Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 45
MORGÚNBLAÐl^f^I\’U)A(U R 21. UARzKl^ 45 - Landskeppni við Frakka Island með vinningsforskot Sháh Bragi Kristjánsson LANDSKEPPNI við Frakka í skák hófst á miðvikudag í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Tíu meistarar tefla fyrir hvora þjóð, og er keppt með svokölluðu Sche- veningen-fyrirkomulagi. Sér- hver keppandi í öðru liðinu teflir við alla keppendur hins landsins, þannig að umferðirn- ar verða 10. Sveitirnar hafa til skiptis hvítt á öllum borð- um, og þeim hefur verið raðað þannig niður að í síðustu um- ferð tefla þær saman með liðs- menn í réttri styrkleikaröð. Til að auka enn á spennuna er keppnin svo jafnframt ein- staklingskeppni, og verða veitt 10 verðlaun þeim keppendum, sem best standa sig. Hafnar- fjarðar- og Kópavogsbær styðja vel við bak Skáksam- bands íslands í framkvæmd keppninnar, og verða fimm fyrstu umferðirnar tefldar í Hafnarfirði, en seinni fimm í Digranesskóla í Kópavogi. Þegar þetta er skrifað, hafa verið tefldar þrjár umferðir. Is- land hafði hvítt á öllum borðum í 1. umferð og vann 6-4, en í annarri umferð minnkuðu Frakk- ar muninn í einn vinning með sigri, 5‘/2-4‘/2. í þriðju umferð- inni gerðu þjóðirnar jafntefli, 5-5. Landskeppnin verður örugg- lega mjög spennandi og skemmti- leg, því að sveitirnar eru hnífjafn- ar, ef miðar er við meðalstig, báðar með 2480 Elo-stig. Keppn- isfyrirkomulagið veldur því að auki, að sveiflur geta orðið mikl- ar. Ekki aðeins vegna þess, að önnur sveitin hefur hvítt á öllum borðum í hverri umferð, heldur einnig vegna þess, að andstæð- ingar raðast misjafnlega saman í umferðunum. Keppnin gefur auk þess tækifæri til að ná al- þjóðlegum titlum. Hannes Hlífar gæti bætt við sig þeim stigum, sem hann vantar á stórmeistara- titilinn, og Karl og Þröstur eru á höttunum eftir áfanga að sama titli. Björgvin og Héðinn hafa auk þess möguleika á að tryggja sér alþjóðlegan meistaratitil í keppn- inni. Stórmeistaraárangur mun vera 7 vinningar, en alþjóðlegs meistara 5 v. Við skulum nú sjá skemmtilega skák úr 2. umferð, þar sem Helgi sigrar stórmeistar- ann, Renet. 2. umferð: Hvítt: Olivier Renet Svart: Helgi Ólafsson Enskur leikur 1. c4 — g6, 2. Rc3 — c5, 3. g3 - Bg7, 4. Bg2 - Rc6, 5. Rf3 — e6, 6. d4 — exd4, 7. Rb5 — d5, 8. cxdö - Da5+, 9. Rd2!? - Önnur leið í þessari sjaldséðu byijun er 9. Dd2 — Dxb5, 10. dxc6 - Re7! 11. Rxd4 - Db6, 12. e3!?, sem gefur hvíti örlítið betra tafl. 9. - exd5, 10. Rd6+ - Ke7, 11. Rxc8+ — Hxc8, 12. 0-0 — Rf6, 13. Rb3 - Db6, 14. e3 - Hhe8, 15. exd4 - Kf8, 16. Be3 - Kg8, 17. Hcl — Re4, 18. a3 - He7, 19. Dd3 - Hce8, 20. Hc2 - h5, 21. Hdl?! - Renet hefði getað haldið þægi- legra tafli með 21. Hfcl ásamt 22. Rc5 o.s.frv. 21. - Kh7, 22. Rc5 - Rd6!?, 23. Bxd5 - Rf5, 24. Bxc6 - Eða 24. Re4 — Rcxd4, 25. Rg5+ - Kg8, 26. Bxd4 - Dxd4, 27. Dxd4 — Rxd4, 28. Hcdl — Hel+, 29. Hxel — Hxel+, 30. Kg2 — He7 með jöfnu tafli. 