Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993
41
LOK'STN'Bi7
LOK-SINS-f PTNÖ-
METNN SEiM SKIL3R
HVRF? SKÓÍ?INKI
KREPPIR
Borgaraleg ferming
Frá Hope Knútsson:
í SUNNUDAGSBLAÐI Morgun-
blaðsins 14. mars var ágætis auka-
blað um fermingu. í blaðinu var
m.a. sagt frá ýmsum nýjungum í
fermingarmálum hjá Fríkirkjunni.
En upplýsingar um borgaralega
fermingu vantaði algjörlega þrátt
fýrir að sá kostur hefur verið til í
fimm ár. Um 15-16 unglingar hafa
fermst borgaralega á hverju ári síðan
1989 og í vor hafa 27 valið þessa
leið. Tilgangur borgaralegrar ferm-
ingar er að efla heilbrigð og farsæl
viðhorf unglinga til lífsins og að
kenna þeim að bera virðingu fyrir
manninum, menningu hans og um-
hverfi. Mörg ungmenni á ferming-
araldri eru ekki reiðubúin til að vinna
trúarheit, sum eru ekki kristin og
önnur eru ekki trúuð eða trúa á guð
á sinn eigin hátt. Fyrir þau ung-
menni er borgaraleg ferming góður
kostur. Félagið Siðmennt stendur
fyrir 13 vikna námskeiði sem fjallar
um eftirfarandi efni: Siðfræði, mann-
leg samskipti, efahyggju, mannrétt-
indi og rétt unglinga í þjóðfélaginu,
kynfræðslu, forvamir um vímuefni,
missir og sorg, jafnrétti, umhverfís-
mál, friðarfræðslu, og mismunandi
lífsskoðanir. Námskeiði lýkur með
hátíðlegri athöfn sem yfír 900 manns
á íslandi hafa þegar sótt. Fermingar-
bömin og foreldrar þeirra taka virk-
an þátt í athöfninni.
Það er álit okkar í Siðmennt að
ferming skuli ekki bundin við tiltekið
aldursskeið. Ekki em öll böm á 14.
aldursári nógu vel undir það búin
að vinna trúarheit fyrir lífstíð. Ungl-
ingar sem hafa fermst borgaralega
hafa verið 15, 16 og jafnvel 17 ára.
Borgaraleg ferming snýst ekki um
trú eða trúarbrögð og er ekkert tek-
ið fyrir á námskeiðinu eða við athöfn-
ina sem er andstætt boðskap kirkj-
unnar.
í lýðræðisþjóðfélögum hefur fólk
frelsi til að hafa mismunandi skoð-
anir á lífí og trú eins og mörgu öðru.
Með valfrelsi gefst unglingunum
kostur á því að íhuga það sem þeir
vilja og telja að hæfí þeim best. Mikil-
vægt er að fólk viti að til em fleiri
kostir og borgaraleg ferming er ein-
mitt einn slíkur í vali um fermingu.
HOPE KNÚTSSON,
stjórnarmeðlimur í Siðmennt.
LEIÐRÉTTIN G AR
Skína mér enn á
fjörubakka
heima
í minningargrein Þorsteins Ól-
afssonar um Ingólf Jónsson frá
Prestbakka í Morgunblaðinu í gær
var tvítekið rímorð í hendingu úr
kvæði eftir Ingólf. Rétt er hending-
in svona:
Skip minnar æsku skorðuð milli steina
skína mér enn á íjörubakka heima.
Hlutaðeigendur eru vinsamlegast
beðnir að afsaka mistökin.
Arslaun
Vegna fréttar af aðalfundi Flug-
leiða í Morgunblaðinu á föstudag
skal áréttað, að þau laun sem aðal-
fundurinn samþykkti til stjórnar-
manna eru árslaun.
Meira tap á ÍS AL
í frétt um verðlækkun á áli í
Morgunblaðinu í gær, var tap ÍSAL
á síðasta ári sagt 645 milljónir
króna en rétt tala er 904 milljónir
króna.
Röng ákæra
í frétt í Morgunblaðinu á bls. 18
í gær segir að William Kenndy
Smith hafi árið 1991 verið ákærður
fyrir morð. Hið rétta er að hann
var sýknaður af nauðgunarákæru
það sama ár.
