Morgunblaðið - 21.03.1993, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 21.03.1993, Qupperneq 48
48 SJONVARPIÐ 9.00 Þ-Morgunsjónvarp barnanna Kynn- ir er Rannveig Jóhannsdóttir. 11.00 ►Stundin okkar 11.30 ►Hlé 14.20 Tnill IQT ► Söngleikjahátíð lUnLldl (Gala Concert) Helstu óperettusöngvarar Ungveija flytja lög úr þekktum óperettum og söng- leikjum, 15.55 ►íslenskar kvikmyndir Fjórar ís- lenskar kvikmyndir eru tilnefndar til Norrænu kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í Reykjavík næst- komandi laugardag. Af þessu tilefni endursýnir Sjónvarpið þrjá þætti þar sem fylgst er með vinnslu kvikmynd- anna Ingulóar eftir Ásdísi Thorodd- sen, Svo á jörðu sem á himni eftir Kristínu Jóhannesdóttur og Sódómu - Reykjavíkur eftir Óskar Jónasson. Fjórða myndin sem tilnefnd er til verðlaunanna er Böm náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson. Dag- skrárgerð annaðist Hákon Már Odds- son og þættirnir voru áður á dagskrá 5. febrúar, 28. ágúst og 8. október í fyrra. 16.55 ►Stórviðburðir aldarinnar 3. þátt- ur: 1. september 1939 Einræðis- herrarnir (Grands jours de siécie) Franskur heimildamyndaflokkur. I hverjum þætti er athyglinni beint að einum sögulegum degi. í þessum þætti verður fjallað um framsókn fasisma.ns og einræðisherra. Þýð- andi: Jón 0. Edwald. Þulur: Guð- mundur Ingi Kristjánsson. (3:15) 17.50 ►Sunnudagshugvekja Séra Hann- es Orn Blandon á Syðra-Laugalandi í Eyjaflarðarsveit flytur. 18 00 RADUJlFFkll ► Stundin okkar DAIIIillCrill Umsjón: Helga Steffensen. Upptökustjórn: Hildur Snjólaug Bruun. CO 18.30 ►Sigga Teiknimynd um litla stúlku sem veltir fyrir sér til hvers hún geti notað augun sín. Þýðandi: Jó- har.na Jóhannsdóttir. Lesari: Sigrún Waage. (Nordvision - Danska sjón- varpið) (2:6) 18.40 ►Börn í Gambíu (Koioli-barna) Þáttaröð um daglegt líf systkina í sveitaþorpi í Gambíu. Þýðandi: Jó- hanna Jóhannsdóttir. Lesari: Kolbrún Ema Pétursdóttir. (Nordvision - Norska sjónvarpið) (2:5) 18.55 ►Táknmálsfréttir 19.00 ►Tíðarandinn Rokkþáttur í umsjón Skúla Helgasonar. CO 19.30 ►Fyrirmyndarfaðir (The Cosby Show) Bandarískur gamanmynda- flokkur. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. (20:24) 20.00 ►Fréttir og veður 20.35 ►Húsið í Kristjánshöfn (Huset pi Christianshavn) Sjálfstæðar sögur um kynlega kvisti, sem búa í gömlu húsi í Christianshavn í Kaupmanna- höfn og næsta nágrenni þess. Þýð- andi: Olöf Pétursdóttir. (10:24) 21.00 ►Norræna kvikmyndahátíðin 1993 Kynningarþáttur um hátíðina sem haldin verður í Reykjavík 24.-27. mars. í aðalkeppninni taka þátt 20 bíómyndir, íjórar frá hveiju Norður- landanna. Auk þess keppa sín á milli 20 stuttmyndir. Á hátíðinni verða einnig sýndar þær 10 myndir sem valdar hafa verið bestu norrænu myndirnar undanfarin 10 ár. Dag- skrárgerð: Jón Egiil Bergþórsson. 21.40 ►Dóttir mín tilheyrir mér (Meine Tochter gehört mir) Þýsk sjónvarps- mynd frá 1992. Við skilnað fær þýsk móðir forræði barns. Faðirinn, sem er grískur, kemur einn góðan veður- dag og rænir barninu og fer með það til Grikklands. Hefst þá píslarganga móðurinnar til að ná barninu aftur. Leikstjóri: Vivian Naefe. Aðalhlut- verk: Barbara Auer, Georges Corr- aface og Nadja Nebas. Þýðandi: Jó- hanna Þráinsdóttir. 23.10 ►Sögumenn Þýðandi: Guðrún Arnalds. 23.15 ►Á Hafnarslóð Gengið með Birni Th. Björnssyni listfræðingi um sögu- slóðir íslendinga í Kaupmannahöfn. Þetta er fímmti þáttur af sex sem Saga film framleiddi fyrir Sjónvarp- ið. Upptökum stjómaði Valdimar Leifsson. Áður á dagskrá í febrúar 1990. 