Morgunblaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993
Ríkisendurskoðun svarar Guðrúnu Helgadóttur
Deilt um 4.000 milljóna færslu
til s veitarfélaga á fj árlögum
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra og Guðrún Helgadóttir (Ab-
Rv) fulltrúi Alþýðubandalagsins í fjárlaganefnd eru mjög á öndverðu
máli um hvort færa eigi 4.00p milljónir króna til sveitarfélaganna
brúttó eða nettó á fjárlögin. Á föstudaginn sendi Ríkisendurskoðun
frá sér greinargerð til fjárlaganefndar um færslu fjárlaga. Ríkisendur-
skoðun tekur undir sjónarmið Guðrúnar. Fjármálaráðherra sýnist
fátt nýtt í bréfi Ríkisendurskoðunar um þetta umdeilda mál. Hann
bendir og á að Bókhaldsnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga styðji
sín sjónarmið.
Með lögum nr. 111 um „breyting-
ar í skattamálum" var gerð nokkur
tilfærsla á skattbyrði frá atvinnufyr-
irtækjum til einstaklinga. Af at-
vinnufyrirtækjum var létt aðstöðu-
gjaldinu en sveitarfélögum skyldi
bættur þessi missir, þannig að í stað
aðstöðugjalds skyldi til þeirra renna,
af innheimtum tekjuskatti, íjárhæð
sem svaraði til 80% af álögðu að-
stöðugjaldi fyrra árs. Til að koma
til móts við þann fjárskaða sem ríkis-
sjóður hefði orðið að þola vegna
þessa, var kveðið á um fáeinar laga-
breytingar sem varða skatta ein-
staklinga, svo sem ótímabundna
hækkun á tekjuskattshlutfalli, 5%
hátekjuskatt, einnig má þess geta
að persónuafsláttur lækkaði nokkuð.
Samkvæmt áætlun fjárlaga fyrir
þetta ár eiga þessar lagabreytingar
að skila ríkissjóði rúmum 4.000 millj-
ónum króna á þessu ári.
Brúttó og nettó
í framhaldi af þessum lagabreyt-
ingum hafa vaknað nokkrar spum-
ingar um hvernig færa skildi viðbót-
artekjur af tekjuskatti einstaklinga
til bókar í fjárlögum. Hvort tekju-
færa skuli viðbótartekjurnar af
tekjuskatti einstaklinga hjá ríkis-
sjóði og gjaldfæra síðan fjárhæð
jafnháa umræddum 80% af álögðu
aðstöðugjaldi sem framlag til sveit-
arfélaganna, svonefnd brúttófærsla,
ellegar hvort færa beri hinar auknu
tekjur af tekjuskatti einstaklinga
sem innheimtu fyrir aðra, þ.e.a.s.
sveitarfélögin. I því tilviki myndi
þessi hluti tekjuskattsinnheimtunnar
ekki færast sem tekjur ríkissjóðs
heldur sem skatttekjur sveitarfélag-
anna, svonefnd nettófærsla.
Fulltrúi Alþýðubandalagsins í
fjárlaganefnd, Guðrún Helgadóttir,
hefur hins vegar verið mjög eindreg-
ið þeirrar skoðunar að umræddir
fjórir milljarðar væru skatttekjur
ríkisins. Þær færu hins vegar að
hluta sem greiðslur úr ríkissjóði til
þess að mæta niðurfelldu aðstöðu-
gjaldi hjá sveitarfélögunum. Hafa
Guðrún og fjármálaráðherra nokkr-
um sinnum skipst á skoðunum eða
allhvössum orðaskeytum um þessi
reikningsatriði.
Fjármálaráðherra og hans ráðu-
neyti hafa heldur en ekki hallast að
því að líta á þessar greiðslur eins
og skatttekjur sveitarfélaga svipað
og útsvarið; nettófærslu, en ekki
eins og bein framlög frá ríki til sveit-
arfélaga sem bókfæra ætti gjalda-
megin. Fjármálaráðherra hefur í
umræðum í þingræðum sagt að sér
sér þyki þessi umræða nokkuð
þvæld. Og einnig vísað til þess að
hann hafi margoft bent á að þessi
færsla væri umdeilanleg. Hann hefur
jafnframt bent á að þetta fyrirkomu-
lag um hlutdeild sveitarfélaganna í
tekj uskattstekj um, aðstöðugjaldsí-
gildið, væri til bráðabirgða og óeðli-
legt væri að færa það fyrst sem
skatttekjur ríkisins en síðan sem
skatttekjur sveitarfélaganna.
