Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 21. MARZ 1993 35 Hjónaminning Unnur Bergsveins- , dóttir og Símon Teitsson, Borgamesi Unnur ) Fædd 24. ágúst 1913 Dáin 7. ágúst 1992 Símon Fæddur 22. mars 1904 Dáinn 13. apríl 1987 ) ) ) Ekkert varir að eilífu og einn daginn kemur að því að við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd, að tími ástvina, skyldmenna og góðra vina hér á jörðinni er liðinn. Stund- um ber þennan aðskilnað að á óvæntan og snöggan hátt, stundum er aðdragandinn nokkur. En í báðum tilvikum er söknuður- inn sár, en einmitt þá er fátt meiri gleðigjafi þeim sem eftir lifa en góðar minningar og þakklæti til þeirra, sem famir em. Þetta á eink- ar vel við um mína góðu tengdafor- eldra, Unni Bergsveinsdóttur og Símon Teitsson. Unnur var fædd í Flatey á Breiða- firði. Systkinin vom tvö, Unnur og Jón, en foreldrar þeirra vom Sigur- lína Bjarnadóttur og Bergsveinn Sigurðsson sjómaður. Bergsveinn varð skammlífur og lést frá bömum sínum ungum. Á þessum árum urðu einstæðar mæður að standa eða falla og þær vom hólpnar sem tókst að halda bömum sínum, en hrepp- stjórar og aðrir valdsmenn hikuðu ekki við að leysa upp fjölskyldur og ráðstafa bömum út og suður, ef minnsta hætta var talin á að sveitar- félagið þyrfti að leggja eitthvað af mörkum. Á hinn bóginn þótti fátæk- um og einstæðum það hin mest'a skömm að þiggja eitthvað frá hinu opinbera, öfugt við það sem nú er, þegar hver þykist góður, sem haft getur sem mest fé út úr ríki og bæ. Sigurlína Bjarnadóttir efldist við hveija raun. Hún tók því sem að höndum bar með dugnaði og reisn. Hún vann hörðum höndum öll störf sem buðust og kom bömum sínum, Unni og Jóni, ein og óstudd til manns, eins og það er kallað. Þar kom að Sigurlína Bjamadótt- ir fluttist til Reykjavíkur með börn sín. Unnur var þá tólf ára. Að loknu bamaskólaprófí hóf hún nám við kvöldskóla KFUM þar sem hún lagði með öðm stund á ensku og dönskun- ám, en jafnframt lét hún þann draum sinn rætast að læra á hljóð- færi og hóf nám í orgelleik, en þau systkini vom bæði mjög gefin fyrir tónlist. Um leið og Unnur og Jón höfðu þroska til hófu þau að stunda vinnu samhliða námi sínu og sam- eiginlega tókst fjölskyldunni að hafa Kristvaldur Eiríks- ) ) ) ) ) ) son - Minning Fæddur 12. janúar 1899 Dáinn 14. mars 1993 Hinn 14. mars síðastliðinn lést fósturfaðir minn, Kristvaldur Ei- ríksson, á Elliheimilinu Gmnd eftir langa dvöl þar. Árin þar urðu yfir tuttugu og dvaldist hann þar síð- ustu ár á sjúkradeild. Valdi, eins og hann var kallaður, kynntist móður minni, Sigurbjörgu Bjömsdóttur, þegar ég var aðeins átta ára gömul. Allt frá fyrstu tíð var samband okkar gott og var margt sér til gamans gert í húsinu okkar í Brekku í Mosfellsbæ. Valdi stundaði vinnu við Álafoss- verksmiðjuna í Mosfellsbæ í yfir fjóra áratugi, eða þar til heilsu hans hrakaði. Þurfti hann þá að fara á sjúkrahús, fyrst á Reykjalund og svo á Elliheimilið Grund. Eftir að hann fór að hressast kom hann oft til mín þar sem ég bjó á Snorrabrautinni. Síðar gat ég end- urgoldið honum þessar heimsóknir. Áttum við margar góðar stundir saman og nú síðustu árin á sjúkra- deild Gmndar. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, - líf mannlegt endar skjótt. Ég veit að fátækleg orð mín segja lítið um Valda, en minningin um hann lifir í hjarta mínu. (Hallgr. Pét.) Guðbjörg Einarsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritsljórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Iteyly'avík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með tóðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- agsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birt- ar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi. sigur í daglegu amstri og erfiði og famaðist vel. Það er með miklum ólíkindum hve miklu ástfóstri þeir taka við Flatey á Breiðafirði, sem alist hafa þar upp. Þar var Unnur engin und- antekning. Þó að samband hennar við eyjalífið rofnaði á unglingsaldri