Morgunblaðið - 23.03.1993, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 23.03.1993, Qupperneq 27
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993 27 JltripmM&Ifriíb Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Lokauppgjör við Sovétkerfið Sú ákvörðun Borís Jeltsíns, for- seta Rússlands, að nema stjornarskrá Rússlands úr gildi og - stjórna með tilskipunum til 25. apríl, en þá hyggst hann halda þjóðarat- kvæðagreiðslu um stjómskipan Rússlands, markar væntanlega upp- hafið að lokakaflanum í baráttu for- fsetans við fulltrúaþingið. Deila íþessi, sem hefur staðið á annað ár, hefur nánast lamað Rússland og stöðvað framgang þeirrar pólitísku og efnahagslegu umbótastefnu sem Jeltsín hefur barist fyrir að koma á framfæri. i Það er mikilvægt að hafa hug- fast, Jiegar málefni Rússlands eru rædd, að þótt Sovétríkin heyri nú sögunni til og bann hafi verið lagt við starfsemi kommúnistaflokksins gamla á margt í stjómskipulagi Rússlands rætur sínar að rekja til Sovétkerfisins. Líkt og Jeltsín lagði áherslu á í ræðu sinni á iaugardag, þar sem hann 'tilkynnti um ákvörðun sína, er valdabaráttan í Rússlandi á eng- an hátt sambærileg við hefðbundnar deilur milli framkvæmdavalds og ■Uöggjafarvalds. Höfuðmálið er ekki hvemig völdin skiptast milli þings og forseta. Eða líkt og Jeltsín orð- aði það í ræðunni: „Ræturnar liggja dýpra, í andstæðunum milli hags- muna fólksins og hins gamla kerfís kommúnista. Það er enn ekki horfíð og nú vill það ná aftur tökum á Rússlandi." Stjórnarskráin, sem Jeltsín hefur numið úr gildi, var upphaflega sam- in árið 1978 í valdatíð Leoníds Brez- hnevs. Henni hefur margsinnis verið breytt síðan og eru margar breyt- inganna í andstöðu við eldri greinar stjórnarskrárinnar. Kjarni málsins er sá, að hún á í raun fátt sameigin- legt með stjórnarskrám vestrænna lýðræðisríkja annað en nafnið eitt. Það sama á við um fulltrúaþingið. Það var sett á laggirnar árið 1990 sem iiður í tilraunum Míkhaíls Gorb- atsjovs, þáverandi leiðtoga Sovét- ríkjanna, til að opna stjórnkerfí landsins og gera það lýðræðislegra. Þingkosningarnar, sem fram fóru árið 1990, voru hins vegar langt frá því að vera fijálsar kosningar. Stór hluti þingmannanna sækir ekki umboð sitt til þjóðarinnar heldur gamla kommúnistaflokksins. Eini stjórnmálamaðurinn í Rússlandi, sem með réttu getur haldið því fram að hann stjórni með lýðræðislegu umboði, er Borís Jeltsín, sem kjörinn var forseti árið 1991. Á undanfömum mánuðum hefur æ meiri harka færst í deilur hans við fulltrúaþingið og forseta þess, Rúslan Khasbúlatov. Þingið hefur ítrekað reynt að stöðva umbótaáætl- anir Jeltsíns og taka af honum þau völd sem hann hefur. Hámarki náði þessi valdabarátta í desembermán- uði í fyrra þegar þingið hafnaði Jegor Gajdar, sem Jeltsín hafði skip- að sem forsætisráðherra. I kjölfarið náðist samkomulag um valdaskipt- ingu þings og forseta milli Jeltsíns og Khasbúlatovs en því samkomu- lagi var rift af þinginu fyrr í þessum mánuði og kröfu Jeltsíns um þjóðar- atkvæðagreiðslu í apríl hafnað. Kostum forsetans fór því ört fækkandi. Vissulega kann það að virðast örþrifaráð af hálfu Jeltsíns að taka sér tímabundið alræðisvald og að sjálfsögðu fylgir því mikil áhætta. Hinn kosturinn hefði hins vegar verið að gefa eftir í togstreit- unni við þingið eða halda baráttunni áfram sem valdalaus forseti. Líklega er sú leið, sem Jeltsín hefur ákveðið að fara, eina leiðin til að koma í veg fyrir að gamla valdaklíkan nái yfirhöndinni á ný í Rússlandi. Slíkt