Morgunblaðið - 14.04.1993, Page 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993
Abstraktverk
í Gunnarssal
Á MÁNUDAG, annan í páskum, opnaði sýning á myndverk-
um úr eigu hjónanna Gunnars Sigurðssonar og Guðrúnar
Lilju Þorkelsdóttur í Gunnarssal. Gunnar Sigurðsson rak á
sjötta áratuginum Listvinasalinn við Freyjugötu, nú Ásmund-
arsal, og tók virkan þátt í baráttu ungra listamanna fyrir
framgangi óhlutbundinnar myndlistar og voru þær sýningar
sem haldnar voru í Listvinasalnum oft umdeildar.
Gunnar var haukur í horni list-
arinnar eins og ýmsir velgjörðar-
menn hennar erlendis, og í grein
eftir Björn Th. Björnsson sem
hann ritaði um Gunnar fyrir
nokkrum árum segir: „Hér heima
eignaðist bylgja abstraktmál-
verksins einnig sinn mann og hann
furðu líkan hinum frægu forverum
sínum: Gunnar Sigurðsson í Geysi.
Slíkir menn - og það veit ég af
eigin raun um Gunnar - nálgast
listina af djúpri eðlisþörf og sú
birting samtímans sem í henni
felst, hversu ögrandi sem hún er
öðrum, er þeim eins og sjálfstján-
ing. Því leita þeir heldur aldrei
aftur fyrir sig. Það sem er liðið,
er ekki lengur á dagskrá, og
hneykslun er ekki til í þeirra orða-
bók, nema á því sem illa er gert
eða með hálfum huga. Þeir eru í
senn opnir fyrir hverri nýlundu og
skeleggir gagnrýnendur, þeir eru
innan veggja og listmæti verks
skiptir þá öllu máli.“ Ekki er leng-
ur deilt um réttmæti abstraktlistar
og margir frumherjanna eru í dag
mikils metnir, jafnvel taldir hefð-
bundnir. Sýning á abstraktverkum
úr safni Gunnars og Guðrúnar
gefur heillega og áhugaverða
mynd af þeim umbrotatímum sem
urðu í íslenskn myndlist á eftir-
stríðsárunum. Á sýninguna „Ab-
strakt“ hefur verið kappkostað að
velja eingöngu óhlutbundnar
myndir, flestar frá sjötta áratugin-
um, margar í anda þeirrar réttrú-
arstefnu sem kennd er við geó-
metríu.
Á sýningunni eru yfir fjörutíu
Morgunblaðið/Sverrir
Gunnar Gunnarsson, sonur Gunnars Sigurðssonar, en hann á og
hefur umsjón með Gunnarssal.
myndir og eiga eftirtaldir verk á
sýningunni: Eiríkur Smith, Haf-
steinn Austmann, Jóhannes Jó-
hannesson, Karl Kvaran, Kjartan
Guðjónsson, Kristján Davíðsson,
Nína Tryggvadóttir, Siguijón
Ólafsson, Sverrir Haraldsson, Val-
týr Pétursson og Þorvaldur Skúla-
son. Nokkur verkanna á sýning-
unni hafa ekki komið áður fyrir
almenningssjónir og eru örfá
þeirra til sölu.
Gunnarssalur er kenndur við
Gunnar heitinn, og var hann opn-
aður í júní 1990. Salurinn er í
Þernunesi 4, Arnarnesi, og er sýn-
ingin opin laugardaga og sunnu-
daga frá kl. 14.00-18.00.
Stórbók
með,verk-
um Olafs
Jóhanns
ÚT ER komin Stórbók eftir
Ólaf Jóhann Sigurðsson með
sagnaúi’vali er gefur góða
yfirsýn yfir ritferil hans á
árunum 1939 til 1965. Úrvalið
er í stórum dráttum hið sama
og gefið er út í Bandaríkjun-
uin um þessar mundir.
í bókinni er að finna smásög-
urnar Pius páfi yfirgefur Vatík-
anið, Stjörnurnar í Konstant-
ínópel, Reistir pýramídar,
Hengilásinn, Kerið gyllta,
Bruni, Gömul frásögn og Mynd-
in í speglinum og níunda hljóm-
kviðan, auk þess tvær lengri
sögur, Litbrigði jarðarinnar og
Bréf séra Böðvars. Einnig er
skáldsagan Gangvirkið prentuð
í bókinni, en sú bók markaði
upphaf bálksins um Pál Jóns-
son, blaðamann, og kom fyrst
út árið 1955, endurútgefin 1979
en hefur nú verið ófáanleg um
nokkurt skeið.
