Morgunblaðið - 20.03.1993, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993
31
bundnar stundaskrár, laðaði að
kennara og hélt þeim ánægðum í
starfi. Hún færði bókhald og annað-
ist fjárreiður. Og kenndi fullan
vinnudag með. Þannig gekk þetta
fyrir sig og virtist ganga eins og
fyrirhafnarlaust. Skipulagið var svo
gott að það tók enginn eftir því.
Hver sá um að sæti væru til reiða
* fyrir á annað hundrað manns? Hver
sá um að kaffi með vöfflum og tjóma
væri á boðstólnum handa öllum?
Hver gætti þess að enginn gleymd-
ist og að allir nytu nauðsynlegrar
> athygli? Kannski tók enginn eftir
' því. Þetta hafði alltaf verið svona.
Og hver efndi svo til veislu um
kvöldið fyrir konsertmeistara að
sunnan eða kammersveit frá Cov-
entry, eins og hún væri nývöknuð
eftir síestuna, og var hrókur alls
fagnaðar fram á rauða nótt? Það
var konan sem við kveðjum í dag
og finnst við um leið vera að kveðja
veröld sem var og aldregi kemur til
baka. Það er þetta sem við meinum
þegar við segjum að Ragnar og Sig-
ríður væru eitt. Við vissum eiginlega
aldrei hvað var hvors og gátum aldr-
ei hugsað okkur annað án hins. Er
þetta ekki hin ófullgerða sinfónía
mannlífsins, eins og hún getur risið
| hæst?
Samt voru þau gjörólíkar mann-
eskjur að upplagi, þótt bæði væru
þau Þingeyingar og því framandi í
þessu vestfirska umhverfi. Hann var
eldhugi, örgeðja ákafamaður, ham-
I hleypa, hispurslaus í framgöngu og
skoðunum. Hún var rólynd, glað-
vær, íhugul, sístarfandi, praktísk
og útsjónarsöm. Kannski þurfti hún
að vera svona af því að hann var
allt öðru vísi?
Ef til vill er óhætt að segja að
Ragnar hafi verið meiri íhaldsmaður
í hugsun en hún, en samt róttækari
að eðlisfari. Byltingarsinnaður
íhaldsmaður? En madam var meira
í anda hinnar þingeysku félags-
hyggju, að lengi mætti laga það sem
aflaga færi. Svona skynsemistrúað-
ur umbótasinni? Við hrifumst af
byltingarmanninum en vorum samt
einlægt eitthvað að bardúsa með
umbótasinnanum. En þetta tvennt
} og margt fleira órætt og þversagna-
kennt gekk upp og sameinaðist í
þeim.
Við kveðjum Sigríði J. Ragnar
með djúpri virðingu og þökk fyrir
allt það ómetanlega sem hún gaf
} okkur af örlæti sínu. Á kveðjustund-
inni leitar hugurinn til Önnu Áslaug-
ar, Sigríðar yngri og Hjálmars
Helga. Þau eru hóipin að hafa átt
þvílíkan föður og móður.
Bryndís og Jón Baldvin.
Með örfáum orðum langar mig
til að minnast Sigríðar Jónsdóttur
Ragnar, sem í dag verður til mold-
ar borin á ísafirði. Ekki mun ég
rekja ætt hennar eða ævi, því að
til þess skortir mig kunnugleika og
eflaust verða aðrir til þess.
Það var aðeins fyrir rúmum
tveimur árum, sem við hjónin
kynntumst Sigríði fyrst þegar
» Hjálmar sonur hennar og dóttir
okkar Sigríður Ása giftust. Auðvit-
að vissi ég af henni fyrr, en þau
hjón Ragnar H. Ragnar komu til
Isafjarðar meðan ég átti þar enn
heima og ég hafði spurnir af miklu
| starfi þeirra í þágu tónlistarlífs á
ísafirði.
Ég hálfkveið fyrir þegar ég skyldi
hitta hana persónulega í fyrsta sinn,
því að ekki var nú tónlistarþekking-
unni fyrir að fara hjá mér og eflaust
væri það aðaláhugamál hennar. En
sá kvíði hvarf fljótt og hljóðalaust,
því að sjaldan hefi ég kynnst konu,
sem mér leið betur í návist við.
