Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 21. MARZ 1993 SigríðurJ. Ragnar, Isafirði - Minning Fædd 26. júlí 1922 Dáin 10. marz 1993 Hér var sú er hugprúð lagði, hiklaust á hinn bratta tind. Æðrumæli engin sagði, ókvíðin við fljót sem lind. Og sem hafði að yfirbragði, austanheiðríkjunnar vind. (Ketill Indriðason.) Austanheiðríkjan er kær þeim, sem hafa alist upp í sveitum Þing- eyjarsýslu. Aðaldælir sáu hana vaka undir frá Grísatungufjöllum, suður um Lambafjöll til heiðanna er skilja “ að Mývatnssveit og Aðaldal. Birta hennar boðaði góðviðri. Hún lyfti gráum þokufeldinum og regnþrung- um skýjum hærra og hærra og greiddi veg vermandi sölar. Birta og léttleiki austanheiðríkj- unnar einkenndi svip og framkomu Sigríðar vinkonu minnar. Hún átti líka æsku og uppvaxtarár í Mý- vatnssveit og fjallahringurinn þar á fáa sína líka. Fundum okkar bar saman „í faðmi fjalla blárra“ fyrir rúmum 20 árum. Ég var stödd á ísafirði og hitti á götu séra Sigurð Kristjánsson prófast. Við tókum tal saman og hann spurði mig hvort ég þekkti Sigríði J. Ragnar. Ég „ kvað nei við. „Komdu þá heim með mér, ég á von á henni í kvöld.“ Ég þáði boðið og eftir nokkra stund kom Sigríður. Hún var í áköfum samræðum við húsmóðurina Mar- gréti Haglínsdóttur og leyndi sér ekki að þar var engin hálfvelgja í samræðum. Málefninu hef ég gleymt, en svip Sigríðar, áhuganum og léttleikanum í fasi hennar og svo gleðinni yfir að hitta alls ókunnuga manneskju, þó að hún vissi deili á mínu fólki, það man ég og mun ekki gleyma. Þetta var á þeim árum sem Lax- árdeilan stóð sem hæst og þeim hjónum, Sigríði og Ragnari Hjálm- arssyni frá Ljótsstöðum í Laxárdal, var heitt í hamsi. Skoðanir okkar voru mjög samhljóma og eftir þessi fyrstu kynni átti ég vinum að mæta og sat mig sjaldnast úr færi með að líta inn á Smiðjugötu 5 þegar ég kom til ísafjarðar, enda eins og að koma í foreldrahús. Það var tæpast hægt að tala um annað hjón- anna án þess að nefna hitt og mér virtust þau mjög samstiga og sam- hent og gagnkvæm virðing, traust og umhyggja einkenndu hjónaband þeirra og saman unnu þau stórvirki í tónlistar- og menningarlífi ísfirð- inga. Það verður lengi í minnum haft og Sigríður dóttir þeirra hefur tekið upp merki þeirra á því sviði. Bamung stóð ég við hlið föður míns á Fjallshnjúk og hlýddi á nöfn þeirra kennileita er blöstu þar við augum. Grímsey var lengst í norðri. Bárðarbunga og Dyngjufjöll í suðri, ef skyggni var mjög gott. I suð- austri risu Mývatnsfjöll, Reykjahlíð- arhyma, Bláijall og Sellandaljall. Ég fékk líka að heyra um nálægar sveitir og bæi þar. í Mývatnssveit vom það nöfn eins og Arnarvatn, Skútustaðir, Grænavatn og Gaut- lönd. Frá Gautlöndum stafaði ljóma af nöfnum þeirra er þar höfðu alið aldur sinn og barist fyrir frelsi er þá var talið öllu æðra. Frelsi til að ráða sínu landi, án fyrirskipana annarra þjóða. Frelsi innlendrar verslunar og siglingar eigin skipa undir íslenskum fána. Menntun þjóðarinnar og uppbygging, ræktun land og lýðs. Þar réðu þau gildi sem nú eru talin lítils virði af skammsýn- um ráðamönnum í dag. Þetta var arfleið Sigríðar J. Ragnar. Hún fæddist á Gautlöndum 26. júlí 1922. Frá 1848 bjó þar sama ættin. Jón Sigurðsson alþing- ismaður og Þóra Jónsdóttir, afi og amma Sigríðar, og foreldrar henn- ar, Jón Gauti Pétursson og-Anna Jakobsdóttir. Frá Gautlöndum var líka Kristjana Pétursdóttir, föður- systir Sigríðar, sem var fyrsta