Morgunblaðið - 14.04.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.04.1993, Blaðsíða 16
85.3Ó 16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993 Innilegar þakkir til allra sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum og sýndu mér hlýju og vinarhug í tilefni 90 ára afmœlis míns, 2. apríl sl. Eymundur Sveinsson, Kirkjuhvoli. ft AÐALFUNDUR ÞRÓUNARFÉLAGS REYKJAVÍKUR verður haldinn að Hótel Borg föstudaginn 30. apríl kl. 16:00. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Skipulag miðborga með tiliiti tii veðurfars. Stutt erindi flytja: Pétur H. Ármannsson arkitekt, Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins skulu berast stjórn þess eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Körfuskór Verð kr. 1.195,- Stærðir: 36-42. Litir: Rauður, hvítur, svartur og dökkblár. Ath.: Lítil númer. 5% staðgreiðsluafsláttur ■ Póstsendum samdægurs rinn UNDI ■ SÍMI: 21 21 2 Þú svalar lestrarþörf dagsins á^ðum Moggans^_ Vestur-íslenskur píanóleikari Nelita True heldur nám- skeið og opinbera tónleika DAGANA 17. og 18. apríl nk. heldur Nelita True, prófessor í píanóleik og deildarstjóri píanódeildar Eastman-tón- listarháskólans í Rochester, New York, námskeið fyrir kennara og nemendur og op- inbera tónleika á vegum Tón- listarskólans í Reykjavík, Tónlistarskóla Kópavogs og Garðabæjar. Bæði námskeið- in og tónleikarnir verða hald- in í Kirkjuhvoli í Garðabæ. í fréttatilkynningu segir: Nelita True, sem er íslensk í móðurætt, á að baki glæsilegan feril jafnt sem kennari og konsertpíanóleikari. Hún hefur haldið fjöldamörg nám- skeið, „Master-Classes“, í flestum ríkjum Bandaríkjanna, mörgum löndum Evrópu og í Kína. Hún er fyrsti Bandaríkjamaðurinn, sem boðið hefur verið að kenna við rússneskan tónlistarháskóla. Hún hélt tónleika og námskeið í Tón- listarháskólanum í St. Pétursborg í apríl 1989, en fór þaðan í tón- leikaferð um Austurríki, Ung- veijaland og Kínverska alþýðulýð- veldið. Sem prófessor og deildarstjóri píanódeildar Eastman-tónlistarhá- skólans hefur hún kennt mörgum nemendum, sem unnið hafa til verðlauna, þ.á m. margra fyrstu verðlauna í keppni bæði innan Bandaríkjanna og á alþjóðavett- vangi. Nelita True vakti fyrst athygli, er hún kom fram sautján ára að aldri sem einleikari með Sinfóníu- hljómsveit Chicago-borgar. Er hún hafði lokið Bachelor og Master- prófum frá Michigan-háskólanum, þar sem Helen Titus var aðalkenn- ari hennar, hélt hún til náms hjá Sacha Gorodnitzki við Juilliard- tónlistarháskólann í New York. í lok námsins þar vann hún Juilliard konsert-keppnina, sem veitti henni tækifæri til að koma fram sem einleikari með Juilliard-hljómsveit- inni á tónleikum í Avery Ficher Iiall í Lincoln Center. Hún hélt síðan í framhaldsnám á Fulbright- styrk til Parísar, þar sem hún naut handleiðslu Nadiu Boulanger og til Leon Fleishers við Peabody- tónlistarháskólann, þar sem. hún lauk doktorsprófi í píanóleik. Nelita True er þekkt fyrir vítt og fjölbreytt verkefnaval, leikur m.a. mörg verk eftir bandarísk tónskáld, en hún hefur leikið yfir níutíu verk inn á hljómplötur eftir höfunda allt frá Scalatti til Schön- bergs. Þá má ennfremur nefna, að hún hefur komið fram sem ein- leikari með mörgum þekktum