Morgunblaðið - 14.04.1993, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.04.1993, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993 53 Alltaf versnar helstefnan Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: Alla daga ársins berast okkur í gegnum fjölmiðla fréttir af sífellt fleiri helstefnueinkennum sem hel- taka vestræna menningu æ meir. Svo mikið að annað virðist útilokað við fljóta athugun en að eitthvert undar- legt og óútskýranlegt afl hafí kyrk- ingartak á menningu okkar í nánast bókstaflegri merkingu. Sífellt hærri og stærri tölur um 1 aukningu afbrota, misþyrminga, nauðgana, eineltis, skemmdarverka, sjálfsvíga, veikinda og efnahags- vandræða, bæði hér á landi og er- lendis sjá dagsins ljós. Vestrænar þjóðir horfa á þessar sífellt stærri tölur með sífellt meiri doða og segja sama og flestir einstaklingamir segja við sjálfa sig í hljóði; „Heimur versn- andi fer. Vonandi bara að þetta hendi ekki mig eða mína.“ Já, vonandi að þetta hendi ekki sumarbústaðinn minn. Né að barninu mínu verði ekki misþyrmt, dóttur minni eða syni verði ekki nauðgað, eða heimili mínu ekki rústað. Ef svo er þá er ekki um annað að ræða en bara að harka meira af sér. Harka bara af sér. Helstefnan eykst í veldishlutfalli af sjálfu sér Það tóku allir eftir því að í frétta- flóðinu af hinum ótrúlegu misþyrm- I ingum og morði á hinum tveggja ára gamla James litla Bulger í Bretland- inu góða, að kvalalostamorðingjamir vom engir aðrir en tveir tíu ára drengir. (Það er annars erfítt að fínna rétt orð yfír svona mannverur. - Glæpamenn eða glæpabörn á tæp- lega við þar sem þeir em hreinlega of ungir til að hegðan þeirra geti talist glæpur á þeirra aldurs- og þroskastigi.) En það tóku greinilega færri eftir því að í sömu fréttum var sagt frá því að almennum ránum í Bretlandi einu saman fjölgaði um 24% á einu ári! Og innbrotum á sama tíma um heil 15% og líkamsárásum um 7%! Og vom nú glæpatíðnistölumar þar fyrir engin smásmíð undanfarin misseri. En það sem er ömgg sönnun allt- i umgleypandi helstefnunnar sem gín eins og banhungrað skrímsli yfir okkur tilbúið að rífa okkur í sig enn I meira er sú staðreynd að á Vestur- löndum aukast hin mismunandi af- . brot ekki bara um einhveijar fastar prósentutölur, heldur eykst aukning- in alltaf ár frá ári. A stærðfræði- máli heitir þetta að hallatalan er ekki bara bein og breið uppávið, heldur beygir afbrota- og helstefnuk- úrvan svo hratt uppávið síðastliðin ■ár og áratugi að um hreina aðfellu að hmni siðmenningarinnar er að ræða. Lítið annað framundan en hrun siðmenningarinnar Það er alveg sama hvernig litið er á þessar staðreyndir. Það er ekki nokkur minnsti möguleiki á annarri niðurstöðu en hmni siðmennignar- innar, að óbreyttum forsendum menningar okkar og gildismats. Það er borðleggjandi fyrir alla þá sem þora að hugsa þessar hugsanir og horfa á þróunina til enda. En fæstir vilja það, og gera það því aldrei. Þeir fá sér bara fleiri þjófavarna- kerfí og fleiri öryggisverði til að passa yfirráðasvæði sitt svo hmn siðmenningarinnar komist ekki inn á frímerkið þeirra sem þeir hafa frá- tekið handa sér og sínum í þessum harða heimi, a.m.k. ekki strax. Von- andi í fyrsta lagi ekki fyrr en næsta kynslóð er tekin við stjóm skipsins. Flestir líta svo á að þeir geti ekk- ert í þessum vondu og erfíðu málum glæpa gert, og sífellt