Morgunblaðið - 23.03.1993, Side 37

Morgunblaðið - 23.03.1993, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993 37 i básnnm hjá Herberti „Kóka“ Ólasyni var beina- p’ind af íslenskum hesti sem hann hafði látið setja UPP og að sjálfsögðu var grindin í töltstellingu. Fæðingarvari var eitt af þeim nýjungum sem gat að líta, en hann er festur við gjörð sem látin er á hryssu sem komin er að köstun og þegar stundin rennur upp sendir tækið frá sér merki þannig að eigandi getur fylgst með fæðingunni. hliðinni. Það hefur oft gengið erfið- lega að fá bæði hesta og menn til að taka þátt í þessum sýningum, sem er skiljanlegt, því sjálf sýningin stendur yfir í níu daga og ef æft er í þijá daga og tveir dagar fara í ferð- ir til og frá Essen fara í þetta tvær vikur. Fyrir þá sem ekki hafa neina hagsmuni af því að vera á sýning- unni er þetta langur og dýr tími. Félag hrossabænda lagði mikla pen- inga í þetta fýrir tveimur árum og var jafnvel talað um bruðl eða óskynsamlega fjárfestingu. Á árum áður lagði Sambandið óhemju pen- inga í þetta og nú hafði Félag hrossa- bænda vaðið fyrir neðan sig og lagði fram fyrirfram ákveðna upphæð sem styrk til þeirra sem lögðu hönd á plóginn. Equitana til Frankfurt? Að síðustu má geta þess að radd- ir eru nú uppi um að Equitana verði flutt frá Essen þar sem sýningarhall- irnar þar þykja orðið of litlar og verði þá farið með sýninguna til Frankfurt. Tuttugu ár eru nú liðin síðan fyrsta sýningin var haldin og hafa þær allar verið haldnar í Essen. arhöfundur á nýstárlega gerð af hestakerru, það er að segja kerru sem hestur dregur. í stað tveggja arma sem koma sinn hvorum megin við hestinn var aðeins einn armur sem liggur upp aftan við hestinn og fram eftir baki hans og endar við herðakamb. Á hestinum er gjörð með dráttarkúlu samskonar og menn eru með á fólksbílum og jeppum. Er ker- rubeislið tengt við kúluna og þar með um leið við hestinn. Með þessum búnaði getur hesturinn tekið mun krappari beygjur og reyndar getur hann mjög auðveldlega gengið í kringum kerruna þannig að hún snú- ist um sjálfa sig. Skipulagning, æfingar og peningar Töluverður fjöldi Íslendinga ér far- inn að sækja Equitana heim og svo var einnig nú enda um að ræða góða skemmtun og mikinn fróðleik fyrir þá sem áhuga hafa á hestamennsku. Viðbrögð þeirra sem koma þarna í fyrsta sinn eru yfirleitt á þá leið að þarna séu miklir auglýsinga- og kynningarmöguleikar fyrir íslenska hrossarækt, hestaferðir um hálendið og jafnvel alla þá sem selja ferða- mannaþjónustu i einhverri mynd. Engum sem á Equitana kemur dylst hversu áhrifaríkt sölutæki íslenski hesturinn er og hafa sannast þar hvað eftir annað orð Gunnars Bjarna- sonar er hann fullyrti að íslenski hesturinn væri besti ambassador ís- lands hvað varðar sölu á ýmsum varningi og þjónustu. En það er ekki bara nóg að mæta á sýninguna og halda svo að þetta seljist bara allt af sjálfu sér. Oft hefur verið um það rætt meðan á fyrri sýningum hefur staðið að menn hafa uppgötvað ýms- ar brotalamir sem þurfi að laga. Svo virðist sem básamálin hafi verið í mjög góðu lagi að þessu sinni en einhver skipulagsleg mistök virðast hafa átt sér stað varðandi sýningu íslensku hestanna. Það var látið í veðri vaka fyrir sýninguna að nú yrði aðeins um úrvals hesta og knapa að ræða á sýningunni, en það eitt dugar ekki til mikilla afreka því jafn- vel snillingarnir þurfa að æfa saman. Það er stór spurning hvort nota eigi fyrsta „Hop Top Show“-ið og fyrstu