Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 21. MARZ 1993 SSSS^BiRKhmHMHHÍ SAMNINGAFUNDUR VIÐ TJORNINA Morgunblaðið/Ámi Sæberg Búist við stórsigri hægri- og miðflokka í Frakklandi í dag Gaullistar vilja draga úr völdum Mitterrands s París. The Daily Telegraph, Reuter. FRAKKAR ganga að kjörborðinu í dag og er hægri- og miðflokkum spáð yfir- burða sigri. Gaullistar undir forystu Jacques Chiracs og Miðflokkasamband Valer- ys Giscards d’Estaings hafa hafa fengið samanlagt rúmiega 40% fylgi í skoðana- könnunum en það nægir til að fá um 80% þingsæta. Stjórnarflokki sósíalista er kennt um rúmlega 10% atvinnuleysi og þeir hafa auk þess orðið uppvísir að víð- tækri fjármálaspillingu. Stjórnmálaskýrendur telja einnig að óvinsældir Francois Mitterrands forseta eigi sinn þátt í fylgishruni sósíalista sem fá aðeins um 20% í skoðanakönnunum. Kjörtímabil hans rennur ekki út fyrr en 1995 en Chirac sagði í gær að gaullistar myndu beita sér fyrir því að völd forsetans yrðu skert. Mitt- errand hefur túlkað stjórnarskrána svo að hann hafi síðasta orðið í utanríkis- og varnarmálum. 67. tbl. 81. árg. Tertustríð í Vínarborg í SJÖTTA skiptið frá 1938 eru hafin málaferli milli tveggja fyrirtækja í Vín um réttinn til að mega kalla tertuframleiðslu sína hinu hágöfuga heiti Sacher. Vín er auk tónlistar og skrauthalla heimsfræg fyrir brauð- gerðir sínar og einkum terturnar. Sacher-súkkulaðitertan er af kunn- áttufólki talinn hápunkturinn í þeim efnum. Uppskriftin er 160 ára gömul og var fundin upp af Franz nokkrum Sacher. Á Sacher-hótelinu, sem son- ur hans stofnaði 1876, hefur tertan fræga verið bökuð frá upphafi. Árleg framleiðsla er um 200.000 stykki, meira en helmingurinn er seldur til útlanda. Sonarsonur höfundar upp- skriftarinnar hefndi sín á móður sinni, er taldi hann óhæfan sfjórn- anda, með því að selja brauðgerðinni Demel uppskriftina. Demel sá keis- arahirðinni fyrir brauði og kökum. Hún hefur einnig kennt sínar tertur við Sacher en selur aðeins um 20.000 á ári. Nýr eigandi Demel hyggur á sókn og hefur nú kært hótelið fyrir að nota smjörlíki í stað smjörs í tert- una en það er ekki í samræmi við uppskriftina. Óstöðvandi tölvuþrjótur DANIEL Bedw- orth er 19 ára gamall Breti og hlýtur að teljast með forhertari tölvuþijótum. Hann notfærði sér einstæða kunn- áttu sína til bijótast inn í kerfi mörg þúsund fyrirtækja og stofnana en virðist ekki hafa reynt að hagnast á upplýsingunum. í skóla blandaði hann sjaldan geði við aðra, sat þess í stað öllum stundum grámyglulegur yfir kennslutölvum. Sálfræðingar segja að tölvumar hafi komið honum í föðurstað, en faðir Bedworths yfir- gaf fjölskylduna þegar hann var enn reifabam. Ellefu ára gamall fékk hann einkatölvu af BBC-gerð og ör- lögin vom ráðin. Hann bjó sér til mótald úr drasli á brotajárnshaugum og oft sofnaði hann örmagna yfir Iyklaborðinu á nóttunni. Vegna him- inhárra símreikninga bað móðirin loks um aðstoð lögreglu og þá voru tölvusérfræðingar kallaðir til. Síðari umferð þingkosninganna er eftir viku og fást þá úrslit í þeim kjördæmum þar sem enginn fær hreinan meirihluta að þessu sinni. Auknar líkur eru á því að gaullistinn Edou- ard Balladur, sem eitt sinn var fjármálaráð- herra, verði_ forsætisráðherra að loknum kosningum. í útvarpsviðtali á föstudag var- aði hann kjósendur við, sagði að óhjákvæmi- legt væri að hækka óbeina skatta til að fjár- magna sívaxandi kostnað af velferðarkerfinu sem er eitt hið víðtækasta í heimi. „Þetta verða óvinsælar aðgerðir," sagði Balladur og fullyrti að að 100 milljarða franka, rúma 1.000 milljarða króna, vantaði nú í ríkiskass- ann til að kosta þá velferðarþjónustu sem lögbundin er. „Þessi staða hefur aldrei fyrr komið upp,“ sagði hann og bætti við að Prentsmiðja Morgunblaðsins Frakkar yrðu að horfast í augu við erfiðari vanda en nokkru sinni frá lokum síðari heims- styijaldar. Hann lýsti andstöðu við þá hug- mynd að loka gatinu með auknum lántökum eins og sumir samflokksmenn hans hafa mælt með. Chirac hefur sagt að hann muni hafna embætti forsætisráðherra, hann hefur meiri hug á að verða forseti þegar kosið verður næst 1995. Giscard d’Estaing, sem var for- seti 1974-1981, hefur einnig áhuga á forseta- embættinu en segist á hinn bóginn myndu þiggja stjórnarforystuna. Chirac verður því að vega og meta mikla áhættu. Fari svo að Giscard d’Estaing takist þrátt fyrir allt svo svo vel upp að hann auki vinsældir sínar verður hann erfíðari keppinautur þegar mið- og hægriöflin reyna að koma sér saman um sameiginlegan frambjóðanda við forsetakjör- ið. Sjá „Ný sambúð .... ?“ á bls. 16. UM BORD Í BENGUELA mm ÚK MÝFLUBU Maður platar ekki fólkið 14 NÝ SAMBÚD 16 í FRAKKLANDI? DANSAD MED NUREYEV B

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.