Morgunblaðið - 14.04.1993, Blaðsíða 16
85.3Ó
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993
Innilegar þakkir til allra sem glöddu mig með
heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum og
sýndu mér hlýju og vinarhug í tilefni 90 ára
afmœlis míns, 2. apríl sl.
Eymundur Sveinsson,
Kirkjuhvoli.
ft
AÐALFUNDUR
ÞRÓUNARFÉLAGS REYKJAVÍKUR
verður haldinn að Hótel Borg
föstudaginn 30. apríl kl. 16:00.
Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins.
Skipulag miðborga með tiliiti tii veðurfars.
Stutt erindi flytja:
Pétur H. Ármannsson arkitekt,
Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt.
Tillögur um breytingar á samþykktum
félagsins skulu berast stjórn þess eigi síðar
en viku fyrir aðalfund.
Körfuskór
Verð kr.
1.195,-
Stærðir: 36-42.
Litir: Rauður, hvítur,
svartur og dökkblár.
Ath.: Lítil númer.
5% staðgreiðsluafsláttur ■ Póstsendum samdægurs
rinn
UNDI ■ SÍMI: 21 21 2
Þú svalar lestrarþörf dagsins
á^ðum Moggans^_
Vestur-íslenskur píanóleikari
Nelita True heldur nám-
skeið og opinbera tónleika
DAGANA 17. og 18. apríl nk.
heldur Nelita True, prófessor
í píanóleik og deildarstjóri
píanódeildar Eastman-tón-
listarháskólans í Rochester,
New York, námskeið fyrir
kennara og nemendur og op-
inbera tónleika á vegum Tón-
listarskólans í Reykjavík,
Tónlistarskóla Kópavogs og
Garðabæjar. Bæði námskeið-
in og tónleikarnir verða hald-
in í Kirkjuhvoli í Garðabæ.
í fréttatilkynningu segir: Nelita
True, sem er íslensk í móðurætt,
á að baki glæsilegan feril jafnt sem
kennari og konsertpíanóleikari.
Hún hefur haldið fjöldamörg nám-
skeið, „Master-Classes“, í flestum
ríkjum Bandaríkjanna, mörgum
löndum Evrópu og í Kína. Hún er
fyrsti Bandaríkjamaðurinn, sem
boðið hefur verið að kenna við
rússneskan tónlistarháskóla. Hún
hélt tónleika og námskeið í Tón-
listarháskólanum í St. Pétursborg
í apríl 1989, en fór þaðan í tón-
leikaferð um Austurríki, Ung-
veijaland og Kínverska alþýðulýð-
veldið.
Sem prófessor og deildarstjóri
píanódeildar Eastman-tónlistarhá-
skólans hefur hún kennt mörgum
nemendum, sem unnið hafa til
verðlauna, þ.á m. margra fyrstu
verðlauna í keppni bæði innan
Bandaríkjanna og á alþjóðavett-
vangi.
Nelita True vakti fyrst athygli,
er hún kom fram sautján ára að
aldri sem einleikari með Sinfóníu-
hljómsveit Chicago-borgar. Er hún
hafði lokið Bachelor og Master-
prófum frá Michigan-háskólanum,
þar sem Helen Titus var aðalkenn-
ari hennar, hélt hún til náms hjá
Sacha Gorodnitzki við Juilliard-
tónlistarháskólann í New York. í
lok námsins þar vann hún Juilliard
konsert-keppnina, sem veitti henni
tækifæri til að koma fram sem
einleikari með Juilliard-hljómsveit-
inni á tónleikum í Avery Ficher
Iiall í Lincoln Center. Hún hélt
síðan í framhaldsnám á Fulbright-
styrk til Parísar, þar sem hún
naut handleiðslu Nadiu Boulanger
og til Leon Fleishers við Peabody-
tónlistarháskólann, þar sem. hún
lauk doktorsprófi í píanóleik.
Nelita True er þekkt fyrir vítt
og fjölbreytt verkefnaval, leikur
m.a. mörg verk eftir bandarísk
tónskáld, en hún hefur leikið yfir
níutíu verk inn á hljómplötur eftir
höfunda allt frá Scalatti til Schön-
bergs. Þá má ennfremur nefna,
að hún hefur komið fram sem ein-
leikari með mörgum þekktum
hljómsveitum Bandaríkjanna. Þar
sem hún er íslensk í móðurætt,
hlakkar hún mikið til að heim-
sækja ættjörð sína í fyrsta sinn.
