Morgunblaðið - 14.04.1993, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993
Gonzalez
boðar til
kosninga
Madrid. Reutcr.
FELIPE Gonzalez, forsætisráð-
herra Spánar, hefur boðað til
þingkosninga 6. júní nk. en kjör-
tímabilinu lýkur annars ekki
fyrr en í október. Sagði Gonz-
alez, að nauðsynlegt væri fyrir
ríkissljórn sósíalista að leita eft-
ir nýju umboði frá kjósendum
vegna þeirra erfiðu ákvarðana,
sem taka verður í efnahagsmál-
unum. Samkvæmt skoðanakönn-
unum hafa sósíalistar aldrei
staðið jafn illa að vígi í tíu ár
og er aðalástæðan atvinnuleysi
á Spáni og spilling, sem ýmsir
frammámenn þeirra hafa gerst
sekir um.
Gonzalez sagði,
að með því að
færa kosningarn-
ar fram kæmist
vonandi „skikkan“
á pólitíska um-
ræðu í landinu auk
þess sem stjórnin
sæktist eftir um-
boði til þeirra að-
gerða í efnahags-
málunum, sem
óhjákvæmilegar væru. Kvaðst
Gonzalez mundu verða forsætisráð-
herraefni flokksins í kosningunum
og hafa til þess einróma stuðning
flokksbræðra sinna.
Sakaðir um spillingu
Sósíalistar hafa verið við stjórn-
völinn á Spáni í áratug en ásakan-
ir um pólitíska spillingu hafa valdið
ágreiningi innan flokksins og er
deilt um hvernig á þeim málum
skuli tekið. Þá eru einnig átök milli
þeirra, sem vilja halda sig við gaml-
ar baráttuaðferðir jafnaðarmanna
og stefnumál, og þeirra, sem leggja
áherslu á markaðsbúskap og fé-
lagslegar umbætur að norður-evr-
ópskri fyrirmynd. Hefur Gonzalez
forystu fyrir síðari hópnum.
Alþýðufylkingin sigurviss
í skoðanakönnunum að undan-
förnu hefur lítill munur mælst á
fylgi sósíalista og PP, Alþýðufylk-
ingarinnar, helsta stjómarand-
stöðuflokksins, og virðast kjósend-
ur vera orðnir leiðir á stjórn sósíal-
ista. Ráða efnahagserfiðleikar og
atvinnuleysi mestu um það en einn-
ig ásakanir um spillingu meðal
ýmissa frammámanna flokksins.
„í fyrsta sinn í sögu Spánar getur
nú miðju- og hægriflokkur tekið
við völdunum af miðju- og vinstri-
flokki og það mun gerast," sagði
Jose Maria Aznar, leiðtogi Alþýðu-
fylkingarinnar, í gær.
Gonzalez
Forseti rússneska þingsins spáir endalokum umbótastefnu
Reuter
Jeltsín í
vinahópi
BORÍS Jeltsín
Rússlandsfor-
seti kastar
blómi til mann-
fjölda sem
safnaðist sam-
an er forsetinn
heimsótti No-
vokúznetsk í
gær. Borgin er
í miklu kola-
námuhéraði en
talið er að
Jeltsín eigi
traust fylgi
meðal námu-
manna.
Segir Jeltsín stefna að
harðlínu-kommúnisma
Moskvu. Reuter.
RÚSLAN Khasbúlatov, forseti rússneska
þingsins, segir að stjórn Borísar Jeltsíns for-
seta sé einræðishneigð og jafnframt að hún
sé helsti þröskuldur á vegi umbóta í landinu.
Þingforsetinn spáði því á opinberum fundi í
gær að stjórnin myndi senn vísa öllum umbót-
um út í ystu myrkur og við tæki stefna í
anda harðlínukommúnisma Leníns og Stal-
íns. Stjórnvöld beittu þegar símahlerunum
gegn andstæðingum sinum á þingi og öðrum
sem þau treystu ekki fyllilega. Aður hafði
Khasbúlatov sakað ráðamenn ýmissa stofn-
ana og kirkjunnar um að múta fólki til að
styðja Jeltsín í þjóðaratkvæðinu 25. apríl.
Khasbúlatov forðaðist hins vegar að gefa fólki
ráð varðandi þjóðaratkvæðið en þá verður kosið
m.a. um stefnu Jeltsíns. Jeltsín heitir almenn-
ingi nú að ekki muni koma til aukinna efnahags-
þrenginga, segir stúdentum að kjör þeirra verði
bætt og sama sé að segja um kjör námumanna.
Á fundi með stúdentum var hrópað „Álfasög-
ur!“ og „Rugl!“ er Jeltsín hét bættri tíð með blóm
í haga. Forsetinn virtist vera í góðu skapi og
gerði gys að andstæðingum sínum. Hann sagði
að framleiðslan væri hætt að dragast saman,
hvergi væri hungursneyð og fullyrti að tími enda-
lausra deilna á æðstu stöðum væri á enda; kjós-
endur ættu að hundsa þá sem nú væru famir
að lofsyngja Sovéttímann.