Sigríður var glöð, björt og hlý í
öllu viðmóti, a.m.k. var það svo
ávallt þegar ég hitti hana. Hún var
lifandi af áhuga á flestu sem á
góma bar í samræðum þó að tónlist-
in skipaði þar stærstan sess sem
eðlilegt var. Hún hafði mikinn
I áhuga á þjóðmálum og það var
* mjög gaman að ræða þau við hana,
þó að ekki færu skoðanir okkar
alltaf saman. Hún var mjög vel fróð
á fjöldamörgum sviðum, rökstuddi
mál sitt vel og það var unun að
skiptast á skoðunum við hana, en
mér fannst hún fyrst og fremst
vera mikill íslendingur.
Fyrir rúmu ári greindist sá sjúk-
dómur hjá henni, sem nú hefur
borið hana ofurliði. Það var þung
og erfið barátta, sem hún háði þetta
síðasta ár, en engum sem ekki vissi,
hefði dottið það í hug ef hann hefði
séð hana t.d. á sjötugsafmæli henn-
ar í júlí sl. Það var glöð, kát og
þrekmikil kona sem þar fór.
En enginn má sköpum renna og
nú hefur Sigríður gengið sín hinstu
spor hérna megin, en nú gengur
hún aftur léttstíg hinum megin
grafar. Ég mun ávallt minnast
hennar fyrst og fremst með virð-
ingu.
Við Nína sendum dætrum hennar
og vini okkar Hjálmari syni hennar
og öllu þeirra fólki okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Sigríðar J.
Ragnar.
Richard Björgvinsson.
í dag kveðjum við góðan vin og
samstarfsmann við Grunnskólann á
'ísafírði. Sigríður Jónsdóttir Ragnar
starfaði við Barnaskólann á ísafírði
frá 1957, en hann heitir nú Grunn-
skólinn á ísafirði. Kennslan var
hennar aðalstarf, en auk þess stofn-
aði hún ásamt manni sínum, Ragn-
ari H. Ragnar, Tónlistarskólann á
ísafirði og starfaði þar óslitið til
dauðadags. Samhliða kennslunni á
ísafirði í báðum skólunum fór mik-
ill tími í félags- og menningarmál.
Á kennarastofunni þekktu allir
þessa Siggu:
Hún var fyrst til þess að bjóða
nýliða velkomna og bjóða þeim öll
sín verkefni til afnota.
Hún lét sér fátt óviðkomandi og
hafði skoðun á öllum málum og
kynnti sér þau af miklum áhuga
og ákafa þannig að alltaf var ein-
hver sem hreifst með.
Eitt er það sem kennarar og
nemendur geta þakkað Siggu, það
er málið sem hún talaði. Hún var
„með böggum hildar" „í herrans
nafni og fjörutíu", kunni að „gera
því skóna“ og „skella skollaeyrum"
„allar götur síðan". Svo læra menn
málið sem fyrir þeim er haft og
ákaflega var það dýrmætt fyrir
okkur unga fólkið að hafa daglega
með okkur konu sem ýtti við okkur
og heflaði málfar okkar.
Þeir eru ófáir kennararnir sem
hafa fengið þau forréttindi að mega
skoppa ti hennar í Smiðjugötuna
til þess að semja með henni ís-
lenskupróf við borðstofuborðið
góða. Á meðan íslenskuprófið var
framreitt við borðið lagði hún ýmsu
lið í gegnum símann, t.d. Kvenna-
lista, menningarmálum, náttúru-
vernd eða húsmóður sem var að
strauja skyrtuermar.
Stöðugur var áhugi hennar á
högum fólks, s.s. heilsufari, köku-
bakstri, barnagæslu og öllu þessu
smálega sem gerist í daglegu lífi.
Annað sem er afar mikilvægt
fyrir okkur er það hversu vel hún
þekkti allar hefðir skólans og mundi
vel allt hið liðna, t.d. hvaða búning-
ar voru notaðir í hvaða leikriti á
árshátíð, hvernig sviðsmyndin var
og hvaða lög voru sungin. Þegar
árshátíð var undirbúin opnuðust
allir skápar í Smiðjugötunni upp á
gátt og út kom auk margs annars
lúðrasveitaijakkinn af Hjálmari,
taftkjólarnir af Önnu Áslaugu eða
voru það evergleis-kjólarnir af
Siggu yngri?
