Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARZ 1993 eftir Agnesi Bragadóttur ÓMYRKUR í máli, hefur í gegnum árin iðulega komið upp í hugann, þegar Sverrir Hermanns- son hefur átt í hlut, hvort sem er í hlutverki þingmanns og ráðherra hér á árum áður eða í hlutverki bankastjóra Landsbanka Islands. En það var ekki sú mynd sem kom upp í hugann við það að lesa í Morgunblaðinu nú á föstudagsmorgun yfirlýsingu bankasljórnar Landsbankans, vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að veita Landsbankanum þriggja milljarða króna fyrirgreiðslu, til að bæta eiginfjárstöðu bankans. Þar gætti einungis varfærni, og þakklætis í garð stjórnvalda, „sérstaklega forsætisráðherra og viðskiptaráðherra fyrir rösklega forystu og framgöngu í málinu“, auk þess sem þar var greint frá því að mjög náið samráð hafi verið haft milli Seðlabanka íslands, Landsbankans og viðskiptaráðuneytis um allan undirbúning málsins, en lokaákvörðun hafi komið til kasta forsætisráðherra og viðskiptaráðherra og síðan ríkisstjórn- ar. Þennan aðdraganda, stöðu Landsbanka Islands, pólitíska fyrirgreiðslu og ýmislegt fleira ræðir Sverrir Hermannsson hér í opinskáu viðtali við blaðamann Morgunblaðsins. - Sverrir, það líða tveir sólarhringar frá því að ríkis- stjórnin tekur ákvörðun um að styrkja eiginfjárstöðu Landsbankans, samtals um 4,25 milljarða króna, án þess að hósti eða stuna heyrist frá bankastjórn Landsbankans. í Morgunblaðinu í morgun (föstudag) er svo birt yfirlýs- ing bankastjórnarinnar, sem gefín var út síðdegis á fímmtudag, sem ekki er alveg í samræmi við það hver aðdragandi málsins var. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér lítur út fyrir að bankastjórnin, eins og hún leggur sig, hafi verið sett til hliðar við þessa ákvarðanatöku, en ekki hafí verið um náið samráð að ræða, eins og greinir í yfírlýsingu ykkar. Einungis hafí verið haft samráð um þessa ákvörðun við Kjartan Gunnars- son, starfandi formann bankaráðsins. Hvernig stendur á því að yfirlýsing ykkar bankastjóranna þriggja er orðuð með þessum hætti fyrst aðdragandinn var sá sem ég hef verið að lýsa? Sameiginleg yfirlýsing „Það þarf ekki að vera neitt leyndarmál að þetta er sameiginleg yfirlýsing okkar bankastjóranna og formanns bankaráðs. En það er á vissan hátt of mikið sagt að segja að bankastjórnin hafí verið sett til hliðar. Við höfðum um alllangt skeið verið meðvitaðir um að Landsbankinn næði ekki að uppfylia nýjar alþjóðareglur um eiginfjárstöðu. Þessar umræður eru ekki nýjar, til dæmis við seðlabanka- stjórn og bankaeftirlit, sem við höfum reglulegt samband og samráð við. Á haustdögum, og raunar í desember, þegar dró að því að þessar reglur gengju í gildi, þá sýndu útreikningar, eins og vænta mátti, að það vantaði upp á að bankinn uppfyllti reglurnar. Til þess að ná þessu 8% lágmarki í eiginfjárstöðu hefð- um við þurft 900 milljónir króna að láni um áramót, en það varð að ráði að hafa dálítið meira svigrúm og því voru teknar 1250 milljónir króna í víkjandi lán í Seðla- bankanum. Raunar vorum við búnir að kanna þetta úti í löndum og áttum kost á slíku láni þar, en niðurstaðan varð nú samt sem áður þessi. Þegar sú ákvörðun var tek- in var jafnframt tekin ákvörðun um það, að þetta lán yrði endurgreitt fyrir 1. maí og tíminn fram að því yrði notaður til þess að fínna frambúðarlausn. Málin voru síð- an rædd hér áfram af okkar hálfu við Seðlabanka og við- skiptaráðuneyti. Þegar við höfum áttað okkur á því, að ástæður allar í bankanum eru þess eðlis, að nauðsyn