Morgunblaðið - 14.04.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.04.1993, Blaðsíða 24
24 MOftGlíNBLAÐIÐ MIÐVIKUDÁGIÍR 14. APlllL 1993 Engin starfsemi í Bankamannaskólanum Ekkí samkomu- lag* um kostnað ENGIN starfsemi hefur verið í Bankamannaskólanum á þessu ári, að undanskildum fræðslunámskeiðum fyrir nemendur í 10. bekk grunnskóla. Ástæður þess eru að bankarnir eru hættir að senda starfsfólk sitt til þjálfunar í Bankamannaskólann vegna ósamkomu- lags um skiptingu á rekstrarkostnaði skólans þeirra í milli. Metaðsókn á Stuttan Frakka KVIKMYNDIN Stuttur Frakki setti aðsóknarmet fyrstu sýningarhelgina í Reykjavík. Alls komu rúm- lega 8.000 manns að sjá mynd- ina um páskahelgina en fyrra met íslenskra mynda átti Veggfóður með 7.400 manns á fyrstu sýningarhelgi. Að sögn Kristins Þórðarsonar eins af framleiðendum myndar- innar Stutts Frakka hefur verið uppselt á allar sýningar kl. 21 frá því að myndin var frum- sýnd. „Það er ekki hægt að segja annað en að við séum mjög ánægðir með þessar viðtökur það sem af er,“ segir Kristinn. Ráðist á unga konu AÐFARANÓTT skírdags var ráðist á unga konu á Háteigs- vegi. Konunni tókst að kom- ast undan árásarmanninum. Ökumaður, sem átti leið um, kom henni til hjálpar og ók henni heim. Konan varð fyrir árás kari- manns á Háteigsvegi milli kl. 4 og 5 um nóttina, en tókst að losna frá árásarmanninum, sem lagði á flótta. Konan fékk áverka af átökunum. Skömmu síðar bar að ökumann, sem ók konunni heim. Rannsóknarlögregla ríkisins óskar eftir að hafa tal af öku- manninum, sem hugsanlega gæti varpað skýrara ljósi á at- burði. Brutu 22 rúð- ur í Austur- bæjarskóla 22 RÚÐUR voru brotnar í húsi Austurbæjarskóla á föstudaginn langa. Þrír piltar 14 til 17 ára eru taldir hafa verið að verki. Piltarnir voru famir af staðn- um þegar lögregla kom að en henni barst vitneskja um hveijir þeir væru. Eftir viðræður við foreldra piltanna var einn þeirra vistaður á Unglingaheimili ríkisins í Efstasundi. Ekið á fransk- an leikara JEAN-PHILIPPE Labadie, aðalleikari kvikmyndarinnar Stutts Frakka, handleggs- og fótbrotnaði þegar hann varð fyrir bíl meðan hann var staddur hér á landi I tengslum við frumsýningu myndarinn- ar. Hann var staddur fyrir utan veitingahúsið Laugavegi 22 að- faranótt skírdags þegar bíl var ekið á þtjá vegfarendur. Labadie var sá eini þeirra sem hlaut telj- andi meiðsli, brák og brot á handlegg og fótlegg. Jean Philippe Labadie fór af landi brott um helgina. Bankamir eiga Bankamanna- skólann og hafa greitt allan kostnað við rekstur hans í samræmi við eignahlut sinn í skólanum. Árið 1990 var reglum breytt á þann veg að allur kostnaður féll á námskeiðin sem haldin eru í skólanum, og bank- arnir greiddu í samræmi við þann fjölda starfsmanna sem sóttu nám- skeiðin á þeirra vegum. Breytingin tók þó ekki gildi fyrr en um síðustu áramót. Smári Þórarinsson, for- maður skólanefndar Bankamanna- skólans, segir að kveðið sé á um það í kjarasamningum Sambands íslenskra bankamanna að bankamir haldi úti Bankamannaskólanum. Námskeiðin dýrari „Ákveðnir bankar sendu fáa starfsmenn í skólann og þar af leið- andi urðu námskeiðin dýrari fyrir þá sem sendu starfsmenn til náms. Það hefur endað með því að allir bankamir hafa hætt að senda starfsmenn," sagði Smári. SÍB hefur sett það inn í kröfu- gerð sína í komandi kjarasamning- um að samtökin yfirtaki rekstur skólans gegn ákveðnu fjárframlagi frá bönkunum. Tveir fastráðnir starfsmenn eru við skólann. Smári sagði að þau viðhorf hefðu heyrst hjá stóru bönkunum að þetta væri úrelt stofnun og vildu þeir sjálfir sjá um námskeiðahald fyrir sína starfsmenn. Smári sagði að það væri ágætt svo langt sem það næði, en litlu bankarnir og sparisjóðirnir hefðu ekki bolmagn til að standa fyrir námskeiðum í_sama mæli og stærri stofnanir. Því væri þessum málum best fyrirkomið með rekstri Bankaskólans. Morgunblaðið/Júlíus Eldtungur EFTIR að þekjan var rofin stóðu eldtungfur til himins og mikinn reyk lagði frá húsinu. Stórtjón varð í elds- voða í Ananaustum EKKI er Ijóst hvað olli því að eldur kom upp í tveimur samliggj- andi skemmum Jámsteypunnar við Ánanaust að kvöldi skírdags. Stærri skemman brann ásamt flestu sem í henni var, þar á með- al þúsundum gamalla steypumóta, sem ætlun eigenda hafði verið að koma á Þjóðminjasafn. Smærri skemman slapp að mestu. Um tíma var óttast að bárujárnsklætt timburhús á lóðinni yrði eldin- um að bráð og voru íbúar þess og búslóð þeirra