Morgunblaðið - 20.03.1993, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993
43—
HANDKNATTLEIKUR / HM I SVIÞJOÐ
Erwin Lanc, forseti IHF, um heimsmeistarakeppnina 1995 á íslandi
Ekki margir íslendingar á
úrslitaleik í Reykjavík
- ogtapgegn
Tékkum
ÍSLENDINGAR urðu í áttunda
sæti á heimsmeistaramótinu í
handknattleik en sameinað lið
Tékka og Slóvaka í því sjö-
unda. íslenska liðið tapaði
22:21 í afskaplega dauf um og
leiðinlegum leik þar sem ís-
lendingar hefðu átt að sigra
ef þeir hefði leikið nálægt getu.
En því var ekki fyrir að fara og
enn og afturtapar íslenska
landsliðið leik um sæti.
FORYSTUMENN Alþjóða-
handknattleikssambandsins
héldu blaðamannafund f gær
þar sem rætt var um keppnina
hér í Svíþjóð og keppnina 1995
á íslandi. Lítið nýtt kom fram
á fundinum um keppnina
heima enda eru margir endar
lausir þannig að iítið er hægt
að fastsetja annað en að 24
lið verða í keppninni.
Erwin Lanc, forseti IHF, sagði
aðspurður að ef öllum skilyrð-
um yrði fullnægt yrði keppnin á
íslandi 1995 en hann vildi ekki tjá
sig nánar um hvaða skilyrði þetta
væru. „Ef skilyrðunum verður ekki
fullnægt þá eru mörg lönd sem
gætu tekið keppnina með stuttum
fyrirvara. Við viljum ekki setja
óþarfa þrýsting á vini okkar frá
íslandi en um mitt sumar verður
að vera ljóst hvort breytingamar
á Höllinni verða gerðar og ýmis-
legt annað sem er ekki á hreinu
ennþá,“ sagði Lanc.
Hann sagði ennfremur að 4.200
manna hús væri of iítið fyrir úr-
slitaleik en undanþága_ væri gerð
til að halda keppnina á íslandi. „Ef
við reiknum með að blaðamenn,
dómarar, við hjá IHF og leikmenn
annarra liða vilji sjá úrslitaleikinn
þá eru það 2.000-2.500 manns
og síðan má búast við að stuðn-
ingsmenn verði með sumum liðun-
um og þeir verða að sjá leikinn
þvi þeim verður ekki seld ferð til
lslands á HM nema að þeir fái
sæti á úrslitaieiknum. Það er því
ljóst að það verða ekki margir ís-
lendingar sem fá miða á úrslita-
leikinn í Reykjavík," sagði Lanc.
Danskur blaðamaður spurði
hvort það væri rétt að helmingur-
inn af riðlakeppninni ætti að fara
fram í Danmörku og hinn helming-
urinn á Íslandi. „Þetta hef ég ekki
heyrt áður en hef þó heyrt margar
sögusagnir," sagði Lanc og bætti
þvi síðan við að þetta væri ekki
rétt.
Hann var síðan spurður hvort
hann vildi frekar háfa leiki í tómri
en stórri höll eða fullri lítilli, og
var þar vísað til þess hve aðsókn
hefur verið dræm á leikina í Stokk-
hólmi. „Það er betra að leika í lít-
illi höll þar sem er fólk en í stórri
höll þar sem ekkert fólk er.“
Lanc sagði að reglugerð um 24
þjóða heimsmeistarakeppni væri í
smíðum og hún yrði tilbúin fyrir
næsta fund framkvæmdastjómar
IHF sem yrði 17. apríl, en hann
sagðist búast við að leikið yrði í
sex liða riðlum þannig að hvert lið
fengi að minnsta kosti fimm leiki.
Fjögur lið færa áfram en tvö væra
úr leik.
Spenna undir lokin
Erik Elias var spurður hvort hann
væri ánægður með dómgæsluna á
mótinu. „Eg hef ekki séð nema leik-
ina í Málmey og síðan í Halmstad
og þar vora flestir leikirnir ágætlega
dæmdir. Hins vegar hef ég fengið
margar ljótar skýrslur héðan frá
Stokkhólmi," bætti hann við. Að-
spurður hvort hann vissi til þess að
dómurum væri mútað sagði hann.