Jeltsín gaf í skyn að seðlabankastjórinn, Vikt-
or Geratsjenkó, væri nú orðinn sammála ríkis-
stjóminni sem hefur mótmælt taumlausri seðla-
prentun bankans er notuð hefur verið til að
halda á floti úreltum risafyrirtækjum frá sovét-
skeiðinu er ella færu beint á hausinn. Geratsj-
enkó heyrir undir þingið og þykir hallur undir
afturhaldsöfl. Borís Fjodorov, nýr fjármálaráð-
herra Rússlands, virtist ekki taka undir með
Jeltsín í viðtali við Komsomolskaja Pravda. Fjod-
orov gagnrýndi Geratsjenkó og sagði seðlabank-
ann eftir sem áður stunda hóflausar lánveiting-
ar. Nýlega hét Jeltsín því að bættur yrði skaði
sparifjáreigenda sem tapað hafa miklu fé vegna
óðverðbólgunnar. Hún mældist 2.600% í fyrra.
Geratsjenkó sagði að yrði staðið við þetta loforð
hlyti afleiðingin að verða aukin verðbólga.
Jeltsín bíður lægri hlut
Úrslit í nokkmm héraðsstjórakosningum í
Rússlandi um síðustu helgi em áfall fyrir Jeltsín
forseta og þykja ekki boða gott fyrir hann í
þjóðaratkvæðagreiðslunni eftir tíu daga. Bám
harðlínumenn víða sigur úr býtum og boluðu
burt stuðningsmönnum Jeltsíns.
Kosningarnar voru haldnar eftir að þingið
svipti Jeltsín rétti til að skipa héraðsstjóra og
notuðu þá ýmis héraðsráð, sem eru að meiri-
hluta skipuð harðlínumönnum, tækifærið og
efndu til kosninga. Unnu harðlínumenn víðast
hvar. Stuðningur við Jeltsín er mestur í borgun-
um en lítill víða á landsbyggðinni. í héraðinu
Oijol í Suður-Rússlandi tapaði Níkolaj Júdín,
stuðningsmaður forsetans, fyrir Jegor Strojev,
fyrmm félaga í sovéska stjómmálaráðinu, sem
hlaut 70% atkvæða. Að sögn Izvestíu leggur
Strojev áherslu á umbætur að kínverskri fyrir-
mynd með miklum afskiptum ríkisins en er and-
vígur tilraunum til að koma á hreinum markaðs-
búskap. F
Harðlínukapítalisti?
í Kalmykía, 300.000 manna landbúnaðarhér-
aði við Kaspíahaf, sigraði Kírsan Íljúmzhínov,
31 árs gamall milljarðamæringur, í rúblum að
minnsta kosti, með 65% atkvæða. „Ég er ekki
sósíalisti, ég er ekki kommúnisti, ég er ekki lýð-
ræðissinni — ég er kapítalisti," sagði íljúmz-
hínov í blaðaviðtali í síðustu viku en hann heitir
að koma á „efnahagslegri harðstjórn" í Kalmyk-
ía til að endurreisa efnahaginn. Þá ætlar hann
að beita skriffinnana hörðu og jafnvel banna
verkföll og pólitíska fundi.
Bush „hinn
mikli“ í Kúveit
George Bush, fyrrverandi for-
seti Bandaríkjanna, fer í dag
í heimsókn til Kúveits á veg-
um þarlendra stjórnvalda.
Fresta varð heimsókninni í
sólarhring vegna bilunar í
væng kúveiskrar þotu sem
flytja átti Bush frá Houston
í Texas til Kúveits. Þotan
varð að . nauðlenda um
klukkustund eftir flugtak eft-
ir að hluti vinstri vængjarins
datt af í miklum óróa í lofti.
Skipulögð hafa verið mikil
hátíðahöld í tilefni af heim-
sókninni, enda nýtur Bush
mikilla vinsælda í landinu
vegna frammistöðu sinnar í
stríðinu fyrir botni Persaflóa
1991. Á myndinni er verið
að mála mynd af Bush með
hefðbundið höfuðfat araba og
á fánunum stendur „Bush
hinn mikli“.
Reuler
Nýtt „nei“
gæti leitt
tíl úrsagn-
ar úr EB
Kaupmannahöfn. Reuter.
POUL Nyrup Rasmussen, forsæt-
isráðherra Danmerkur, sagði í
gær að ef Danir höfnuðu
Maastricht-samkomulaginu að
nýju í þjóðaratkvæðagreiðslunni
18. maí yrðu þeir að segja sig úr
Evrópubandalaginu (EB).
Rasmussen lét þessi orð falla eftir
að danska dagblaðið Beríingske Tid-
ende birti niðurstöðu nýrrar skoðana-
könnunar, sem bendir til þess að
stuðningurinn við Maastricth-sam-
komulagið um aukinn samruna EB-
ríkjanna fari minnkandi. Samkvæmt
könnuninni myndu 45% Dana greiða
atkvæði með samkomulaginu, 29% á
móti, en 26% voru óákveðin eða ætl-
uðu ekki að greiða atkvæði.