Morgunblaðið - 14.04.1993, Side 9

Morgunblaðið - 14.04.1993, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRIL 1993 9 Bílamarkaburinn Talsverð hreyfing Vantar góða bíla á sýningarsvæðið Opið sunnud. kl. 14 - 18. Félagar og aðrir kaffibyrstir Kaffihlaóborð veróur í félagsheimilinu Víðidal, laugardaginn 17. apríl nk. Harðarfélagar koma í heimsókn. Mætum öll í sumarskapi. Kvennadeild Fóks. Smiðjuvegi 46E v/ReykjanesbrauU Kopavogi, sími 671800 Nú er rétti tíminn til að hefja reglulegan sparnað rneð áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Notaðu símann núna, hringdu 1 62 60 40, 69 96 00 eða 99 66 99 sem er grænt númer. RÍKISVERÐBRÉFA Kalkofnsvegi 1, Hverfisgötu 6, sími 91- 626040 sími 91- 699600 Kringlunni, sími 91- 689797 Verksmiðjur SR á Siglufirði. Hlutafélag um síldarverksmiðjurnar Ríkisstjórnin hefur markað þá stefnu að breyta ýmsum ríkisfyrirtækj- um í hlutafélög, en það hefur ýmis konar hagræði í för með sér í rekstri, auk þess sem ábyrgð ríkisins á honum er aðeins bundin við hlutafjáreign. Síldarverk- smiðjumar Alþingi samþykkti í byrjun aprílmánaðar stjómarfrumvarp um breytingn á Síldarverk- smiðjum rikisins i hluta- félag. Verulegt tap hefur verið á rekstrinum und- anfarin ár og er nær allt eigið fé verksmiðjanna upp urið. Alþingi heimil- aði rikissjóði að yfirtaka allt að 500 milljónir af skuldum, en að því búnu á rekstrargrundvöllur nýja hlutafélagsins að vera transtur. SUdarverksmiðjur rík- isins reka nú fimm verk- smiðjur og er sú full- komnasta á Seyðisfirði, sem framleiðir hágæða- mjöl og fæst hærra verð fyrir afurðimar. Oljóst er, hvort verksmiðjumar verða seldar í einu lagi eða ekki, en samþykkis Alþingis þarf tU að selja hlutafé rikisins. í forustugrein Alþýðu- blaðsins daginn fyrir skir- dag var IjaUað um breyt- inguna á rekstrarfyrir- komulagi síldarverk- smiðjanna. Þar sagði m.a.: „Alþingi hefur nú heimUað að SUdarverk- smiðjum ríkisins verði breytt í hlutafélag og samhliða veitt sjávarút- vegsráðherra leyfi tU að selja hlutafélagið. Þetta er í samræmi við þá skoð- un stjórnarflokkaima, að eðlUegt sé að ríkið dragi sig sem mest úr þeirri atvinnustarfsemi, sem er í beimii samkeppni við almennan atvinnurekst- ur. Stjómarflokkamir hafa jafnframt talið far- sæUa, að mörg ríkisfyrir- tæki væm rekin sem hlutafélög, þó ríkið ætti þau að öllu leyti. Við afgreiðslu málsins á Alþingi var það athygl- isvert, að þó stjómarand- staðan teldi rétt að ríkið ætti um sinn meirihluta í fyrirtækinu, var hún sam- mála því sjónarmiði að SUdarverksmiðjur yrðu í formi hlutafélags. Þessi afstaða stjórnarandstöð- unnar er vart hægt að túlka öðravísi en sem stefnubreytingu en sem kunnugt er hefur hún tU þessa lagst hart gegn því að ríkisfyrirtækj um verði breytt í hlutafélög. Það er fagnaðarefni, að stjórnarandstaðan skuli að þessu leyti vera að fikra sig nær nútímanum í viðhorfum sinum tU heppilegs rekstrarforms fyrirtækja í opinberri eigu. Rökin fyrir hlutafé- lagsforminu em margvís- leg. Það setur meiri ábyrgð á herðar