24. - bxc6, 25. Dc4 - Dd8. Eftir 25. — Hxe3 verður skák- in jafntefli: 26. fxe3 — Rxe3, 27. Dxf7 - Hf8, 28. De7 - Rxdl, 29. Re6 - Hg8, 30. Rg5+ - Kh6 (eða h8) 31. Rf7+ með þrá- skák. 26. Hccl — Rxe3, 27. fxe3 — Bh6, 28. e4! — Bxcl, 29. Hxcl - h4, 30. Hfl - Kg7, 31. b4 - hxg3, 32. hxg3 — Dc8, 33. Dc3 - f6. Ekki gengur fyrir svart að tefla upp á mát: 33. — Hh8, 34. d5+ - Kg8, 35. d6 - Dh3, 36. Kf2! og hvítur á vinningsstöðu. 34. d5 - Hf7, 35. Re6+ - Hxe6, 36. dxe6 — Dxe6, 37. Dd4? - Renet var í miklu tímahraki. 37. - Db3, 38. Kg2 - Dxa3, 39. e5 - Da2+, 40. Hf2? - Frakkinn leikur illa af sér í síðasta leiknum fyrir tímamörkin! Eftir 40. Kgl — fxe5, 41. Dxe5+ - Kh7, 42. Hxf7+ - Dxf7 er erfitt að sjá, að svartur eigi mikla vinningsmöguleika í endataflinu. 40. — Dd5+, 41. Dxd5 — cxd5, 42. exf6+ - Hxf6, 43. Hc2 - Betra var að leika strax 43. Hd2. 43. - d4, 44. Hc7+ - Hxf7+, 45. Hxf7+? - Renet misreiknar peðsenda- taflið. Hann varð að reyna 46. Hd2, þótt hann haldi varla jafn- tefli eftir það. 45. - Kxf7, 46. Kf3 - Kf6, 47. Ke4 - g5, 48. b5 - d3, 49. Kxd3 - Ke5, 50. Kc4 - g4, 51. Kc5 - Ke4, 52. Kc6 - Kd4! Hvítt: Kc6 peð: b5, g3 Svart: Kd4 peð: a7, g4. Hvítur gafst upp, því að hann tapar eftir 53. Kb7 — Kc5 o.s.frv. Lífeyrisrétt- indi samvinnu- starfsmanna skerðast ekki EKKI þarf að skerða lífeyrisrétt- indi sjóðfélaga Samvinnulífeyris- sjóðsins vegna réttinda fram- kvæmdastjóra Sambandsins hjá sjóðnum að sögn framkvæmda- stjóra sjóðsins. í fréttum Stöðvar 2 hefur komið fram að heildarlífeyrisskuldbinding- ar Sambandsins og dótturfyrirtækja þess vejfna forstjóra og fram- kvæmdastjóra þess nemi alls 808 milljónum króna miðað við 2% vexti. _ Þar af beri Samvinnulífeyrissjóður- • inn 269 milljónir en Sambandið og dótturfyrirtæki þess afganginn. Vitnað var í skýrslu trygginga- stærðfræðings Sambandsins þar sem sagði ljóst að skerða þyrfti líf- eyrisréttinda sjóðfélaga Samvinnu- lífeyrissjóðsins vegna réttinda fram- kvæmdastjóranna hjá sjóðnum. Þessu mótmælir Margeir Daníelsson framkvæmdastjóri sjóðsins í frétta- tilkynningu og segir eftiriauna- samninga Sambandsins við fram- kvæmdastjóra sína komi sjóðnum ekkert við. Lýst eftirf vitnum EKIÐ var á gráan Mitsubishi Lanc- er, árgerð 1987 á bílastæði við Miklagarð í Reykjavík á föstudag milli kl. 16.10 og 16.45. Sá sem það gerði ók á brott án þess að láta vita. Ef einhver hefur orðið vitni að þessu óhappi er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögreglu. Glæsilegt frímerkjauppboð 27. marz nk. utef J'Zk™ n I '7 Jón Aóalsteinn Jónsson Laugardaginn 27. þ.m. verður haldið frímerkjauppboð í Ziirich í Sviss, sem íslenzkir safnarar hafa áreiðanlega áhuga á að fylgjast með og sumir hveijir jafnvel hug á taka þátt í. Því verður þessi frí- merkjaþáttur einvörðungu helgað- ur þessu uppboði og þess freistað að gera örlitla grein fyrir því geysifallega og áhugaverða efni, sem í boði er. Uppboðsfyrirtækið Christie’s Robson Lowe í London heldur þetta uppboð. Hefur það af þessu tilefni gefið út mjög fal- lega uppboðsskrá, sem er hrein- asta augnayndi að skoða. Minnir hún um margt á skrána frá Rob- son Lowe 1965, sem þá bauð upp rúmlega 400 númer af íslenzku efni, m.a. skildingabréf. Segja má, að þetta uppboð núna snerti verulega íslenzka frímerkja- sögu. Þess vegna