YELYAKANDI
GÆLUDYR
Tapaður köttur
TÆPLEGA tveggja ára
ómerktur högni hvarf frá húsi í
hrauninu við Álftanesveg laug-
ardaginn 13. mars. Hann er
svartur með hvítan þríhyrning á
snoppu, hvítur á bijósti og fram-
fótum og með hvítar „hosur“ á
afturfótum. Gæti hafa farið á
flakk í Norðurbæ Hafnarfjarðar.
Upplýsingar um afdrif hans eru
þakksamlega þegnar í síma
50729. Fundarlaun.
Kettlinga vantar heimili
TVEIR sex vikna kettlingar
af blönduðu kyni (loðnir) óska
eftir góðu heimili. Kassavanir.
Upplýsingar í síma 27949.
Köttur í óskilum
ÞRIGGJA til fimm mánaða
gulbröndóttur fressköttur er í
óskilum í Efra-Breiðholti. Upp-
lýsingar í síma 75160 og 72261.
Læða fæst gefins
GULLFALLEG eins árs göm-
ul læða, svört og hvít, mjög kel-
in fæst gefíns á gott heimili.
Upplýsingar í síma 657233.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Týndir körfuboltaskór
Glænýir Nike íþróttaskór i
Nike-plastoka gleymdumst í
strætisvagnaskýlinu við Haga-
skóla sl. miðvikudagskvöld um
kl. 20. Finnandi vinsamlega
hringi í síma 679228. Fundar-
laun.
FÓTAÞREYTA
ÚRSÖGUNNI
MIG langar til að senda Vel-
vakanda smá sögu af mér. Svo-
leiðis er að ég hef alltaf verið
slæm í fótum var fljótt þreytt
alveg upp að hnjám. Þetta gerði
mig ómögulega til allra verka
þótt ég reyndi að harka af mér
eins og ég gat. Jæja, ég á tvo
unga drengi sem báðir þurftu
innlegg í skó vegna fótakvilla.
Þeir stíga ekki rétt í fótinn og
þurfa innlegg.
Ég fór með þá í Össur uppi á
Hverfisgötu þar sem þeir fengu
innlegg. Ég fór að tala um mín
fótavandræði við manninn þar
og-hann setti inn í inniskó inn-
legg fyrir mig líka eins og inn-
legg strákanna var. Og nú brá
svo við að ég er öll önnur, óþreytt
í fótum allan daginn, það er al-
veg dásamlegt. Skyldu ekki fleiri
geta fengið bót þarna á fóta-
þreytu. Það held ég nefnilega.
Þess vegna skrifa ég Velvak-
anda. Og nú ætla ég að týna
saman alla mína óslitnu inniskó
og láta setja inn í þá. Og úti er
ég alltaf í Ecco-skóm. Ef fæturn-
ir eru ekki í lagi er allur líkam-
inn úr lagi.
Auðvitað sendi ég manninum
í Össuri besta þakklæti og vona
að fleiri fari til hans sem eru
þreyttir í fótunum. Það getur
greinilega munað öllu að setja
innlegg í skóna sína.
Ein fyrir austan fjall.
Innilegt þakklceti til allra sem glöddu mig á
80 ára afmœli mínu meÖ gjöfum, kveðjum og
margvíslegum vináttuvotti.
Jóhannes Stefánsson.
AÐALSAFN AÐARFU N DU R
GARÐASÓKNAR
verður haldinn sunnudaginn 21. mars 1993
kl. 1530 í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.
Guðsþjónusta verður í Garðakirkju kl. 1400
Biskup íslands hr. Ólafur Skúlason predikar.
SOKNARNEFD
ÍSLENSKUR
HEIMILISIÐNAÐUR
HAFNARSTRÆTI 3 - StMI 11785
Nokkrir íslenskir handverksmenn sýna í
versluninni Hafnarstræti 3, dagana
20. mars - 29. mars.
Þetta er hluti sýningar sem var á
nýafstöðnu Búnaðarþingi.
