Morgunblaðið - 23.03.1993, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993
Oflugnr sjávarútvegs-
skólí, forsenda framfara
eftir Finn Ingólfsson
í Morgunblaðinu þriðjudaginn 16.
mars sl. birtist grein sem bar yfir-
skriftina „Ráðgert að leggja niður
þijá höfuðskóla sjávarútvegsins".
Höfundar hennar voru skólameistar-
ar Vélskóla íslands, Stýrimannaskól-
ans í Reykjavík og Fiskvinnslusköl-
ans i Hafnarfirði. Tilefni greinarinn-
ar er að undirritaður ásamt Halldóri
Ásgrímssyni, fyrrverandi sjávarút-
vegsráðherra, hafa lagt fram á Al-
þingi tillögu til þingsályktunar, sem
gerir ráð fyrir því að fela mennta-
málaráðherra að undirbúa samein-
ingu Fiskvinnsluskólans í Hafnar-
firði, Stýrimannaskólans í Reykjavík
og Vélskóla íslands í einn sjávarút-
vegsskóla á framhaldsskólastigi.
Eg mun ekki elta ólar við ýmis
þau stóryrði sem fram koma í grein-
inni og dæma sig sjálf, heldur fyrst
og fremst reyna að rökstyðja enn
frekar en gert er í þingsályktunartil-
lögunni mikilvægi þess að skóiarnir
verði sameinaðir en ekki lagðir nið-
ur, eins og höfundar halda fram að
sé tilgangurinn með tillögunni.
Tilgangur flutningsmanna
Ekki leikur vafí á að þeir skólar
sem nú eru starfandi og annast
kennslu og fræðslu á framhalds-
skólastigi fyrir íslenskan sjávarútveg
hafa gegnt og gegna mikilvægu hlut-
verki í að fræða og mennta fólk sem
síðan hefur komið til starfa í sjávar-
útveginum. Frá þessum skólum, eins
og fram kemur í grein skólameistar-
anna, hafa útskrifast margir góðir
menn og gengið til mikilvægra starfa
í íslenskum sjávarútvegi. Það er svo
sannarlega rétt, en góða skóla og
góða menn má gera betri.
Tilgangur flutningsmanna með
þessari þingsályktunartillögu er sá-
aðefla og styrkja fræðslu á fram-
haldsskólastigi fyrir íslenskan sjáv-
arútveg. Það er mikilvægt að búa
vel að menntunarskilyrðum þeirra
sem stunda nám á þessu sviði, því
vaxandi alþjóðleg samkeppni krefst
vel menntaðs fólks til starfa, fólks
með breiða þekkingu á öllum þáttum
sjávarútvegs allt frá veiðum að
markaðs- og sölustarfi. Með samein-
ingu þessara skóla gefst kostur á
að tvinna saman í heildsteypt sjáv-
arútvegsnám á framhaldsskólastigi
þá miklu þekkingu og reynslu, sem
fyrir er í þeim skólum, er nú starfa
á þessu sviði.
Upphaf málsins
í janúar 1986 komu þáverandi
menntamálaráðherra og sjávarút-
vegsráðherra sér saman um skipun
starfshóps um sjávarútvegsskóla.
Hópurinn skilaði áliti sínu í október
sama ár og voru helstu niðurstöður
hans eftirfarandi:
* Stofnaður verði sjávarútvegsskóli
í Reykjavík er taki við hlutverkum
Stýrimannaskólans í Reykjavík,
Vélskóla íslands og Fiskvinnslu-
skólans í Hafnarfirði.
* Stofnað verði fræðsluráð sjávar-
útvegsins skipað fulltrúum hags-
munasamtaka, rannsóknastofn-
ana og ráðuneyta, sem verði
stefnumarkandi í fræðslumálum
sjávarútvegsins.
* Sjávarútvegsskólinn fái til umráða
húsnæði Stýrimannaskólans í
Reykjavík og Vélskóla íslands í
Reykjavík og hið nýja verknáms-
hús Fiskvinnsluskólans í Hafnar-
firði.
í upphafi árs 1992 skipaði núver-
andi menntamálaráðherra nefnd til
þess að gera tillögur um hagræðingu
í framhaldsskólanum. Nefndin skil-
aði af sér áliti í mars 1992 og komst
að sömu niðurstöðu, þ.e. að Stýri-
mannaskólinn í Reykjavík, Vélskóli
íslands og Fiskvinnsluskólinn skyldu
sameinaðir í einn skóla, sjávarút-
vegsskóla. Það er því ekki rétt, sem
fram kemur í grein skólameistar-
anna, að tillögur nefndarinnar frá
1986 hafí að athuguðu máli verið
vísað frá.