var henni alltaf ákaflega hlýtt til fólksins og umhverfisins fyrir vest- an og áhugi hennar á öllu sem laut að Breiðafjarðareyjum og mannlíf- inu þar rofnaði aldrei. Vafalaust var Reykjavík spenn- andi borg í augum ungrar stúlku um og eftir 1930, þegar sjá mátti í kvikmyndahúsum mestu kvenna- gull allra tíma umvefja elskuna sína á hvita tjaldinu með slíkum tilþrifum að fæstir gátu tára bundist. En þrátt fyrir allt átti sveitalífið það sterk tök í Unni, að árið 1932 réðst hún sem kaupakona að Grímarsstöðum í Andakílshreppi. Þá bjuggu þar hjónin Ragnheiður D. Fjeldsteð frá Hvítárósi og Teitur Símonarson frá Grímarsstöðum, ásamt næstelsta syni þeirra Símoni Teitssyni. Grím- arsstaðaheimilið var vel efnum búið á þess tíma mælikvarða og fengu Grímarsstaðabömin, Daníel, Sigur- laug, Símon og Guðjón, að njóta menntunar. Daníel, sem var elstur, varð búfræðingur, Sigurlaug lærði hannyrðir og kjólasaum, en Símon og Guðjón fóm til náms í Flensborg- arskóla í Hafnarfirði. Guðjón fór síðan í Samvinnuskólann og til Bret- lands til frekara náms. Símon lauk námi í Flensborg með ágætum vitn- isburði. Hann var ákveðinn í að nema læknisfræði og hafði aflað sér bóka til þess náms. Oft fer margt öðruvísi en ætlað er. Þegar hér var komið gerðust veáur válynd í efna- hagsmálum þjóðarinnar og heimsins alls. Kreppan var skollin á og hafði ófyrirséðar afleiðingar fyrir allt þjóðlíf, sjávarútveg, landbúnað og hvaðeina. Daníel stóð fyrir eigin búi að Bárastöðum í Andakíl, Guðjón hafði nýhafið nám, en heilsuleysi sótti að Ragnheiði húsfreyju á Grím- arsstöðum. Þegar foreldrar Símonar stóðu ein eftir og komin á efri ár og heilsan að bila tók Símon þá ákvörðun að hann lagði æsku- drauminn um læknisnám á hilluna til þess að geta tekið við búi á Grím- arsstöðum og stutt vð bak foreldra sinna. Þannig stóðu mál sumarið 1932 þegar Unnur kom að Grímars- stöðum, að Ragnheiður móðir Sím- onar var komin á sjúkrahús og átti þaðan ekki afturkvæmt. Eins og gerst hefur i ótal sögum og ævintýram, þá gerðist það á Grímarsstöðum, sem lýst hefur ver- ið á gullaldarmáli á bókum, að kaupakonan og bóndasonurinn felldu hugi saman. Unnur og Símon giftu sig í Reykjavík 31. október 1933. Það var skólabróðir Símonar úr Flensborg, Hákon Guðmundsson, síðar hæstaréttardómari, sem fram- kvæmdi vígsluna. Á Grímarsstaðaáranum eignuð- ust Unnur og Símon fimm börn, Öm Ragnar, bifvélavirkja í Borgar- nesi, maki Sonja Ásbjömsdóttir eiga þau þijár dætur; Teit, bifvélavirlqa í Kópavogi, maki Margrét Jónsdótt- ir og eiga þau fjögur börn; Sigrúnu, fulltrúa í Borgamesi, maki sá sem þetta skrifar, eiga þau þijá syni; og Sigurbjörgu, innkaupasfyóra í Hafnarfirði, maki Sigurður Óskars- son, eiga þau þijú böm; yngsta barn þeirra er Bergsveinn, kjötiðn- aðarmeistari í Borgamesi, maki Jenny Johansen, eiga þau tvær dætur. Árið 1942 ákváðu Unnur og Sím- on að hætta búskap og tók Daníel á Bárustöðum við jörðinni af bróður sínum. Unnur og Símon fluttust í Borgarnes og festu kaup á húsi, sem nú er númer 12 við Þórólfsgötu. Það átti eftir að verða athvarf og sama- staður bama þeirra og bamabama um margra ára skeið. Þar var öllum tekið opnum örmum af ástúð og höfðingsskap, enda var þar alla tíð mjög gestkvæmt. Símon gerðist starfsmaður Finnboga Guðlaugs- sonar, sem átti og rak bifreiðaverk- stæði og jámsmiðju í Borgamesi í áratugi. Símon lagði fyrir sig jám- smíði og tók meistarapróf í þeirri iðn. Símon var mikill félagsmálamað- ur og kom víða við í þeim efnum. Hann var fulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins í hreppsnefnd Borgarness í 16 ár, formaður kirkjukórsins í árarað- ir, auk þess að syngja með honum lengi, formaður iðnaðarmanna- félags Borgamess o.m.fl. Er þá ót- alið hans mesta áhuga- og hjartans mál, en það var hestamennskan. Hann var landskunnur hestamaður og kunnur fyrir áhuga sinn og þekk- ingu í þjálfun reiðhesta, ættum góð- hesta og kynbótum og áram saman sat hann í dómnefndum vítt um land, þegar dæmt var