Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 22
:s 8561 SflAM rs flllOAGUMMUg UOTAJaMUOflOM 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARZ 1993 Skipuleggjandi skákeinvígisins í Sveti Stefan er nú flúinn til ísraels- Samantekt: Guðni Einarsson DULARFULLI Serbinn í Sveti Stefan, Jezdimir Vasiyevic, á heiðurinn af því að hafa dregið skák- snillinginn Bobby Fischer aftur fram í sviðsljósið. Frá því einvígi þeirra Spasskis og Fishers var haldið hér á íslandi 1972 hefur Fischer farið einförum. í september síðastliðnum gerðist það sem fæstir skákrýnar áttu von á, þeir Spasski og Fischer settust aftur að tafli. Umgjörð einvígisins í Sveti Stefan var öll hin ævintýralegasta og kom margt aðkomumönnum á óvart, ekki síst sjálfur skipuleggjandinn og driffjöður framtaksins, Jezdimir Vasiljevic. Nú er þessi krónprins svartamark- aðarins á Balkanskaga og náinn bandamaður Slobodans Milosevics, forseta Serbíu, flúinn úr landi og virðist peningaveldi hans riða til falls. Skipuleggjandi skákeinvígisins í Sveti Stefan, Vas- iljevic, er nú flúinn til ísraels. Vasiy'evic lét ekkert tækifæri ónotað til að koma sjálfum sér á framfæri, hann var á milli skákmeistarana á öllum blaðamannafundum. F.v.: Bobby Fischer, Jezdimir Vasiljevic, Boris Spasskí. Hundruð reiðra viðskiptavina Jugoscandic-bankans í Serbíu, sem er í eigu Vas- iljevics, biðu fyrir utan útibú bankans í þar síðustu viku í þeirri von að geta náð út sparifé sínu. Greip um sig mikill ótti meðal viðskiptavina eftir að fréttir birtust í fjölmiðlum þess efnis að Vasiljevic hefði flúið. Hann fór til Búdapest á mánudag og hélt á þriðjudag áleiðis þaðan til Tel Aviv. Talsmaður bankans lofaði sparifjáreigendum því að bankinn yrði áfram starfræktur undir nýrri stjóm. Fé til höfuðs forsætisráðherranum Áður en Vasiljevic hélt úr landi hafði hann lent í hörðum deilum við yfirvöld í Svartfjallalandi en hann heldur því fram að þau hafi stolið frá sér 62 þúsund tonnum af bens- íni. Vegna viðskiptabanns Samein- uðu þjóðanna á Serbíu og Svartfjalla- land er mikill skortur á bensíni á þessum slóðum og það því gulls ígildi. Vasiljevic sagði í símaviðtali við Re- utere-fréttastofuna að Svartfellingar væru stigamenn og tækju jafnvel æðstu ráðamenn þátt í svikamyll- unni. Sagði hann þá skulda sér pen- inga sem hann ætlaði sér að ná aft- ur jafnvel þó að það myndi þýða að hann yrði persónulega að greiða fyr- ir að Milo Djukanovic, forsætisráð- herra Svartfjallalands, yrði myrtur. Hann hefur einnig hótað því að ljóstra upp um leynimakk stjómvalda í Serbíu og Svartfjallalandi og er það talið vera til marks um að hann hygg- ist ekki snúa aftur. Hann neitaði því þó í samtalinu við Reuters og sagð- ist eiga of mikið af fjárfestingum í Serbíu til að snúa við þeim baki. DularfuIIt lífshlaup Margt er á huldu um ævi og fyrri störf Jezdimirs Vasiljevics áður en hann gerðist mikilvirkur í viðskipta- Iífi Serbíu og Svartfjallalands. Hann er 44 ára gamall og fæddist í smá- þorpi um 50 km frá Belgrad. Ekki var mulið undir Vasiljevic í æsku og 18 ára gamall flutti hann til Austur- ríkis með jafnvirði 300 króna í vasan- um. Þar bjó hann í innflytjendabúð- um og vann við ræstingar. Næstu tveir áratugir í ævi hans eru sveipað- ir hulu. Allt sem Vasiljevic lætur uppi um þau ár er að hann hafi búið víða, í Ástralíu, Belgíu, Kanada og Bandaríkjunum. „Guð einn veit hve mörg störf ég stundaði, en ég græddi á þeim flestum," segir hann. Þegar Vasiljevic var spurður út í viðfangs- efni sín útlegðarárin frá Júgósiavíu sagðist