myndi þýða endalok allra tilrauna til að koma markaðs- búskap á í landinu. Sú opnun gagn- vart Vesturlöndum, sem orðið hefur að undanförnu, væri einnig fyrir bí. Við tæki þjóðemisstefna sem myndi ógna hinum brothætta stöðugleika, sem þrátt fyrir allt er til staðar í Sovétrikjunum fyrrverandi. Afleið- ingarnar gætu orðið skelfílegar. Þetta er ástæða þess að ráðamenn á Vesturlöndum lýsa nánast ein- róma yfir stuðningi við valdatöku Jeltsíns í Moskvu. Má raunar ganga út frá því að þegar Francois Mitterr- and brá sér í óvænta heimsókn til Moskvu fyrir tæpri viku síðan hafi hann fært Rússlandsforseta þau skilaboð að vestræn ríki myndu ekki mótmæla þótt hann gripi til rót- tækra aðgerða til að koma sínu fram. Það er ekki síst athyglisvert að meðal þeirra þjóðarleiðtoga, sem lýst hafa yfír stuðningi við Jeltsín, er Edúard Shevardnadze, forseti Georgíu og fyrrum utanríkisráð- herra Sovétríkjanna. Þetta gerir hann þrátt fyrir ásakanir hans um afskipti Rússa af borgarastyijöld- inni í Abkhazíu. -Shevardnadze veit sem er, að líkur eru á að hann nái friðsamlegu samkomulagi við Jelts- ín um málefni Abkhazíu. Ef harð- línumenn tækju völdin í Moskvu væru hins vegar líkur á, að ekki yrði mikið tillit tekið til óska ráða- manna í Georgíu. Það er svo einnig áhyggjuefni, að Shevardnadze seg- ist óttast að borgarastyrjöld kunni að vera í uppsiglingu í Rússlandi. Til þessa hefur flest bent til að valdabaráttan muni ganga friðsam- lega fyrir sig og án blóðsúthellinga þrátt fyrir öll þau stóru orð, sem látin eru falla. Forsenda þess er að herinn haldi fast við þá stefnu sína að gæta hlutleysis. Ef herinn færi að hafa afskipti af deilunni, eða klofnaði jafnvel í afstöðu sinni, væri voðinn vís. Borgarastyijöld í ríki sem býr yfír miklum birgðum af efnavopnum og kjarnorkuvopn- um er óskemmtileg tilhugsun. Vonandi mun Jeltsín takast það ætlunarverk sitt að breyta rúss- nesku stjórnskipulagi í lýðræðislegt horf og má gera ráð fyrir að hann fái allan þann stuðning, sem hann þarf á að halda frá Vesturlöndum. Rússlandsforseti hefur oft lýst rúss- nesku þjóðinni sem sínum traustasta bandamanni og irinan tíðar mun hún endanlega útkljá þessa deilu. Já- kvæð niðurstaða er forsenda þess að Rússland haldi áfram ferð sinni inn í nútímann. Ef tillögunum verð- ur hafnað eykst hættan á að sovét- kerfið gamla nái að Iæsa greipum sínum um Rússland á ný. BORIS JELTSIN RUSSLANDSFORSETITEKUR SER TILSKIPUNARVALD Stuðniiigxir háður áframha lýðræðisumbótum Lundúnum. Reuter. LEIÐTOGAR fjölmargra ríkja hafa lýst yfir stuðningi við þá ákvörðun Borís Jeltsíns Rússlandsforseta að taka sér tímabundið alræðisvald í málefnum landsins í því skyni að leiða valdabaráttuna sem geisað hefur eystra til lykta. Margir leiðtogar Vesturlanda tóku fram að stuðningur þeirra við Borís Jeltsín væri bundinn því skilyrði að hann myndi áfram vinna að lýðræðisumbótum í Rússlandi. Edúard Shevardnadze, leiðtogi Georgíu og fyrrum utanríkisráðherra Sovétríkjanna, kvaðst styðja Jelts- ín en sagðist einnig óttast að borgarastyrjöld kynni að vera á næsta leiti í Rússlandi. Fyrrum yfirboðari hans, Mikhaíl Gorbatsjov, kvað aðgerðir Rússlandsforseta hins vegar „brjálsemislegar* Jeltsín kunngerði í sjónvarpsávarpi á laugardagskvöld að hann hefði tek- ið sér alræðisvald í málefnum Rúss- lands fram til 25. apríl er fram myndi fara þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem skorið yrði úr hver ætti að fara með æðstu stjórn landsins, þingið eða for- setinn. Boðaði forsetinn að