alltumstækk- andi samfélagsvandamála. Og við þar situr nánast alltaf. Og því er ekkert gert í málinu. Flestir líta líka þannig á að þetta sé hreinlega eitthvert lögmál sem enginn mannlegur máttur virðist nokkm fái ráðið um. Og að jafnauð- velt verði fyrir venjulegan mann að reyna að breyta gangi himintungl- anna eða sólkerfanna eins og að ætla sér að sporna eitthvað við þess- ari þróun að því er virðist. Þetta sé bara klárt náttúralögmál í öllu sínu veldi sem ekkert mannlegt vald fái nokkm um breytt. - En svo er bara alls ekki. Mannlegt vald getur ýmsu breytt í þessu. Og getur langlíkleg- ast breytt öllu ferlinu ef nægur áhugi er fyrir hendi. En áhuginn er bara alls ekki nægur. Ekki í dag hvað sem síðar kann að verða. Ef það verður þá ekki um seinan. Heimsskútan með bilað stýrið? Eitt mesta gáfumenni sem íslenska þjóðin hefur fyrir og síðar alið af sér, jarðfræðingurinn og heimspek- ingurinn dr. Helgi Pjeturss, orðaði þessa örvæntingu sumra skipveija á heimsskipinu sjálfu og hraðsiglingu þess eitthvert út í buskann á þann veg, að við séum á skipi sem siglir Er fúskað með öryggismál hjólreiðamanna? Frá Frá Óskari D. Ólafssyni: Lóan er komin og að venju fjöl- menna hjólreiðamenn út í vorið. En hvað mætir þeim? Um borgina ligg- ur net gangstíga sem margir þeirra | nota. Sumir eru ágætir en margt er athugavert við þá. Undan vetrin- um birtast brotnar gangstéttir með ) þykku lagi af sandi á, stórhættuleg- ar gangstéttarbrúnir eru sífellt til trafala eins og alltaf og göturnar | bjóða beinlínis uppá mjög alvarleg slys eins og raunin hefur ávallt verið. Með öðmm orðum; aðstaða til hjólreiða hér í borg er til skamm- ar og þar að auki lífshættuleg á köflum. Slysin Þegar litið er á slysatölur sem teljast enn vera opinberar tölur fer mann að gruna að ýmislegt sé að. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að gífurleg vanskráning er á slysat- íðni hjólreiðamanna. A Umferðar- þ'ngi sem haldið var 1990 sýndi tnyggvi Þorsteinsson yfirlæknir fram á þetta. Sem dæmi var árið 1989 tekið. Hjá slysamóttöku spít- \ alanna eru skráð um 450 tilfelli árið 1989, en í tölum frá lögreglu- embættinu kemur fram að slys á i hjólreiðamönnum fari ekki fram úr ■ 7° þetta sama ár. Þessi vanskrán- >ng uppá að minnsta kosti 80% i býður uppá alvarlega mistúlkun á þörfinni fyrir bætt öryggi hjólreiða- manna. Þó að lögreglan sé farin að skýra frá í kynningarbæklingum að 400 manns slasist að meðaltali árlega á hjóli þá halda fjölmiðlar eins og Morgunblaðið áfram að birta þessar gölluðu upplýsingar eins og gert var .t.d. í sunnudags- blaðinu 21. mars síðastliðnum. Svona tölfræðifúski verður að linna. Einnig verður að lesa í hvernig slys þetta eru. Hve mörg verða vegna bílaumferðar, hve mörg verða vegna gangstéttakantanna og gallaðs skipulags, hve mörg verða vegna þess að viðkomandi var ekki með hjálm á höfðinu? Hjól- reiðamenn hafa, eins og þeir sem eru umvafðir blikki á sínum ferða- lögum, jafnmikinn rétt á því að geta farið um án þess að líf þeirra liggi við. Og því spyr ég hver ber ábyrgð á því að þetta verði skoðað, hver ber ábyrgð á því að öryggi hjólreiðamanna sé tryggt frá hendi opinberra aðila? Ef þetta er í raun hlutverk borgarfulltrúa sem ég ætla að séu kosnir til að sinna ábyrgðar- störfum fyrir okkur hin, þá hvet ég þá til þess að gera gangskör í þessu máli. Sífellt fleiri hópar láta