um ágæti hesta. Það vora oft meiri háttar sam- komur þegar kunnir hestamenn fylltu stofuna hjá Unni. Þeir sátu þar saman Leifur Jóhannesson, Marinó frá Skáney, Þorkell á Laug- arvatni, Guðmundur á Gullberastöð- um, Símon, Friðgeir á Hofsstöðum, svo að einhveijir séu nefndir, að ógleymdum þeim Ara Guðmunds- syni og Sigursteini Þórðarsyni. Umræðuefnið virtist óþijótandi, það var um limaburð hesta, skapgerða- reinkenni, vilja og þol, ættir og upp- rana. Mér fannst þetta skraf sem versta latína, enda alltaf verið hræddur við hesta. Kaffi var drukk- ið, stundum var tekinn tappi úr flösku, digrir vindlar reyktir, hlegið og skrafað fram á nótt. Eftir að Unnur og Símon fluttust til Borgarness gegndi hún starfi umboðsmanns Morgunblaðsins í 15 ár, jafnframt húsmóðurstarfmu. Það var mitt lán í Iífíni;, auk annars, að eignast þessi góðu hjón að tengdaforeldram. Þau vora mér alla tíð sem bestu foreldrar, styrktu mig og studdu og gáfu góð ráð. Það veit ég, að þetta má ég einnig mæla fýrir hönd annarra tengda- barna Unnar og Símonar. Synir okkar Sigrúnar áttu því láni að fagna að alast upp í næsta húsi við afa sinn og ömmu. Þar var þeirra annað heimili og alltaf vora þau til- búin að annast þá og vemda til þess síðasta. Þetta fæ ég aldrei full- þakkað. Ég bið Guð að blessa þau. Minn- ingin um Unni og Símon er björt og full af gleði og mun hún lifa um ókomin ár. Það er besti arfur sem nokkur maður getur hlotið. Ólafur Ásgeir Steinþórsson. Minning Karl Þórðarson Fædd 25. janúar 1915 Dáin 14. mars 1993 Okkur systkinin langar til að minnast í fáum orðum afa okkar, sem lést síðastliðinn sunnudag. Afí var Þykkbæingur. Hann ólst upp í Hávarðarkoti ásamt átta systkin- um. Er hann síðastur þeirra til að kveðja þennan heim. Áfi kvæntist ömmu, Svövu Guðmundsdóttur frá Seli í Ásahreppi, á aðfangadag árið 1942. Fögnuðu þau því nýverið gullbrúðkaupi. í Þykkvabæ bjuggu þau hjónin og eini sonur þeirra til ársins 1959, en þá fluttist fjölskyldan til Reykja- víkur. Amma og afi bjuggu lengst af við Álftamýri, og þar eyddum við krakkarnir mörgum studnum. Flest jól bernsku okkar héldum við hátíðleg hjá ömmu og afa í Álfta- mýrinni. I Reykjavík starfaði afí sem leigubílstjóri á Hreyfli á meðan heilsa hans leyfði, en lömunarsjúk- dómur olli því að afi var bundinn við hjólastól frá árinu 1981. Þá fluttust afí og amma í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Hátúni. Síðustu þijú árin var afi á hjúkrunarheimilinu Skjóli, en amma býr enn í litlu íbúð- inni þeirra í Hátúninu. Afí var sterkur og svipmikill per- sónuleiki og hafði mjög ákveðnar skoðanir. Var hann í essinu sínu þegar pólitísk mál bar á góma. Hann var krati fram í fingurgóma og vann dugmikið starf við að breiða út skoðanir sínar og kljást við þá sem voru á öndverðum meiði. Iþróttir áttu líka hug hans og fylgd- ist hann með úrslitum leikja, þá sérstaklega þegar við krakkamir áttum í hlut. Var hann oft fyrstur til að óska til hamingju með sigur- inn eða stríða okkur þegar við létum í minni pokann. En veikindi afa voru ekki auð- veld. Það er erfitt að horfa á það, sem lífið hafði áður upp á að bjóða, hverfa sjónum og síðustu árin var eins og lífslöngun afa og andleg orka dvínaði smátt og smátt. Brennandi áhugi hans á þjóðfélags- málum líðandi stundar minnkaði ört þegar nær dró endalokunum. Þá skildi maður að það eina sem hann horfði fram til var hin langþráða hvíld. í einu skiptin sem hann sparaði ekki brosið var þegar við komum með langafadæturnar tvær í heim- sókn. Þeim hafði hann enn nóg að gefa. Það er því gott til þess að hugsa að síðasta heimsókn þeirra til langafa var daginn sem hann sofnaði hinsta svefni. Elsku amma, Guð styrki þig í sorg þinni. Afí var trúaður maður og hvílir nú á góðum stað. Við kveðjum afa með söknuði og þökk fyrir það sem hann veitti okkur þann tíma sem við fengum að njóta samvista við hann. Hvíl þú í friði. Karl Svavar, Halldór Magni og Elísabet Linda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.