„Nei, ef ég vissi til þess þá yrði ég
að gera eitthvað í því. Ég kannast
ekki heldur við að menn séu að ræða
um meinta mútuþægni dómara í
kringum svona mót,“ sagði Elias.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar frá
Stokkhólmi
I slenska liðið náði fyrr að yfírvinna
" taugatitringinn sem virtist ein-
kenna bæði lið í upphafi. Liðið komst
í 7:2 þrátt fyrir að
hafa misnotað tvö
vítaköst. Staðan í
leikhléi var 11:8 og
hefði í raun átt að
vera miklu meiri munur því dómar-
amjr voru á okkar bandi og Tékk-
ar/Slóvakar ótrúlega daprir. En því
miður voru okkar strákar líka dapr-
ir. Og það átti eftir að versna.
Við vorum 15:11 yfir í síðari hál-
feik en á tæplega ellefu mínútna
kafla breytist staðan í 16:18. ís-
lenska liðið gerði aðeins eitt mark
í tæpar ellefu mínútur og slíkt geng-
ur auðvitað ekki. Markvörður
Tékka/Slóvaka varði reyndar mjög
vel á þessu tímabili en engu að síð-
ur áttu strákarnir að skora meira.
Lokamínútumar vora spennandi.
Staðan 20:19 fyrir ísland og aðeins
þijár og hálf mínúta eftir. Við fáum
á okkur þijú mörk í röð og þrátt
fyrir maður á mann vöm síðustu
sekúndumar náðum við ekki boltan-
um og urðum því að sætta okkur
við að tapa enn einum leiknum um
sæti á stórmóti.
Þetta var leikur mjög mikilla mis-
taka. Hvað eftir annað glötuðu
strákamir knettinum í sókninni og
hjá hinu liðinu var það lítið skárra,
en þó nóg til að leggja ísland að velli.
íslenska liðið var á hælunum að
þessu sinni, að minnsta kosti nokkr-
ir lykilmenn þess. Raunar voru
bæði lið greinilega örmagna af
þreytu en Tékkar/Slóvakar höfðu
það sem okkar strákar höfðu ekki,
sigui'yiljann. Miðað við gang leiksins
hefði ísland átt að sigra því í svona
leikjum er mjög algengt að það lið
sem nær forystunni eftir 15-20
mínútur nái að sigra, ekki síst ef
forskotið er fimm mörk eins og í
þessu tilfelli.
Bjarki og Guðmundur markvörð-
ur, sem var útnefndur besti leikmað-
ur íslands, vora eiginlega þeir einu
sem léku af eðlilegri getu, aðrir
voru þungir og slakir. Menn virðast
þó tiltölulega sáttir við áttunda
sætið þó svo allir hefðu kosið að
síðasti Ieikurinn færi betur, og yrði
skemmtilegri.
Mikill taugatitringur varð innan
dómaranefndar IHF í gær
þegar sænskt dagblað sagði frá því,
í Iítiili frétt, að Stefán Amaldsson
og Rögnvald Erlingsson hefðu sagt
í samtali við Morgunblaðið fyrir HM
að handknattleiksdómuram væri
mútað. Erik Elias, formaður nefndar-
innar, sagði við Morgunblaðið að
þetta væru alvarlegar ásakanir ef
sannar væru og gaf í skyn að þeir
þyrftu ekki að hafa áhyggjur af því
að dæma meira á alþjóðavettvangi.
Rögnvald og Stefán bjuggust við
að dæma leikinn um fimmta sætið
milli Spánveija og íjóðveija en þegar
dómaralistinn var birtur i gær vora
þeir hvergi á honum. Sænska dóm-
araparið, Bo Johannsson og Bemt
Kjellqvist dæma úrslitaleikinn, Hans
Thomas og Jurgen Thomas frá
Þýskalandi leikinn um 3. sætið, Rúss-
ar dæma leikinn um 5. sætið og
Norðmenn leikinn um 9. sætið.
Fastur liður, eins og ...
Það er ekkert nýtt að íslenska landsliðið tapi leik um sæti í alþjóðlegu
stórmóti. ísland hefur tólf sinni leikið um sæti, en aðeins þrisvar
sinnum náð sigri i þeim leikjum. Fyrst er leikið var við Pólveija, 21:19,
um þriðja sætið í undankeppni ÓL í Munchen 1972. Næst kom hinn fræki-
legi sigur, 29:26, gegn Pólveijum í úrslitaleik B-keppninnar í Frakklandi
1989 og síðan sigur gegn Sviss, 22:21, í leik um þriðja sætið í B-keppninni
í Austurríki 1992.