stjóm- enda fyrirtækjanna, og gefur fyrirtækjunum sjálfum aukna sveigju; tíl dæmis til að gerast þátt- takandi i öðrum nýjum fyrirtækjum, sem kunna að tengjast starfssviði þeirra. Sem hlutafélög hafa þau jafnframt meira svigrúm til að verða sér úti um aukið fjármagn, til að styrkja eiginijár- stöðu sína með útboði hlutaijár. í tUviki SUdar- verksmiðjanna, sem hafa tapað fé á undanförnum ámm, kann þetta einmitt að vera dýrmætur mögn- leiki til að treysta förina inn í framtíðina. Ábyrgð ríkissjóðs á fyrirtækjum sínum breytist emifremur þegar þeim er breytt yfir í hlutafélög, úr því að vera ótakmörkuð yfir í að takmarkast. einungis við hlutaQáreign hins op- inbera í viðkomandi fyrir- tæki. Það er raunar athygl- isvert, að sökum þeirra ávinninga, sem menn í atvinnulífinu telja fólgna í hlutafélagsforminu, þá hefur síðustu árin verið ör þróun frá öðmm rekstrarformum í hluta- félög. Gott dæmi um það er einmitt Samband ís- lenskra samvinnufélaga en á síðustu ámm hefur SÍS einmitt kosið að hluta fyrirtæki sín í sundur og breyta pörtunum j'fir í hlutafélög." Ályktun Varðbergs um aðild að V-Evrópubandalaginu Aðild þjónar öryggi landsins í ályktun sem Varðberg, félag ungra áhugamanna um vestræna sam- vinnu, hefur sent frá sér, er þa talið þjóna öryggishagsmunum íslands að ríkissljórn íslands staðfesti aukaaðild að Vestur-Evrópusambandinu og taki virkan þátt í að fylgjast með og móta öryggis- og varnarmál Evrópu. I ályktuninni segir, að aukaaðild íslands að Vestur-Evrópusamband- inu ásamt aðild annarra ríkja Atl- antshafsbandalagsins tryggi að sjón- armið NATO-ríkjanna hafi áhrif á stefnumótun Vestur-Evrópusam- bandsins þannig að Evrópubandalag- ið verði ekki einrátt í varnar- og öryggismálaumræðu Vestur-Evrópu. Jafnframt er í ályktuninni bent á að sem fyrr sé Atlantshafsbandalag- ið — NAT0 — sé sem fyrr lang öflug- asta vörn lýðræðisþjóðanna og tiivist þess hafi stuðlað að og tryggt lýð- ræðisumbætur í Mið- og Austur-Evr- ópu. F JÁRMÁLANÁMSKE IÐ VÍB Síbasto nómskeið vetrarins verbur 27. og 29« apríl Sigjmdu r Gudm u ndsdðUii; friebsliifulltriíi hjá Vdtryggingafélagi Islands, erein peirra mörgu sem hefur sðlt námskeib um fjánnál einstaklinga hjá VIB. „Eg held að sá tími og þeir peningar sem maður ver í svona námskeið skili sér ótrúlega fljótt í heimilisrekstri.“ „H\'ort sein fólk fer að skipuleggja fjármálin sín vegna þess að það fer á svona námskeið eða eitthvað annað sem verður þess váldandi, þá held ég að það sé af hinu góða. Það er mjög margt sem situr eftir af námskeiðinu og það er ýmislegt sem ég hef þegar gert til að koma reglu á mín fjármál síðan ég var á námskeiðinu. Það sem mér fmnst sýna hvað þeua hefur verið gótt námskeið er að sífellt eru að koma upp í kollinn á mér einhver atriði úr námskeiðinu." Ráðgjafjar VÍB veita frekari upplýsingar um Fjármálanámskeið VIB og einnig er hægt að fá sendar upplýsingar í pósti. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Myndsendir 68 15 26. Símsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.