Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARZ 1993 Morgunblaðið/Árni Sæberg Ég er einkavæóingarmaóur en vió veróum aó horfa á þetta bláköldum augum, en ekki bara aó fara eftir einhver jum kennisetningum nýf r jálshyggjumanna, sem því mióur rióa töluvert húsum í Sjálfstæóisf lokknum í dag ina felist í kröfu ákveðinna ráðherra ríkisstjórnarinnar um _að settir verði tilsjónarmenn með Landsbankanum? „Ég skal ekkert dæma um það. Ég hef ekki við að trúa stundum þegar þessir menn tala.“ - Hverjir verða tilsjónarmenn? „Ætli það verði ekki Össur. Var hann ekki með tilsjón með fiskeldi í landinu!" Pólitískur þrýstingur - Landsbankinn hefur mikið lánað til atvinnugreina, sem síðan hafa farið á hausinn, ég nefni loðdýraræktina og fiskeldið. Pólitískur þrýstingur frá ríkisstjórnum, Al- þingi og pólitískt kjörnu bankaráði hefur þar komið við sögu og haft áhrif á útlánastefnu bankans, og haft í för með sér milljarðatap. Að hve miklu leyti er slíkur pólitísk- ur þrýstingur fyrir hendi í dag? „Útvegsbanki íslands var drepinn með pólitískri fyrir- greiðslu. Sjálfstæðisflokkurinn réði þar lögum og lofum, þegar mest gekk á í þessu og þar var hrúgað inn vand- ræðafyrirtækjum, jafnvel af landshlutum, þar sem Útvegs- bankinn átti ekkert' útibú, og það reið honum að fullu. Þetta þekkti ég, af því ég var þar mikið í viðskiptum og stússi fyrir bræður mína á sínum tíma og kynntist þessu þá af eigin raun. Ég var líka í Framkvæmdastofnun ríkis- ins og þekki mitt heimafóik og ég kem úr þessum röðum, þannig að ég get úr flokki talað. Við skulum ekki gera lítið úr þessu fram á síðustu ár. Ég var annars staðar staddur en hér í bankanum, þeg- ar fiskeldishrinan reið yfir, þannig að ég fékk þá „ánægju eina“ að standa fyrir slátrun allra viðskiptavina Lands- bankans í fískeldi. Það var ekki skemmtilegt starf, sér í lagi vegna þess að maður hangir enn í þeirri von að við munum einhvern tíma ná lagi á að ala fisk í þessari hreinu og góðu náttúru okkar. Það er enginn vafi á því að 80% af öllum viðskiptum í fiskeldi hefðu ekki verið hér í Lands- bankanum, nema fyrir það að eitthvað fleira en venjuleg viðskiptasjónarmið hafa ráðið ferðinni. Við sáum hvernig þeir eyðilögðu sterkan sjóð eins og Framkvæmdasjóð ís- fands með þeim vinnubrögðum. Ég veit að mér verður varlega trúað að nú á örfáum árum hefur þetta gerbreyst. Ég veit líka að mér verður ekki trúað að aldrei í þessi bráðum fimm ár sem ég hef verið hér, hefur nokkur forystumaður Sjálfstæðisflokksins nokkurn tíma farið þess á leit við mig að ég þjónustaði þá, eða Sjálfstæðisflokkinn eða einhverja á þeirra vegum pólitískt — aldrei. Ég get talað fyrir munn forráðamanna hér að umskiptin hafa orðið ótrúleg í þessum efnum. Sú aðferð pólitíkusa að bæði látast vilja gera allt fyrir alla í einu og gera það er í hávegum höfð fram á síðustu ár. Það sem mér finnst vera ánægjulegast við pólitísku þróunina á íslandi, bara í tíð þessarar ríkisstjórnar, eru hin nýju viðhorf og nýju tök sem tekin eru á málum. Það er áreiðanlegt að það er fyrst og fremst verk Davíðs Oddssonar. Hann gengur beint til verks og felur ekkert undir borðinu. Hann tekur málin upp á borðið, en stelst ekki framhjá og málar myndina ekki öðrum litum en hún er. Því aðeins geta