Alls staðar þar sem hún var í
góðra vina hópi var sungið, söngur
í skólanum, söngur á tónleikum, í
skólaferðalögum eða á haustþing-
um kennara (á Flóka-Núpi) allt til
morguns og voru þó eftir sálmarnir
og væmnu lögin.
Sigga í skólanum var þó fyrst
og síðast kennarinn Sigga og lang-
ar okkur nú sem nánir samstarfs-
menn að segja örlítið frá því hvern-
ig við kynntumst henni af frásögum
nemanda.
í skólanum tóku krakkarnir ekki
eftir því að Sigga væri neitt eldri
en hinir kennararnir, en þeir tóku
eftir því að hún vissi meira. Þeir
voru sannfærðir um að hún hefði
verið uppi á Sturlungaöld og hefði
jafnvel þekkt Miklabæjar-Sólveigu
og riðið út með djáknanum á Myrká.
Hún þekkti meira að segja karlana
sem sömdu íslendingasögurnar!
Nemendur hennar sóttu ekki aðeins
þekkingu sína til Siggu í skólanum,
heldur áttu beir sitt. pláss við borð-
stofuborðið góða þar sem þeir fengu
eitthvað gott í munninn um leið og
glímt var við námsefnið sem reynst
hafði erfitt í skólanum.
Síðastliðna mánuði höfum við
fylgst með erfiðum veikindum
Siggu sem nú hafa tekið enda. Við
sem þekktum Siggu og störfuðum
með henni erum þakklát fyrir að
hafa fengið að vera samferða konu
sem skilur svo mikinn fjársjóð eftir
handa okkur.
Vinir og samstarfsfólk við
Grunnskólann á ísafirði.
Við vorum svo lánsöm að hafa
Sigríði J. Ragnar sem kennara í
5. og 6. bekk. Hún hafði sérstaka
hæfileika til að segja sögur og hún
notaði þá hæfileika mikið við
kennslu. Það var eins og hún hefði
komið á alla.þá staði sem hún sagði
frá. Hún sagði okkur frá bernsku
sinni í Mývatnssveit og hún hafði
miklar taugar til átthaganna. Hún
sagði draugasögur frá heimaslóðum
sínum, sem voru mjög ógnvekjandi
og flestar sannar, slíkar sögur eru
vandfundnar þótt leitað sé með log-
andi ljósi um veröld alla.
Hún var alltaf skapgóð og létt í
lund sama hvað á dundi og horfði
alltaf á björtu hliðarnar. Hún hugs-
aði alltaf svo hlýtt til okkar. Eitt
sinn vaknaði hún árla morguns og
bakaði vöfflur til þess að bjóða
okkur í morgunkaffi. Á meðan við
borðuðum las hún fyrir okkur Grett-
issögu og sagði okkur draugasögur.
Hún ferðaðist mikið og miðlaði okk-
ur af þekkingu sinni. Umhverfismál
voru ávallt ofarlega á baugi í henn-
ar frásögnum. Henni þótti gaman
að syngja og lagði mikla áherslu á
að við lærðum ljóð og að við mynd-
um geta sungið þau og haft gaman
af þeim. Nokkur af uppáhaldslög-
unum hennar voru, Malakoff, Litlir
kassar, Að lífíð sé skjálfandi lítið
gras, Suðurnesjamenn og mörg
önnur gömul íslensk lög. Siggu
þótti gaman að kenna íslandssögu
og við lifðum okkur alltaf inn í frá-
sögnina. Hún kenndi mörgum kyn-
slóðum barna á ísafirði, en við vor-
um síðasti bekkurinn sem hún
kenndi.
Þó að Sigga hafi aðeins kennt
okkur í tæp tvö ár er hún sá kenn-
ari sem mest áhrif hefur haft á
okkur, við munum ávallt minnast
hennar sem yndislegs kennara.
Blessuð sé minning hennar.
Bekkurinn 7.-S.
Er faðmurinn fjalla blárra, sem
umlykur ísafjörð, traustvekjandi?
Eru svartir tindarnir sem ýmist
skaga upp úr fönnum eða marka
ramma um græna spildu með lit-
fögrum smáblómum stórbrotnir?