dagsýningar undir æfingar. Vissu- lega þarf að samæfa hópinn tvo, þijá daga áður en til alvörunnar kem- ur. Og þar með er komið að peninga- Bakshi í baksi Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbió: Svalur heimur - Cool World Leikstjóri og handritshöfundur Ralph Bakshi. Aðalhlutverk Gabriel Byrne, Kim Basinger, Brad Pitt. Bandarísk. Para- mount 1992. Það hefur hvorki gengið né rek- ið hjá leikstjóranum Ralph Bakshi eftir að hann gerði hinar frum- legu, fyndnu og umtöluðu Frítz the Cat og Heavy Traffic. Þá átti Hríngadróttinssaga - Lord of the Ring sín augnablik en síðan hefur hallað undan fæti. Maður spyr sig eftir að hafa setið hátt í tvo tíma í hreinum og klárum leiðindum yfir Svölum heimi, hvar er kald- hæðnin, frábærar fígúrurnar og frumlega hugmyndaflugið sem einkenndi fyrstu teiknimyndir Bakshis? Ekki örlar á þeim hér því sekúnduvísarnir á úrinu manns stela senunni. Ekki er það leikstjóranum til framdráttar að feta í fótspor Ro- berts Zemekcis ag krydda þessa nýjustu teiknimynd sína með leikurum af holdi og blóði. Þetta gekk eftirminnilega vel upp í Hver skellti skuldinni á Kalla kanínu en hér vantar allt sem með . þarf. Söguþráðurinn er óljós og illa dreginn. Piltungur (Pitt) lendir í bílslysi ásamt móður sinni og rank- ar hann við sér í teiknimyndaheim- inum Svalheimi þar sem hann annast síðan löggæslu. (Kerling hverfur hinsvegar sporlaust). Sú veröld er einhversstaðar í „ljósa- skiptunum“ og er Pitt eina mann- veran þar um slóðir, aðrir teiknað- ir eins og umhverfíð. Byrne leikur teiknimyndahöfund, nýsloppinn úr fangelsi en uppáhalds hugarfóstur hans, kynbomban Holli (Basin- ger), er jafnframt ein aðalpersón- an í Svalheimi. Vippar hún skap- ara sínum inní teiknimyndaveröld- ina og verður álappalegur efnis- þráðurinn ekki rakinn frekar. En það er ekki nóg með að efn- ið sé þunnt heldur eru samræðum- ar, sem eiga að vera „töff“ og meinfyndnar í. anda Bakshis, dæmalaust óskemmtilegar. 111- skárri eru þó teiknifígúrurnar en þeir leikarar sem eiga að teljast með lífsmarki. Byme er afleitur, Pitt verri, Basinger verst. Leik- hæfileikar hennar koma ekki á óvart en Byrne getur betur og Pitt var eftirminnilegur í Thelmu og Louise. Teikningarnar eru þó mun slakari en maður hefur átt að venjast frá hendi Bakshis til þessa og myndin hlýtur að flokk- ast undir slæm mistök. Uppi á ystu nöf Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó: Hrakfallabálkur- inn — („Out on a Limb“). Leik- stjóri Francis Weber. Aðalleik- endur Matthew Broderick, Jef- frey Jones, Hedy Kling, John C. Riley. Bandarísk. Universal 1992. Það er komið haust, nýbúið að setja barnaskólann í bænum og kennslukona spyr nemendur sína hvað hafi markverðast gerst yfir sumarmánuðina. Það er ósköp fátt uns komið er að telpukomi, sögu- manni myndarinnar. Sú þurfti ekki að kvarta yfír lognmollunni. Kemst að því óvart að fóstri henn- ar (Jones) er ótínt hrakmenni og ekki nóg með það, heldur á hann enn verri tvíburabróður. Er kauði nýsloppinn úr tugthúsi, á ýmislegt óuppgert við fóstra hennar og hyggst nú koma og drepa hann. En enginn trúir þeirri stuttu svo hún hringir í stóra bróður (Brod- erick), uppann í stórborginni, sem er heldur vantrúaður á söguna en kemur þó askvaðandi á vettvang. Upphefst nú eitt allsheijar húll- umhæ þar sem m.a. koma við sögu verðbréfaviðskipti, stúlkukind (Kling) á flótta (engin veit undan hveiju), tveir kexmglaðir bræður, sauðheimskir löreglumenn, morð og önnur