samhliða myndi fara fram atkvæðagreiðsla um stjómarskrárbreytingar og yrði hún samþykkt yrði boðað til þingkosninga. Verði þessar tillögur Jeltsíns sam- þykktar mun fulltrúaþingið, sem kosið var til í valdatíð Gorbatsjovs og tryggt hefur kommúnistum og þjóðemissinn- um sterka stöðu í valdabaráttunni, heyra sögunni til. Leiðtogafundurinn fer fram Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, sagði Jeltsín vera leiðtoga sem hafið hefði hina sögulegu þróun í Rússlandi í átt til lýðræðis og markaðshagkerf- is. Lýsti Clinton yfír því að Banda- ríkjamenn styddu forseta Rússlands og þær aðgerðir sem hann hefði neyðst til að grípa til. Forseti Banda- ríkjanna tók á hinn bóginn fram að Jeltsín mætti hvergi hvika frá þeim ásetningi sínum að tryggja raunveru- legt lýðræði í Rússlandi ætlaði hann sér í framtíðinni að eiga stuðning Bandaríkjanna vísan. „Mestu skiptir að Rússland er og verður í framtíð- inni að vera lýðræðisríki þar sem stefnt er að því að þróa markaðshag- kerfi," sagði Clinton. Hann tók fram að fundur hans og Jeltsíns myndi fara fram samkvæmt áætlun í Vancouver í Kanada í byijun næsta mánaðar. Þar er búist við að hæst muni bera efnahagsaðstoð við Rússland. Sam Nunn, áhrifamikill og virtur öldunga- deildarþingmaður, hvatti Clinton hins vegar til þess á sunnudagskvöld að halda til fundar við Jeltsín í Moskvu. Kvaðst Nunn vera þeirrar hyggju að með því móti gætu stjórnvöld í Banda- ríkjunum komið stuðningi sínum við Jeltsín til skila með áhrifameiri hætti en ella. Talsmaður ríkisstjórnar Frakklands ítrekaði það ákall stjórnvalda þar að boðað yrði hið fyrsta til fundar leið- toga sjö helstu iðnríkja heims þar sem rædd yrði aðstoð við Rússland. Dieter Vogel, talsmaður þýsku ríkisstjórnar- innar, sagði að aðgerðir Jeltsíns væru til þess fallnar að tryggja áframhald umbóta jafnt á stjómmála- sem efna- hagssviðinu. Svipaðar yfirlýsingar bárust frá Bretlandi, Ítalíu, Hollandi, Austurríki og Danmörku. Bildt harmar alræðisvald Carl Bildt, forsætisráðherra Sví- þjöðar, kvaðst harma að Jeltsín hefði afráðið að taka sér alræðisvald en sagðist á hinn bóginn styðja áform hans um að boða til þjóðaratkvæða- greiðslu til að binda enda á valdabar- áttuna. Finnska ríkisstjórnin lýsti yfir því að hún hefði stutt umbætur þær sem Jeltsín hefði beitt sér fyrir eystra og myndi svo vera áfram. í Búlgaríu sagði forseti landsins, Zheljú Zhelev, í útvarpsviðtali að tilkynningu Jeltsíns bæri að skoða í ljósi þess algjöra upp- lausnarástands sem við blasti í Rúss- landi og forseti landsins vildi afstýra. í yfirlýsingu frá utanríkisráðherra Póllands sagði að viðbrögð forsetans gætu orðið til þess að binda enda á það ófremdarástand sem ríkti í Rúss- landi. Yfirlýsingar Edúards She- vardnadze, leiðtoga Georgíu og fyrr- um utanríkisráðherra Sovétríkjanna, vöktu sérstaka athygli bæði vegna fyrri starfa hans og þeirrar spennu sem einkennt hefur samskipti Rúss- lands og Georgíu vegna meints stuðn- ings Rússa við aðskilnaðarsinna í Abkhasíu-héraði í Georgíu. She- vardnadze sagði á fundi með blaða- mönnum að hann styddi Jeltsín en kvaðst á hinn bóginn telja að forsetinn hefði átt að bregðast fyrr við í valda- baráttunni. Kvaðst leiðtogi Georgíu vera þeirrar hyggju að borgarastytjöld kynni að biossa upp í Rússlandi. Skyldurækni Gorbatsjovs Míkhaíl Gorbatsjov, fyrmm leiðtogi Sovétríkjanna sálugu, sagði í viðtali við ítalska dagblaðið La Stampa að hann gæti tæpast trúað því að Jeltsín og undirsátar hans hefðu gripið til aðgerða þessara: „Þeir eru óðir, þetta getur ekki verið.