Samstarf og samráð var
haft...
Við undirbúning tillagna starfs-
hópsins sem vann að málinu 1986
var leitað samstarfs og samvinnu við
þáverandi skólameistara áður-
nefndra skóla, sem enn í dag eru
þeir sömu, nema skólamejstaraskipti
hafa orðið hjá Vélskóla íslands. Til
undirbúnings tillögum nefndarinnar
voru m.a. heimsóttir skólar í Noregi,
Danmörku og Saint John á Ný-
fundnalandi þar sem þekkingar og
upplýsinga var leitað um hvemig
sjávarútvegsskólar í þessum löndum
störfuðu. Með í flestum ef ekki öllum
þessum kynnisferðum voru allir
skólameistarar skólanna. Ef ég man
rétt, minnir mig að eftir þessar heim-
sóknir hafi nefndarmennimir, sem
skfpuðu starfshópinn, en undirritaður
var einn þeirra, og skólameistaramir
verið sammála um að ýmislegt mætti
betur fara í starfí skóianna hér á
landi og margt mætti gera til þess
að efla og styrkja menntun á fram-
haldsskólastigi fyrir íslenskan sjáv-
arútveg.
Við lokaundirbúning og frágang
skýrslunnar frá 1986 var haldin á
vegum starfshópsins ráðstefna í
Reykjavík, þar sem hugmyndir hans
vom kynntar. Nefndarmenn og
skólameistararnir sátu fyrir svörum
á ráðstefnunni. Niðurstaða ráðstefn-
unnar var sú að skynsamlegt væri
að auka samstarf, jafnvel að sameina
þá skóla sem störfuðu á sviði sjávar-
útvegs. Mörg hagsmunasamtök sjáv-
arútvegsins lýstu yfír eindregnum
stuðningi við tillögur starfshópsins,
eins og þær komu síðan fram í
skýrslu starfshópsins, en sú skýrsla
er fylgiskjal með þingsályktunartil-
lögunni. Það er því tæpast hægt að
halda því fram að aldrei hafí verið
haft samráð við stjórnendur þessara
skóla um þá leið er þingsályktunartil-
lagan gerir ráð fyrir. Það er hins
vegar rétt að það var ekki gert við
undirbúning og framlagningu þing-
sályktunartillögunnar sem slíkrar, en
hún byggir að öllu leyti á skýrslu
starfshópsins frá 1986.
Sameiningin mun styrkja
menntunina
í grein skólameistaranna er sagt
að fullyrðingin um samruna skólanna
þriggja í einn sjávarútvegsskóla þurfí
ekki að styrkja nám í fyrrgreindum
skólum. í skýrslu starfshópsins frá
1986 eru færð rök fyrir því að með
sameiningu skólanna sé hægt að
stórefla og styrkja námið í þeim.
Lagt er til að sjávarútvegsskólinn
heyri undir menntamálaráðuneytið
og hann verði sérskóli á framhalds-
skólastigi og því hluti af hinu al-»
menna skólakerfí í landinu. Til að
tryggja tengsl skólans við sjávarút-
veginn verði stofnað fræðsluráð sjáv-
arútvegsins, sem verði faglegur
tengiliður milli skólans, atvinnulífs-
ins, rannsóknastofnana sjávarút-
vegsins, sjávarútvegsráðuneytisins
og menntamálaráðuneytisins. Hlut-
verk þess verði að móta heildarstefnu
og skipulag sjávarútvegsfræðslunn-
ar._
í skýrslu starfshópsins er gert ráð
fyrir því hvernig starfsemi og stjórn-
skipulag skólans skuli vera, þar sem
skólanefnd og skólastjóri fari með
yfirstjórn skólans. Hann starfi í véi-
stjórnardeild, fiskvinnsludeild, skip-
stjórnardeild, fiskeldisdeild og endur-
menntunardeild, sem m.a. geti tekið
við því mikla fræðslustarfi sem nú
fer fram í gegnum starfsfræðslu-
nefnd sjávarútvegsins. Hins vegar
er gert ráð fyrir því, að aðeins verði
starfandi einn skólastjóri við þennan
nýja skóla. Það kann hins vegar ein-
hverjum að þykja slæmt, en óþarfi
samt að láta liggja að því í greininni
í Morgunblaðinu, að slíkur maður
yrði annaðhvort hagfræðingur eða
Finnur Ingólfsson
„Tilgangur flutnings-
manna með þessari
þingsályktunartillögu
er sá að efla og styrkja
fræðslu á framhalds-
skólastigi fyrir íslensk-
an sjávarútveg.“
rekstrarfræðimenntaður, því hvergi
er í þingsályktuninni eða skýrslu
hópsins frá 1986 gert ráð fyrir néinu
slíku.
