Morgunblaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993
Velheppnað opið hús hjá Háskóla íslands og sérskólum á sunnudag
Morgunblaðið/Svemr
Dansinn kynntur
Nemendur Listdansskólans kynntu starfsemi skólans með sýningu í húsakynnum Kennaraháskólans. Áhorfendur fylgdust með af áhuga.
Þúsundir kynntu
sér starfsemina
„AÐSÓKNIN var með ágætum og fólk kunni greinilega að meta að
við kynntum starfsemina hjá hverri deild um sig, í stað þess að vera
með kynningarbása í Þjóðarbókhlöðunni, eins og við höfum gert undan-
farin ár. Það vakti til dæmis ánægju margra að geta spreytt sig á
tanniækningum,“ sagði Magnús Guðmundsson, deildarstjóri upplýsinga-
deildar Háskóla íslands.
Á sunnudag var opið hús hjá Há-
skólanum og rúmiega 20 öðrum sér-
skólum og skólum á háskólastigi,
undir yfirskriftinni þekking, mennt-
un, kraftur - hornsteinar gróandi
þjóðlífs. Magnús sagði að erfitt væri
að segja til um hversu margir hefðu
sótt Háskólann heim. „Á kynningu
okkar í Þjóðarbókhlöðuni í fyrra
komu 6-8 þúsund manns og það
hafa örugglega ekki komið færri
núna.“
Þegar Háskóli Islands hefur kynnt
námið undanfarin ár hefur hann boð-
ið sérskólunum að kynna sitt nám á
sama stað, þ.e. í Þjóðarbókhlöðunni.
„Núna voru nánast allar deildir Há-
skólans með opið hús og sérskólam-
ir kynntu sína starfsemi í eigin húsa-
kynnum," sagði hann. „Smærri skól-
ar tóku sig saman, til dæmis voru
sjö skólar með kynningu í Kennara-
háskólanum, þ.e. sá skóli, íþrótta-
kennaraskólinn, Leiklistarskólinn,
Listdansskólinn, Myndlista- og hand-
íðaskólinn, Tónlistarskóli Reykjavík-
ur og Þroskaþjálfaskólinn."
Ekki aðeins nemar
Magnús sagði að kynningin hefði
verið miðuð við að tilvonandi nem-
endur skólanna gætu fræðst um hvað
biði þeirra. „Við lögðum hins vegar
áherslu á að almenningur, skattborg-
aramir sem eiga þessa skóla, gæti
kynnt sér starfsemina og margir tóku
þeirri áskorun. Þannig var til dæmis
mun fleira fullorðið fólk en nemar
sem sóttu Háskólabókasafnið heim
og læknadeildin naut mikilla vin-
sælda. Þar gat fólk spreytt sig við
þrekmælingar, blóðsykursmælingar
og tannlækningar. Þá sýndi verk-
fræðideildin ýmis tæki.“
Morgunblaðið/Ingvar
Borinn á lofti
Áhugamaður um tannlækningar fær að spreyta sig með borinn hjá
tannlæknadeild HI.
Víkinga-
ferðir í
skemmti-
ferðaskipi
Boston. Frá Karli Biöndal, fréttaritara
Morgunblaðsins.
BANDARÍSK ferðaskrifstofa
kynnir um þessar mundir sjö
ferðir um Norður-Atlantshaf
um borð í skemmtiferðaskipi
og er Island í brennidepli
auglýsingaherferðarinnar.
í fréttatilkynningu frá ferða-
skrifstofunni MarQuest segir að
ætlunin sé að skemmtiferðaskip-
inu Columbus Caravelle, sem rekið
er af skipafélagi í Bremen í Þýska-
landi, verði siglt eftir „sömu leið-
um og sagan segir að víkingar
hafí siglt“.
Stutt er síðan hafist var handa
við að auglýsa þessar ferðir í
Bandaríkjunum, en Oscar Kolb,
talsmaður ferðaskrifstofunnar,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að undirtektir hefðu verið góðar.
„Þessar ferðir hafa vakið áhuga
og það hefur verið hringt talsvert
í okkur,“ sagði Kolb.