“ Á sunnudag sagði Gorbatsjov í útvarpsviðtali á ítaliu að hann væri tilbúinn til að koma Rúss- landi til bjargar yrði þess óskað. Sagð- ist hann nú nýverið hafa gert sér Ijóst að almenningur í Rússlandi vildi ekki að hann leiddi með öllu hjá sér þróun mála þar eystra. „Versni ástandið, reynist vilji fólksins sá að Gorbatsjov bregðist við hart og taki á ný að kljást við vanda Rússlands, mun ég gera skyldu mína,“ sagði hann og bætti við að Jeltsín hefði með öllu hundsað þá staðreynd að lífskjör almennings hefðu farið síversnandi. Hallaiá harðlínu- menn í fyrstu lotu Yfirmenn öryggismála, ríkisstjórnin og vestrænir leiðtogar lýsa yfir stuðningi við Jeltsín en andstæðingar bíða færis Moskvu. Daily Telegraph, Reuter. SVO virðist sem ræða Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, til þjóðarinnar hafi komið fulltrúaþinginu nokkuð á óvart en á sunnudag, daginn eftir að forsetinn hafði lýst yfir, að hann hefði tekið sér vald til að stjórna með tilskipunum fram að þjóðaratkvæðagreiðslunni 25. apríl, hófust harðlínumenn handa við að hrekja Jeltsín úr embætti. Þann sama dag lýstu hins vegar þrír æðstu yfirmenn öryggismála í Rússlandi yfir stuðn- ingi við forsetann og ríkisstjórnin hét að standa eða falla með eina lýðræð- islega kjörnum leiðtoga landsins. Harðlínumennirnir, með Alexander Rútskoj varaforseta og Valeríj Zorkín, formann stjórnlagadómstólsins, á sínu bandi, höfðu talið sig hafa örlög Jeltsíns í hendi sér en nú komu skyndilega vöflur á þá. Gamlar glæður Reuter STUÐNINGSMENN kommúnistaflokksins hengja rauðan fána á styttu við húsakynni rússneska þingsins til að sýna andstöðu við tilskipunarvaldið sem Borís Jeltsín forseti hefur tekið sér. Rútskoj bíður átekta Moskvu. Reuter. MARGIR telja að Alexander Rútskoj varaforseti sé reiðubúinn að taka við völdum ef Jeltsín verði steypt. Rútskoj hefur lýst andstöðu við um- bótastefnu forsetans, segir að allt of hratt sé farið í breytingar og ekki mega líða að atvinnuleysi fylgi í kjölfarið. Ljóst virðist að Rútskoj, sem mót- mælti tilskipunarvaldi Jeltsíns er for- setinn skýrði sérstöku öryggisráði sínu frá ákvörðuninni, hafí ákveðið að bíða og sjá hvað setur en grípa ekki til neinna aðgerða sjálfur. Ákvörðun Jeltsíns er talin hafa fært honum frumkvæðið í valdabaráttunni en meðal almennings er vonleysið yfírleitt ríkjandi. „Loksins hefur ein- hver tekið af skarið til að koma á lögum og reglu. Það er að minnsta kosti gott,“ sagði Alexej Voronov, starfsmaður í bílaverksmiðju. „En ég er ekki viss um að Jeltsín standi við loforðin, hann hefur oftar en einu sinni svikið á fólk“. Á sunnudag efndu þúsundir manna, andstæðingar og stuðningsmenn Jeltsíns, til funda við þinghúsið í Moskvu en allra augu beindust að Pavel Gratsjev varnarmálaráðherra, Víktor Baranníkov öryggismálaráð- herra og Víktor Jerín innanríkisráð- herra. Þessir þrír menn ráða mestu um öriög Jeltsíns og þingsins og því var það mikill sigur fyrir forsetann þegar þeir skrifuðu undir yfírlýsingu ríkisstjórnarinnar um stuðning við hann og það, sem fram kom í ræðu hans á laugardagskvöld. Varaði við valdatöku kommúnista í ræðu sinni lýsti Jeltsín meðal annars ástandinu í landinu, sem hann sagði einkennast af stöðugri valda- kreppu, en hann lagði mikla áherslu á, að ástæðan væri ekki ágreiningur milli framkvæmdavaldsins og löggjaf- ans, ekki heldur ágreiningur milli for- setans og þingsins. „Rætumar liggja dýpra, í andstæðunum milli hagsmuna fólksins og hins gamla