Gert er ráð fyrir því að sjávarút-
vegsskólinnverði ávallt opinn fyrir
nýjungum sem fram koma og því
sveigjanlegur þannig að hægt sé að
taka upp kennslu í nýjum námsgrein-
um á nýjum námsbrautum eða með
stofnun nýrra deilda. Gert er ráð
fyrir að umtalsverð skörun geti orðið
á námsefni milli deilda og því mikil-
vægt að samnýta kennslukrafta,
kennslutæki og kennslubúnað í þeim
tilfellum. Það kom fram á sínum tíma
í samtölum við menn í sjávarútvegi,
að sjávarútvegurinn hefði þörf fyrir
nýjar námsgreinar og voru þá helst
nefnd stjórnunar- og rekstrarfræði,
sölu- og markaðsfræði, haffræði, líf-
fræði sjávar, auðlindanýting, um-
hverfisfræði, veiðarfærafræði og
veiðitækni.
Sjávarútvegsskóli sem ein stofnun
verður að mati okkar sterkari eining
til að takast á við þessi verkefni en
þrír minni skólar. Þar að auki má
ætla að betur verði séð fyrir fjárveit-
ingum til skólans njóti hann óskipts
stuðnings allra hagsmunaaðila enda
kemur það fram í áðurnefndri grein
skólameistaranna, að fjárveitingar
til skólanna hafa dregist mjög veru-
lega saman á undanförnum árum og
undan því er kvartað.
Fækkun nemenda
í þingsályktunartillögunni er full-
yrt að nemendum áðurnefndra
þriggja skóla hafi á undanförnum
árum fækkað. Þessu mótmæla skóla-
meistararnir sem rangri staðhæf-
ingu. Samkvæmt nýjustu upplýsing-
um sem ég hef frá menntamálaráðu-
neytinu þá hefur nemendum Stýri-
mannaskólans fækkað úr 138 árið
1980 í 76 árið 1992. Nemendum
Vélskóla íslands hafa á sama tíma
fækkað úr 331 í 195. Nemendum
Fiskvinnsluskólans í Hafnarfírði hef-
ur á þessum sama tíma einnig fækk-
að úr 55 í 37. Fyrir þessa þijá skóla
er þetta 41% fækkun samkvæmt
upplýsingum menntamálaráðuneyt-
isins. Þetta gerist á sama tíma og
fjölgun nemenda í framhaldsskólan-
um hefur orðið um 45% eða úr 11.147
í 16.060. Þetta staðfesta meðfylgj-
andi töflur og línurit. Ég held að
þessar tölur yfírvalda menntamála í
landinu segi allt sem segja þarf og
því óþarfi að ræða um réttar eða
rangar staðhæfingar í þeim efnum.
Húsnæðisaðstaða
í þingsályktuninni er fullyrt að
húsnæði Sjómannaskólans þar sem
Vélskólinn og Stýrimannaskólinn eru
til húsa sé illa nýtt. Þetta segja skóla-
meistararnir að sé rangt. Hafí verið
hægt að kenna öllum þeim fjölda
nemenda, sem voru í Vélskólanum
og Stýrimannaskólanum árin sem
nemendafjöldinn var mestur og skil-
aði góðum mönnum út í íslenskan
sjávarútveg, má fullyrða að þegar
nemendafjöldinn hefur dregist sam-
an um 40% sé skólahúsnæðið van-
nýtt. Ég held að tölurnar um nem-
endafjöldann hér að framan staðfesti
það.