for- stöðukona Húsmæðraskólans á Laugum og stjómaði honum til dauðadags. Sigríður lauk gagn- fræðaprófí frá Menntaskólanum á Akureyri 1939 og hún giftist Ragn- ari H. Ragnar 1945. Hann varð skólastjóri Tónlistarskólans á ísafírði 1948 og andaðisfy 1987. Börnin urðu þtjú; Anna Áslaug, Sigríður og Hjálmar. Þau Sigríður og Ragnar urðu góðir og gegnir ísfírðingar, en heimaslóðimar fyrir norðan gleymdust ekki og þangað fóru þau flest sumur. Þar voru þeirra sólarstrendur. Ein að fáum fær að berjast, fremst í röð, þar mest lá við. Örugg jafnt að vaka og veijast, vina sinna fast við hlið. (K.I.) Þessar hendingar áttu vel við Sigríði, hún gaf sig alla og af heil- um hug og baráttugleði, hverju því málefni sem hugann hreif. Henni var fátt mannlegt óviðkomandi. Hún hóf kennslustörf í Bama- skólanum á ísafírði 1957 og kenndi þar óslitið meðan kraftar endust. Kennarastarfíð var henni hjartfólg- ið. Hún var metnaðarfull fyrir hönd nemenda sjnna og bar þá mjög fyr- ir brjósti. íslenskukennslan og les- greinar, svo sem landafræði og ís- landssaga, vom henni einkar kært námsefni og henni þótti mjög þok- ast aftur á bak ef slegið var af kröfum og tími þeirra skertur. Hún unni ljóðum og sagnahefð, talaði mjög gott mál, sprottið upp úr gam- algróinni bændamenningu. Undir borðstofuglugganum á Smiðjugötu 5 vex stór rósarmnni. Á hvetju sumri verður hann alþak- inn rauðum rósum. Þennan runna, þá smáanga í potti, hafði einn nem- enda Sigríðar fært henni að gjöf. Við unnum saman í garðinum henn- ar eina bjarta vomótt fyrir nokkrum árum og ég minnist þeirrar ástúðar í orðum og svip þegar hún talaði um þessa gjöf sem gladdi hana svo mikið. Náttúruvemdarmál stóðu hjarta hennar nærri. Hún var stofn- félagi og í stjórn Náttúruverndar- samtaka Vestfjarða og þegar konur fóru að láta til sín taka í stjórnmál- um og stofnuðu Kvennalistann þá studdi hún það af miklum áhuga og ósérhlífni. Þannig mætti lengi telja. Nú hafa leiðir skilist um hríð. Á rúmu ári lagði illvígur sjúkdómur vinkonu mína að velli. í fyrstu voru góðar vonir um að tekist hefði að sigra vágestinn, en það fór á annan veg. Ásgerður systir hennar og börnin þtjú stóðu við hlið hennar uns yfír lauk heima á Smiðjugötu 5. Nú eru þau aftur hönd í hönd Sigríður og Ragnar á nýjum og björtum brautum. Þar eru nóg verk- efni ekki síður en hér, slíkum eld- hugum. En fyrst langar mig að hugsa mér þau á hestbaki á leið frá Gautlöndum, niður með bláum straumum Laxár, í átt til Ljóts- staða. Það er sumamótt, skógurinn að laufgast og yfir grænum brekkunum á móti vakir austan- heiðríkjan. Ása Ketilsdóttir. „Notkunarreglur fyrir ísafjörð: Þú mátt ekki fara þaðan án þess að hitta Siggu Ragnar“ var párað hraðri hendi í dagbókina mína. Ég leitaði og fann Smiðjugötu innan um hinar litlu göturnar. Á horninu var númer fimm, fallegar gardínur, glaðlegur garður. Tveir inngangar sömu megin á húsinu. Hvor skyldi vera framdyrnar? Ég bankaði, heyrði hratt fótatak, dyrnar lukust upp og ég horfði í geislandi augu. Við höfum aldrei hist, sagði ég, en má ég nokkuð kynnast þér? Já, það mátt þú, sagði hún hlæjandi, komdu inn, hvað sagðistu heita? Það leið ekki löng stund þar til mér fannst ég hafa þekkt hana alla ævi. Sam- ræðumar flugu á vængjum húmors og víðsýni þessarar skemmtilegu konu, sem virtist vel heima í flestum málum, með ákveðnar en viðfelldn- ar skoðanir, heimskona sem fór þó svo vel að búa í gömlu húsi í