óáran. Með talsvert meiri yfirlegu og útgjöldum hefði Hrakfallabálkur- inn getað orðið þokkalegasta skemmtun. Það örlar nefnilega oftar en einu sinni á skopskyni sem kemur þægilega á óvart því yfir höfuð er það á skjön við annars heldur andlaust handrit myndar- innar. Annað sem má segja mynd- inni til hróss eru leikararnir sem flestir eru í vænu meðallagi. Brod- erick á reyndar skilið betri rullu og töltir í gegnum hlutverkið án þess að að depla auga. Jones er hressilegur í tvöföldu hlutverki og þeir sem leika aulabræðuma eru með eðlilegustu fáráðum sem sést hafa lengi á tjaldinu. En það bráð- vantar meiri metnað til að hægt sé að taka þessa framleiðslu á nokkurn hátt alvarlega. Engu að síður má þó hafa nokkurt gaman af þessari makalausu upprifjun telpukornsins. Baríst á bannsvæði Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Á bannsvæði („Trespass"). Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri: Walter Hill. Handrit: Bob Gale og Rob- ert Zemeckis. Aðalhlutverk: William Sadler, Ice T, Bill Paxt- on, Ice Cube. ínýjustu hasarmynd Walters Hills, Á bannsvæði, komast tveir slökkviliðsmenn yfir kort sem vísar á fornan ránsfeng í yfirgefinni byggingu í fjarlægri borg. Þegar þeir ætla að sækja hann í bygging- una verður svertingjaklíka á vegi þeirra og brátt eru þeir lentir í hinni verstu aðstöðu með fjársjóð- inn í höndunum, lokaðir inni í ein- um hluta hússins umkringdir þungvopnuðum svertingjum. Ekkert svo slæmt efni í mynd sem gæti gert eitthvað fyrir heldur aumlegan feril Walters Hills í seinni tíð. En allt kemur fyrir ekki. Úrvinnslan er spennu- og andlaus með öllu og elur grimmilega á kynþáttafordómum í garð svert- ingja sem allir eru hér skot- og sprengjuglaðir íkveikjumenn og morðingjar, melludólgar, vopnasal- ar og dópistar. Veruleikinn er fluttur okkur að mestu leyti á myndböndum í gegn- um sjónvarpsstöðvar og Hill, minn- ugur Rodney King málsins, reynir að fást við þann veruleika með því að láta einn úr svertingjaklíkunni hafa það hlutverk að taka allt upp á myndband. Þannig er talsverður hluti myndarinnar leikinn af mynd- bandi, svart/hvítu af einhveijum ástæðum. Það á líklega að gefa myndinni einhvem raunsæisvott eða flytja okkur inní kviku atburð- anna. Heila málið er bara svo yfír- máta tilgerðarlegt og truflandi fyr- ir atburðarásina að það virkar þveröfugt, pirrandi og leiðinlegt. Handritið er eftir þá Bob Gale og Robert Zemeckis, sem skrifuðu líka saman Aftur til framtíðar myndirnar. Þeir hafa fengið þessa ágætu hugmynd um fjársjóðsleit- ina en líklega ekki vitað hvernig þeir ættu að þróa hana áfram. Myndin spólar mjög í sama farinu eftir að búið er að kynna persónur og aðstæður og rennur svo ein- hvern veginn út í sandinn í lokin. Það litla innihald eða inntak sem finna má í sögunni er lítið frum- legt en myndin er enn ein dæmi- sagan um hvernig ásóknin eftir gulli og grænum skógum getur eyðilagt gjörvilegustu og skynsö- mustu menn af hinum þekkilega hvíta kynstofni. Hill gerir lítið annað en bæta við þetta þungarokki og skot- krafti. Myndin hans virkar eins og langur „trailer" eða hraðklipptur úrdráttur sem er sífellt að reyna að hanka athygli áhorfandans og þarf afar mikið að hafa fyrir því. Skólaostur Skólaostur í sérmerktum kílóapakkningum á einstöku tilboðsverði í næstu verslun. VERÐ NU: 658 kr. kílóið. VERÐ AÐUR: kílóið. ÞU SPARAR: 116 kr Ænosiaog \J/SNflÖRSALANSE ■ á hvert kíló.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.