Morgunblaðið - 21.03.1993, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 21.03.1993, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARZ 1993 29 þetta er svo fallega unnið að unun er að sjá. Seinni 9 holurnar hafa gerólíkan karakter, eru á flatlendi umkringd- ar möndlutijám. Þar er minni hætta á ferðum og hægt að láta gamminn geysa, en þessi hluti er ekki eins eftirminnilegur. Hvergi eru braut- irnar í óviðráðanlegri lengd fyrir miðlungs golfara; flestar par-4 eru um 350 m og sú lengsta 385. Vall- argjald er 5.000 pesetar og golfreið kostar annað eins. Capdepera 18 h. Lengd af gulum: 5.919 m, par 72, SSS 72. Þetta er annar hinna tveggja nýjustu golfvallanna austanmegin á Mallorca. Þangað er um 25 mín. akstur frá Ca Coma. Völlurinn er í dalverpi og hefur verið lagður í land bújarðar. Bæjarhúsin hafa staðið hátt og verið „staðarlegt" heim að líta. Þessum húsum hefur verið haldið að hluta, en gerð afar fallega upp; allir veggir úr gulbrúnu gijóti og sams konar hleðslur koma víðar fýrir á vellinum, í gijótgörðum sem hafa tilheyrt búskapnum, en eru nú hluti vallarins. Auk þess hafa víða verið búnar til tjamir. Möndlutré umlykja tvær fyrstu brautirnar og betra að fara ekki útaf þar. Síðan liggur leiðin út á jafnsléttu, þar sem tré koma líka við sögu og mjög víða vötn. Sumar holurnar eru strembnar, t.d. 195 m par-3 og önnur 187 m yfir vatn, en hægt að slá út að vatninu, tre- ysti maður sér ekki yfir. Brautimar em yfírleitt breiðar og í góðu ástandi. Flatimar vom hreinasta afbragð. Fegursti hluti vallarins er frá og með 13. og til enda. Þá er haldið upp í dal, sem skerst inn í fjallið og leynist þar mörg hættan, skógur Capdepera - á veröndinni við klúbbhúsið. Kannski bezti völlurinn á Mallorca. Á Son Servera - þröngur skógar- völlur. Elzti völlurinn á Mallorca. krónumikil tré. Nauðsynlegt er að geta staðsett upphafshöggin, og reyndar öll högg, ef ekki á að lenda í vandræðum. A miðju vallarins eru vötn, sem koma við sögu á' fjórum brautum. Pollensa-völlurinn út- heimtir ekki mikla högglengd, en fremur nákvæmni og vegna nátt- úmfegurðar er ævintýri að koma þangað. Vallargjald er 5.000 peset- ar og áríðandi er að eiga pantaðan tíma, ef farið er þangað. Vall D’Or 9 h. Lengd af gulum: 5.460 m, par 70, SSS 70. Club de Golf Vall D’Or er sunnar- lega á suðausturströndinni; þanðan eru um 60 km ti! Palma og 25 til Ca Coma. Þarna er hæðótt landslag og raðir af tignarlegum sýpmstijám setja svip á staðinn. Klúbbhúsið stendur hátt og frá því er fagurt útsýni yfir völlinn og bæina á ströndinni. Þetta er miðlungslangur 9 holu völlur með stórum og góðum flötum, en brautirnar breiðar og völlurinn gerir varla sömu kröfu um stefnufestu og ýmsir aðrir vellir á Mallorca. Sumum kann að þykja það kostur. Þetta er indæll staður og fallegur með góðri æfíngabraut og ekkert að því að leika þar, ef dvalið er í námunda. En þessi völlur er ekki spennandi. 9 holur til viðbót- ar eru til, en fyrir pólitískan storm í einhveijum vatnsglösum hefur ekki verið hægt að taka þær í notk- un. Bendinat 9 h. Lengd af gulum: 4.400 m, par 70, SSS 67., Þessi 9 holu völlur er 7 km vest- ur af Palma og viðlíka langt frá Magaluf. Hann er stytztur valla á Mallorca og mun ekki ætlunin að bæta við öðrum 9; til þess er ekki landrými. Bendinat er í alldjúpu dalverpi og mishæðóttara en nokk- ur annar völlur á Mallorca. Þetta gerir völlinn sérstæðan og um leið vandasaman. Högglangur kylfíngur getur t.d. á tveimur par-4 brautum tekið þá áhættu að slá beint yfír skóg og ná á flöt í einu höggi. Meistaraflokksmenn mundu gera það. En fyrir miðlungsgolfara eða byrj- anda er völlurinn tilbreyt- ingaríkur og um leið viðráð- anlegur, en þarna í dalnum er mikill hitapottur og getur orðið erfítt að ganga upp og niður brekkur í miklum hita. Klúbbhúsið er glæsilegt, einkum að innan. Vallar- gjald er 5.000 pesetar, en hægt að leika 9 holur og þá fyrir 2.500. Brautir voru í þokkalegu standi, en flatim- ar síðastliðið haust_ lítið betri en gengur og gerist á íslandi. Son Vida 18 h. Lengd af gulum: 5.705 m, par 72, SSS 71. og alldjúpt gil, sem farið er yfir og meðfram. Vallargjald á Capdepera, sem heitir raunar líka Club Roca Viva, er 5.000 pesetar. Þetta er mjög skemmtilegur völlur og sá sem ég mundi