litlum bæ á hjara veraldar. Næst þegar ég kom til ísafjarðar fór ég beint til Siggu, hún steikti kótilettur og ég lagði á borð, en við þögnuðum ekki heldur kölluðumst á milli her- bergja, af því að ég tímdi ekki að missa niður eina mínútu af mögu- legum samræðum við hana. Mér leið svo vel í návist hennar. í eitt skipti enn fékk ég að hitta hana, þegar leiðin lá vestur. Alls þrisvar sinnum. Þó þykir mér vænt um hana eins og einn minna bestu vina, og mér fínnst heimurinn hafa misst lit og ljós við fráfall hennar. Hvað mega þá ísfirðingar segja? Ég votta öllu bæjarfélaginu samúð mína, og reyndar þjóðinni allri, því að með Sigríði Jónsdóttur Ragnar er geng- in ein af perlum þessarar þjóðar. Guðrún Pétursdóttir. Að lokinni kennslustund er það gjaman siður nemenda að þakka fyrir sig. í dag líður mér líkt og kennarinn minn hafi verið að ganga út úr kennslustofunni að lokinni vel heppnaðri kennslustund. Ég veit ég mæli fyrir munn margra okkar yngri bamanna þegar ég segi það forréttindi að hafa fengið að um- gangast Siggu. Hún er sem kenn- ari okkar allra. Takk fyrir mig kærlega, vonandi verða kennslu- stundimar fleiri. Jón Páll Haraldsson. Mig setti hljóða að kvöldi 10. mars sl. þegar mér barst sú fregn að hún Sigríður J. Ragnar hefði látist þann dag. Ég vissi raunar að það hlaut að líða að því, svo erfíð veikindi sem hún hafði átt við að stríða um margra mánaða skeið. En samt, ég trúði því ekki að svo stutt væri í skilnaðarstund. í lok janúar vomm við þijár þing- konur Kvennalistans í heimsókn hjá henni og áttum þar indæla stund með spjalli um heima og geima. Þá lék hún á als oddi og gladdist mjög yfir komu okkar. Og eins og jafnan áður vildi hún sém minnst um veikindi sín ræða heldur fá frétt- ir úr okkar starfí og koma sjónar- miðum sínum þar um á framfæri. Sigríður var fædd á Gautlöndum í Mývatnssveit 26. júlí 1922. For- eldrar hennar voru þau Jón Gauti Pétursson, bóndi og oddviti, og kona hans, Anna Jakobsdóttir frá Narfa- stöðum. Hún ólst upp á Gautlöndum ásamt systkinum sínum, en þau eru Ásgerður, Böðvar og Ragnhildur sem öll lifa systur sína. Sigríður lauk gagnfræðaprófí frá Mennta- skólanum á Akureyri og hóf siðan nám við Kennaraskólann í Reykja- vík haustið 1944. Þar kynntist hún Ragnari Hjálmarssyni Ragnar, sem þá var hermaður í Bandaríkjaher hér á landi. Þau giftust 1945 og fluttust til Bandaríkjanna og bjuggu í Norður-Dakóta til ársins 1948, að þau fluttu til ísafjarðar þegar Ragnar var ráðinn skólastjóri að nýstofnuðum tónlistarskóla á Isafirði. Var það fyrir forgöngu Jónasar Tómassonar heitins, tón- skálds og bóksala á ísafirði. Sigríður J. Ragnar var snemma mikilvirk í starfí. Og öll störf vann hún af samviskusemi, dugnaði og ósérhlífni. í skólamálum á ísafirði hefur hún lagt fram dtjúgan skerf til mótunar og menntunar barna og ungmenna. Hún réðst sem kenn- ari við Barnaskóla Isafjarðar árið 1957. Hún hélt áfram störfum þar þegar barnaskólinn og gagnfræða- skólinn voru sameinaðir í Grunn- skólann á ísafirði og starfaði þar til dauðadags. Hún hefur staðið að rekstri tónlistarskólans frá stofnun hans. Þar var hún hægri hönd manns síns, Ragnars H. Ragnar, í áratugi. Þau hjón störfuðu bæði við Tónlistarskóla ísafjarðar frá árinu 1948 og til dauðadags og með starfí sínu gerðu þau hann að einum besta tónlistarskóla landsins. En Sigga var ekki aðeins kenn- ari, hún var lífið og sálin í skólan- um, alveg frá upphafí. Og