Columbus Caravelle mun hafa
bækistöðvar á íslandi meðan á
þessum ferðum stendur frá lokum
júní fram í miðjan september og
segir í fréttatilkynningu að þetta
sé „fyrsta skemmtiferðaskipið,
sem siglt er frá íslandi".
Auk íslands verður siglt til
Nordkapp, Svalbarða, Grænlands,
Bretlands, Skosku eyjanna og
norðurhluta Kanada í sumar og
verða sérfræðingar í sögu og nátt-
úru með í för til að upplýsa far-
þega. Skemmtiferðaskipið er
7.560 tonn, tekur 250 farþega og
var smíðað í Finnlandi árið 1990.
Það er einnig í ferðum til Suður-
heimskautslandsins, um Amazon-
fljótið og Eystrasalt, svo eitthvað
sé talið.
Sjúkrasjóðirnir eru sterkustu
sjóðir stærri stéttarfélaganna
SJÓÐIR stærri stéttarfélaganna eru
margir og margvíslegir, en þeirra sterk-
astir eru sjúkrasjóðirnir. Sem dæmi má
nefna, að í sjúkrasjóði Verslunarmanna-
félags Reykjavíkur voru rúmlega 556
milljónir um síðustu áramót. Ársreikning-
ar Dagsbrúnar fyrir síðasta ár liggja ekki
fyrir, en í ársbyijun 1992 voru eignir
sjúkrasjóðs félagsins 290 milljónir króna.
Hjá minna félagi, verkalýðsfélaginu
Baldri á ísafirði, voru eignir sjúkrasjóðs-
ins bundnar við fasteignir. í sjúkrasjóðina
renna um einn milljarður króna á ári.
Félagsgjöld hjá stéttarfélögum eru yfírleitt
1% af launum. Félagsgjöldin fjármagna sjóði
stéttarfélagsins, nema sjúkrasjóði og orlofs-
sjóði, sem atvinnurekendur greiða í, 1% af
upphæð launa í sjúkrasjóði og 0,25% í orlofs-
sjóði.
Fjöldi sjóða
Til að kanna nánar hvaða sjóði er að fínna
hjá stéttarfélagi má til dæmis miða við verka-
mannafélagið Dagsbrún, sem hefur um 4.000
félagsmenn:
Félagssjóður Dagsbrúnar stendur undir
rekstrarkostnaði félagsins og var skuldlaus
eign hans í ársbyrjun 1992 rúmar 67,4 millj-
ónir króna. Rekstrargjöldin á árinu 1991
námu rúmum 34 milljónum króna.
Orlofssjóður á orlofshús og stendur einnig
fyrir ferðum, til dæmis fyrir aldraða félags-
menn. Eignir hans í ársbyijun 1992 námu
tæpum 69 milljónum króna.
Styrktarsjóður sterkastur
Styrktarsjóður Dagsbrúnarmanna, sjúk-
rasjóðurinn, greiðir mönnum dagpeninga
AF INNLENDUM
VETTVANGI
RAGNHILDUR SVERRISDÓTTIR
vegna alvarlegra veikinda eða slysa og er
hámarksupphæð yfírleitt rúmar 350 þúsund
krónur á mann. Sú upphæð brúar t.d. þann
tíma, sem tekur að bíða eftir örorkumati.
Þá eiga margir verkamenn, til dæmis bygg-
ingarverkamenn, stuttan eða engan veikinda-
rétt og sjóðurinn tekur þá strax við. Þá greið-
ir sjóðurinn einnig út dánarbætur.
Styrktarsjóðurinn hefur lagt fram styrki
til Krabbameinsfélagsins, Hjartavemdar,
Kvennaathvarfsins, Stígamóta, Krýsuvíkur-
samtakanna og stærsti einstaki styrkurinn,
2,8 milljónir, rann til Hjúkrunarheimilisins
Skjóls. Þá hefur mikið fé verið veitt til starf-
semi SÁÁ. Fyrir utan beina styrki til SÁÁ
fá Dagsbrúnarmenn sem fara í meðferð fulla
dagpeninga, missi þeir laun, sem oftast er.
Utgjöld styrktarsjóðs árið 1991 námu
tæpum 50 milljónum króna, en heildartekjur
hans á því ári námu rúmum 87,5 milljónum.
