Morgunblaðið - 14.04.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.04.1993, Blaðsíða 37
MOIiGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRIL 1993 37 Ásgrímur Sigurbjörnsson spilaði hálft mótið við frænda sinn Ólaf Jónsson. Þeir urðu efstir í fjölsveitaútreikningnum og fengu stór páskaegg í verðlaun. Einn forsvarsmanna íslandsbanka, Ragnar Önundarson, afhenti verðlaunin Sveit Landsbréfa, eingöngu skipuð heims- og norðurlandameistur- um, varð að sætta sig við tap gegn norðurlandsmeisturunum í síðasta leik mótsins. Unnu íslandsmeistara- titilinn með glæsibrag Morgunblaðið/Arnór Feðgarnir Jón Sigurbjörnsson og Steinar Jónsson spila gegn heimsmeisturunum Guðlaugi R. Jó- hannssyni og Erni Arnþórssyni. Hinir siðarnefndu unnu leikinn 17-13 en urðu að sætta sig við þriðja sætið í mótinu. Brids Arnór G. Ragnarsson Sveit Sparisjóðs Siglufjarðar varð Islandsmeistari í sveitakeppni í brids 1993 en sveitin sigraði í 8 sveita úrslitakeppni um meistara: titilinn sem lauk sl. laugardag. í lokaumferðinni spilaði sveitin úr- slitaleik við sveit Landsbréfa. Leik- urinn var jafn og spennandi allan tímann. Sveit Landsbréfa hafði 5 punkta yfir í hálfleik en þurfti tæpa 20 til að vinna mótið. Siglfirð- ingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og gerðu vonir Landsbréfa að engu og sigruðu sannfærandi 18-12. Jón Sigurbjömsson, einn fjög- urra bræðra sem spila í sveitinni, sagði að röð tilviljana hefði ráðið því að þeir hefðu unnið mótið. Þeir félagar hefðu vart átt heimangengt þar sem verið var að ferma son Jóns á skírdag en drengurinn heimtaði að þeir færu. „Hann hreinlega rak okkur af stað. Við erum nú að flýta okkur heim því veizlan verður á morgun, (páska- dag).“ Jón sagði þá félaga hafa spilað ágætlega í úrslitunum. Það spila að jafnaði 13 sveitir á félagsmótum í Siglufirði og þar á meðal eru 2-3 mjög þokkalegar sveitir á lands- vísu. „Þá má segja það að við erum dugleg að sækja mót einkum norð- anlands og þar stelum við hug- myndum sem við sjáum og heyrum og nýtum okkur,“ sagði Jón. Sigursveitin er skipuð eftirtöld- um spilurum: Jóni Sigurbjörnssyni, Ásgrími Sigurbjörnssyni, Boga Sigurbjörnssyni, Anton Sig- urbjörnssyni, Steinari Jónssyni og Ólafi Jónssyni. Bræðurnir Steinar og Ólafur eru yngstu íslandsmeist- arar í opnum flokki frá upphafi. Steinar er tvítugur og Ólafur árinu eldri. Þeir bræður eru einnig núver- andi íslandsmeistarar í tvímenningi og sveitakeppni í yngri flokki. Bræðrasveitin frá Siglufírði hef- ir nú í áraraðir oftast verið meðal þátttakenda í 8 sveita úrslitum. I fyrra komust þeir ekki í úrslitin. Þá töpuðu þeir í lokaumferð undan- keppninnar fyrir Landsbréfum með 5 gegn 25 og urðu að sitja heima á páskum. Þetta er kannski ein þeirra tilviljana sem Jón Sigur- björnsson minntist á í upphafi þess- ara orða. Sveit Sparisjóðs Sigluíjarðar hlaut samtals 134 stig í mótinu, vann 5 leiki og tapaði tveimur 13-17. Sveit Landsbréfa varð í öðru sæti með 123 stig, Verðbréfa- markaður íslandsbanka í þriðja sæti með 109 stig, Hjólbarðahöllin fékk 106 stig og sveit Trygginga- miðstöðvarinnar hlaut 100 stig eft- ir afar slæmt start. Gefið var út mótsblað á meðan mótið stóð yfir en það er til mikill- ar fyrirmyndar. Veg og vanda af því höfðu blaðamaðurinn Guð- mundur Pétursson, keppnisstjórinn og reiknimeistarinn Kristján Hauksson, mótsstjórmn Elín Bjarnadóttir frvkstj. BSÍ, og töflu- stjórinn Jakob Kristinsson. Um tæknilega hlið töflunnnar sá Sveinn R. Eiríksson með glæsibrag og sýndi áhorfendum hversu mögnuð tækni er orðin í sýningu spila á töflu. Pjölsveitaútreikninginn unnu Ólafur Jónsson og Asgrímur Sig- urbjörnsson, hiutu 18,44 og páska- egg í verðlaun. í öðru sæti urðu Guðmundur Páll Arnarson og Þor- lákur Jónsson með 17,49, Ásgrím- ur var einnig í þriðja sæti ásamt Jóni bróður sínum með 17,33 en gamla kempan Hjalti Elíasson og Jónas P. Erlingsson urðu fjórðu með 17,28. Einn spilaranna í mótinu bað undirritaðan að geta þess hve kurt- eisir og þægilegir viðmóts Norð- lendingarnir væru og mættu ýmsir sunnanmanna taka þá til fyrir- myndar. Áhorfendur hafa verið fleiri í úrslitum íslandsmóts. Þó troðfyllt- ist ráðstefnusalurinn í lokaumferð- inni þrátt fyrir rjómablíðu utan- dyra. Konur mót- mæla að- stöðu til fæðinga Á AÐALFUNDI Kvenréttinda- félags Islands, sem haldinn var 29. mars sl., var samþykkt eftir- farandi ályktun: „Aðalfundur Kvenréttindafé- lags íslands, haldinn í Reykjavík 29. mars 1993, skorar á heilbrigð- isyfirvöld að leita tafarlaust leiða til varanlegra útbóta á því ófremdarástandi sem ríkir í mál- efnum fæðandi kvenna á höfuð- borgarsvæðinu, þar sem fjöldi fæðinga hefur farið langt fram úr þeirn fjöida sem Kvennadeild Landspítala er ætluð fyrir.“ (Fréttatilkynning) r— ^ r^\ ÁBURfiUR Maxi Crop þaraáburður Þörungamjöl Þurrkaður hænsnaskítur Auk þess allur áburður í 5 og 1 0 kg. umbúðum ® FRJÓhf HEILDVERSLUN Fosshálsi 13-15. Sími: 67 78 60 Fax: 67 78 63 T-Jöfðar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! AEG VORTILBOÐ Hjá Bræðrunum Ormsson bjóðast þér nú þýsk gæða heimilistæki frá AEG á sérstöku tilboðsverði. Þú hleypir ekki hverjum sem er í húsverkin. Upplýsingar um umboðsmenn fást hjá 62-62-62 ■4 kæliskápur Santo, 3200 kg„ 170x60x60 Verð áður kr. 73.303. Tilboð kr. 61.900 stgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.