Álit Ríkisendurskoðunar
Að áeggjan Guðrúnar Helgadótt-
ur leitaði fjárlaganefnd Alþingis eft-
ir áliti Ríkisendurskoðunar. Síðasta
föstudag sendi Ríkisendurskoðun frá
sér greinargerð um þetta mál. Eru
þar rök með og móti metin og vegin
og vísað til laga um ríkisbókhald,
gerð ríkisreiknings og fjárlaga. Þar
segir m.a: „Þegar litið er heildstætt
á málið, en með því er átt við að
þegar orðalag bráðabirgðaákvæðis
VII og yfirskrift þess í nefndum lög-
um nr. 111/1992 og með hliðsjón
af orðalagi bráðabirgðaákvæðis I í
lögum nr. 113/1992 verður að mati
Ríkisendurskoðunar að líta svo á að
með aðgerðum þessum sé verið að
ráðstafa innheimtum tekjum ríkis-
sjóðs en ekki að tryggja sveitarfélög-
unum riýjan skattstofn." Ennfremur:
„Ríkisendurskoðun telur að líta verði
svo á að ákvæðið tryggi sveitarfélög-
unum einungis tiltekið framlag úr
ríkissjóði á árinu 1993 en ekki tiltek-
inn skattstofn eða hlutdeild í slíkum
stofni á því ári. Þetta verður t.d. ljóst
þegar litið er til yfirskriftar ákvæðis-
ins og til orðalags 4. mgr. ákvæðis-
ins, en þar er hugtakið „framlag“
úr ríkissjóði beinlínis notað." Einnig
segir í greinargerð Ríkisendurskoð-
unar: „Sú staðreynd að sveitarfélög-
in hafa andstætt því sem t.d. gildir
um aðstöðugjöld og útsvar, ekkert
forræði á skattheimtunni eða mögu-
leika til þess að hafa áhrif á hana
í framkvæmd þykir og mæla gegn
þeirri niðurstöðu að hér sé um skatt-
stofn þeirra að ræða.“
Niðurstaða Ríkisendurskoðunar
var því: „Þegar málið er skoðað
heildstætt og með vísan til þeirra
sjónarmiða sem hér að ofan eru rak-
in er að mati Ríkisendurskoðunar
ekki hægt að fallast á röksemdir
fjármálaráðuneytisins í þessu máli.“
Bókhaldsnefnd sveitarfélaga
Morgunblaðið leitaði álits fjár-
málaráðherra á greinargerð Ríkis-
endurskoðunar. Friðrik Sophusson
fjármálaráðherra sagðist ekki í fljótu
bragði sjá neitt nýtt í þessu áliti
Ríkisendurskoðunar. Það hefði legið
fyrir við afgreiðslu fjárlaganna 1993
að málið væri umdeilanlegt. Það
kæmi reyndar skýrt fram í áliti Rík-
isendurskoðunar á bls. 3: „Áður en
lengra er haldið þykir rétt að taka
fram til þess að girða fyrir allan
misskilning að sérstök grein var
gerð fyrir þessum breytingum við
lokaafgreiðslu íjárlagafrumvarpsins
fyrir árið 1993 svo og í fylgiriti með
fjárlögum 1993. Því er ekki á neinn
hátt hægt að halda því fram að
upplýsingum hafi verið leynt eða að
reynt hafi verið að blekkja með þeirri
framsetningu sem varð ofan á við
afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1993.“
Fjármálaráðherra ítrekaði að hér
væri um bráðabirgðaaðgerð að ræða
sem væri ætlað að gilda í eitt ár.
Þótt aðstöðugjaldið væri ekki inn-
heimt í ár, væru ákvæði 5. kafla
laga um tekjustofna sveitarfélaga
að öðru leyti í gildi.
Fjármálaráðherra taldi það enn
frekar undirstrika sinn málflutning
og nettófærslu á umræddum fjórum
milljörðum bréf sem Samband ís-
lenskra sveitarfélaga hefði sent öll-
um sveitarfélögum landsins 15. febr-
úar: „Bókhaldsnefnd Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga leggur til að
framlag úr ríkissjóði í stað aðstöðu-
gjaids 1993 verði fært undir mála-
flokkinn skatttekjur. Þar verði það
fært á bókhaldslykil 00.04.002.1,
með lykilheiti „greiðsla ríkissjóðs
vegna niðurfellingar aðstöðugjalds á
árinu 1993“.“
Fjármálaráðherra sagði að allir
hlytu að sjá að það væri alrangt að
færa þessa fjóra milljarða bæði sem
skatttekjur hjá ríkinu og síðan hjá
sveitarfélögunum. Slíkt gæfi að
sjálfsögðu mjög villandi mynd af
heildarskatttekjum hins opinbera.