flutt á brott. Slökkviliði tókst þó að verja húsið fyrir eldinum þótt vindur stæði á það. Laust fyrir klukkan átta að kvöldi skírdags var slökkviliði til- kynnt að reyk legði frá skem- munni. Unnið hafði verið í húsinu til um klukkan 16. Húsin eru í eigu Héðins hf. en að hluta leigð út til trésmiða, járnsmiða og mál- ara. Strax lagði mikinn reyk frá húsinu en á efri hæð þess var mikið af gúmmímottum. Reykkaf- arar urðu fljótlega frá að hverfa vegna eldsprenginga. Roskin hjón sem búa í bárujárnsklæddu timb- urhúsi á lóðinni flúðu að heiman og þar sem um tíma var óttast að hús þeirra yrði eldinum að bráð var innbú þeirra borið út. Hins vegar tókst að veija húsið. Mikinn og eitraðan reyk lagði frá húsinu og lagðist umferð í nágrenninu niður meðan hæst stóð. Þegar slökkvistarfi lauk var stærri skemman brunnin að mestu leyti en hin minni ekki skemmd að ráði. Eldsupptök eru til rann- sóknar hjá RLR. Sú rannsókn hafði ekki leitt til niðurstöðu í gær en þó var ekki talið að um íkveikju væri að ræða. Sæmundur Pálsson lögreglu- maður sem kom fyrstur á vett- vang varð að leita aðstoðar á slysadeild vegna vægrar reykeitr- unar. Forstöðumaður Betel úm auglýsingu á tímaritum Samútgáfunnar-Korpus Ferlegur páskaboðskapur SAMÚTGÁFAN Korpus íhugar að kæra Snorra Óskarsson, fyrir meið- yrði. Tilefnið er ræða, sem Snorri hélt í samkirkjulegri útvarpsmessu á skírdag, þar sem hann fordæmdi tímaritaútgáfu Samútgáfunnar. Snorri telur efni tímaritanna andstætt boðskap Biblíunnar. Þórarinn Jón Magnússon, ritstjóri og stjórnarformaður Samútgáfunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að um slíka ósvífni og ómaklega árás væri að ræða, að útgáfan ætlaði ekki að sitja undir henni. Morgunblaðinu tókst ekki að fá segulbandsupptöku af útvarpsmess- unni, en Ríkisútvarpið selur ekki upptökur af guðsþjónustum með sama hætti og af öðru efni. Snorri Óskarsson sagði í samtali við Morg- unblaðið að sér hefði blöskrað aug- Iýsing frá Samútgáfunni í DV fyrir páskana. Þar hefðu birzt myndir af forsíðum tímarita útgáfunnar með fyrirsögninni „Gott lesefni fyrir páskana“. „Þar var nefnt tímaritið Hulinn heimur, þar sem fjallað var um svartar messur og djöfladýrkun. í Bleiku og bláu er talað um frels- andi sjálfsfróun og svo framvegis. Þetta þótti mér alveg ferlegur páska- boðskapur frá þeim,“ sagði Snorri. Hann sagði að Samútgáfunni væri fijálst að kæra sig, og hann hygðist ekki semja við fyrirtækið. ,,„Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss?“ segir í Biblíunni," sagði Snorri. Kynnir sér ekki innihaldið Samútgáfan Korpus sendi frá sér fréttatilkynningu í gær, þar sem segir að strax og fyrirtækinu hafi tekizt að útvega sér hljóðritun af ræðu Snorra verði farið yfir hana með lögfræðingi og tekin afstaða til þess hver viðbrögð fyrirtækisins verði. „Þó er ljóst að hann hefur í ræðu sinni ráðizt á ómaklegan og ósmekklegan hátt að fjórum af átta tímaritum útgáfunnar, þar er um að ræða Vikuna, Samúel, Bleikt & blátt og Hulinn heim,“ segir í til- kynningunni. „Það hefur komið fram í fréttum útvarps að Snorri Óskars- son hafi lesið auglýsingu frá fyrir- tækinu í DV þriðjudaginn 6. apríl. Hann lætur þessa auglýsingu nægja til þess að fordæma blöðin án þess að kynna sér innihald þeirra frekar.“ í tilkynningunni segir enn fremur: „Bleikt og blátt kallar Snorri klám- rit og gerir þar með engan greinar- mun á klámi og kynfræðslu sem skrifuð er meðal annars af læknum, sálfræðingum og jafnvel presti. Hulinn heimur fjallar um dulræn málefni sem hafa verið íslenzku þjóð- inni hugleikin í aldaraðir og verið í stöðugri umfjöllun í ræðu og riti. Þó svo að í blaðinu hafi meðal ann- ars verið fjallað um svartar messur og djöfladýrkun gerir það Hulinn heim ekki að málgagni djöfladýrk- enda, ekki frekar en að hægt sé að flokka Snorra Óskarsson sem djöfla- dýrkanda þótt honum sé tíðrætt um djöfulinn og hans verk.“ Morgunblaðið/Ingvar Slösuðust alvarlega í Njarðvík ÞRENNT slasaðist, þar af tvennt alvarlega í hörðum árekstri á mótum Njarðarbrautar og Reykjanesbrautar í Njarðvík á laugardag. Þar rákust saman MMC Lancer-bíll og Ford Taurus. Ökumaður og tveir farþegar úr Lancer-bílnum voru fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Ökumaðurinn, 54 ára karlmaður, og annar farþeganna, kona á 64. ári, voru einkum alvar- lega slösuð af völdum höfuðáverka og innvortis meiðsla, að sögn lögregiu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.