23.40 ►Útvarpsfréttir í dagskrárlok MOBGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 21. MARZ 1993 SUWWIIPAGUR 21/3 STOÐTVO 9 00 RRDUilEEUI ►' bangsalandi DAIInflCrRI Teiknimynda- flokkur með íslensku tali fyrir yngstu áhorfendurna. 9.20 ►Kátir hvolpar Talsettur teikni- myndaflokkur. 9.45 ►Umhverfis jörðina í 80 draumum Karl sjóari, fósturbörn hans þijú, amma Karta og páfagaukurinn Ósk- ar ferðast um í afar einkennilegu farartæki og lenda í spennandi ævin- týrum. (9:26) 10.10 ►Hrói höttur Teiknimyndaflokkur um Hróa hött og félaga. (11:13) 10.35 ►Ein af strákunum (Reporter Blu- es) Teiknimynd um unga stúlku sem reynir fyrir sér í blaðamennsku. 11.00 ►Meö fiðring í tánum (Kid’n Piay) Teiknimynd með fullt af skemmti- legri tónlist, flörugum dansporum og hressum krökkum. (3:13) 11.30 ►Ég gleymi því aldrei (The Worst Day of My Life) Lokaþáttur leikins ástralsks myndaflokks fyrir börn og unglinga. (6:6) 12.00 ►Evrópski vinsældalistinn (MTV - The European Top 20) 20 vinsælustu lög Evrópu talin niður. 13.00 íhDÁTTID ► NBA-tilþrif (NBA IrnU I 111% Action) Skyggnst á bak við tjöldin í NBÁ-deildinni. 13.25 ►Áfram áfram! íþróttir fatlaðra og þroskaheftra. Þáttur um íþróttir fatl- aðra og þroskaheftra. 13.55 ►ítalski boltinn Bein útsending frá leik í fyrstu deild ítalska boltans. 15.45 ►NBA-körfuboltinn Einar Bollason og Heimir Karlsson lýsa leik í NBA- deildinni. 17.00 ►Húsið á sléttunni (Littie House on the Prairie) Framhaldsmynda- flokkur fyrir alla fjölskylduna um Ingalls-fjölskylduna. (7:24) 18.00 ^60 mínútur Bandarískur frétta- skýringaþáttur. 18.50 ►Aðeins ein jðrð Endurtekinn þátt- ur um umhverfísmál frá því á fímmtudagskvöld. Umsjón: Ómar Ragnarsson og Sigurveig Jónasdótt- ir. 19.19 ►19:19 Fréttir og veður. 20.00 ►Bernskubrek (The Wonder Years) Bandarískur framhaldsmyndaflokk- ur um Kevin Amold og unglinga- vandamál hans. (14:24) 20.25 ►Sporðaköst Nú hefur göngu sína íslenskur myndaflokkur um stanga- veiði sem reyndar er eitt helsta áhugamál íslensku þjóðarinnar. Þættirnir eru sex talsins og skipar náttúruvernd veglegan sess í þeim. (1:6) Umsjón: Pálmi Gunnarsson. Stjóm upptöku: Börkur Bragi Bald- vinsson. 20.55 ►Vertu sæll, harði heimur (Good- bye Cruel Worid) Bresk þáttaröð í þremur hlutum um konu á besta aldri sem fær mjög sjaldgæfan sjúkdóm. Henni er sagt að engin lækning sé til og að ekkert bíði hennar nema dauðinn. Aðalhlutverk: Sue Johnston og Alun Armstrong. Leikstjóri: Adr- ian Shergold. 1992. (1:3) 21.50 tflf|tf||VUniD ► Blóðhundar nVlnlnfRUIHá Broadway (Bloodhounds of Broadway) Matt Dilion, Madonna, Jennifer Grey og Rutger Hauer eru í aðaihlutverkum í þessari ærslafengnu mynd um hóp glæpamanna, dansmeyja og fjár- hættuspilara sem fara eins og hvirfil- vindur um leikhúsahverfi New York á gamlárskvöld árið 1928. Liðið er staðráðið í að skemmta sér vel, frem- ur ótal strákapör, teygar kampavín og skemmtir sér konunglega - á kostnað annarra. Skemmtun þeirra er e.t.v. ekki fullkomlega saklaus en það er misjafnt hvað fólki finnst gaman að gera og óþjóðalýðurinn verður að fá að leika sér eins og aðrir. Leikstjóri: Howard Brookner. 1989. Maltin gefur ★ ★. Mynd- bandahandbókin gefur ★★. 