Nokkru öðru máli gegnir um Fisk-
vinnsluskólann í Hafnarfírði, sem til
skamms tíma bjó við mjög þröngan
húsakost. Þegar verknámshúsið var
byggt fyrir Fiskvinnsluskólann í
Hafnarfirði, fékk sá skóli verulega
góða aðstöðu til verknáms, enda
gert ráð fyrir því í þingsályktuninni
að verknám sjávarútvegsskólans fari
áfram fram í því húsi. Fiskvinnslu-
skólinn hefur aftur á móti alltaf ver-
ið á hrakhólum í leiguhúsnæði hingað
og þangað um höfuðborgarsvæðið
og nú er bóknámið í færanlegri
kennslustofu við endann á verknáms-
húsi Fiskvinnsluskólans. Sumir
kunna að telja þetta viðunandi húsa-
kost, en metnaður flutningsmanna
þingsályktunartillögunnar er hins
vegar meiri.
Lokaorð
Þingsályktunártillögunni um
stofnun sjávarútvegsskóla er ekki
beint gegn stjórnendum Vélskóla ís-
lands, Stýrimannaskólans í Reykja-
vík eða Fiskvinnsluskólans í Hafnar-
firði, heldur er þvert á móti leið til
að efla og styrkja það starf sem þar
fer fram nú. Eins og fram kemur í
grein skólameistaranna í Morgun-
blaðinu hefur mikið verið að gerast
í samstarfi þessara þriggja skóla á
undanförnum árum og er það af hinu
góða. Það rennir hins vegar stoðum
undir það, að starfsemi þeirra sé að
mörgu leyti svo nátengd að skynsam-
legt sé og hagkvæmt að reka skól-
ana sem einn skóla, þannig að spara
megi í yfirstjóm, auka námsframboð,
styrkja og efla menntunina og gefa
með því nemendum skólans fleiri og
ljölbreyttari tækifæri til áframhald-
andi náms. Þannig mun skólinn skila
betur menntaðri starfsmönnum til
starfa í íslenskum sjávarútvegi til
hagsbóta fyrir íslenska þjóð.
Höfundur cr alþingismnöur
Framsóknarflokksins í Reykjavík
og 1. flutningsmaður að tillögu til
þingsályktunar um stofnun
sjá varútvcgsskóla.
Fjöldi nemenda í
framhaldsskólum
20
Þúsund
Tómstundaslcólinn:
Vorönn *93
NÝ NÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST...
★ Páskaskreytingar
Kristján Ingi Jónsson
★ Bútasaumur
Ásdís Ósk Jóelsdóttir
Ásta Kristín Siggadóttir
★ Fatasaumur
Ásta Kristín Siggadóttir
★ Hattagerð
Helga Rún Pálsdóttir
★ Kryddjurtir
Hafsteinn Hafliðason
★ Að gera við bílinn
Elías Arnlaugsson
★ Trjáklippingar
Vilmundur Hansen
★ Skrautritun
Þorvaldur Jónasson
★ Fjölgun trjáplantna
Vilmundur Hansen
★ Glerskurður
Björg Hauksdóttir
★ Sumarbústaðalandið
Hafsteinn Hafliðason
★ Garðaskipulagning
Fríöa Björg Eðvarðsdóttir
Kolbrún Oddsdóttir
HAFIÐ SAMBAND!!
Innritun daglega
kl. 10-18
Greiöslukortaþiónusta
Ný spennandi
námskeió
TOMSTUNM
SKOLINN
Grensásvegi 16a Sunl 67 72 22
Nemendafjöldi í Vélskóla íslands, Stýrimannaskólanum
í Reykjavík og Fiskvinnsluskólanum á árunum 1980-1993
Ýélskóli Stýrimanna- Fiskv.- Breyting Frh.sk. Ár Islands skólinn skólinn Samtals fj. % alls
1980 331 138 55 524 11.147
1981 283 121 55 459 -65 -12 11.552
1982 305 90 60 455 -4 -0,9 12.134
1983 259 84 60 403 -52 -11 12.274
1984 190 76 60 326 -77 -19 13.042
1985 194 91 60 345 19 5,8 13.020
1986 192 107 60 359 14 4,1 13.138
1987 232 127 60 419 60 17 13.292
1988 161 80 60 301 -118 -28 13.939
1989 178 91 60 329 28 9,3 14.777
1990 174 133 60 367 38 12 15.248
1991 173 121 46 340 -27 -7,4 15.851
1992 195 76 37 308 -32 -9,4 16.060
-216 -41
Fjöldatölur Fiskvinnsluskólans fram til 1990 eru áætlaðar og í sumum tilvikum lítið eitt of háar heildartölur framhaldsskólans byggjast 4 upp- lýsingum nemendaskrár Hagstofunnar en í þær vantar tölur um fjölda í framhaldsdeildum grunnskóla, héraðsskólum og öldungadeildum.