HEIMIUSIDNAÐARFÉLAG ÍSLANDS
Fióilegir fyrirlestrar um rannsóknir Hó-
skólamanna í ognu hósi í Hóskðla íslands
á morgun, sunnudaginn 21. mars 1993.
f tilefni opins húss hjá Háskóla (slands á morgun, sunnudaginn
21. mars, verða fluttirfyrirlestrarífjórum byggingum Háskólans.
Fyrirlestrar í Odda um rannsóknir háskólamanna:
Fluttir verða 13 fyrirlestrar um rannsóknaverkefni sem hlotið hafa
styrki úr Rannsóknasjóði Háskólans. Dagskráin veröur sem hér segir:
Kl. 14.00 Páll Skúlason, prófessor í heimspeki:
Um heimsmyndina.
Kl. 14.15 Pétur Pétursson, dósent í guðfræði:
Nýtrúarhreyfingar og nýöld ó íslandi.
Kl. 14.30 Sigurður Steinþórsson, prófessor í jarðfræði:
Eldfjallafræði.
Kl. 14.45 Logi Jónsson, dósent í líffræði:
Streita í laxfiskum í eldi.
Kl. 15.00 Jón Daníelsson, lektor í hagfræði:
Hlutabréf og upplýsingar.
Kl. 15.15 Guðrún Pétursdóttir, dósent í hjúkrunarfræði:
Hvernig rata taugar?
Kl. 15.30 Jóhann Axelsson, prófessor í læknisfræði:
Hversu algengir eru áhaettuþættir hjarta- og æðasjúkdóma
meðal Islendinga og V-íslendinga?
Kl. 15.45 Vésteinn Ólason, prófessor í bókmenntum:
Ný útgáfa Eddukvæða.
Kl. 16.00 Einar Stefánsson, prófessor i læknisfræði.
Augnsjúkdómar meðal sykursjúkra.
Kl. 16.15 Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögfræði:
Vandi smáþjóða i evrópsku samstarfi.
Kl. 16.30 Kristín Ingólfsdóttir, dósent í lyfjafræði lyfsala:
Eru líffræðilega virk efni í fjallagrösum og öðrum fléttum?
Kl. 16.45 Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði:
Eignaréttur i fiskveiðum.
Kl. 17.00 Sæmundur E. Þorsteinsson, verkfræðingur hjá Verkfræði-
stofnun:
Notkun staðsetningarkerfisins GPS á íslandi.
Fyrirlestur Siðfræðistofnunar í Lögbergi, stofu 101.
Fyrirlesari er Dr. Nigel Dower frá Háskólanum í Aberdeen.
Fyrirlesturinn ber yfirskriftina: „The idea of an environment."
Fyrirlesturinn hefst kl. 14.00 og verða umræður að honum loknum.
Áætlaö er að þeim Ijúki kl. 16.30.
Fyrirlestrar í VR-II á sviði raunvísinda, stofu 158.
Dagskráin verður sem hér segir:
Kl. 14.00 Ágústa Guðmundsdóttir, matvælafræðingur:
Náttúruleg rotvarnarefni úr fiskbakteríum
Kl. 14.15 Þórður Jónsson, eðlisfræðingur:
Afstæðiskenningin og endanleiki hraðans
Kl. 14.40 Hermann Þórisson, líkindafræðingur:
Nokkur orð um tilviijunina, eða: hvað er líkt með spila-
kassa og kjarnorkusprengju?
Fyrirlestrar íTæknigarði um sjávarútvegsmál, stofu 1.
Fluttir verða fjórir fyrirlestrar um efni sem tengjast sjávarútvegi. Dag-
skráin verður sem hér segir:
kl. 14.00 Dr. Snjólfur Ólafsson, Sjávarútvegsstofnun og Viðskipta- og
hagfræðideild.
Hermilíkan fyrir stjórn fiskveiða.
kl. 14.15 Ágúst H. Ingþórsson, Sammennt, samstarfsnefnd atvinnulifs
og skóla.
Gæðastjórnun i evrópskum sjávarútvegi.
kl. 14.30 Dr. Steingrímur Jónsson, útibú Hafrannsóknastofnunar á
Akureyri.
Vistfræði Eyjafjarðar.
kl. 14.45 Dr. Jörundur Svavarsson, Líffræðistofnun Háskóla íslands.
Botndýr á íslandsmiðum.