þannig var hún í öllu sem hún tók sér fyr- ir hendur. Það var aldrei nein hálf- velgja, hún gaf sig alla í hveiju því starfí sem hún þurfti að sinna. Og í félagsmálum var hún aflvaki og vann þeim málum brautargengi sem hún beitti sér fyrir. Eldmóður og áhugi einkenndu öll störf hennar. Heimili hennar og Ragnars var miðpunktur tónlistarskólans. Þar ráku þau skólann í áratugi, þar voru haldnir hljómleikar og þar voru gestaboð fyrir þá listamenn sem skólann sóttu heim. Oft var hvíldar- og svefntími húsmóðurinn- ar i styttra lagi. En það voru ekki höfð mörg orð um það. Hún hafði líka mikinn áhuga á þjóðmálum, las mikið og hafði ánægju af því að ræða þau mál við bæði samheija og andstæðinga. Annars var mjög erfítt að vera á öðru máli en Sigga, hún var svo réttsýn, víðsýn og rökföst að það var ekki heiglum hent að fínna mótrök fyrir því sem hún hélt fram. Og hún var skemmtileg kona og glaðlynd svo að af bar. Hún var því hvarvetna hrókur alls fagnaðar, góð heim að sækja og aufúsugestur hjá öðrum. Hún átti stóran þátt í því að stofna kvennalista á Vestfjörðum og heimili hennar var opið til funda- halda þegar vinna þurfti að þeim málum. Hún tók virkan þátt í fram- boði til Alþingis 1987 og 1991 og enginn gladdist meira en hún þegar í hlut okkar kom sæti „flakkarans" 1991. Þar sá hún árangur af þrot- lausu fímm ára starfi. Sumarið 1991 fórum við ásamt Aðalbjörgu Sigurðardóttur í nokk- urra daga ferð um suðurhluta Vest- fjarða, litum inn á hveijum bæ og hittum fólk að máli. Það var ógleymanleg ferð og Sigga vann hug og hjarta allra með sinni al- kunnu Ijúfmennsku. í fyrra var svo farið í hluta Strandasýslu á sama hátt. Margir hafa síðan haft á orði við mig, hversu skemmtilegt hafi verið að hitta þessa konu. Þannig var Sigga, elskuleg og alþýðleg, skemmtileg og gáfuð, menntakona sem allir hrifust af. Leiðir okkar lágu fyrst saman sumarið 1952 þegar ég dvaldist við sumarstörf á Gautlöndum, en þá var hún heima með dæturnar tvær. Og samskipti héldu áfram á ísafirði, þegar ég hóf nám í tónlistarskólan- um og síðan börn mín. En samvinn- an hófst fyrir alvöru þegar við fór- um að starfa saman að málefnum kvennalistans. Fjölskyldan skipaði stóran sess í lífi hennar. Hún var stoð og stytta manns síns meðan hann lifði, bæði í starfí og einkalífi, en hann lést árið 1987. Þau hjón ejgnuðust þijú böm. Elst er Anna Áslaug píanó- leikari, f. 1946, gift Ludwig Hoff- man, prófessor og píanóleikara. Þau búa í Munchen í Þýskalandi. Þar næst er Sigríður, f. 1949, skóla- stjóri Tónlistarskólans á ísafirði, eiginmaður hennar er Jónas Tómas- son tónskáld. Þau eiga þijú börn. Og yngstur er Hjálmar Helgi tón- skáld, f. 1952. Eiginkona hans er Sigríður Ása Richardsdóttir og eiga þau eitt bam og Hjálmar á einn son frá fyrra hjónabandi. Böm Sigríðar og Ragnars H. em öll þekkt tónlistarfólk og barnabörn þeirra sýna einnig mikla hæfileika í þá átt. Sigríður J. Ragnar á að baki mikið og merkilegt ævistarf. Hún hefur verið einn af máttarstólpum mannlífs og menningar á ísafirði og áhrifa hennar gætt víða. Það er sjónarsviptir að slíkri konu, en við sem höfum notið þeirrar gæfu að þekkja hana og vinna með henni búum að því áfram. Við kvennalistakonur á ísafirði og um allt land eigum henni mikið að þakka fyrir óeigingjarnt starf að okkar málum. Hjá okkur í Vest- fjarðaanga er missirinn mikill og sár, þegar við nú kveðjum okkar helstu baráttukonu. Það hefur