Er speglunin í Pollinum á kyrrum
sumarmorgni fögur? Er lítill lækur
sem hjalar við mosató undir Nón-
horninu fulltrúi orkunnar sem lýsir
og yljar í húsum mannanna? Er
blámi himinsins fordyrið að hásæti
Guðs? Sumum finnst það og þakka
Guði fyrir stórbrotleik og fegurð
náttúrunnar. Nálægðin við undur
veraldarinnar gefur lífinu óendan-
legt gildi fyrir sumt fólk. Öðrum
er alveg sama. Hvaða máli skiptir
þetta allt? Ekki borða menn fjalls-
tindana, eða drekka sjóinn úr Pollin-
um. En náttúrunni er alveg sama
hvað við hugsum, hún er þama
áfram, brosir við þeim sem við henni
brosa, en er afskiptalaus af hinum.
í heimi menningarinnar er þessu
öðruvísi farið. Þar er ekkert án
mannsins og hugsunar hans. Þar
koma og fara fjöll og dalir, þar
sökkva lendur og tindar rísa í ólgu
mannlífsins þannig að sumir heyra
og sjá, en aðrir vita ekki af. Með
komu hjónanna Sigríðar og Ragn-
ars H. Ragnar til ísafjarðar fyrir
hartnær hálfri öld urðu kaflaskil í
mennmgarsögu bæjarins, sem allir
sáu sem fylgdust með þeim málum.
Ragnar varð hinn lýsandi viti
mennsku og mannkosta sem náði
fram slíkum árangri hjá ungu fólki
á tónlistarsviðinu, að undrum sætti
og hafa aldrei komið jafn margir
nemendur utan af landi til fram-
haldsnáms í tónlist í Reykjavík og
frá ísafirði á skólastjóraárum hans.
En nemendum Ragnars frá þessum
tíma ber flestum ef ekki öllum sam-
an um að náminu hafi síður en svo
lokið við hlióðfærið. Heimilið í
Smiðjugötu 5 var menningar- og
tónlistarhöll þar sem Sigríður sá
um tónfræðinámið og almenna
fræðslu um hina betri eðliskosti
mannsandans. Þessi höll þekkingar
og visku var álíka traust og fjöllin
sem umlykja bæinn svo að þeir sem
komu inn úr kuldanum fundu sig í
unaðsreit endalausrar uppsprettu
mannúðar og skilnings á því sem
auðgar mannsandann.
Samæfingarnar á sunnudögum,
þar sem Ragnar gagnrýndi á sinn
jákvæða hátt árangur nemendanna,
enduðu í glæsilegri veislu, þar sem
borð svignuðu undan tertum og
öðrum kræsingum sem Sigríður
hafði bakað.
Sigríður Jónsdóttir Ragnar var
ótrúlega atorkusöm kona. Kraftur-
inn og útgeislunin voru með ein-
dæmum. Viku fýrir andlát hennar
hafði ég samband við hana í síma
vegna boðunar stjórnarfundar í
Tónlistarfélagi ísafjarðar þar sem
hún átti sæti. Ég vildi ræða við
hana um málefni sem okkur báðum
eru afar kær og höfum reynt að
koma áleiðis þrátt fyrir ýmist and-
streymi skilningslítilla manna. Hún
vildi þá endilega fá að sitja stjórnar-
fundinn, en sagðist ekki komast að
heiman og bað um að við kæmum
heim í Smiðjugötuna ti Ifundarins.
Þar beið hún okkar svo í stofunni
þar sem Ásgerður systir hennar
hafði hlúð að henni í sófa. Kaffi-
borð var dekkað og við skáluðum
í sherrýi. Dagskrá fundarins var
rædd, en auk þess að taka þátt í
allri þeirri umræðu, bar hún upp
mál sem um árabil hafði legið
óhreyft, en mikilvægt að tekist yrði
á við. Ekkert okkar skynjaði að
þarna færi fársjúk kona, sem kom-
in var langt yfir þann tíma sem
læknisfræðin hafði gefið vonir um.
Hún talaði um framtíðina á sama
hátt og við hin sem höldum að við
eigum hana eftir og verkefni næstu
ára voru rædd eins og hún vildi að
unnið yrði. Sigríður var alla tíð ung
og frísk. Hún giftist rúmlega tvítug
nær fimmtugum manni. í stað þess
að eldast til manns síns yngdist
Ragnar til hennar, en bæði þroskuð-
ust og efldust vegna gagnkvæmra
mannkosta. Ekkert sem bætti og
göfgaði var henni óviðkomandi.