í sér heyra um þetta og hefur t.d. íslenski Fjallahjólaklúbburinn (yfír 200 meðlimir) lýst eindreginni van- þóknun á ástandinu. Til er gnægð upplýsinga um öryggismál hjól- reiðamanna, þó ekki hér á íslandi. Hvernig væri að kippa þessu í liðinn og þjóna líka þeim sem hjóla, sér og samfélaginu til bóta? ÓSKAR D. ÓLAFSSON Jóruseli 12, Reykjavík. fyrir fullu og mjög sterku og sífellt auknu vélarafli eitthvað áfram út í buskann í náttmyrkrinu, en séum með stýrið bilað. Samt er að mati margra best upp- lýstu mannvina og fræðimanna til þekking í dag meðal skipveijanna á Skipinu (með stórum staf) til að gera bæði við stýrið, og að draga úr hraða- aukningunni ef þörf krefur. - En til þess þarf bæði lágmarkshugsun og kærleik skipveijanna til að geta ein- hveiju breytt um atburðarásina sem framundan er. MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON, nemi í Háskóla Islands. Pennavinir Frá Nígeríu skrifar 23 ára karl- maður með áhuga á knattspyrnu, borðtennis, sundi, kvikmyndum og dansi: Eric Onyisioha, Cheeh Nigeria Limited, 24 Ijaoye Street, Jibowu-yaba, Lagos, Nigeria. LEIÐRÉTTINGAR Nýi dansskólinn Mistök urðu í frásögn af ungu dansfólki, sem fór utan um páskana til danskeppni í Blackpool. Hóparn- ir tveir voru frá Nýja dansskólan- um, en til liðs við hvorn hópinn kom par frá Dansskóla Jóns Péturs og Köm og par frá Dansskóla Auðar Haralds. Lesendur eru beðnir vel- virðingar á mistökunum. 90% af unglinga- taxta Dagsbrúnar RANGAR tölur birtust er getið var samþykktar borgarráðs á launatöxtum unglinga í Vinnuskóla borgarinnar í sumar í Morgunblað- inu 8. apríl síðastliðinn. Borgarráð samþykkti að taxtinn yrði 90% af unglingataxta Dagsbrúnar eins og sagt var í fréttinni. Taxtarnir eru þá þannig að 14 ára unglingar fæddir 1979 fá 167,90 krónur á klukkustund, en 15 ára unglingar, fæddir 1978 fá 190,30 krónur á klukkustund. 16 ára unglingar eða þau, sem fædd em 1977, eru hins vegar yngsti hópurinn, sem ráðinn er í aðra vinnu hjá Reykjavíkurborg og lágmarks- laun þeirra verða 248,75 krónur fýrir hveija klukkustund. Nafn fermingar- barns féll niður Þau mistök urðu í skírdagsblaði að nafn eins fermingarbarnsins féll út af lista. Það var nafn Andra Steins Guðjónssonar, sem fermdur var í Dómkirkjunni annan dag páska. Hann er búsettur í Dan-. mörku en var til heimilis að Hlíðar- gerði 21, Reykjavík. Vaskhugi Bókhaldsnámskeið Sími 682 680 Reiðskólinn Hrauni Grímsnesi Útreiðar og bókleg kennsla um hesta og hestamennsku Sundlaug - gufubað - golfvöllur - mini golf - borðtennis - leikvöllur - fótboltavöllur - skemmtikvöld - grillveisla - o.fl. o.fl. 9 doga nómskeið með fullu fæði: Verð kr. 25.800,- júní júlí ógúst 7.-15.1 30.6-8.71 4.-12.1 18.-26.1/11 11.-19.1 17.-25. Ill/ll 22.-30. \\/\ ll/lll framholdsnemendur FERÐABÆR Aðalstræti 2 (Geysishús) Sími 623020 -Telefax 25285 900 Upplifðu töf Parísarferðir Heims samvinnu við stærstu Vika í París: i sumar einstökum kjörum í Frakklands. frá kr. 29.900 m.v. 2 í herbergi. Flug og bfll: Frá kr. 24.900 Vikulegar brottfarir frá 7. júlí til 25. ágúst. Takmarkað sætamagn HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17,2. hæð • Sími 624600 Titill: mw\ Stóll hannaður af Gabriel Teixidó Verð: 43.900 kr. stgr. ÖfouUÍiÍ kÚOjÖýH Sudurland.ibraut 54 • Blóu biunn v/Faxafcn • S: 682866
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.