Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 21. MARZ 1993 KNATTSPYRNA / HÆFILEIKAMOTUN tveggja til þriggja daga námskeiði í haust.“ Knattspyrnubraut í máli Eggerts kom fram að menntun knattspyrnuefnanna sæti í fyrirrúmi og því væri mikilvægt að gott samband væri við foreldr- ana. Til að stuðla að jafnvægi á milli menntunar og knattspyrnu væri m.a. verið að skoða möguleika á sérstakri knattspyrnubraut við fjölbrautaskóla og „knattspymu- bekkjum" í grunnskóla. „Ymislegt kemur til greina. Við höfum áhuga á að koma upp „knatt- spymubekkjum" í 8. eða 9. bekk grunnskóla á Stór-Reykjavíkur- svæðinu, þar sem gert yrði ráð fyr- ir ákveðnum tíma í knattspyrnuna á hveijum degi undir leiðsögn landsliðsþjálfara okkar. Eins er ver- ið að kanna möguleika á að koma á fót sérstakri knattspymulínu í fjölbrautaskóla með meira aðhald og lengri tíma í huga.“ Félagasklpti Verði ofannefndar hugmyndir að veruleika er óhjákvæmilegt að efni- legir leikmenn utan af landi skipti í félög á Stór-Reykjavíkursvæðinu, Gulldrengur Amar Gunnlaugsson er einn af gull- drengjum KSl, sem miklar vonir eru bundnar við á næstu árum. Hann varð 20 ára 6. mars og er nú atvinnumað- _ hollenska liðinu Feyenoord, en Islandsmeistari með LA í fyrra, markakóngur deildarinnar með 15 mörk og kjörinn efnilegasti leikmaður- inn. Til hliðar er Eggert Magnússon, formaður KSÍ. jafnvel í ríkari mæli en verið hefur. Eggert sagði þetta ávallt vera við- kvæmt mál og yrði að meta hvert tilvik sérstaklega. „Best væri ef leikmenn gætu stundað æfingar og keppni áfram með félögum sínum, en við viljum fyrst og fremst stuðla að því að efnilegum leikmönnum gefist kost- ur á bestu aðstöðu á hveijum tíma til að þeir taki framförum og verði betri knattspymumenn. Hins vegar erum við aðeins ráðgefandi en ákvörðunin er í höndum leikmanns, foreldra og félags." Stuðla að atvinnumennsku Eggert sagði að forsenda fyrir því að landsliðið flyttist upp um styrkleikaflokk fælist í því að eiga góða atvinnumenn í sterkum liðum í Evrópu og að því væri stefnt. „Við viljum stuðla að því að þeir bestu geti fengið tækifæri sem at- vinnumenn. Áætlunin miðar að því að finna þá efnilegustu, vinna markvisst með þá og aðstoða þá við að komast að hjá góðum liðum í Evrópu. Félögin hafa skilning á þvi að standa ekki í veginum fyrir leikmönnum, sem eru nógu góðir til að leika erlendis og yfirleitt hafa þau sýnt skynsemi í því að aðstoða verðandi atvinnumenn. Við viljum hjálpa leikmönnum okkar sem best við getum og vera þeim innan hand- ar við samningagerð. I öðru lagi viljum við koma ung- um og efnilegum strákum að hjá góðum liðum erlendis, þar sem þeir geta æft í ákveðinn tíma við bestu aðstæður með markvissa bætingu í huga frekar en keppni og samn- inga. Þannig geta þeir öðlast þekk- ingu og reynslu, sem kemur félags- liðunum fyrst til góða og síðan landsliðunum. með þessu eflum við einstaklingana, styrkjum félögin og leggjum grunninn að öflugu lands- liði, sem getur tekið næsta skref framávið." Atak KSI í þjálfun efnilegustu leikmannanna: — til að þeir, sem skara framúr, fínni betur stuðninginn.“ Samstarf allra mikilvægt Norðmenn hafa unnið samkvæmt svipaðri áætlun með góðum árangri og er hæfileikaþróun KSÍ sniðin að starfi þeirra, en aðlöguð að íslensk- um aðstæðum. „í raun höfum við starfað að hæfileikamótun í langan tíma. Við höfum verið með sérstakan knatt- spyrnuskóla í nokkur ár, vetraræf- ingum á okkar vegum hefur fjölgað og verkefni landsliðanna hafa auk- ist. Vel hefur til tekist og er nær- tækt að benda á að 16 ára og 18 ára landslið okkar hafa staðið sig vel og eru nú í 16 liða úrslitum Evrópukeppninnar. Undanfarin ár höfum við lagt aukna áherslu á unglingalandsliðin, en hins vegar liggur grunnurinn í knattspyrnu- skólum félaganna og félögin eru grundvallaratriði í uppbyggingunni, því án samvinnu og samstarfs við þau er þetta ekki hægt. Við metum starf þeirra og ég get vel hugsað mér að KSÍ verðlauni þau, sem standa sig best í unglingastarfinu." Trúnaðarmenn velja efnin Hæfileikamótunin hefur það að markmiði að auka gæði allra þátta í knattspyrnuumhverfí bestu leik- mannanna á aldrinum 14 til 19 ára, þannig að þeir verði