Tvisvar hefur tapast leikur um sæti í B-keppninni. 19:21 gegn Tékkó-
slóvakíu í leik um þriðja sætið 1977 í Austurríki og einnig leik um þriðj^i
sætið á Spáni 1979, 18:32, gegn Úngveijum.
Á Ólympíuleikum tapaðist leikur um fimmta sætið gegn Svíum, 24:26,
í Los Angeles 1984, um sjönda sætið gegn A-Þjóðveijum - eftir vítakast-
keppni, í Seoul 1988 og gegn Frökkum um þriðja sætið, 20:24, í Barcel-
ona 1992.
Fjórir leikir um sæti hafa tapast í HM. 1961 í V-Þýskalandi tapaðist
leikur gegn Dönum, 13:14, um sjötta sætið. 1986 í Sviss tapaðist leikur
gegn Spánveijum, 22:24, um fimmta sætið. 1990 í Tékkóslóvakíua tapað-
ist leikur gegn Fi-ökkum, 23:29, um níunda sætið og í gær tapaðist leik-
ur gegn Tékkum, 21:22, í leik um sjöunda sætið.
--------—-------------------------------------------------—----------—
ísland - Tékkóslóvakía 21:22
Globen-íþróttahöllin í Stykkishólmi, HM í handknattleik — leikur um 7. sætið, föstu-
daginn 19. mars 1993.
Gangur leiksins: 1:0, 3:1, 7:2, 9:4, 10:6, 11:8. 12:9, 13:11, 15:11, 16:13, 16:18,
17:19, 20:19, 20:20, 20:22, 21:22.
Mörk islands: Bjarki Sigurðsson 8, Sigurður Sveinsson 5, Héðinn Gilsson 2, Gunn-
ar Beinteinsson 2, Gunnar Gunnarsson 1, Sigurður Bjamason 1, Einar Gunnar Sig-
urðsson 1. Geir Sveinsson, Júlíus Jónasson, Gústaf Bjamason.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 15 (Þar af fjögur til mótheija). Bergsveinn
Bergsveinsson.
Utan vallar: Enginn.
Mörk Tékka: Roman Dccvar 7, Dohumir Prokop 5, Zdenek Vack 5, Martin Setlik
2, Vladimir Suma 2, Michael Tonar 1.
Varin skot: Potar Mestarik 18 (Þar af fimm til mótheija).
Utan vallar: 4. mín.
Áhorfendur: 2.394.
Rögnvald og Stef
án út í kuldann?
muiguuuiauiu/ iwvA
Tjaldið fellur .. . íslensku leikmennirnir, þjálfarar og aðstoðarmenn, voru
vonsviknir eftir leikinn gegn Tékkum - enn einn leikurinn um sæti á stórmóti
var tapaður.
URSLITAKEPPNI KVENNA
Ragnheiður tryggði
Stjömunni þriðja leikinn
Ragnheiður Stephensen tryggði
Stjömunni þriðja leikinn í úr-
slitakeppni 1. deildar kvenna gegn
Selfossi með því að skora sigurmark
liðsins úr vítakasti, sem Sigrún Más-
dóttir fiskaði, þegar leiktíminn var
úti, 13:14. Selfoss vann fyrsta leikinn
í Garðabæ sl. miðvikudag en Stjarn-
an jafnði í gær og því þarf þriðja
leikinn og fer hann fram á morgun,
sunnudag, í Garðabæ kl. 20.
Mörk Selfoss: Ágústa Hermannsdóttir 5,
Heiða Erlingsdóttir 4, Hulda Bjamadóttir 2,
Guðrún Hergeirsdóttir 1, Guðfinna Tryggva-
dóttir 1.
Mörk Stjörnunnar: Margrét Vilhjálmsdóttir
5, Ragnheiður Stephensen 3, Stefánía Guð-
jónsdóttir 2, Guðný Gunnsteinsdóttir 2 og Sig-
rún Másdóttir 2.
Víkingur sigraði ’Armann 28:17
og er komið í undanúrslit. Leik Gróttu
og ÍBV, sem fram átti að fara í
gær, var frestað vegna ófærðar. —