er enn meiri ástæða til að fjalla um það á þess- um vettvangi. í Zúrich verður þennan dag boðið upp, að ég hygg, síðasta frímerkjaefni úr hinu heimsþekkta danska safni F.T.K. Caröe. En þar á eftir verður boðið upp íslands- safn bróður hans, Sir Athelstans Caröe, sem miklar sagnir hafa gengið um ineðal íslenzkra safn- ara á liðnum áratugum. Þeir Caröe-bræður voru komnir af þekktri danskri ætt, en afi þeirra mun hafa flutzt til Eng- lands snemma á 19. öld. í upp- boðsskránni er greint nokkuð frá ævi þeirra og því, sem þeir gerðu fyrir skandínavíska frímerkja- fræði um sína daga. Hafa þeir báðir orðið þjóðsagnapersónur meðal norrænna safnara. Thor Caröe (1896-1971) helgaði sig að mestu klassískum dönskum og dönskum vestur-indískum frí- merkjum og átti frábært safn þessara frímerkja. Sir Athelstan helgaði sig hins vegar klassískum íslenzkum frímerkjum og safnaði þeim sérstaklega. Saman unnu þeir bræður svo að því að ákvarða prentanir og plötugalla í tvílitu dönsku og vestur-indísku frí- merkjunum 1870-1904 og eins prentanir íslenzku aura-frímerkj- anna og loks prentsátur (settings) yfirprentunarinnar í GILDI —02 ----03. Sir Athelstan varð geysifróður um sögu íslenzkrar póst- og frí- merkjasögu og skrifaði mikið um þau efni. Þar er langþekktast ritið The Icelandic Post 1776-1919. Nú er væntanleg á markað end- urútgáfa af ritum hans, og því hljóta íslenzkir frímerkjasafnarar að fagna. Úr safni Thors Caröe eru boðin upp 122 númer. Mun þar vera um að ræða síðustu leifar af safni hans, en áður er búið að selja mikinn hluta af safninu á uppboð- um. Af því, sem hér verður selt, er þriðjungur 2 Rigsbank-skilling frá 1851, bæði svonefnd Ferslew- prentun og Thiele-prentun. Er þetta fágætt efni og verðmætt og allt stimplað. Um er að ræða stök merki og í tvenndum og eins á heilum bréfum. Þar sem merkin er ótökkuð, vekur það sérstaka athygli hversu vel þau eru klippt og með breiða rönd allt um kring. Enn fremur eru hér 4 Rigsbank- skilling 1851—54, bæði stimplað og óstimplað og báðar prentanir. Þá er margt mjög fallegt úr útgáf- unni 1854-63, m.a. áhugaverð bréf. Sama er að segja um útgáf- una 1864-70. Ekki eru hér nema 20 hlutir úr tvílitu útgáfunni frá 1870, en þeir sjást ekki heldur á hveijum degi á uppboðum. Hér má m. a. nefna allmarga ónotaða arkarbúta, svo sem 2 sk. í tveimur tólf-blokkum og svo í hálfri örk (50 stk.), mismunandi prentanir. Þá er heil örk af 4 sk. (4. pr.), Annað af tveimur varðveittum Englands. sem mun vera einna mest fágæti af þessari útgáfu, enda metin á um 350 þús. kr. Loks má nefna ónotaða tí-blokk (hornblokk) af 8 aur. frá 1903 (vatnsmerki Ný kór- óna), sem er líklega stærsta blokk af þessu fágæta frímerki. íslandssafn Sir Athelstans Caröe Þá er komið að þeim hluta upp- boðsins í Zúrich, sem ætla má að veki roesta athygli íslenzkra safn- ara. Þar er margt óvenjulegt að sjá, enda má búast við, að langt verði, þar til menn eigi aftur kost á slíku efni á sama uppboði. Hér verður mjög sjaldgæft skildin- gaumslag boðið upp, eitt af þrem- ur, sein þekkt eru og send til landa utan Danmerkurríkis. Bréfið var sent frá Reykjavík til London 7.5. 