menn ráðið. fram úr viðfangsefnunum og vandamálunum að mæta þeim opinskátt og af hrein- skilni og draga ekkert undan. Þetta eru hin nýju vinnu- brögð og með þeim eiga menn að spjara sig, hvert fyrir- tæki verður að spjara sig án þess að verða styrktarmaður stjórnvalda eða pólitíkusa. Þess er krafist að fyrirtæki standi sig og gangi ekki um með betlistaf í hendi, sér í lagi ekki fyrir pólitíkusa." Er alsjóaður maður „Það sem á skortir, er að ekki hefur tekist að ná tökum á ríkisfjármálunum og á það skortir mjög mikið. Þar til menn sem við það fást hafa náð því, þá skulu þeir geyma hugmyndir sínar um tilsjónarmenn með öðrum, án þess þó að ég ætli að hafa nokkra opinbera meiningu á því fyrirbrigði. Ég er alsjóaður maður og hef ekki kastað upp á sjó síðan ég var 17 ára og í þeim pólitíska aldrei, en það hefur sett að mér flökurleika í gegnum árin, ég get ekki neitað því, þegar ég hef séð pólitíkusa valsa óskyn- samlegast um fjárreiður, þar sem þeir áttu að gæta hags- muna fjöldans og skattborgaranna.“ - Nú hefur þú setið báðum megin borðsins, fyrst sem pólitíkus og nú sem bankastjóri. Er þetta pólitíska fyrir- komulag, með pólitískt kjörnu bankaráði og pólitískt ráðn- um bankastjórum, þremur talsins, ekki orðið tímaskekkja í nútímaþjóðfélagi, þegar ekkert annað en viðskiptaleg sjónarmið ættu að ráða ferðinni? „Jú, það er það. Ég get ekki rætt um reynslu mína, því hún er ekki margra ára. En ég veit af því að þeir tímar voru hér í Landsbankanum að menn létu segja sér fyrir verkum um vaxtaákvarðanir, sem pólitískt kjörnu bankaráði var fengið í hendur og öllum ákvörðunum var fjarstýrt af pólitíkusum. Slíkar vaxtaákvarðanir voru tekn- ar án nokkurs tillits til hagsmuna Landsbanka íslands. Þótt hér séu valinkunnir menn í bankaráði, þá líta þeir á stöðu sína sem stöðu pólitísks kommissars. Þetta er líka að breytast, en þetta hefur verið svo og er enn að vissu marki. Þess vegna hef ég verið einkavæðingarmaður fyr- ir bankana, en allt hefur sinn tíma og tímasetning í póli- tík er mikilvægari en allt annað. Þó að ég vilji að hlutafé- lag verði stofnað um Landsbankann, með árlegum aðal- fundi og öðruvísi kosinni stjórn, þá tel ég ekki rétt að ráðast í slíka breytingu í þessari miklu bankakreppu sem er svo víða nú og þessari Qármálakreppu okkar. Nú er ekki tíminn til að breyta ríkisbönkunum og afnema ríkis- ábyrgðina, það er jafnvel spurning hvort við eigum nokk- urn tíma að aflétta ríkisábyrgð af einum bankanum eða svo, vegna þess að við erum svo lítið land og okkur ligg- ur svo mikið á að njóta mikils trausts.“ Kennisetningar nýfrjálshyggjumanna „Ef við værum orðnir einkabanki, gæti sama blasað við okkur og íslandsbanka. Við vitum að hann hefur átt í miklum örðugleikum við lántökur erlendis og ekki feng- ið lán nema til mjög skamms tíma, auk þess sem við erum með betri kjör á okkar lánum en hann vegna ríkisábyrgðar- innar. Við verðum að horfa á þetta bláköldum augum, en ekki bara að fara eftir einhveijum kennisetningum nýfijálshyggjumanna, sem því miður ríða töluvert húsum í Sjálfstæðisflokknum í dag.