hann meðal annars hafa fengist við gimsteinaverslun í Belgíu. Árið 1987 sneri Vasiljevic aftur heim með fulla vasa fjár og fjölskyldu. Hann er giftur dóttur áhrifamikils Sikileyings og eiga þau fjögur börn. Við heimkomuna stofnaði Vasiljevic fyrirtækjasamsteypuna Jugoscandic sem lætur sér fátt óviðkomandi sem snýr að viðskiptum. Innan vébanda samsteypunnar er að finna svo óskyld svið sem rekstur veðhlaupa- brauta og skipaútgerð. I fyrstu fékkst Vasiljevic mest við inn- og útflutningsverslun og síðar hóf hann bankarekstur. Sterkur orðrómur hef- ur verið á kreiki um að auðæfí hans séu fengin með vafasamari viðskipt- um en verslun með djásn og dýr- gripi. Nýlega hafði dagblað í Belgrad eftir fyrrum ritara Vasiljevics að miklu af auðæfunum hefði hann safnað með vopnasmygli. Vasiljevic bar ekki á móti fréttinni og sýndist raunar býsna ánægður með hana. Eftir upplausn Júgóslavíu hefur hann verið orðaður við svartamarkaðs- brask með gjaldeyri og vopnasmygl. Jugoscandic-bankinn Vasiljevic hefur viðurkennt að út- sendarar hans kaupi erlendan gjald- eyri á götum Belgrad. „Svartamark- aðsdollaramir enda allir hjá Vas- iljevic og Jugoscandic-bankanum," sagði Momir Pavlisevic, yfírmaður Serbneska verslunarráðsins, í viðtali við bandarískan blaðamann. „Ég tel sjálfur að bankinn standi í hættu- legri spákaupmennsku og viðskiptum sem tengjast styijaldarástandinu. Ég yrði ekki hissa þótt hann færi um koll." Jugoscandic-bankinn bauð við- skiptavinum sínum 200% mánaðar- lega ávöxtun á dínara en 15% á mánuði á erlendan gjaldeyri. Heim- ildarmenn hjá seðlabanka fyrrver- andi Júgóslavíu segja að talið sé að um tveir milljarðar dollara liggi á um fjórum milljón reikningum hjá Jugoscandic. Seðlabankinn reyndi að loka Jugoscandic í apríl í fyrra, þar sem bankinn hafði ekki leyfí til að stunda erlend gjaldeyrisviðskipti, en starfsemi hélt samt áfram. Lofgjörð um tómstundaskáld Skákeinvígið í september kostaði Vasiljevic háar fjárhæðir. Er talið að Jugoscandic samsteypan hafi lagt út um tíu milljónir bandaríkjadala til að fá Bobby Fischer aftur að skák- borðinu. í staðinn hlaut Vasiljevic óskerta athygli heima fyrir og erlend- is - og naut þess út í æsar. Getum hefur verið leitt að því að með einvíg- inu hafí Vasiljevic ætlað að slá sig til riddara meðal heimamanna og undirbúa þannig stjómmálaafskipti sín. Á stundum mátti ætla að skák- einvígið væri ekki síður haldið til að auglýsa Vasiljevic og Jugoscandic- bankann en að leiða saman þá Fisc- her og Spasskí. Mynd af Vasiljevic var á mótsmerkinu og öllu kynning- arefni skákeinvígisins. Á blaða- mannafundum sat Serbinn ævinlega á milli skákmeistarana og gætti þess að vera ekki síður áberandi en þeir. Sérstakt mótsrit var gefíð út með upplýsingum um keppenduma, móts- staðinn og sjálfan mótshaldarann. Ritstjóra tímaritsins Big, sem er í eigu Vasiljevics, hlotnaðist það að rita andagtuga hugvekju um mikil- mennið í mótsblaðið. Hún hefst með tilhlýðilegri virðingu: „Enginn veit hvaðan hann kom, hann fetar ókunn- ar slóðir og vekur áhuga hvar sem hann fer.“ Framhaldið er mærðar- full lofgjörð um þennan dularfulla viðskiptajöfur og vin smælingjanna. Góðverk hans í þágu stríðshrjáðra íbúa Balkanskaga em tíunduð, en minna er sagt um „týndu árin“ í ævi Vasiljevics. „Hvað hann hefur að- hafst undanfama tvo áratugi, hvar hann bjó og hveija hann umgekkst, er leyndarmál. Hann bendir á árang- urinn sem hann hefur náð og eftir því sem hann segir skiptir árangur- inn einn máli.