Sjóðurinn greiðir fjórðung af rekstrarkostn-
aði félagsins, þar með talið 25% af húsaleigu
til sjálfs sín. Eignir sjóðsins í ársbyijun 1992
voru um 290 milljónir, en þar inni eru hús-
eignir, til dæmis á sjóðurinn hálft húsið að
Lindargötu 9, þar sem skrifstofur Dagsbrún-
ar eru.
Samkvæmt upplýsingum frá Dagsbrún er
reiknað með að útgjöld úr sjúkrasjóði hækki
verulega á þessu ári, vegna atvinnuleysisins,
þar sem það er segin saga að veikindatilfell-
um stórfjölgar í slæmu árferði. Kvíði og
áhyggjur auka þannig á sjúkdóma.
Fræðslusjóður greiðir skólavist í Félags-
málaskóla alþýðu og greiðir hluta af kostn-
aði við alls konar námskeið. Fé er veitt í
fræðslusjóð úr félagssjóði og var eign sjóðs-
ins í árslok 1991 um 3 milljónir króna.
Til Vinnudeilusjóðs er aðeins gripið í verk-
föllum og er félagsmönnum þá greitt úr hon-
um. Eignir hans námu tæpum 129 milljónum
í árslok 1991 og hefur sjóðurinn eflst síðan,
til dæmis rann stærsti hluti að verðinu, sem
Dagsbrún fékk fyrir hlutabréf sín í Alþýðu-
bankanum, í sjóðinn.
Hálfur mllljarður í sjúkrasjóði
verslunarmanna
Sjúkrasjóðir stéttarfélaganna eru margir
gífurlega sterkir, en öflugastur er vafalaust
sjúkrasjóður VR. Iðgjöld til hans námu rúm-
lega 131 milljón í fyrra og hrein eign sjóðsins
í árslok nam rúmlega 556,5 milljónum króna.
Útgjöld á síðasta ári námu tæpum 96 milljón-
um, þar af voru bætur og styrkir tæplega
53,5 milljónir, framlag til hjúkrunarheimilis-
ins Eirar tæpar 22 milljónir og skrifstofu-
og stjórnunarkostnaður tæpar 11 milljónir.
Til samanburðar má geta þess að til félags-
sjóðs runnu rúmlega 106,5 milljónir í félags-
gjöldum á árinu, en rekstrargjöld voru rúm-
um þremur milljónum hærri. Stærsti rekstr-
arliðurinn er rúmar 48 milljónir í skrifstofu-
og stjórnunarkostnað. Eigið fé félagssjóðs í
árslok nam tæplega 182 milljónum króna.
Iðgjöld í orlofssjóð verslunarmanna námu
rúmum 32 milljónum í fyrra og leiga orlofs-
húsa skilaði rúmum 10 milljónum til viðbót-
ar. Rekstrargjöldin námu tæpum 42 milljón-
um. Eigið fé sjóðsins um síðustu áramót nam
rúmum 205 milljónum króna.
Sjúkrasjóðurinn fasteign
Hjá minni verkalýðsfélögum virðast hlut-
föll eigna sjóðanna svipuð, þ.e. sjúkrasjóðirn-
ir eru sterkastir, a.m.k. á pappírnum. Sem
dæmi má taka verkalýðsfélagið Baldur á
ísafírði, um 550 manna félag. Þar runnu 5,8
milljónir í félagssjóðinn á árinu 1991 og rúm-
lega 5,2 milljónir út. Eign sjóðsins í árslok
nam rúmum 800 þúsund krónum. Verkfalls-
sjóðurinn átti rúmlega 1,3 milljónir og orlofs-
sjóðurinn 13,5 milljónir, þegar húseignir eru
taldar með.
í styrktarsjóð Baldurs runnu á árinu 6,3
milljónir, en greiddar voru út 6,4 milljónir.
Eignir í árslok 1991 voru tæpar 18 milljón-
ir, en þær eru eingöngu bundnar við 50%
af Alþýðuhúsinu á Isafírði, sem er komið til
ára sinna, og hluta af húsinu, þar sem skrif-
stofa verkalýðsfélagsins er til húsa.