Og ef menn vildu kynna sér enn
frekar réttmæti sjónarmiða fjár-
málaráðuneytisins gætu þeir lesið
leiðbeiningar Alþjóða gjaldeyris-
sjóðsins um uppsetningu fjárlaga,
hvernig færa skyldi skatttekjur, eins
og þessar, hjá því stjórnvaldi sem
nyti góðs af.
Frumvarp
umatvinnu-
leysisbætur
FRUMVARP um rétt þeirra
sem ekki hafa atvinnu hefur
verið Iagt fram á Alþingi og
felur það í sér tillögur um
heildarendurskoðun á þjón-
ustukerfi við atvinnulausa
hér á landi. Frumvarpið flylja
þingmenn Alþýðubandalags-
ins en fyrsti flutningsmaður
er Svavar Gestsson.
Frumvarpið byggir á þeim
lögum sem fyrir eru um atvinnu-
leysi og vinnumiðlun en gert er
ráð fyrir verulegum breytinum.
Fimm meginbreytingar
Eftirtalin fimm atriði eru
veigamest: Gert er ráð fyrir því
að allir þeir sem ekki hafa vinnu
fái atvinnuleysisbætur hvort
sem þeir hafa verið í stéttarfé-
lögum eða ekki. Gert er ráð
fyrir því að þjónusta við atvinnu-
lausa geti verið á einum stað í
hveiju umdæmi, en hún er víða
á þremur stöðum nú. Gert er
ráð fyrir landssamstarfi vinn-
umiðlunarskrifstofa í einni mið-
stöð, sem hafi heildaryfirlit yfir
vinnumarkaðinn á hveijum
tíma. Gerð er tillaga um að
bætur fyrir hvert barn á
framfæri þess sem er atvinnu-
laus hækki og að biðtími falli
niður. Gerð er tillaga um að
opna frekar en nú er gert rétt
atvinnulausra til að stunda
reglulegt nám á atvinnuleysis-
bótum.
Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra
Viðræður í gangi um opnun
Fæðingarheimilis Reykjavíkur
SIGHVATUR Björgvinsson heilbrigðisráðherra er nú að ræða við
stjórnendur Landspítala um hvort hægt verði að opna Fæðingarheim-
ili Reykjavíkur, tímabundið a.m.k., til þess að forða fyrirsjáanlegu
neyðarástandi á Kvennadeild Landspítalans. Lára Margrét Ragnars-
dóttir (S-Rv) fór fram á utandagsskrárumræðu um málefni deildarinn-
ar og spurði ráðherrann hver væri stefna stjórnvalda varðandi fæðing-
arþjónustu og aðbúnað fæðandi kvenna í landinu.
Málshefjandi, Lára Margrét
Ragnarsdóttir vildi benda á nokkr-
ar staðreyndir, m.a. að þegar
Kvennadeildin var stækkuð og end-
urbætt 1975-6 hefði verið gert ráð
fyrir 2.200 fæðingum á ári í því
húsnæði að meðaltali. Frá 1987 hefði
fjöldi fæðinga farið langt fram úr
þessum áætlaða fjölda og í fyrra
hefði fjöldinn verið 2.913 eða 32%
fleiri en deildinni væri ætlað að ann-
ast. Á þessu ári mætti og búast við
að fæðingum fjölgaði enn miðað við
áætlun fyrir fyrri helming þessa árs.
Lára Margrét sagði að þegar
Kvennadeildin hefði tekið við starf-
semi Fæðingarheimilisins, hefðu
fylgt með 7 stöðuheimildir ljós-
mæðra. Engin önnur viðbót hefði
fengist við mönnun deildarinnar.
Ræðumaður taldi þau þrengsli
sem deildin byggi við í dag til vitnis
um virðingarleysi fyrir konum, ný-
fæddum borgurum og aðstandend-
um. Og ekki síður ætti þetta við
aðra sjúklinga sem leituðu til deild-
arinnar, s.s. krabbameinssjúkar kon-
ur og konur sem kæmu vegna beiðni
um fóstureyðingu.
Lára Margrét vildi því inna heil-
brigðisráðherrann eftir því hvort til
væri stefna um fæðingarþjónustu
og aðbúnað fæðandi kvenna í land-
inu? Og einnig vildi hún spyija hvaða
ráðstafanir hefðu verið gerðar til að
mæta nær 300 væntanlegum fæð-
ingum á Kvennadeild Landspítalans
nú í maí.
