahorfur virtust nokkuð góð-
ar og þegar Sigga hélt upp á sjö-
tugsafmælið sitt lék hún á als oddi
eins og henni einni var lagið. Frá
henni stafaði lífsgleði og orku þann-
ig að ekki var hægt að ímynda sér
annað en hún hefði náð fullum bata.
Otrauð hóf hún kennslu sl. haust,
vildi bæta nemendum sínum upp
fjarverana veturinn áður því að allt-
af sátu hagsmunir þeirra í fyrirrúmi
hjá Siggu.
Sjúkdómurinn skæði hafði þó
aðeins legið í dvala skamma stund
og tók sig upp aftur á haustdögum.
Síðast þegar ég heimsótti Siggu,
í byijun febrúar, var ljóst að hveiju
stefndi. Hennar andlegi styrkur og
áhugi á lífinu og tilveranni hafði
þó hvergi hopað og ekki féll henni
eitt æðruorð af vörum.
Sigga var auðug kona. HÚn var
auðug að þeim verðmætum sem
góður kennari safnar í sjóð lífsins.
Manngæska hennar og umhyggja
fyrir nemendum og velferð þeirra,
trú á hæfileika þeirra og mann-
gildi, gáfu nemendum hennar það
veganesti út í lífið, sem enginn get-
ur frá þeim tekið. í staðinn öðlaðist
hún ást þeirra og virðingu.
Það er skarð fyrir skildi þar sem
Sigga var og þ_að skarð verður vand-
fyllt. Frábær kennari sem helgaði
ísfirskum börnum starfskrafta sína
í áratugi er horfinn af sjónarsviðinu.
Ég er forsjóninni þakklát fyrir
að hafa fengið að kynnast Siggu
og starfa með henni.
Dýpstu samúðarkveðjur sendi ég
íjölskyldu hennar og öllum þeim
fjölmörgu vinum hennar sem syrgja
hana nú.
Guð blessi minningu hennar.
Björg Baldursdóttir.
Hvernig getum við minnst Sigríð-
ar J. Ragnar, án þess að heiðra
minningu Ragnars um leið? Þau
verða ekki í sundur skilin í minningu
okkar sem tókum við þau ástfóstri.
Þau voru eitt. Sameiginlega vora
þau næstum fullkomin. Hún var
tuttugu og þremur áram yngri en
hann. Menn sem eiga ungar konur
geta ekki leyft sér að eldast, segir
Bryndís. Kannski það sé rétt hjá
henni. Allavega sannaðist það á
Ragnari. Hann var síungur.
Samband þeirra var fallegt -
næstum göfugt. Það var ekkert
smátt í fari þeirra. Engin ómerkileg
dægurmál náðu að trufla samhljóm-
inn. Milli þeirra ríkti þögult trúnað-
artraust. Við námum það í augnatil-
litinu milli þeirra. Þannig var sam-
vera þeirra eins og sígild tónlist -
hvergi falskur tónn.
Við vorum um þrítugt þegar náin
kynni tókust með okkur Sigríði og
Ragnari. Hún var þá að nálgast
fimmtugt, hann var rúmlega sjötug-
ur. Þau vora á þeim aldri þegar
venjulegt fólk fer að draga sig í hlé
- finnst farið að halla undan fæti.
En ekki þau. Þau vori í fullu fjöri.
Lífsþorstinn var óslökkvandi, starfs-
gleðin smitandi, vinnuþrekið óbil-
andi. Við fundum engan aldursmun
á okkur. Börn þeirra Siggu og Ragn-
ars, Anna Áslaug, Sigríður yngri
og Hjálmar Helgi, vora öll í tónlist-
amámi í útlöndum, þegar hér var
komið sögu. Þau komu og fóru, eins
og farfuglamir. Kannski var það
þess vegna sem Sigga og Ragnar
gengu okkur eiginlega í foreldra-
stað? Allavega eigum við engum
óvensluðum jafnmikla þakkarskuld
að gjalda.
Skóli Ragnars og Siggu - Tón-
listarskóli Isafjarðar - á ekki sinn
líka í íslenskri skólasögu. Skólinn
sá fannst ekki í símaskránni, því
hann átti sér hvergi hús eða götu-
númer. Eiginlega var hann eins
konar hugboð. Heimili Siggu og
Ragnars var allt í senn: Skóli, tón-
leikahús og hótel - fyrir listamenn.
Nemendurnir voru á öllum aldri,
frá fjögurra ára og fram yfir fer-
tugt. Kennslan var sniðin að þörfum
hvers einstaklings eins og í almenni-
legu konservatoríum. Þegar makr-
áðir menn tóku sér hvíld frá amstri
hversdagsins, til að njóta hvíldar-
daganna um helgar - þá var allt á
fullu í Tónlistarskólanum.
Þá voru samæfingar. Hver ein-
asti nemandi mætti og spilaði fyrir
meistarann. Ragnar og Sigga fylgd-
ust persónulega með iðni, ástundun
og framföram hvers einasta nem-
anda frá viku til viku. í þessum
skóla var komið fram við hvern.ein-
stakling eins og um fullveðja lista-
mann væri að ræða. Boðorðið var
hvergi skráð, en allir vissu samt af
því: Gerðu þitt besta - minna er
ekki nógu gott.
Hver var hlutur Siggu í þessu
sköpunarverki? Hann var sá, að án
hennar hefði þessi skóli ekki getað
verið til. Hún var hin ósýnilega hönd
að baki öllu. Hún skipulagði skóla-
starfið, úthugsaði einstaklings-