Mál og menning gefur út
bókina sem er 540 blaðsíður
að lengd og unnin í Prent-
smiðjunni Odda hf. Hún kost-
ar 2.980. kr.
Síðustu sýningar
á Blóðbræðrum
NÚ ERU eftir þrjár sýningar
á hinum vinsæla söngleik Blóð-
bræður eftir Willy Russell.
Sýningarnar verða föstudaginn
16. apríl, miðvikudaginn 21. apríl
sem er síðasti vetrardagur og föstu-
daginn 23. apríl. Mikill fjöldi leikara
kemur fram í sýningunni ásamt
hljómsveit undir stjórn Jóns Ólafs-
sonar. Það eru þeir Magnús Jónsson
og Felix Bergsson sem leika bræð-
urna sem skildir eru að en Ragnheið-
ur Elfa Arnardóttir leikur móður
þeirra. Leikstjóri er Halldór E. Lax-
ness.
Álfheimar
Grensásvegur
Til sölu er 310 m2 húsnæöi í
Álfheimum 74 (Glæsibæ) og
294m2 á Grensásvegi 13
(áður útibú íslandsbanka).
Álfheimar
Húsnæöiö er staösett í noröurenda
noröurálmu verslunar- og þjónustu-
miöstöövarinnarí Glæsibæ. Húsnæöiö er
229m2 á fyrstu hæö auk 81m2 kjallara og
sameignar.
Grensásvegur
Húsnæðiö er 147m2 á fyrstu hæö auk
147m2 í kjallara.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Jónsson
í Rekstrardeild íslandsbanka hf.
í síma 608000.
ÍSLANDSBANKI
I FORM FYRIR SUMARIÐ
Hentar öllum aldurshópum
Reynslan hefur sýnt að þetta æfingakerfi hentar
sérlega vel fólki á öllum aldri, sem ekki hefur
stundað einhverja líkamsþjálfun í langan tíma.
Æfingakerfið er einnig gott fyrir fólk, sem ekki
stundar almenna leikfimi vegna stífra vöðva o.fl.
7 bekkja æfingakerfið liðkar, styrkir og eykur blóð-
streymi til vöðva, þannig að ummál þeirra minnk-
ar. Einnig gefur það gott nudd og slökun.
Þuríður Sigurðardóttir:
Ég hef þjáðst af bakverkjum
í mörg ár, en síðan ég fór að
stunda æfingabekkina held
ég mér alveg góðri og þol
mitt hefur aukist og finn ég
þar mikinn mun.
Getur eldra fólk notið góðs
af þessum bekkjum?
Já, þessi leið við að hreyfa líkamann er þægileg,
liðkar og gefur góða slökun. Og er þess vegna
kjörin fyrir eldra fólk.
Sólrún Bjarnadóttir:
Ég hef stundað æfingabekkina
í 10 mánuði og sé ég stórkost-
legan mun á vextinum um leið
og þolið hefur aukist til muna
og ekki hvað síst hafa bakverk-
ir algjörlega horfið. Þetta er
það besta sem ég hef reynt.
Vilhelmína Biering:
Ég er eldir borgari og hef verið hjá Sigrúnu í æfingabekkjum
í 3 ár og hlakka til í hvert sinn. Mér finnst þetta ómetanleg
hreyfing fyrir alla vöðva og finnst mér ég ekki mega missa
úr einn tíma, enda finnst mér að eldri borgarar eigi að njóta
þess að vera í æfingum til þess að halda góðri heilsu og
njóta þess um leið að hafa eigin tíma.
Heiga Einarsdóttir:
Ég hef í mörg ár þjáðst af verkjum í mjöðmum
og fótum, en síðan ég fór að stunda æfinga-
bekkina hef ég ekki fundið fyrir því svo að ég
mæli eindregið með þessum æfingum.
Erum með þrekstiga og þrekhjól
★ Ert þú með lærapoka? ★
★ Ert þú búin að reyna allt, án árangurs?
★ Hjá okkur nærðu árangri. ★
★ Prófaðu og þú kemst að því að sentimetrun- ★
um fækkar ótrúlega fijótt.. ★
Eru vöðvabólgur að hrjá þig í baki, öxlum
eða handleggjum?
Stirðleiki í mjöðmum og þreyta í fótum?
Vantar þig aukið blóðstreymi, þol og slökun?
Þá hentar æfingakerfið okkar vel.
ÆFINGABEKKIR
HREYFINGAR
Leiðbeinendur:
Sigrún Jónatansdóttir
Dagmar Maríusdóttir
Opið frá kl. 9-12 eg 15-20.
Frir kynningartimi.
Ármúla 24 - simi 680677.