frambæri- legir á alþjóðlegum vettvangi. Hug- myndin er að skipa trúnaðarmann í hveiju kjördæmi og á hann, í sam- ráði við hæfíleikanefndina, að bera ábyrgð á vali, eftirliti og hæfileika- mótun efnanna á svæði sínu. „Til að byija með byggjum við á þeirri vitneskju, sem fyrir liggur, og því verður kjarninn úr unglinga- liðunum, en hópurinn verður í stöð- ugri endumýjun. Þetta er metnað- arfull áætlun og við viljum flýta okkur hægt, en hugmyndin er að allir trúnaðarmenn verði skipaðir fyrir haústið. Hlutverk þeirra er mjög mikilvægt, því þeir koma til með að hafa mikil áhrif á uppbygg- inguna með ráðgjöf og eftirliti. Norðmenn hafa góða reynslu af svona skipulagningu og til stendur að fá fulltrúa þeirra til að kynna trúnaðarmönnum vinnubrögðin á INNAN skamms hrindir Knattspyrnusamband Islands ataki um þjálfun efnilegustu leikmanna landsins fframkvæmd. 50 knatt- spyrnumenn verða valdir vegna þessarar hæfileikamótunar, sem miðar að því að a-landslið karla verði komið f þriðja styrkleika- flokk fyrir riðlakeppni heimsmeistarakeppninnar 1998 og bestu félagsliðin komist f þriðju umferð Evrópumótanna fyrir 1997. Uppistaðan í fyrsta hópnum verður úr yngri landsliðunum, U-16, U-18 og U-21 árs, en valið verður f stöðugri endurskoðun og verður fylgst sérstaklega með öllum efnilegum leikmönnum hvar sem erá landinu. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, hafði frumkvæði að mál- inu og lagði það fyrir stjórnina í mgg fyrra, sem tók vel í Eftir hugmyndina og Steinþór samþykkti hana. Guðbjartsson Formaðurinn greindi frá væntan- legum áformum á ársþingi sam- bandsins í lok nóvember og síðan hefur verið unnið að mótun áætlun- arinnar, sem verður stöðugt undir smásjá sérstakrar framkvæmda- nefndar, en í henni eru auk for- manns KSÍ formenn fræðslunefnd- ar, landsliðsnefndar og unglinga- nefndar auk allra þjálfara karla- landsliða undir forystu Jóns Gunn- laugssonar. Mikihrægt að byrja Eggert sagði við Morgunblaðið að vel hefði verið starfað að upp- byggingarmálum í hreyfíngunni, sum félög væru langt á veg komin og fræðslustarf KSÍ væri í ágætum skorðum. „Við erum komnir l^ang lengst af sérsamböndum ÍSÍ varðandi fræðslu þjálfara og sem betur fer ráða öll metnaðarfull félög innan sambandsins helst ekki þjálfara, nema þeir hafí gengið í gegnum fræðslustiga KSÍ og öðlast þá þekk- ingu, sem krafíst er. En þó við höfum starfað vel og lengi að þess- um málum erum við ekki ánægðir og viljum bæta um betur, því hætta er á stöðnun, ef ekkert er að gert. Við stöndum vel að vígi til að taka næsta skref og það er mikilvægt að fara af stað. Hæfíleikamótunin miðar að því að gera uppbygging- una enn markvissari með því að ná frekar til unglingastarfsins í félög- unum og efla það í samvinnu við þau. Með þessu átaki viljum við breyta hugarfarinu í hreyfíngunni í heild með framfarir íslenskrar knattspymu í huga. Við viljum að allir hugsi stöðugt um þróunina og að þeim efnilegu sé skapað ákjósan- legasta umhverfi — knattspymu- lega, menntunarlega og félagslega Verketni karlalandsliðanna í knattspyrnu á árinu m 07.04. Skotland-fsland (vináttulandsl.). 09.04. Skottand-fsland (vináttulandsl.). 26.-30.04.16-liða úrslitakeppni Evrópumótsins í Tyrtdandi. 05.-08.07. Ólympíumót aeskunnar I Hollandi. 04.-08.08. NM í Faereyjum. 28.08-01.09. EM-riðlakeppni á fslandi? (Islartd, Wales eða Litháen). J-U3 07.04. Rúmenía-lsland (16-1. úrslit í EM). 14.05. fsland-Rúmenía (16-1. úrslit IEM, sigurvegari í 8-liða úrslitakeppni). 18.-22.05. Fjögurra þjóða mót I Slóvakíu. 18.-25.07.8-líða úrslitakeppni EM í Englandi? 03.-09.10. EM-riðlakeppni í Wales? (Wales, Island eða Eistland). 22.03. Skotland-lsland (vináttulandsl.). 19.05. Lúxemborg-lsland (EM). 01.06. Ísland-Rússland (EM). 15.06. Island-Ungverjaland (EM). 07.09. Ísland-Lúxemborg (EM). 17.04. Bandarfkin-lsland (vináttúlandsl.). 21.04. Island-Costa Rica (vináttulandsl.?)| 20.05. Lúxemborg-lsland (HM). 02.06. Island-Rússland (HM). 16.06. Island-Ungverjaland (HM). 31.08. fsland-Bandankin (vináttulandsl.?) | 08.08. (sland-Lúxemborg (HM). Stefnt á þriðja styrklei kaflokk fyrirHM 1998

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.