Hún var einn af frumkvöðlum stofn-
unar vestfirskra náttúruverndar-
samtaka og sat um árabil í menn-
ingarráði ísafjarðar. Á báðum þess-
um stöðum lét hún mjög til sín taka.
Hún tók þátt í kórastarfi og vann
ötullega að því að fá til bæjarins
þekkta tónlistarmenn bæði til starfa
og tónleikahalds.
Okkur í Tónlistarfélagi ísafjarðar
er söknuður í huga. Við höfum
misst þann sem leiðina hefur varðað
í tónlistarmálum okkar, fyrst með
Ragnari, en að honum látnum með
fulltingi Sigríðar dóttur sinnar og
Jónasar tengdasonar. Við getum
aðeins þakkað Guði fyrir að hafa
fengið að njóta návistar þessara
gagnmerku hjóna vitandi það að
ef við viljum að hér blómstri áfram
menning og þó sérstaklega blóm-
legt tónlistarlíf þá verðum við að
halda merkinu á loft sjálf.
Við sem trúum því að þau sitji
nú við fótskör Guðs föður almáttugs
og horfi niður til okkar vitum að
þau sjá Kubbann, Eyrarfjallið, Ern-
irinn og Pollinn brosa við þeim eins
og þau hafa alltaf gert. En jafn-
framt sjá þau tærða járnfleina
skaga upp úr grunnplötu óbyggðs
húss, sem gráta ryðguðum tárum
biðjandi um að mega hverfa í
trausta steinsteypu hússjns sem
fóstra á tónmenntina á Isafirði í
framtíðinni.
Því rétt eins og Ragnar sagði að
skóli væri ekki hús, heldur fólk, þá
þarf fólkið hús til að nema og kenna
í á okkar ískalda landi. Við í Tónlist-
arfélagi ísafjarðar kveðjum Sigríði
með virðingu og þökk og sendum
ástvinum hennar innilegar samúð-
arkveðjur.
Ulfar Ágústsson.
Árin líða og setja bresti í lífsmúr-
inn. Menn hverfa yfir hann og
maður situr eftir og virðir fyrir sér
sprunguna, en brátt fyllist hún af
elskulegum minningum um fólkið
sem fór.
Sigríður Jónsdóttir frá Gautlönd-
um, ekkja Ragnars H. Ragnar, fór
án þess að kveðja mig.
Eg hélt alltaf að hún yrði eilíf.
Hún hefur komist næst því að
verða mér sem móðir, þegar ég
ungur tónlistamemi gerðist fýrsti
nemandi Ragnars í Tónlistarskólan-
um á ísafirði. Síðan urðu þau bæði
vinir mínir. Ég naut visku þeirra,
lífsreynslu og gæða, deildi með
þeim gleði og alvöru, þau mótuðu
mig mjög þann tíma sem ég var á
þeirra vegum vestur á ísafirði.
Vináttan sem skaut þar rótum
dugði til leiðarloka þeirra beggja.
Þau létu mér eftir listina að hlusta
á tónlist, kenndu mér að láta himn-
ana syngja í bijósti, beygja höfuð
mitt í lotningu fyrir listagyðjunni,
þroskuðu með mér vinnusemi og
sjálfsrýni, ræktuðu með mér kær-
leikann fýrir reisn mannssálarinnar.
Ég er nú dæmdur til að vera
ijarri, þegar Sigríður verður flutt
síðasta spölinn, til fundar við elsk-
una sína, og saman munu þau efla
himnagleði söngs og elsku.
Mikið öfunda ég englakórinn, að
fá nú að njóta þeirra beggja, Ragn-
ars, míns meistara, og Sigríðar,
stúlkunnar sem hann bað símleiðis
og guðimir blessuðu samband
þeirra alla tíð.
Minning mín um þau gerir mig
ríkastan mann á landinu um leið
og við Sigrún stijúkum hugfingrum
um vanga barna þeirra.
Jónas Jónasson.
SJÁ NÆSTU SÍÐU
pH 4,5 húðsápan er framleidd
úr völdum ofnæmisprófuðum
efnum og hentar jafnt
viðkvæmri húð ungabarna
sem þinni húð. Hugsaðu vel
um húðina og notaðu
pH 4,5 sápuna
alltaf þegar þú þværð þér.
pH 4>5 húðsápan vinnur gcgn
of háu sýrustigi húðarinnar.