helst kjósa að leika á, ef ég ætti að velja einn af völlunum á Mallorca. Pollensa 9 h. Lengd af gulum: 5.116 m, par 70, SSS 70. Pollensa-völlurinn er einn og sér og næstum eins langt frá öðrum golfvöllum á Mallorca og komizt verður. Hann er við norðaustur- hornið, um 50 km frá Palma, en 2 km frá bænum Pollensa. Völlurinn stendur undir allbröttu fjalli. Klúbbhúsið er afar nýtízku- legt; það stendur hátt uppi og mun hærra miðað við völlinn en klúbb- húsið í Grafarholti til dæmis. Fyrsta holan er par-3, slegið frá klúbbhús- inu niður af brattri brekku. Bæði 2. og 9. braut eru gerðar mjög vandasamar vegna þess að á þeim hafa veri skilin eftir gömul og mjög Bendinat - 9 holu völlur skammt frá Palma. Son Vida Club de Golf, eða „gamli völlurinn" eins og íslenzkir kylfingar hafa oft nefnt hann, er í hlíðunum ofanvert við Palma. Þarna er fallegt golfvallarstæði og völlur- inn er skemmtilega lagður eftir því sem landslagið gefur tilefni UL. Þarna er verulegur skógur á köfl- um, en á hinn bóginn eru brautir víða lagðar eftir lægðum og hefur það bjargað mörgum boltanum, sem ella hefði farið útaf. Þarna er allt til alls; æfingabraut og golfbílar. Þarna sunnan í hlíð- inni vill verða óþægilega heitt og þá getur verið betra að hafa golf- reið. Hún kóstar 5.000 peseta, en tveir geta verið um hana. Vallar- gjaldið er 6.000 pesetar. Poniente 18 h. Lengd af gulum: 6.140' m, jiar 72, SSS 72. A Poniente-völlinn er aðeins 5 mín. akstur frá Magaluf. Víðáttu- mikilli bújörð var breytt í golfvöll, gripahúsum í klúbbhús, en vægast sagt með lágmarks íburði. Poniente er stór og strembinn völlur, samt er svo mikil ásókn í að leika þar, að eftir sl. sumar voru brautir orðn- ar afar slitnar og flatir vægast sagt afleitar. Þær hafa samt þann kost að halda bolta ágætlega. Það gefur hugmynd um lengdina, að 1. braut er 380 m par-4, önnur er 500 m par-5 og síðan kemur 380 m par-4 uppeftir brekku. Höggstuttir kylf- ingar ættu að leika þennan völl af bláum teigum; þaðan er hann miðl- ungslangur, 5.400m. Landslagið er tvískipt; annars vegar flatlendi með vötnum en hins vegar hæðótt skóglendi. Að jafnaði fara menn ver út úr flata hlutanum, því vötnin vilja taka sinn toll. Spöl- korn frá klúbbhúsinu er æfínga- braut og golfbflar eru fáanlegir. Vallargjald á Poniente er 6.500 pesetar án afsláttar og kerra kostar 300 peseta. Santa Ponsa I 18 h. Lengd af gulum: 6.520 m, par 72, SSS 72. Santa Ponsa-völlurinn er sá eini af völlunum á Mallorca sem sést hefur í Sjónvarpinu, því þar fara stundum fram fjölþjóðlegar golf- keppnir. Klúbbhúsið þar hentar fyr- ir slíkar uppákomur; það er fremur höll en venjulegt klúbbhús, enda golfhótel einnig. Þar er stærsta og veglegasta golfverzlun á Mallorca. Það sem einkennir Santa Ponsa- vöilinn er fyrst og fremst lengd. Tilbreytingu vantar hins vegar; hún er minni en á hinum völlunum. Neðst á svæðinu koma þó vötn við sögu á fjórum brautum og þar er fallegast. Umhverfið í heild er fal- legt og fyall í norðurátt minnir sterklega á Baulu í Borgarfirði. Á Santa Ponsa-völlinn eru um 18 km frá Palma og aðeins örstuttur spöl- ur sé búið á Santa Ponsa-svæðinu. Vallargjald er 6.500 pesetar og bíl- ar eru til reiðu. I ^ I . * I ™ HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - simi 17800 Leéurtöskur i Kennari: Arndís Jóhannsdóttir. 22. mars-19. apríl. Mánudaga kl. 19.30-22.30. Skráning fer fram á skrifstofu skólans mánudaga -fimmtudaga kl. 14-16 í síma 17800. L . I HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufasvegi 2 - simi 17800 Námskeið fyrir leióbeinendur Kennarar: Arndís Jóhannsdóttir, leðurvinna, Bjarni Kristjánsson, útskurður, og Margrét Guðnadóttir, körfugerð. 26., 27. og 28. mars. Skráning fer fram á skrifstofu skólans mánudaga -fimmtudaga kl. 14-16 í síma 17800. I _ | _ • _ | _ • _ | _ • _ i _ \ mm -4. .. J Mývatnssveit - einbýli Til sölu er 157 fm einbýlishús að Helluhrauni 1, Mývatnssveit. Húsið hentar mjög vel fyrirfélagasamtök og starfsmannafélög. Fasteignasalan hf Cránufélagsgötu 4, e.h. Síml 21878 - Fax 11878 tyiUinn pinní; Opið frá kl. 10.00-12.00 og 13.00-17.00. Hermann R. Jónsson sölumaður, hs. 96-25025. Ufihth í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁOHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.