Námskeið Nelitu True, sem
haldið verður í Kirkjuhvoli í
Garðabæ er öllum opið, en það
hefst laugardaginn 17. apríl
klukkan 10 f.h. og stendur yfir frá
Nelita True, deildarstjóri píanó-
deildar Eastman-tónlistarháskól-
ans.
klukkan 10-16, laugardag og
sunnudag.
Fernando Laires - Fyrirlestur
um Liszt
Að loknu námskeiði Nelitu,
sunnudaginn 18. apríl klukkan
16.30 heldur eiginmaður hennar,
Fernando Laires, forseti Liszt-
félagsins í Bandaríkjunum.
Femando Laires, fyrirlestur um
Franz Liszt. Hann er stofnandi og
forseti Liszt-félagsins í Bandaríkj-
unum. Hann var áður deildarstjóri
píanódeildar Peabody-tónlistarhá-
skólans. Hann hefur haldið tón-
leika víða um heim og nýlega var
hann sendikennari í píanóleik við
Tónlistarháskólann í Peking.
Samleikur á miðs-
vetrartónleikum
ísafirði.
MIÐSVETRARTÓNLEIKAR Tónlistarskóla ísafjarðar
voru með nokkuð venjulegum hætti að þessu sinni. Hinn
hefðbundni einleikur nemenda var lagður á hilluna en í
staðinn kom samleikur, þar sem spilað var frá fjórhentu
píanó í rúmlega 40 manna sinfóníuhljómsveit, sem Jan
Hohman stjórnaði við mjög góðar undirtektir áheyrenda
í fullum sal Grunnskólans á ísafirði.
Sigríður Ragnarsdóttir, skóla-
stjóri, stjórnaði tónleikunum að
venju, en þeir fóru fram í tvennu
lagi sama daginn, þar sem flestir
nemendur skólans komu fram.
Meðal flytjenda var barnakór
Grunnskóla Ísaíjarðar, sem söng
við undirleik fimm nemenda tón-
listarskólans undir stjórn Svein-
fríðar Olgu Veturliðadóttur. Fimm
manna harmonikusveit lék, þá var
fiðlukvartett og leikið sexhent á
píanó. Einn kennara skólans, Mi-
roslav Tomecek, stjórnaði
Strengjasveit skólanna sem lék
Surprise sinfóníu eftir J. Hayden
í útsetningu Miroslavs. Þá var á
dagskránni leikur fimm manna
blokkflautusveitar auk fjölda at-
riða þar sem tveir eða fleiri nem-
endur Iéku saman. En hápunktur
tónleikanna var lokaatriðið þar
sem rúmlega 40 manna hljóm-
sveit Tónlistarskólanna lék undir
stjórn Jan Hohmans lag eftir
Lennon og McCartney sem Jan
hafði útsett fyrir hljómsveitina.
Að venju aðstoðuðu kennarar
skólans við undirbúning og fram-
kvæmd tónleikanna auk þess að
leika undir með einstökum nem-
endum.
Hljómleikarnir sem eru líklega
þeir viðamestu sem gerast í ís-
lenskum tónlistarskólum í dag
þóttu takast mjög vel en það veld-
ur nú vaxandi erfiðleikum fyrir
skólann að koma þeim við vegna
húsnæðisskorts en sal grunnskól-
ans hefur verið breytt í æskulýð-
smiðstöð með verulega breyttum
áherslum á innréttingar, auk þess
sem slíkur utanaðkomandi starf-
semi veldur truflun hjá Grunn-
skólanum.
Bæjarsjóður hefur ákveðið að
fresta byggingu skólahúss en
samkvæmt samningi milli hans
og Tónlistarfélagsins átti nýr skóli
að rísa í síðasta lagi 1994. Menn
eru þó bjartsýnir um að samning-
ar náist um byggingu skólans á
næstu árum enda brýnt að koma
skólastarfinu í viðunandi húsnæði.
- Úlfar.
hagstæð kjör, langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margir gjaldmiðlar IÐNÞROUNARSJOÐUR
Kalkofnsvegi 1 150 Reykjavik sími: (91) 69 99 90 fax:62 99 92
►
►
i
►
►
►