Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARZ 1993 Pollensa - unaðs- reitur í skjóli fjalla. A MALLORCA eftir Gísla Sigurðsson FYRIR fáeinum árum voru aðeins tveir golf- vellir á Mallorca, Son Servera, sem er 9 holu völlur á austurströndinni, og Son Vida, 18 holu völlur í hlíðunum ofan við Palma. Ferðaút- vegurinn gerði út á baðstrendur og gerir enn, en mörgum þykir það full einhæft fóður í frí- inu. Nú fer fólk í vaxandi mæli þangað sem það getur gert margt í senn; sólað sig, slappað af og t.d. leikið golf. Fjöldi þeirra sem leika golf hefur vaxið svo að það er með ólíkindum, bæði hér og erlendis. Við því hefur verið brugðist með því að koma upp fjölda nýrra golfvalla og má segja að í Evrópu sé úrvalið mest á þremur stöðum: A Costa del Sol á Spáni, í Portúgal og á Mallorca. / Á Canyamel - Nýr völlur við suðausturströndina. Gijót og skógur utan brauta. AMallorca er nú hægt að velja um 9 golfvelli og eru 7 þeirra 18 holu vellir. Ijórir þeirra eru á suðausturströndinni, einn á norðausturhorninu og fjórir í grennd við Palma. Vilji menn kynnast sem flestum þeirra er upp- lagt að dvelja í viku í Cala Millor eða Ca Coma á suðausturströnd- inni. Síðan mætti dvelja aðra viku í grennd við Palma og kynnast völl- unum þar. Þetta útheimtir bílaleigu- bíl, en þeir eru fremur ódýrir, kosta 1.500-1.600 kr. á dag, en um það bil 10 þúsund á viku með öllu. Með því að búa á Magaluf og leika ein- ungis á Poniente-vellinum, sem er 5 mín. akstur þaðan, kæmi þó bet- ur út að taka taxa. Það er alls staðar dýrt að leika golf á Spáni, því eftirspurnin er mikil. Alltaf er miklu öruggara að eiga pantaðan tíma og séu margir saman er það alveg nauðsynlegt. Vallargjöld á Mallorca eru án af- sláttar 5.000-6.500 pesetar, sem svarar til 2.525-3.575 ísl. kr. Þar við bætast kr. 150 fyrir leigu á kerru. Alls staðar mun vera hægt Santa Ponsa - langur keppnisvöllur en ekki eins tilbreytingarríkur og hinir. að taka golfbíl á leigu og kostar kr. 2.500, en yfirleitt sjást fáir á þeim. Golfkylfur og poka er hægt að taka á leigu, en venjulega er það lélegur samtíningur. Bezti tíminn hvað hitafar snertir fyrir íslenska golfara er annað hvort í apríl eða eftir miðjan september. í október getur líka verið mjög ákjósanlegur hiti, en þá má búast við úrkomu öðru hveiju. Það er sameiginlegt flestum golf- völlunum á Mallorca, að þeir eru um 6.000 metrar af gulu teigunum og því_ talsvert lengri en íslenskir vellir. Á móti kemur að boltinn flýg- ur lengra í hitanum. Völlunum er sameiginlegt að vera i fallegu um- hverfi og sums staðar, t.d. á Poll- ensa, er dýrðlega fallegt. Gífurlega mikið álag veldur því að brautir eru sums staðar harðar og slitnar, en víðast hvar eru flatirnar góðar. Þær eru mjög mjúkar og stöðva boltann fljótt og vel. Þær eru yfirleitt ekki eir.s hraðar og víða annars staðar á Spáni og henta okkur að því leyti betur. Aðeins á Bendinat og Poni- ente-völlunum voru flatirnar fremur slæmar sl. haust. Sandglompunum þarf að venjast, því sandurinn er leirkenndari og þéttari í sér en hér gerist. Á flestum vallanna eru breið- ar brautir, nema á þeim elsta, Son Servera, þar sem bein högg eru grundvallaratriði og á fyrri 9 á Canyamel, þar sem afdrifaríkt er að lenda út af. Engir tveir af völlun- um á Mallorca eru líkir; hver hefur til síns ágætis nokkuð. Það er líka skemmtilegt að líta inn í klúbbhúsin, sem eru afar ólík, allt frá því að vera mikil bákn og næstum því höll eins og á Santa Ponsa-vellinum til þess að vera smávegis uppgerð peningshús á fyrrverandi bújörð, svo sem á Poni- ente. Gömul og myndarleg hús, lík- lega herragarðar fyrrum, hafa verið gerð upp á Canyamel og Capdep- era, en nýtískuleg klúbbhús má sjá á Bendinat og Pollensa. Hér á eftir verður litið á vellina á Mallorca, hvern fyrir sig. Son Servera 9 holur. Lengd af gulum: 5.956 m. Par 72, SSS 72. Son Servera er á austurströnd- inni og er jafnframt elsti völlur á Mallorca. Þó hann sé kenndur við bæinn Son Servera, er völlurinn um 5 km þaðan, niðri við ströndina og lagður í stórvaxinn furuskóg. 7 af 9 brautunum eru skomar inn í skóg- inn. Þar er sérstök stemmning og mikil kyrrð. Brautirnar eru flestar þröngar og áríðandi að upphafshögg séu bein. Annars borgar sig að fórna lengd og slá með styttri tijám eða járnum. Samt gerir völlurinn tals- verðar kröfur um högglengd; lengsta par-4 brautin er aðeins yfir 400 metra löng. Son Servera-völlurinn ber þess merki að hönnuður hans er enskur. Völlurinn minnir á enska skógar- velli; flatir t.d. ekki byggðar upp, heldur „lagðar á landið“. Þær eru góðar og halda bolta mjög vel. Klúbbhúsið er gamalt og án íburð- ar. Þar er veitingasala, golfbúð og skammt frá er ágætt æfingasvæði. Canyamel 18 h. Lengd af gulum: 6.115 m, par 72, SSS 72. Þetta er annar af tveimur nýjum golfvöllum á suðausturströnd Mall- orca. Arkitekt er Pepe Gonzales, sem teiknaði Torrequebrada á Costa del Sol. „Vörumerki" hans er stór- hættuleg, en örstutt par-3 hola og sú 7. á Canýamel er ein slík, þó aðeins 70-100 m löng og flötin langtum neðar en teigurinn. Til Canyamel er um 25 mín. akst- ur frá Ca Coma. Fyrri 9 eru í eins konar Giljareitum; dal með talsvert bröttum hlíðum og árfarvegi neðst. Utan brauta er gijót, melar og ein- stök tré. Ein eftirminnilegasta hol- an á fyrri 9 er 200 m löng par-3 og öllu til tjaldað kringum flötina: Gijóthólum, tijám og runnum, djúp- um sandglompum og vatni. En

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.