kerfis komm- únista. Það er enn ekki horfíð og nú vill það ná aftur tökum á Rússlandi." Málin voru greinilega að taka aðra stefnu en harðlínumennirnir höfðu séð fyrir og fulltrúaþingið varð að láta sér nægja að samþykkja með miklum meirihluta ályktun þar sem Zorkín var hvattur til að kanna lagalegan grund- völl þeirra aðgerða, sem Jeltsín boð- aði í ræðunni. Lítill vafí er á, að úr- skurðurinn mun ganga gegn Jeltsín og gefa þar með þinginu tækifæri til að svipta hann embætti en hann hafði séð það fyrir og lýst yfír, að hann ætlaði að virða slíka samþykkt stjóm- lagadómstólsins að vettugi. Jeltsín og ráðgjafar hans voru allan sunnudag- inn í sumarhúsi hans fyrir utan Moskvu og þá barst honum meðal annars sú frétt, að móðir hans öldruð væri látin. „Ruddaleg afskipti" Harðlínumennirnir létu sér raunar ekki nægja að kæra Jeltsín fyrir stjórnlagadómstólnum, heldur sam- þykktu þeir einnig, að stuðningsyfir- lýsingar vestrænna ríkja við forsetann væm „ruddaleg afskipti af rússnesk- um innanríkismálum". Voru engin ríki nefnd á nafn en stjómvöld í Bandaríkj- unum, Þýskalandi og Frakklandi em meðal þeirra, sem hafa lýst yfir ein- dregnustum stuðningi við Jeltsín for- seta. Allt sett að veði Ákvörðun Jeltsíns um að nema úr gildi stjórnarskrána og efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu 25. apríl er mesta pólitíska áhætta, sem hann hefur tek- ið á stuttum en viðburðaríkum ferli sínum. Rúslan Khasbúlatov, forseti þingsins og helsti andstæðingur Jelts- íns, hraðaði sér heim úr ferð um sam- veldisríkin þegar forsetinn hafði kast- að stríðshanskanum og hann var ekki síður staðráðinn í því að nú skyldi látið sverfa til stáls. Jeltsín sá hins vegar við honum að því leyti, að hann setti Kremlarlífvörðinn undir sína eig- in stjórn og kom með því í veg fyrir, að harðlínumenn gætu safnast saman á táknrænan fund í Kremlarkastala eins og þeir hafa áður gert. Þeir urðu því að halda sig við þingsalinn. Loðnar yf irlýsingar Þungavigtarmennirnir þrír, yfir- menn öryggismálanna, notuðu vísvit- andi óljóst orðalag þegar þeir lýstu yfír, að þeir myndu standa vörð um lög og reglu í landinu en hafa engin afskipti af stjómmálunum. Khasbúl- atov átti greinilega bágt með sig und- ir ræðu Gratsjevs og að henni lokinni hraðaði hann sér í ræðustól: „Ekki fleiri svona ræður,“ hrópaði hann. „Merkingarlaust blaður. Við vitum ekki enn hvern þú styður.“ Þegar Víktor Tsjemomyrdín for- sætisráðherra, sem harðlínumenn fengu skipaðan í það embætti, las upp stuðningsyfírlýsingu ríkisstjómarinn- ar við Jeltsín var hrópað að honum „segðu af þér, segðu af þér“ en aug- ljóst var, að harðlínumennimir vissu varla hvaðan á þá stóð veðrið. Þeir samþykktu fyrmefndar ályktanir ur. ólögmæti þeirra aðgerða, sem Jeltsín hefur gripið til, og um „mddaleg af- skipti" erlendra ríkja en vopnin höfðu snúist í höndum þeim, að minnsta kosti þennan daginn. Að þinghaldinu loknu bjuggust nokkur hundruð andstæðinga Jeltsíns til að hafast við alla nóttina fyrir utan þinghúsið en samt var eins og eitt- hvert hik væri á þeim. Ekki er vitað hvaða lög eða reglugerð varðandi til- skipanavaldið Jeltsín hefur undirritað og enginn virðist vita hvað muni ger- ast kjósi hann að láta það sem vind um eyru þjóta þótt þingið setji hann af. Jón Sigurðsson bankamálaráðherra Stjómendur Landsbankans vom hafðir með í ráðum JÓN Sigurðsson viðskipta- og bankamálaráðherra segir að ekki verði hjá því komist að gera athugasemdir við ummæli sem höfð voru eftir Sverri Hermannssyni, bankastjóra