Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 52
KJÖRBÓK Landsbanki íslands Banki allra landsmanna MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SIMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 21. MARZ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. r mt ' V- ’’ v.-. ■ ’>/■'- .. •^ðjS• '•' ' v ý ‘íjL 'r 1 §r X 'i íW v 4- .A, •> "•3 Morgunblaðið/Sverrir HORFT UTIHRIÐINA Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans í viðtali Bankastjóm Landsbankans ekkí með í lokaákvörðunum Yfir fimm milljarðar króna af útlánum eru vaxtafrystir í bankanum SVERRIR Hermannsson bankastjóri Landsbanka íslands segir að ekki hafi verið haft samráð við bankastjóra Landsbankans, þegar að lokaákvörðun ríkisstjórnarinnar dró, um fjárstuðning ríkisins til þess að styrkja eiginfjárstöðu Landsbankans. „En bankaráðs- formaður trúi ég hafí verið með í ráðum,“ segir Sverrir í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann segir jafnframt að það þurfi ekki að vera neitt leyndarmál að yfirlýsing sú sem bankastjórn Lands- bankans sendi frá sér um málið síðdegis á finmmtudag, sé sameig- inleg yfirlýsing bankastjórnar og formanns bankaráðs. Sverrir segir að bankastjómin hafi lýst sig samþykka niðurstöðu ríkisstjómarinnar og telji að fyrir- greiðslan við Landsbankann hafí verið hin brýnasta nauðsyn. A ~Arekstur í Óshlíð HARÐUR árekstur varð í Kálfa- dal í Óshlíð skömmu eftir mið- nætti í fyrrinótt og hafnaði ann- ar bíllinn utan vegar eftir áreksturinn. Að sögn lögregl- unnar í Bolungarvík sluppu öþumennimir sem voru einir í bíiunum með smáskrámur. Annar bfllinn kastaðist nokkra metra út af veginum við árekstur- inn en hann stöðvaðist þar í snjó- skafli. Að sögn lögreglunnar er annar bfllinn talinn gjörónýtur eft- ir áreksturinn, og hinn er mikið skemmdur. Fimm milljarðar vaxtafrystir Sverrir greinir frá því í samtal- inu að yfír fimm milljarðar í útlán- um Landsbanka íslands séu nú vaxtafrystir, vegna þess að það sé óþekkt stærð hversu mikið af þess- um útlánum munu tapast. „Við hættum að reikna okkur vexti af þessum lánum í vanskilum, eftir ákveðinn tíma. Við reiknum okkur ekki vexti af þessu fjármagni þó svo að það skili sér einhvem tíma. Þetta var ekki gert áður, þannig að á pappímum voru tekjurnar hærri, án þess að vera það í raun og veru,“ segir bankastjóri Lands- bankans. Bankamálaráðherrann mörgum árum of seinn í samtalinu kemur fram að Sverrir segir ekkert vera í skilyrð- um ríkisstjórnarinnar um hagræð- ingu og endurskipulagningu, sem ekki sé þegar í áætlanagerð bank- ans, sem hann starfi eftir. „Þetta er í byijun aðallega sett upp vegna þess að bankamálaráðherrann er þarna, eins og í öðm að reyna að smíða sér minnismerki. Hann vill geta sagt að það hafi verið hann sem kom því af stað að þessi stofn- un endurhæfði sig og endurskipu- lagði. Hann er bara nokkuð mörg- um áram of seinn í það,“ segir Sverrir. Sjá viðtal bls. 10-12: „Úlfaldi úr mýflugu". Placido Domingo í samtali við Fagna velgengni Kristjáns Jóhamis- sonar í Metropolitan Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. Óperusöngvarinn Placido Domingo kvaðst á föstudag fagna velgengni Kristjáns Jóhannssonar i óperuheiminum. Domingo og Kristján syngja um þessar mundir sitt aðalhlut- verkið hvor í sýningum Metropolitan óperunnar í New York í Pagliacci og Cavalleria Rusticana. „Ég er himinlifandi yfir því að jafn þýðingarmikill listamað- ur og Kristján skuli syngja í Metropolitan óperanni,“ sagði Domingo í samtali við Morgun- blaðið, en auk þess að syngja í Pagliacci stjórnaði hann frum- sýningu á La Traviata í Metro- politan. Tenórarnir sungu fyrst saman í Cav og Pag, eins og það heitir meðal kunnugra, á miðvikudags- kvöld. Domingo óskaði Kristjáni þá fyrstur manna til hamingju með frammistöðuna og endurg- alt Kristján Domingo með því að samfagna honum í búnings- klefa hans að sýningu lokinni. Kristján átti að syngja ásamt Domingo í gærkvöldi og aftur á fímmtudag. Hann er kominn með samning um að syngja aðalhlut- verkið í Cavalleria Rusticana einn á næsta leikári Metropolitan óperunnar og fagnar því. Sjá viðtal bls. 14: „Maður plat- ar ekki fólkið." 20 vilja í forstjóra- stólinn í Namibíu TUTTUGU íslendingar hafa sótt um forstjórastarf hjá Fis- hcor hf. í Namibíu sem auglýst var laust til umsóknar fyrir skömmu. Fishcor er nýstofnað útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tæki í namibiskri ríkiseigu og er ætlað að vera forystuafl í sjávarútvegi í landinu. Stjórnarformaður Fishcor og tveir stjórnarmenn þess komu til landsins í gær, laugardag, til við- ræðna við Islendinga um samstarf í sjávarútvegi, en stjórnvöld í Namibíu óskuðu eftir því að íslend- ingar yrðu fengnir til að stýra fyrir- tækinu og er íslendingum jafnframt boðin eignaraðild. Ráðgert er að hlutafé fyrirtækisins verði allt að sex milljarðar íslenskra króna. Við stofnun lýstu namibísk yfírvöld því yfir að vilji væri til þess að selja heimamönnum meira en helming hlutabréfanna. Aftur á móti hvetja yfirvöld til þess að aðrir fjárfestar en namibíska ríkið verði stórir aðil- ar í fyrirtækinu. Viðskiptahagsmunir Höfuðstöðvar fýrirtækisins verða að öllum líkindum í hafnarbænum Lúderitz þar sem að Valvis Bay er enn undir stjóm Suður-Afríku. Starf forstjóra felst í uppbyggingu fískveiða og vinnslu, mótun mark- aðsstefnu og rekstri verksmiðjutog- ara, en á stuttum tíma hafa Namib- íumenn gert átta spænska togara upptæka í landhelgi sinni. Tveir þeirra era nú í eigu Fishcor, en hafa tímabundið verið leigðir til Pescanova. Talið er að miklir við- skiptahagsmunir séu í húfí í Namib- íu fýrir íslensk þjónustufyrirtæki. Sjá grein bls. 18-19: „Um borð í Benguela“ Morgunblaðið Morgunblaðið/Stefanía Þorgeirsdóttir Domingo í Metropolitan Placido Domingo hneigir sig fyrir áhorfendum í Metropolit- an óperunni eftir að hafa kom- ið fram í óperunni Pagliacci.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.