ber til þess að leggja meira fyrir til varúðar, vegna útlán- atapa, þá hika menn við. Raunar voru reikningar bankans fullfrágengnir og sýndi sig að við höfðum uppundir tvo milljarða til þess að leggja í varasjóð og til að borga hinu opinbera 600 milljónir í gjöld, og svo framvegis. Við hugð- umst gera upp með 340 milljóna króna tapi, sem er ekki stórt, og þá var eiginfjárstaða okkar sex milljarðar króna. En áframhald umræðunnar, sérstaklega fyrir forgöngu bankaráðsformanns, fól það í sér að rétt væri að stíga stórt skref til þess að uppfylla nú öll skilyrði um eiginfjár- stöðu og að allra varúðarsjónarmiða í afskriftum væri gætt. Það var ákveðið að setja á fót vinnunefnd þriggja manna frá Landsbanka og Seðlabanka til þess að athuga hvernig best yrði staðið að framkvæmd þessara mála. Síðan tóku hjólin að snúast með þessum hraða, sem ég fyrir mitt leyti, var mjög áhyggjufullur yfir, en hefur þó ræst úr og farið á betri veg en ég þá óttaðist. Þessi ákvörðun stórstyrkir náttúrlega Landsbankann og á því er auðvitað mesta nauðsyn. Þessi langstærsti banki þjóðar- innar þurfti á því að halda til þess að mæta þeim þreng- ingum sem við búum við. Við verðum að halda áfram að sinna atvinnulífinu og til þess erum við nú í góðum fær- um. Lausafjárstaða okkar hefur um langt árabil ekki ver- ið jafngóð og hún er núna.“ Bankastjórnin ekki í beinum ráðum - Þetta sem þú segir breytir ekki þeirri staðreynd að á lokastigum þessa máls var ekki haft neitt samráð við bankastjóra Landsbankans, eða hvað? „Það er rétt, að það er ekki hægt að segja að banka- stjórnin sjálf hafí verið í beinum ráðum þegar ákvörðun ríkisstjórnarinnar brast á, en bankaráðsformaður trúi ég hafi verið það. Ég hef margsagt og aldrei dregið dul á áhyggjur mínar, þennan dag þegar þetta reið yfír.“ - En þessi leið sem valin var af forsætisráðherra og ríkisstjóm. Er sátt um hana í Landsbanka eða komu aðr- ar leiðir til greina að mati bankastjórnarinnar? „Menn ræddu um ýmsar leiðir og við í bankastjórn vorum með ýmsar hugmyndir um útfærslu þess hvernig bæta mætti eiginfjárstöðu bankans. Þótt málefnið sem slíkt sé viðamikið og stórt, þá hefur nú ýmsum þóknast að gera úlfalda úr þessari mýflugu. Við sjáum fyrir okkur framgang þessa máls með þeim hætti að ríkið afhenti okkur skuldabréf til 20 ára, afborgunarlaust í fimm ár. Það skuldabréf verði til þess að bankinn uppfyllir vel BlS-reglurnar. Síðan að fímm árum liðnum getum við sjálfir séð um að greiða skuldabréfið, því þá verðum um við búnir að borga þessar eldgömlu, níðþungu vangreiðsl- ur í lífeyrisskuldbindingum.“ - Er þessi leið enn inni í myndinni? „Ég get ekki dæmt um það. Við erum ekki þeir sem eigum að segja fyrir um hvaða leiðir eru valdar í þessu efni. Niðurstaða æðstu stjórnvalda liggur fyrir og við höfum lýst okkur samþykka niðurstöðunni. Við teljum að hún hafí verið hin brýnasta nauðsyn og ekkert aðalatriði hvaða leiðir eru valdar til þess að ná markmiðinu. Við hér í bankanum vildum gjarnan velja þá leiðina sem svona frekar drægi úr því að hér væri allt að fara til andskot- ans, eins og fjölmiðlum, sumum að minnsta kosti, þóknað- ist að setja dæmið upp þennan fræga þriðjudag. Menn mega virða það eins og þeim sýnist, að ég var áhyggju- fullur þann dag, eins og mér sýndist að málum staðið.