Morgunblaðið - 20.03.1993, Side 34

Morgunblaðið - 20.03.1993, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993 ÞORRABLÓT Merkar niðurstöður um málvísindi Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. Islendingar í Boston og nágrenni efndu fyrir skömmu til fyrsta þorrablótsins, sem haldið hefur verið hér í fímmtán ár. 95 manns blótuðu þorra, sporðrenndu súr- meti og stigu dans fram á nótt. Fagnaður þessi var haldinn að frumkvæði tveggja vaskra náms- manna, Sveins Valfells, eðlisfræði- nema við Boston University, og Steingríms Kárasonar, sem nemur aðgerðagreiningu við Massachu- setts Institute of Technology. Lengi vel hafa nokkrir Islend- ingar hér gengið með þá hugmynd í kollmum að stofna með sér fé- lag. Á þorrablótinu var ákveðið að stofna íslendingafélag og er Jægar kominn vísir að þjóðbún- inga- og þjóðlaganefndum. Norðlendingar ekki eftirbátar Sunnlendinga Merkust tíðindi þóttu þó erindi Höskuldar Þráinssonar, sem um þessar mundir leiðir nemendur við Harvard-háskóla um refílstigu málvísindanna. Með niðurstöðum úr rannsóknarverkefni, sem hann hefur unnið að ásamt Kristjáni Eiríkssyni, lektor í Björgvin, færði hann málvísindaleg rök að því að á Norðurlandi hefði síst verið minna ritað á söguöld en sunnan- lands. Sunnlendingar ættu varð- veislu síns pírumpárs því einu að þakka að nautgripir væru hent- ugri til handritagerðar en sá bú- fénaður, sem hafður var fyrir norðan. Kvað Höskuldur Þingeyinga til að mynda hafa ritað mikið á kind- ur. Er lesa átti af þeim þurfti pijóna til að greiða frá ullina svo greina mætti letrið. Væri síðan talað um prjónles. Á sum dýr hefðu verið letraðar verri bókmenntir en önnur og mætti til þess rekja orðin hundleið- inlegur og hrútleiðinlegur. Kynd- ugastan sagði hann þó hafa verið þann sið að rita á gæsir. Hefðu þeir, sem gátu í sjónhendingu greint texta af gæsum á flugi, verið sagðir fluglæsir. Góður rómur var gerður að því uppátæki að halda þorrablót og var hamrað á því í viðtölum að halda bæri uppteknum hætti á ári komanda. Ásdís Arnardóttir sellóleikari lét sig ekki muna um að klæðast upphlut á þorrablótinu. Undir elgnum standa auk Ásdísar Haf- þór Yngvason, listráðunautur borgaryfirvalda í Cambridge, og Sarah Brownsberger, kona hans. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Matthildur Þórarinsdóttir fegurðardrottning Austurlands. FEGURÐ Noröfirðingiir kjör- in fegnrðst eystra Matthildur Þórarinsdóttir frá Neskaupstað hefur verið kjörin fegursta stúlka Austur- lands. Alls tóku sex stúlkur þátt í keppninni um titilinn fegurðar- drottning Austurlands sem fram fór á Hótel Egilsbúð. Matthildur var einnig kosin besta ljósmyndafyrirsætan. Þá kusu stúlkurnar Rannveigu Þór- hallsdóttir frá Egilsstöðum vin- sælustu stúlkuna úr sínum hópi. Matthildur er 18 ára gömul og stundar nám við Verkmennta- skóla Austurlands. Foreldrar hennar eru Sigríður Gunnars- dóttir og Þórarinn Ölversson. SKEMMTUN Dúndrandi kántrýhátíð Það var mikið fjör og sérstök stemmning ríkti í Ármúla 17a síðastliðinn miðvikudag, en þá var haldin kántrýhátíð á vegum SÁÁ-samtakanna. Þekktir skemmtikraftar komu fram eins og KK-bandið, Anna Vilhjálms, Hallbjörn Hjartarson og fleiri. Auk þess var sérstakt kántrýband sett saman í tilefni kvöldsins. Einnig sýndi danshópur úr Fótmenntafélagi SÁA ýmsa dansa, meðal annars bandarískan hringdans. Kántrýkóngurinn Hallbjörn Morgunbiaðið/Ami sæberg Hjartarson lét sig að sjálfsögðu Það var klappað taktfast á hátíðinni, en bæði ungir og aldnir skemmtu ekki vanta. sér vel. Morgunblaðið/Stefanía Þorgeirsdóttir Islendingar I Boston hlaða hrútspungum, lundaböggum, bringukoll- um og öðru góðgæti á diska sína. Aftast á myndinni gnæfir Stein- grímur Kárason, annar forsprakka blótsins, yfir hópinn, en annar frá hægri stendur Höskuldur Þráinsson málvísindamaður á milli konu sinnar, Sigríðar Magnúsdóttur talmeinafræðings, og Sigurðar Helgasonar, stærðfræðiprófessors við MIT. Þorleifur Gunnlaugsson (t.v.), Atli Ágústsson, Helgi Haraldsson og Ragnar Guðmundsson í stuði. (C.PIB tinmtii COSPER COSPER Við þurfum að halda uppá þetta. Ertu í fríi í kvöld?!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.