Landsbanka Islands, í viðtali í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag. „Þessi ummæli verða ekki með nokkru móti skrifuð á reikning misskilnings hjá blaðamannin- um, en þau stangast gjörsamlega á við fréttatilkynningu sem Sverrir stóð að með bankastjórn Landsbankans og send var frá þeim síðastlið- inn fimmtudag, 18. mars,“ sagði viðskiptaráðherra í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Stjórnendur Landsbanka Islands voru vissulega hafðir með í ráðum um lokaákvarðanir ríkisstjórnarinnar. Hins vegar sátu þeir auðvitað ekki ríkisstjórnarfundinn sem tók þessa ákvörðun. Ástæða er til þess að benda á að yfírstjórn ríkisviðskiptabanka er í höndum viðskiptaráðherra og bank- aráðs eins og mælt er fyrir um í lögun- um um viðskiptabankana. Sérstaklega á þetta við um afskriftir útlána og þörf fyrir aukið eigið fé, ef upp kann að koma. Á endanum hljóta slíkar ákvarðanir að vera teknar á þeim vettvangi og á ábyrgð ríkisstjórnar- innar,“ sagði Jón. Langur aðdragandi Ráðherra sagði að þetta mál hefði átt sér langan aðdraganda, en það hefði þurft að taka í því skjóta loka- ákvörðun til þess að unnt væri að ganga frá ársreikningi Landsbankans, fyrir árið 1992, í þessum mánuði, þannig að endurskoðendur bankans, ríkisendurskoðandi og viðskiptaráð- herra gætu skrifað undir hann. „Ef við tökum eingöngu fyrir loka- stig þessa máls, þá átti ég fund með bankastjórn Landsbankans að morgni þriðjudagsins 16. mars. Sá fundur var haldinn í framhaldi af margvíslegum samtölum og samskiptum við banka- stjórnina og starfsmenn hennar ásamt fulltrúum bankaeftirlitSj Seðlabanka og fjármálaráðuneytis. Eg ræddi efn- isatriði væntanlegs frumvarps á þess- um fundi, en ekki formfrágang eða tímasetningar," sagði ráðherrann. „Bankastjórarnir lýstu sig efnislega samþykka öllum þeim efnisatriðum sem kynnt voru fyrir þeim. Það var ekki rætt nákvæmlega um tímasetn- ingu aðgerða, en þeim var tjáð á þess- um fundi, að ríkisstjórnin myndi fjalla nánar um málið á fundi sínum síðar sama dag. Ég vil taka það fram að á þessum fundi kom það mjög skýrt fram, að það þyrfti að hraða þessum ákvörðunum." Jón sagði að síðar þennan þriðjudag fyrir viku, hefði svo verið haldinn fundur í ríkisstjórninni eins og kunn- ugt er. „Endanlegur frumvarpstexti, sem mótaður hafði verið af starfs- mönnum ráðuneyta, Seðlabanka og endurskoðanda, var sendur formanni bankaráðs og formanni bankastjórn- ar. Ég veit að þeir fóru yfir þann texta, ásamt tveimur aðstoðarbankastjórum Landsbankans. Ég tel víst að Sverrir Hermannsson hafi átt þess kost að taka þátt í því starfí. Það komu ekki athugasemdir um endanlegan texta frumvarpsins frá Landsbankanum." Ábyrgð hjá ríkisstjórn og bankaráði Ráðherra ítrekaði að þetta hefði að sjálfsögðu eingöngu verið vinnu- samráð, því ábyrgðin og yfírstjórn bankans væri að þessu leyti í höndum viðskiptaráðherra og bankaráðs. „Þess vegna er með ólíkindum að bankastjórinn gerir í þessu viðtali lítið úr því að það kunni að hafa verið haft samráð við bankaráðsformann- inn, eins og það sé eitthvert aukaat- riði í málinu," sagði Jón. Jón sagði að í mars á sl. ári hefði Alþingi samþykkt lög um nýjar eig- infjárreglur fyrir viðskiptabanka og sparisjóði, að alþjóðlegri fyrirmynd. Þegar á árið hefði liðið, hefði orðið ljóst að Landsbankinn kynni að eiga í erfíðleikum með að uppfylla þessar kröfur. Málið hefði skýrst eftir því.sem á árið leið og um það hefðu farið fram ýmis samtöl og bréfaskipti, milli ráðu- neytisins, _ bankaeftirlits og Lands- bankans. í september hefði hann gert grein fyrir því í ríkisstjórninni að framundan kynni að vera þörf fyrir eflingu eiginfjár hjá Landsbankanum. í október hefði hann átt fund með bankastjórninni þar sem mál þessi hefðu verið rædd. Bankastjórnin hefði þá jafnvel talið að unnt væri að leysa þetta mál með lántöku bankans sjálfs, með víkjandi láni erlendis frá, en þá hafi verið talað um mun lægri 1jár- hæðir, en komið hafí á daginn að nauðsynlegar væru. Ráðherra sagði að þegar ákveðið hefði verið á Þorláksmessu að veita Landsbankanum víkjandi lán á vegum Seðlabankans með stuðningi ríkisins, hafí bréfaskipti sem áttu sér stað í tengslum við þá ákvörðun gert það alveg ljóst að sett yrðu þau skilyrði fyrir slíkum stuðningi, „að gripið yrði til víðtækra sparnaðar- og hagræðing- arráðstafana innan bankans, til þess að bæta framtíðarrekstur hans og gera bankanum kleift að skila við- unandi arðsemi. Jafnframt að slíkar aðgerðir þyrftu að koma fram í rekstr- aráætlunum bankans og tryggja Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra. þyrfti að eftir þeim yrði farið,“ sagði Jón. „Ekki síst er þetta sjónarmið Seðla- bankans og bankaeftirlits, en að sjálf- sögðu einnig sjónarmið viðskipta- og fjármálaráðuneytanna. Fyrir þessu var gerð grein í bréfaskiptum milli ríkisstjórnarinnar, Seðlabanka og Landsbanka. Síðan kemur svo á dag- inn það álit endurskoðenda að ætla þurfi mun meira fé í afskriftareikning útlána, en áður hafði verið talið nauð- synlegt og æskilegt. Þess vegna varð að taka fljótt á því máli, því allar umræður um málið á opinberum vett- vangi, án þess að fyrir lægi lausn á því, hefðu valdið bankanum skaða. Þetta er aðdragandi málsins og í hon- um kemur glöggt í ljós að þetta er ekki mál sem varðar mína persónulegu afstöðu til málsins, heldur er það bein- línis starfsskylda viðskiptaráðherra að fylgjast með málefnum Landsbank- ans eins og annarra banka. Þetta er náttúrlega jafnfjarlægt því að vera einhver óþörf afskiptasemi af málefn- um bankans og hugsast getur,“ sagði viðskiptaráðherra. Jón sagði að í þessu „furðulega viðtali við Sverri Hermannsson“ segði m.a.: „Þessi ákvörðun stórstyrkir náttúrlega Landsbankann og á því er auðvitað mesta nauðsyn. Þessi lang- stærsti banki þjóðarinnar þurfti á því að halda, til þess að mæta þeim þreng- ingum sem við búum við. Við verðum að halda áfram að sinna atvinnulífinu og til þess erum við nú í góðum fær- um.“ Ráðherra sagði að þessi orð væru auðvitað rétt og í góðu samræmi við þá afstöðu sem fram hefði komið hjá bankastjórninni bæði á fundinum á þriðjudag síðastliðinn og í yfirlýs- ingu bankastjórnar á fimmtudag. Tímaskekkja bankastjórans „En síðan setur bankastjórinn fram þá ijarstæðukenndu skoðun að skil- yrði ríkisstjórnarinnar fyrir rúmlega fjögurra milljarða framlagi til bankans séu sett fram aðallega vegna þess að ég vilji þarna eins og í öðru reyna að smíða mér minnismerki. Þetta er nátt- úrlega jafnfáránlegt og hugsast get- ur. Mér finnst þetta eiginlega bera því vitni að bankastjórinn sé stundum haldinn þeirri tímaskekkju að hann sé enn á framboðsfundi austur á fjörð- um þar sem kjafthátturinn telst stund- um til skemmtiatriða. Það er eins og hann gleymi því að það eru fímm ár frá því hann hvarf af þeim vettvangi og gerðist bankastjóri í Landsbankan- um.