23.25 ►Hefnd föður (A Father's Revenge) Bandarískri flugfreyju er rænt af hryðjuverkamönnum í Þýskalandi. Faðir hennar ræður hóp málaliða til að hafa upp á óþokkunum og bjarga stúlkunni. Aðalhlutverk: Brian Dennehy og Joanna Cassidy. Loka- sýning. Stranglega bönnuð börn- um. 1.00 Dagskrárlok Vertu sæll, harðí helmur - Barbara Grade neitar að gefast upp fyrir sjúkdómi sínum. Heldur í vonina til hinsta dags STÖÐ 2 KL. 20.55 Barbara Grade er nýbúin að fá dauðadóm. Hún er haldin svokölluðum Way-sjúkdómi, dæmd til að veslast upp og deyja á 2 til 5 árum. Það er engin von um lækningu. En von er það eina sem Barbara á og hún reynir að halda í hana fram í rauðan dauðann. Eig- inmaður hennar, Roy, getur ekki heldur sætt sig við að Barbara komi til með að missa kraft smám saman og deyja innan fárra ára. Saman stofna þau samtök fólks sem þjáist af þessum sjaldgæfa sjúkdómi og reyna að gera eitthvað til að draga úr sársaukanum og halda í vonina. Þetta er kraftmikil og áhrifamikil bresk þáttaröð um venjulega fjöl- skyldu sem reynir að takast á við hrikalegan sjúkdóm. Annar hluti af þremur verður á dagskrá annað kvöld. Kynning á myndum kvikmyndahátíðar Þrír þættir um baráttu Barböru gegn Way-sjúkdómi Norræn kvikmyndahá- tíð í Reykjavík 24.-27. mars SJÓNVARPIÐ KL. 21.00 Dagana 24. til 27. mars verður haldin í Reykjavík Norræna kvikmyndahátíð- in 1993. í aðalkeppninni taka þátt 20 bíómyndir, fjórar frá hveiju Norð- urlandanna. Auk þess keppa sín á milli 20 norrænar stuttmyndir, sem hver um sig er innan við tíu mínútur að lengd, og verður ein sýnd á undan hverri bjómynd. Á hátíðinni verða einnig sýndar þær tíu myndir sem valdar hafa verið bestu norrænu myndirnar undanfarin tíu ár. Allar þessar myndir verða kynntar í þætt- inum Norrænu kvikmyndahátíðinni 1993, sem Sjónvarpið sýnir í kvöld. Umsjón með þættinum hefur Þor- fínnur Ómarsson en auk hans kynna dagskrána kvikmyndagerðarmenn- irnir Hilmar Oddsson, Lárus Ýmjs Óskarsson, Kristín Pálsdóttir og Marín Magnúsdóttirj framkvæmda- stjóri hátíðarinnar. Á næstu dögum Tónleika- upptökur á Bylgjunni Pétur Valgeirsson stýrir þættinum Coca Cola gefur tóninn á tónleikum BYLGJAN KL. 20.00 í kvöld hefst á Bylgjunni nýr og tónlist- arþáttur þar sem útvarpað er upptökum frá tónleikum margra frægustu og vinsælustu hljóm- sveita heims, talað við lista- mennina og ferill þeirra rakin á forvitnilegan hátt. Tónlistar- mennirnir sem ríða á vaðið eru Eric Clapton, James og Level 42. Rætt verður við Eric um lit- ríkan feril hans en eins og kunn- ugt er sópaði hann að sér Emmy-verðlaunum þegar þau voru veitt á dögunum. Pétur Valgeirsson Merki hátíðarinnar sér Þorfínnur einnig um stutta kynn- ingarþætti um dagskrá hátíðarinnar. Laugardaginn 27. mars nær Nor- ræna kvikmyndahátíðin hápunkti sínum þegar veitt verða verðlaun fyrir bestu myndir hátíðarinnar. Sjónvarpið verður með beina útsend- ingu frá verðlaunaafhendingunni og hefst hún klukkan 19.00. Dagskrár- gerð annast Jón Egill Bergþórsson. Notfæra sér ringulreið Skemmta sér á kostnað annarra á gamlárs- kvöld Úti á lífinu - Madonna og Jennifer Gray í hlutverkum sínum. STÖÐ 2 KL. 21.50 Matt Dillon, Madonna, Jennifer Gray og Rutger Hauer eru í aðalhlutverkum í myndinni Blóðhundum á Broad- way (Bloodhounds of Broadway) um litríkan hóp bófa, dansmeyja og fjárhættuspilara sem fara eins og svartur stormsveipur um leik- húshverfi New York á gamlárs- kvöld árið 1928. Allir eru ákveðnir í að mála bæinn rauðan og liðið teygar kampavín, fremur strákap- ör og skemmtir sér konunglega - á kostnað annarra. Það ríkir al- gert stjórnleysi í stórborginni fyrstu nótt nýja ársins og hópurinn notfærir sér ástandið til þess að leika sér dálítið. Myndin er byggð á sögu eftir Damon Runyon. Leik- stjóri er Howard Brookner.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.