hljómsveitum Bandaríkjanna. Þar sem hún er íslensk í móðurætt, hlakkar hún mikið til að heim- sækja ættjörð sína í fyrsta sinn. Námskeið Nelitu True, sem haldið verður í Kirkjuhvoli í Garðabæ er öllum opið, en það hefst laugardaginn 17. apríl klukkan 10 f.h. og stendur yfir frá Nelita True, deildarstjóri píanó- deildar Eastman-tónlistarháskól- ans. klukkan 10-16, laugardag og sunnudag. Fernando Laires - Fyrirlestur um Liszt Að loknu námskeiði Nelitu, sunnudaginn 18. apríl klukkan 16.30 heldur eiginmaður hennar, Fernando Laires, forseti Liszt- félagsins í Bandaríkjunum. Femando Laires, fyrirlestur um Franz Liszt. Hann er stofnandi og forseti Liszt-félagsins í Bandaríkj- unum. Hann var áður deildarstjóri píanódeildar Peabody-tónlistarhá- skólans. Hann hefur haldið tón- leika víða um heim og nýlega var hann sendikennari í píanóleik við Tónlistarháskólann í Peking. Samleikur á miðs- vetrartónleikum ísafirði. MIÐSVETRARTÓNLEIKAR Tónlistarskóla ísafjarðar voru með nokkuð venjulegum hætti að þessu sinni. Hinn hefðbundni einleikur nemenda var lagður á hilluna en í staðinn kom samleikur, þar sem spilað var frá fjórhentu píanó í rúmlega 40 manna sinfóníuhljómsveit, sem Jan Hohman stjórnaði við mjög góðar undirtektir áheyrenda í fullum sal Grunnskólans á ísafirði. Sigríður Ragnarsdóttir, skóla- stjóri, stjórnaði tónleikunum að venju, en þeir fóru fram í tvennu lagi sama daginn, þar sem flestir nemendur skólans komu fram. Meðal flytjenda var barnakór Grunnskóla Ísaíjarðar, sem söng við undirleik fimm nemenda tón- listarskólans undir stjórn Svein- fríðar Olgu Veturliðadóttur. Fimm manna harmonikusveit lék, þá var fiðlukvartett og leikið sexhent á píanó. Einn kennara skólans, Mi- roslav Tomecek, stjórnaði Strengjasveit skólanna sem lék Surprise sinfóníu eftir J. Hayden í útsetningu Miroslavs. Þá var á dagskránni leikur fimm manna blokkflautusveitar auk fjölda at- riða þar sem tveir eða fleiri nem- endur Iéku saman. En hápunktur tónleikanna var lokaatriðið þar sem rúmlega 40 manna hljóm- sveit Tónlistarskólanna lék undir stjórn Jan Hohmans lag eftir Lennon og McCartney sem Jan hafði útsett fyrir hljómsveitina. Að venju aðstoðuðu kennarar skólans við undirbúning og fram- kvæmd tónleikanna auk þess að leika undir með einstökum nem- endum. Hljómleikarnir sem eru líklega þeir viðamestu sem gerast í ís- lenskum tónlistarskólum í dag þóttu takast mjög vel en það veld- ur nú vaxandi erfiðleikum fyrir skólann að koma þeim við vegna húsnæðisskorts en sal grunnskól- ans hefur verið breytt í æskulýð- smiðstöð með verulega breyttum áherslum á innréttingar, auk þess sem slíkur utanaðkomandi starf- semi veldur truflun hjá Grunn- skólanum. Bæjarsjóður hefur ákveðið að fresta byggingu skólahúss en samkvæmt samningi milli hans og Tónlistarfélagsins átti nýr skóli að rísa í síðasta lagi 1994. Menn eru þó bjartsýnir um að samning- ar náist um byggingu skólans á næstu árum enda brýnt að koma skólastarfinu í viðunandi húsnæði. - Úlfar. hagstæð kjör, langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margir gjaldmiðlar IÐNÞROUNARSJOÐUR Kalkofnsvegi 1 150 Reykjavik sími: (91) 69 99 90 fax:62 99 92 ► ► i ► ► ►
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.