Ekki undir öryggismörkum
Jafnvel undir öryggismörkum
Málshefjandi sagði: „Nú er svo
komið að þjónusta við sjúklinga er
komin að öryggismörkum og jafnvel
niður fyrir þau. Álag er svo mikið
að það annar iðulega ekki lágmarks-
vinnu sem fullnægja á nútímakröf-
um. Dæmi eru um það að konur
komnar fast að fæðingu verði að
bíða utan fæðingarstofu, nánast í
biðröð, til að komast að.“
Málshefjandi sagði þá ákvörðun
að loka Fæðingarheimili Reykjavík-
ur í sparnaðarskyni umdeilda. Þrátt
fyrir fulian vilja frábærs starfsfólks
Kvennadeildar að mæta óskum
kvenna sem vildu heldur fæða og
liggja með börn sín í öðru umhverfí
en spítalaumhverfi, hefði slíkt ekki
tekist vegna þrengsla og manneklu.
En reynslan sýndi að þörf fyrir slíka
þjónustu væri mikil.
Sighvatur Björvinsson heil-
brigðisráðherra sagði rétt vera að
lokun Fæðingarheimilis Reykjavíkur
hefði verið umdeild en það hefði
verið ákvörðun sem hefði verið til-
kynnt við fjárlagaafgreiðslu og sam-
þykkt af öllum stuðningsmönnum
ríkisstjórnarinnar. Þá hefðu aðeins
10 legurúm verið í notkun og kostn-
aður við legurúm verið orðinn helm-
ingi meiri en á Landsspítalanum.
Hugmyndin hefði verið sú að byggja
upp samsvarandi aðstöðu á Land-
spítalanum en það hefði ekki verið
gert af ýmsum ástæðum.
Heilbrigðisráðherra vildi mót-
mæla því að þjónusta Kvennadeild-
arinnar væri fyrir neðan öryggis-
mörk. Hann sagði að starfsfólk
deildarinnar og stjórnendur myndu
ekki bjóða upp á þjónustu sem væri
fyrir neðan öryggismörk, þótt vissu-
lega væri erfítt um vik og mikið
álag á starfsfólki.
Sighvati var ljóst að apríl og maí
og júlímánuðir yrðu mjög þungir og
erfíðir á deildinni en þá er fyrirsjáan-
legt að margar konur verða léttari.
Tvennt kæmi til greina. Annars veg-
ar að flytja göngudeild krabbameins-
sjúklinga úr núverandi húsnæði í
annað og fá húsnæði göngudeildar
undir fæðingardeild. Heilbrigðisráð-
herra sagði að þetta væri ekki lausn
sem gæti komist mjög hratt til fram-
kvæmda.
Hinn möguleikinn væri sá að opna
fæðingarheimilið að nýju, ,;og þá um
takmarkaðan tíma og þá sem sæng-
urkvennadeild". Heilbrigðisráðherra
kvaðst hafa rætt þetta við stjórnend-
ur Landspítala og þær viðræður
stæðu enn yfir. Heilbrigðisráðherra
var þó Ijóst að þetta væri ekki fram-
búðarlausn; menn yrðu að hugleiða
hver hún yrði með fæðingarheimili
Reykjavíkur, 10-rúma deild væri
afskaplega óhentug og óhagkvæm í
rekstri. Ef eitthvað vit ætti að vera
í þeirri starfsemi þyrfti þar að vera
helmingi stærri stofnun eða 20 rúm.
Ráðherra sagði að rætt yrði á þessu
ári við stjórnendur ríkisspítalanna
hvort slík lausn væri finnanleg.
Þingmenn töldu nú á daginn kom-
ið sem spáð hefði verið þegar Fæð-
ingarheimili Reykjavíkur hefði verið
lokað. . Voru stjórnvöld harðlega
gagnrýnd fyrir virðingarleysi gagn-
vart konum og einnig fyrirhyggju-
leysi, bæði til lengri og skemmri tíma
litið. Nokkrir þingmenn bentu á að
fæðingar hefðu 9 mánaða fyrirvara
þannig að ráðherra væri heldur seinn
að ræða um lausnir vegna fyrirsjáan-
legra barneigna. Ingibjörgu
Pálmadóttur (F-Vl) undraði ekki
væri hægt að bjóða uppá fæðingar-
rými í borg sem hefði trúlega heims-
met í vannýttu húsnæði.
Féleysi
Sighvati Björgvinssyni heil-
brigðisráðherra þótti sem gagnrýn-
endur sneru útúr sínum orðum. Heil-
brigðisráðherra sagði að hér væri
ekki á ferðinni spurning um hús-
næði heldur spurning um fjármuni
til rekstrar. Það væri nóg húsnæði
í sjúkrahúsakerfi Reykjavíkur en það
vantaði fé til að reka það.