Morgunblaðið - 23.03.1993, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993
Ríkissaksóknari kærir til Hæstaréttar
Dómari greiði sekt
vegna dráttar á máli
ÁKÆRUVALDIÐ hefur gert kröfu
um að Hæstiréttur dæmi Finnboga
Alexandersson héraðsdómara til
að greiða sekt fyrir óhæfilegar
tafir á meðferð sakamáls sem hann
hafði til meðferðar. Sex ár liðu frá
því að ákæra var gefin út þar til
dómarinn birti hinum dæmda nið-
urstöður sínar, en þá voru liðin
u.þ.b. þrjú ár frá því að dómur
hafði gengið. Mál þetta var flutt í
Hæstarétti á föstudag.
Um er að ræða mál vegna fjár-
dráttar sem höfðað var á hendur
manni árið 1986. Dómur var kveðinn
upp árið 1989 og maðurinn dæmdur
í eins árs fangelsi, óskilorðsbundið.
Dómurinn var hvorki birtur hinum
dæmda né ákæruvaldinu fyrr en
árið 1992.
Hinn dæmdi óskaði eftir að málinu
yrði áfrýjað og þar var fyrir hans
hönd gerð krafa um að málið yrði
ómerkt eða vísað til meðferðar í
héraðsdómi að nýju.
Hæstiréttur fjallar aðeins um
form málsins
Málið var tekið fyrir í Hæstarétti
á föstudag og var þá að ákvörðun
Hæstaréttar fjallað um hina formlegu
hlið málsins, þ.e.a.s. meðferð dómar-
ans á því, en ekki fjalla að svo stöddu
um sakargiftimar í fjárdráttarmálinu.
Hreindýr-
infallin
BÚIÐ er að fella hreindýrin tvö
skammt frá Höfn í Hornafirði,
sem fest höfðu netadræsu og raf-
magnsvír í hornin. Reyndist annað
vera tarfur á öðrum vetri en hitt
var miðaldra kýr.
Annað dýrið náðist síðastliðinn
fimmtudag en hitt á sunnudag. Að
sögn Páls Hersteinssonar veiðistjóra
hefur áður þurft að fella dýr sem eru
illa á sig komin af völdum sjúkdóma
eða af öðrum ástæðum en full ástæða
er til að brýna fyrir sveitarfélögum
að sjá til þess fjörur séu hreinsaðar
og að gæta að lausamunum sem
gætu skaðað dýrin. í ijós kom að
annað dýranna hafði til dæmis kom-
ist í rúllu af nýjum rafmagnsvír, sem
líklega hefur iegið á glámbekk við
byggingastað. „Það var eina leiðin
að fella dýrin,“ sagði Páll. „Það var
nokkuð ljóst að þau hefðu aldrei
getað losað sig við þessar dræsur."
----------♦ ♦ ♦----
Hallvarður Einvarðsson ríkissak-
sóknari sagðist í samtali við Morg-
unblaðið ekki þekkja dæmi þess frá
seinni árum að gerð væri krafa af
þessu tagi á hendur dómara en sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins
eru þess allmörg frá fyrri árum að
dómara sé gerð sekt vegna dráttar
á máli.
Að lokinni
leitaræfingu
BJÖRGUNARSVEITIN Kyndill
efndi til æfingar á laugardag og
tóku fjórar slysavarnasveitir þátt
í henni. Leitað var að „sjúklingi",
sem björgunarsveitin Kyndill lagði
til, á svæði fyrir neðan Langjök-
ul. Haldið var af stað kl. 9 á laug-
ardagsmorgun og framkvæmd
breiðleit á 5 snjóbílum og um 30
snjósleðum. Um fjörutíu manns
tóku þátt í leitinni sem lauk kl. 15.
Sotheby’s í London
Uppboð á
íslenskum
frímerkjum
ÍSLENSK frímerki verða boðin
upp þjá Sotheby’s i Lundúnum,
föstudaginn 26. mars næstkom-
andi. Þar verður einnig boðin upp
49 síðna bók með frímerkjum sem
gefin voru út til að minnast þess
að 1000 ár voru Iiðin frá stofnun
Alþingis.
Að sögn Sigríðar Ingvarsdóttur
fulltrúa hjá Sotheby’s, var bókin
gefin út í mjög litlu upplagi. Fengu
þeir sem áttu sáeti í Alþingishátíðar-
nefnd auk helstu ráðamanna landsins
eitt eintak. Bók af sömu gerð var
seld á uppboði hjá fyrirtækinu síð-
astliði haust á 5.000 pund og er
bókin sem nú verður boðin upp met-
in á 5 til 6 þús. pund eða um 465
til 552 þúsund krónur.
Þá verður einnig boðið upp lítið
frímerkjasafn frá 1873 til 1977 sem
metið er á um 112 til 140 þúsund
krónur og sjaldgæf frímerki frá 1873
sem metin eru á um 140 til 186
þúsund krónur. Auk þess verða boð-
in upp frímerki til ársins 1944.
og sýningin heldur áfram
MICRA
SLÆR HINA ÚT
Þegar gerður er
gæðasamanburður
hefur Micran öll trcmp
á hendi, því hún er...
ÖRUGGARI
LIPRARI
RÚMBETRI
SKEMMTILEGRI
SPARNEYTNARI
□G ODÝRARI
BILL ARSIIMS
1993
500 manns reynsluóku Nissan
Micru um síðustu helgi og
lýstu ánægju sinni með bílinn.
Þið hin sem ekki hafið
komið, séð og reynsluekið
Nissan Micru er velkomið
að sannreyna gæði
Micrunnar, bíl ársins
1993.
Verðdæmi:
MICRA LX 3ja dyra,
með VÖKVASTÝRI
beinni innspýtingu,
1300cc, 16 ventla vél,
hituð sæti.
VERÐ AÐEINS
799.000- Stgr.
Ingvar
HeKgason hf.
Sævarhöföi 2, 112 Reykjavík
P.O. Box 8036, Sími 674000
NIS5AN