“ í lofrullunni eru gef- in fyrirheit um að næst á dagskrá Vasiljevics sé að skipuleggja einvígi milli Fischers og Karpovs. Þá er le- sandanum veitt að skyggnast inn í framtíðarsýn athafnamannsins. „Innan tíðar munu atburðir á eyjum Sveti Stefan varpa skugga á kvik- myndahátíðina í Cannes, Pulitzer verðlaunaveitinguna og Nóbelshátíð- ina.“ Að lokum er hulunni svipt af leyndarmáli í lífi Vasiljevic; hann yrkir ljóð þá sjaldan hann á stund aflögu frá margháttuðu amstri sínu. Fríríkið Sveti Stefan Vasiljevic leigði fjögur glæsihótel í Sveti Stefan af stjóm Svartfjalla- lands og skyldi gjalda fyrir jafnvirði 500 milljóna bandaríkjadala. Perla Sveti Stefan er gamalt virki, sem tengist meginlandinu með eiði. Þar hefur verið starfrækt lúxushótel sem áður var þétt setið af aðalsmönnum og kvikmyndastjömum sem greiddu allt að 100 þúsund krónur fyrir nótt- ina. Nú eru glæsihótelin tóm og ekki horfur á því að kvikmyndastjörnur láti ljós sitt skína í Sveti Stefan á næstunni vegna ófriðarins á Balkan- skaga. Vasiljevic hafði háleitar hug- myndir um Sveti Stefan, sem hann umgekkst eins og konungsríki og dreymdi um að breyta í skattapara- dis. „Þetta er eins konar einkaríki,“ sagði hann þá. „Það kemur ríkis- stjóminni ekkert við lengur.“ Þegar hann var spurður hvort það mætti þá líta á hann sem forseta ríkisins svaraði Vasiljevic: „Já, það má segja það.“ Óheflaður ruddi Margeir Pétursson stórmeistari fór til mótsins í Sveti Stefan sem frétta- ritari Morgunblaðsins og sá þar til Vasiljevic í öllu sínu veldi. Vægast sagt leist honum ekkert á manninn. „Ég get ekki gefíð honum háa ein- kunn, nema þá fyrir smekkleysi,“ segir Margeir. Honum fannst fremur hlægilegt hvernig Vasiljevic notaði þennan atburð til að koma persónu sinni á framfæri. Framkoma hans við erlenda blaðamenn var og til hreinnar skammar. „Honum var í nöp við j)á sem höfðu skrifað illa um hann. Eg naut þess að vera stór- meistari í skák, en þeir voru ekki margir á staðnum. Svo las hann ekki Morgunblaðið,“ segir Margeir. Hann varð vitni að því að Vasiljevic sigaði lífvörðum sínum á bandarískan blaðamann sem var í ónáð hjá honum og beittu ekki neinum vettlingatök- um. „Þessir lífverðir voru algjörir fantar. Ég hef aldrei kynnst svona löguðu.“ Margeir segir Vasiljevic hafa komið fram sem „algjöran rudda“, þannig hafí hann kallað á skipuleggjanda mótsins, sem var hið mesta prúðmenni, og ausið yfir hann skömmum í allra áheym. Setning mótsins hafi verið furðuleg uppá- koma Vasiljevic til heiðurs. Þangað var boðið ýmsu fyrirfólki og fleiri gestum en rúmuðust með góðu móti í salnum. Erlendu gestimir voru hálf- gerðar homrekur og stóðu afsíðis þar sem þeir sáu ekki setningarat- höfnina. „Hann sat í hásæti á milli skákmeistaranna. Þarna ægði öllu saman og smekkleysið réði ferðinni. Það var sígild tónlist og svo kom rokk og dægurlag og sígild tónlist. Innan um vom serbneskir þjóðdans- arar og alls konar lið. Undir lokin var svo flugeldasýning. Það skildi enginn þennan graut." Nægar veit- ingar vom á borðum og virtist ekki skorta neitt, þrátt fyrir viðskipta- bann og styijöld á næstu grösum. Margeir telur að frama Vasiljevics megi skýra með því tómarúmi sem myndaðist eftir að Júgóslavía leystist upp. Hann hafi notið mikils trausts, sem ef til vill byggðist mest á því að Vasiljevics kunni að leika gildan kapítalista að vestrænum hætti. „Það er erfítt að heimfæra ástandið þama upp á aðstæður hér. Þarna er hægt að vinna sér traust með því að ber- ast á eins og heimamenn halda að vestrænir auðmenn geri!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.