verið höggvið stórt skarð í grasrótina okkar, en ég er viss um að hún hefur náð að sá þeim fræjum sem eiga eftir að vaxa um ókomna fram- tíð. Hún var óþreytandi í öllu sem laut að því starfí að bæta hag kvenna og bama. Og við þingkonur Kvennalistans vottum fjölskyldu hennar og vinum okkar dýpstu sam- úð og minnumst hennar með virð- ingu og þökk. Það er sagt að mað- ur komi í manns stað, en ég held að enginn komi í hennar stað. Sár- astur er missirinn hjá systkinum hennar, bömum, tengdabörnum og barnabörnum. Ég bið um styrk þeim til handa. Og ég trúi því að þau eigi þann styrk. Að síðustu vil ég kveðja elskulega vinkonu og þakka henni fyrir samveruna og samvinn- una, sem aldrei bar skugga á. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. Hún Sigga Ragnars er dáin. Svona hljóðaði fréttin, sem reyndar kom ekki á óvart, því að við vissum að hún átti í erfíðri baráttu við veikindi. En einhvern veginn er svo erfítt að hugsa sér heiminn án Siggu. Hún var þessi manngerð sem manni fannst ekki geta dáið. Við andlát Siggu hrannast upp minningabrot og svipmyndir úr Smiðjugötu 5, úr ferðalögum, af fundum, úr símtölum, af stuttu stoppi á götuhomum. Hversu ann- ríkt sem við vissum að Sigga átti, alltaf hafði hún tíma og hún hafði alltaf eitthvað til málanna að leggja. Eldmóður hennar var bráðsmitandi og hvetjandi. Það skipti engu máli, þótt í undirbúningi væri tónleika- hald, skólasetning eða skólaslit í Tónlistarskólanum eða prófatími í Barnaskólanum, ef sinna þurfti ein- hveijum málefnum þess utan, þá var fundinn til þess tími; sá tími var gjarnan milli miðnættis og klukkan 3-4 að morgni, það var sá tími sólarhringsins, þegar síminn hljóðnaði og gestakomum fækkaði. Aldrei bar mann svo að garði í Smiðjugötunni að ekki væru töfrað- ar fram veitingar, kaffí og meðlæti eða dýrindis málsverður. Oftar en ekki datt manni í hug að Sigga hlyti að hafa fjölmennt aðstoðarlið í eldhúsinu, en svo var nú aldeilis ekki. Einn af mörgum eiginleikum hennar var nefnilega sá að geta gert marga hluti í einu, án þess að nokkur yrði þess var. Á sólríkum sumardögum dreif Sigga gesti sína út í garð, suður fyrir húsvegg í skjól fyrir norðanáttinni og þar var sest undir eitt af fáum rósatijám bæjarins. Eitt af þeim málefnum, sem Sigga sýndi ómældan áhuga, var náttúruvernd og umhverfísmál. Hún var í hópi brautryðjenda í sam- tökum áhugamanna um náttúru- vemd á íslandi, en á heimili hennar og Ragnars í Smiðjugötunni var haldinn undirbúnings- og stofn- fundur Vestfirzkra náttúruvemdar- samtaka sumarið 1971. Þau hjón höfðu óhemjumikið til þessa mála- flokks að leggja bæði á landsvísu og heimsvísu, því á þeim sviðum sem öðrum var hugsað langt út fyrir túnfótinn þar á bæ. Sigga sat í náttúruverndarnefnd ísafjarðar- bæjar í mörg ár og þótt hún talaði oft fyrir daufum eyrum ráðamanna bæjarins og bæjarbúa varðandi bætt umhverfi og fegrun bæjarins, þá verður vafalaust á engan hallað þótt henni sé þökkum sú viðhorfs- breyting sem þar hefur orðið. Þá má ekki gleyma því að Sigga átti dijúgan þátt í því að ýmsar náttúru- perlur Vestfjarða vom friðlýstar eða settar á náttúmminjaskrá, svo og að safnað var upplýsingum um náttúmminjar, sögu og þjóðlegar minjar á Vestfjörðum. Sem fulltrúi náttúruvemdamefndarinnar eða náttúraverndarsamtakanna sat Sigga fjölmarga fundi, ráðstefnur og þing um umhverfísmál á vegum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.