“ - Hvernig metur þú eignastöðu Landsbankans eftir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar? Ég vísa í spurningu minni til þess sem gerst hefur hjá bönkum á Norðurlönd- um, sem í skandínavísku bankakrísunni hafa þurft að fá ríkisaðstoð, þá hafa þeir þurft að fá hana aftur og aftur vegna þess að fyrsta fyrirgreiðsla dugði ekki til. Er til í dæminu að Landsbankinn þurfi á frekari fyrirgreiðslu rík- issjóðs að halda, jafnvel áður en þetta ár er liðið? „Nei, sem betur fer er ekki svo. Það stórkostlega við þessa ákvörðun og aðgerð er að menn tóku skrefið til fulls. Menn stigu alveg fram yfir öll varúðarsjónarmið. Það var tekið hámark þess sem menn ætla að geti orðið okkar hlutskipti að standa undir. Ég held að þessi reynsla á Norðurlöndum hafi ráðið úrslitum um það að menn tóku svona rösklega til hendinni og eftir þessa aðgerð er þessi stofnun afar sterk að öllum innviðum, þegar eiginijár- stöðu hennar er komið svona vel til vegs. Við eigum til þess að mæta öllum hugsanlegum áföllum og þar er margt tekið með í hugsanleg töp, sem aldrei verður að raunveruleika. Það ætla ég að fullyrða, af kunnugleika mínum á einstökum málum,“ segir Sverrir og glottir held- ur ánægður með sig, eftir að hafa verið mjög alvöruþrung- inn allan tímann. - Mér finnst sem það sé heldur léttara yfir þér og ekki laust við að einhver dollaramerki glampi í augum þér, þegar þú ræðir eignastöðu Landsbankans. Er þetta rétt mat hjá mér? „Það er alveg rétt hjá þér. Ég er mjög ánægður með stöðu bankans, eftir þessa aðgerð.“ - Það er kreppa í þjóðfélaginu, sjávarútvegurinn er í miklum háska nú og þið eruð með 70% sjávarútvegsfyrir- tækja í landinu í viðskiptum. Ef enn hallar undan fæti í undirstöðuatvinnugreininni, fasteignamat um allt land í kjölfar þess heldur áfram niður á við, er þá óraunhæft að gera ráð fyrir því að Landsbankinn þurfi á nýjan leik að leita til ríkisins um frekari aðstoð? „Það er allt tekið með í reikninginn í þessari aðgerð sem þegar hefur verið ákveðin. 011 fyrirtæki, jafnvel þau sem hafa hvað besta stöðu í dag, eru metin með ákveðin varúðarsjónarmið að leiðarljósi. Sem betur fer verður því mati haldið vandlega leyndu, því ég er hræddur um að margur yrði móðgaður, ef hann vissi að hann er á svo- nefndum áhættulista. Guð hjálpi þér, nei, ég segi þér ekkert um þann lista, því það væri hrein móðgun við margan viðskiptavininn að upplýsa það. En eigum við ekki bara að segja, að hún verður svolítið torráðin framtíð- in okkar, ef við hættum að fá fisk úr sjónum. Svona hugs- um við ekki neitt. Þótt ég sé ekki mjög hrifinn af stefnu flokksins míns ogtilþrifum í sjávarútvegsmálum undanfar- in ár, þá skulum við nú vona að úr rætist.“ Hvorum megin á Sjöstjörnunni? „Við sitjum að bestu fiskimiðum heims og erum alltaf að finna nýja og nýja nytjastofna í hafinu og úr þessu raknar öllu. Þá vill Landsbankinn verða áfram lang- stærsti viðskiptabanki sjávarútvegsins, því við munum lifa á sjávarútvegi um ókomna tíð. Eg er hættur í pólitík og þess vegna má ég ekki spyija: Hvorum megin á Sjöstjörn- unni eiga þeir forystumenn Sjálfstæðisflokksins heima, sem ætla nú að ráðast gegn smáútvegsbændum eins og krókaleyfishugmyndir fjórhöfðanefndarinnar hljóða upp á? Þetta er enginn tvíhöfði, sú nefnd. Þar skín við sólu skalli Kristjáns Ragnarssonar og þar er sléttkembdur kollur sjávarútvegsráðherrans líka.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.