“ - Hvað er það þá sem kemur fram í skilyrðum ríkisstjórnarinnar fyrir aðstoðinni við bankann, sem þeir hjá Landsbanka eru ekki með í sínum vinnuplönum og áætlunum? „Það er ekki spurning um það hvort þeir voru með það í almennum atriðum í sínum vinnuplönum eða áætlunum. Að sjálfsögðu eru flest þessara atriða þeirrar gerðar að þeir hafa verið að vinna að þeim. Sem betur fer er það rétt að á síðustu misserum og árum hefur verið gerð breyting á útiána- stefnu og útlánastýringu Landsbank- ans og þar eru í gangi hagræðingarað- gerðir. Það sem ég vil leggja áherslu á, er að það þarf að setja ákveðin tíma- sett markmið á milli Landsbankans, Seðlabanka, bankaeftirlits og ríkisins, til þess að knýja á um breytingamar. Að sjálfsögðu væri það stórkostlega vítavert ef þessi atriði hefði alls ekki verið að fínna í störfum þeirra Lands- bankamanna og áætlunum. Það sem er hér um að tefla er að setja inn stærðir og ákveðinn feril. Ég tel það mjög mikilvægt fyrir Landsbankann að hann einmitt vinni á þennan hátt. Ég vek athygli á því sem Sverrir seg- ir á einum stað í viðtalinu: „Það má kannski segja að hefja hefði þurft endurskipulagninguna fyrr.“ Undir það tek ég með honum og bendi reynd- ar á að meðal annars sá sparnaður og árangur í styrkingu bankans sem nást átti með Samvinnubankakaupun- um, hefur reynst torsóttari en menn hugðu. Það sem mér fínnst ekki síst athugavert við yfirlýsingar banka- stjórans er að hann gefur í skyn að eitthvað af því sem við séum að fást við í viðskiptaráðuneytinu og Seðla- banka — sem hefur verið með í ráðum á öllum stigum þessa máls — sé ein- hvers konar óþörf afskiptasemi af því ■ sem þeir Landsbankamenn séu að gera. Honum yfírsést hvar ábyrgðin liggur í þessu máli. Hún er hjá ríkis- stjórn og bankaráði," sagði Jón. Verða eftirmál? - Mun þetta viðtal við Sverri Her- mannsson hafa einhver eftirmál í för með sér, að því er þig varðar? „Því vil ég ekki svara á þessu stigi máls. Segi það eitt, að ég hlýt að líta svo á að þetta stafí fyrst og fremst af því sem ég nefndi tímaskekkju áðan og eins af því að það er nú ekki mjög fréttnæmt að það hvíni í tálknum hjá Sverri Hermannssyni. Það er satt að segja meiri fréttir þegar það heyr- ist ekki og þannig bytjar nú einmitt viðtal blaðamannsins við hann á sunnudaginn. Þar var eiginlega spurt um það hvemig á því standi að hann hafi ekki gefíð neinar yfírlýsingar um málið. En ég hlýt að láta þá skoðun í ljós, að það sé afar óheppilegt að reka viðskiptabanka á síðum dagblað- anna eða í rabbþáttum útvarpsstöðv- anna. Þeir menn sem gegna starfí bankastjóra í Landsbanka íslands bera mikla ábyrgð á því að viðhalda því trausti, sem sá banki nýtur. Það er þeirra skylda að gera það með öllu ljóst að þær aðgerðir sem nú hafa verið ákveðnar tryggja grundvöll bankans svo ekki verður um villst. Það er líka athyglisvert að þetta fmm- varp um að styrkja eiginfjárstöðu bankans var samþykkt mótatkvæða- laust á Alþingi síðastliðinn föstudag. Um þetta mál er samstaða og þess- vegna var það óþurftarverk að koma síðar og halda því fram að önnur leið hefði verið heppilegri til þess að styrkja stöðu bankans, en sú sem rík- isstjórnin valdi eins og látið er að liggja í Morgunblaðinu á sunnudag- inn. Hvorki Sverrir Hermannsson né bankastjórn Landsbankans gerðu til- lögur um aðrar leiðir eða fundu að þeirri leið sem ríkisstjórnin valdi. Þess vegna verður það að teljast dæma- laust að gefa svo gálausar yfirlýsing- ar, sem spillt geta samstarfí milli Landsbankans og ríksstjómarinnar sem þarf að vera gott og traust," sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra. Víðtal Agnes Bragadóttir +

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.