“ Mannorðsþjófur — mannorðsætur „En það er svo annað mál, fyrir þig og ykkur fjölmiðla að hugsa um, hver ósköp eru að verða þar. Menn skoða ekkert hug sinn um neitt og þessi virðulega stétt, sem fjölmiðlastéttin á að vera, mjög þýðingarmikil og ábyrgðar- full; helftin af henni er alveg komin í hundana. Það eru til fjölmiðlar sem standa upp úr, eins og Morgunblaðið og Ríkisútvarpið, samkvæmt minni reynslu. En að hugsa sér það að svo skuli komið fyrir íslenskri þjóð, að hún kaupi rógsiðju áratugum saman, mannorðsþjófs á borð við aðalritstjóra næststærsta blaðs í landinu! Svo eru menn að eltast við smápeningaþjófa, þó að mannorðsæt- urnar fái að stunda iðju sína með þessum hætti.“ - Það kom fram á Alþingi daginn eftir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar lá fyrir að einn ykkar bankastjóranna, Halldór Guðbjamason, upplýsti á fundi með efnahags- og viðskiptanefnd þingsins á miðvikudagsmorgun að banka- stjórar Landsbankans hefðu á fundi með Jóni Sigurðssyni viðskiptaráðherra fengið þau svör að éinhvetjir dagar væru til stefnu, þar til ríkisstjórnin tæki ákvörðun. Hvern- ig má það vera að þetta komi fram á Alþingi og banka- stjórnin sjálf frétti nánast af málinu í gegnum fjölmiðla? „Nú er að því að gá, að menn eiga kannski einhveija afsökun í því að þeim finnst skyndilega mál horfa þannig við, að það verði að grípa til eldsnöggra viðbragða. Ég ímynda _mér að þannig hafi málin horft við forsætisráð- herra. Ég á ekki og get ekki svarað fyrir með hvaða hætti þessar lokaákvarðanir voru teknar. Ég geri samt sem áður ráð fyrir því að fullt samráð hafi verið milli forsætisráðherra og viðskiptaráðherra, þar sem málefni bankanna heyra undir hann. Ég læt mér ekki detta neitt annað í hug. En á þessum fundi, án þess að ég vilji fara að greina frá einstökum atriðum þar, þá skildum við banka- stjórar Landsbankans bankamálaráðherrann þannig að ekki væri alveg komið að því að hrinda málinu í fram- kvæmd. Síðar kom á daginn að þetta var ákveðið strax þennan sama eftirmiðdag. Það er svo annað mál, að það hefur verið túlkað á annan veg. Þetta er spurning fyrir bankamálaráðherrann og forsætisráðherrann hvernig þeirra ráðagerð kom fram, sem þeir verða þá að gera upp við sig hvort þeir vilja sitja fyrir frekari svörum um.“ Bisast við BlS-reglur - Þegar BlS-reglurnar voru kynntar hér á landi, fyrir tveimur og hálfu ári, þá létuð þið Landsbankamenn ætíð í veðri vaka að bankinn gæti uppfyllt þau skilyrði sem þær setja. Orðrétt held ég að þú hafi sagt fyrir tveimur árum eða svo: „Landsbankinn mun bisast við að uppfylla BIS-reglurnar!“ Hvers vegna áttuðuð þið ykkur ekki á því miklu fyrr en síðastliðið haust, hversu mikið vantaði á, að bankinn gæti uppfyllt reglurnar? „Upp á síðkastið höfum við alls ekki látið að því liggja að bankinn myndi að óbreyttu uppfylla þessar reglur. Gáðu að því, að þegar reglurnar voru kynntar, þá vissum við ekkert hvernig þær yrðu útfærðar. Við vissum ekkert um áhættugrunninn svonefnda, sem er aðalatriði málsins. Við vissum ekki að það yrði talin 100% áhætta hjá okkur að eiga veð í fiskiskipum. Við vissum ekki heldur að lán- veitingar okkar til Reykjavíkurborgar yrðu flokkaðar sem 20% áhættulán, en Reykjavíkurborg teljum við ekki verri skuldara en íslenska ríkið. Við fengum ekki útfærsluna á þessum reglum fyrr en líða tók á síðasta ár og þá strax varð okkur ljóst að bankinn myndi ekki uppfylla reglurn- ar.“ - Nú fenguð þið erlent ráðgjafarfyrirtæki, Spicer & Oppenheim, til þess að gera úttekt á starfsemi Landsbank- ans og veita ykkur ráð árið 1989. Hvað kom út úr þeirri ráðgjöf og á hvaða hátt hafið þið farið eftir henni? „Við höfum gert óhemju mikið til þess að bæta stöðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.