1875 og fór síðan um Leirvík á Hjaltlandi og bakstimplað þar og svo að lokum í London. Þetta umslag hefur verið í safni Sir Athelstans síðan um 1935, en þá var kaupverðið £38. Nú er það metið til boðs á 1,7-2,1 milljónir ísl. króna eða rúmlega £22.000. íslenzkum skildingabréfum til En svo er að sjá, hvað fæst fyrir það á þessu herrans ári. Trúlega verða þeir ekki margir, sem ráða við þennan bita, þó að áhugann vanti örugglega ekki. Frímerkin og umslagið er engan veginn gallalaust, svo sem getið er ná- kvæmlega um í skránni. Við því er vart heldur að búast af 120 ára gömlum hlut. - Áreiðanlega næst- sjaldgæfasta bréfið þarna var sent frá Rvík til Liverpool 1878 með 20 aur. frímerki Ijósfjólubláu (1. pr.), en það er metið á um 170 þús. kr. Ekki er ólíklegt, að sölu- verð þess verði snöggtum hærra, þegar upp verður staðið. - Þriðja umslagið, sem er fágætt, er pen- ingabréf frá Seyðisfirði með 5 aur. og 50 aur. frímerkjum. Seinna merkið er sjaldséð á umslagi og auk þess með öfugum ramma. Þessi þijú umslög lánaði Sir At- helstan ísl. póststjórninni til birt- ingar í bókinni íslenzk frímerki í hundrað ár. - Þá eru þjónustubréf frá þessum árum ekki á hveiju strái. Hér er eitt peningabréf, sent frá Akureyri til prestsins á Skorra- stað í Norðfirði, með 20 aur. og 5 aur. frímerkjum og leiðarstimpli á bakhlið, DJÚPIVOGUR. Mats- verðið er um 200 þús. kr. - Fjöldi skildingafrímerkja eru í þessu safni, en gæði þeirra margra eru misjöfn. Engu að síður eru þau áhugaverð og þá ekki sízt fyrir sjaldgæfa stimpla. Sir Athelstan kannaði rækilega yfirprentanirnar þrír frá 1897 og I GILDI —02 ------03 og skrifaði sérstaklega um þær. Af því leiddi að sjálfsögðu, að hann átti mjög gott safn þessara frímerkja. Nú eru þau hér boðin upp og vekja vissulega áhuga margra safnara. Þrír-merkin eru hér með alls kyns afbrigðum í báðum tökkunum. Hér er „sápubréfið" til Magnúsar Ólafssonar á Akranesi og bæði prentaða og handskrifaða bréfið til Ólafs Hjaltesteðs í Hafnarfírði. Þá er mikið safn í GILDI-merkja, stimpluð sem óstimpluð, og eins á umslögum. Hér er einnig heil örk af 4 aura þjónustumerki með svo- nefndri Bernarprentun og senni- lega einstæð, enda ekki skráð í Facit-listanum. Þá verða boðin upp mörg skemmtileg umslög frá tímabili Kristjáns IX. og Tveggja kónga- frímerkjanna, bæði með þjónustu- og almennum merkjum. Að lokum verðuf boðið upp fá- gætt safn kórónustimpla og tölu- stimpla. Eru sumir þeirra mjög fágætir og því sjaldséðir á uppboð- um. Af kórónustimplum má nefna samkv. skránni stimpla eins og LEIRVOGSTUNGA, MÝRAR, STAÐARSTAÐUR, BOTN, GRÍMSEY, ROFABÆR og ÚLF- LJÓTSVATN. Eru tveir þeir síð- asttöldu einna sjaldgæfastir þess- ara stimpla. Ekki verður séð, að SELJALAND undir Eyjafjöllum sé hér með, enda sá stimpill geys- ifágætur. I þessum þætti hefur einungis verið minnzt á nokkra áhugaverð- ustu hluti úr söfnum þeirra Caröe- bræðra. Nokkra hugmynd ættu lesendur samt að hafa af því, hví- líkt fágæti danskra og íslenzkra frímerkja verður boðið upp í Zúrich annan laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.