Morgunblaðið - 14.04.1993, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993
Um 1.500 manns
sáu íslenskar kvik-
myndir í New York
New York. Frá Huga Ólafssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
AÐSÓKN á fyrstu íslensku kvikmyndahátíðina í Bandaríkjunum, sem
er nýlokið, var mjög góð og framar vonum, að sögn aðstandenda
hennar og Angelika-kvikmyndahússins í New York. Angelika íhugar
nú að taka mynd Óskars Jónassonar, Sódómu Reykjavík, til sýningar
í haust, en það yrði líklega í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd yrði
sýnd á almennum sýningum vestanhafs, fyrir utan hátíðir og kynning-
ar.
„Við höfum ekki haldið margar
hátíðir af þessu tagi áður, en þessi
á aðsóknarmetið hingað til“, sagði
Eva Saleh, einn aðstandenda Angel-
ika og nefndi til að fleiri hefðu kom-
ið á hana en ítalskar og japanskar
hátíðir sem húsið sýndi. Hún sagði
að áhugi Angelika á Sódómu Reykja-
vík væri m.a. til kominn vegna þess
að hún var valin á Cannes-hátíðina,
en titil myndarinnar yrðu líklega
breytt í „Remote Control" eða „Fjar-
stýringu" í New York.
Nærri 900 manns sáu íslenskar
myndimar á hátíðinni, Böm náttúr-
unnar, Karlakórinn Heklu, Magnús,
Ryð, Svo á jörðu sem á himni og
Veggfóður, sagði Gunnar Hrafn
Friðriksson, formaður undirbúnings-
nefndar og sagðist vera mjög
ánægður með útkomuna.
Þá sáu á milli sex og sjö hundmð
manns kvikmyndina Inguló á Nú-
tímalistasafninu í New York, en hún
var sýnd þar á annarri af tveimur
helstu kvikmyndahátíðunum í borg-
inni á sama tíma og íslenska hátíðin
stóð yfir.
Gunnar Hrafn sagði að flestar
íslensku myndanna hefðu verið
sendar frá New York til Boston til
sýningar þar og þær myndu síðan
fara til Minneapolis, Chicago, Seattle
og Los Angeles.
Morgunblaðið/Þorkell
Ein með öllu
ÞAÐ er gaman að skreppa með
mömmu í bæinn og fá svo kannski
eina pylsu með öllu, áður en lagt
er af stað heim aftur. Það getur
hins vegar verið þrautin þyngri að
ráða við svo umfangsmikla máltíð.
Borgarráð styrkir markaðssetningu
Búnaður til rann-
sókna á ósjálfráða
taugakerfinu
BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu atvinnumálanefndar um að veita
Hugrúnu hf. styrk að fjárhæð 2,5 miHjónir króna til að markaðssetja
búnað til rannsókna á ósjálfráða taugakerfinu. Verður styrkurinn
greiddur um leið og fyrirtækið getur sýnt fram á að fjármögnun
verkefnisins sé tryggð að öðru leyti.
Á fundi borgarráðs lagði Kristín
Á. Ólafsdóttir, Nýjum vettvangi,
fram tillögu um að samþykkt yrði
að veita Hugrúnu hf. 4 milljóna
króna víkjandi lán til að markaðs-
setja verkefnið. Tillagan var felld
en tillaga atvinnumálanefndar sam-
þykkt samhljóða. Kristín óskaði þá
eftir bókun, að þar sem hennar til-
laga hafi verið felld styddi hún tillög-
una um beinan styrk borgarinnar
við_ verkefnið.
í erindi Hugrúnar til atvinnumála-
nefndar segir, að fyrirtækið og rann-
sóknarstofa geðdeildar Landspítal-
ans hafi í sameiningu þróað búnað,
mælitæki og hugbúnað til rannsókna
á ósjálfráða taugakerfínu í mönnum.
Fram kemur að nokkur eintök bún-
aðarins hafa verið í notkun hérlend-
is undanfarið ár og telst þróunarfer-
il hans lokið og hann tilbúinn til
dreifingar.
í undirbúningi er markaðssetning
í Bandaríkjunum og er heildarkostn-
aður áætlaður tæpar 11 milljónir.
Þar af geti Hugrún hf. fjármagnað
3 milljónir.
Ráðist á fyrirliða Víkinga í Hannover
Rændur og rot-
aður í húsasundi
ATLI Helgason, fyrirliði knatt-
spymuliðs Víkings, var rotaður
og rændur þegar liðið var við
æfingar í Hannover í Þýskalandi
í síðustu viku. Atli var ásamt
félaga sinum Herði Theódórs-
syni á leið á hótel hópsins í
miðbæ Hannover rétt fyrir mið-
nætti að kvöldi föstudagsins
langa þegar hann var rotaður
og rændur jafnvirði um það bil
20 þúsundum króna.
„Við vorum að bíða eftir leigu-
bíl og ég var svo kærulaus að
hlaupa inn í sund til að létta á
mér. Mér finnst að ég hafi séð
kylfu á lofti en svo steinrotaðist
ég og man ekki eftir mér fyrr en
ég var á leið inn í sjúkrabíl, eftir
a.m.k. 10-20 mínútur,“ sagði Atli.
Hörður Theódórsson, félagi Atla,
hafði einskis orðið var en þegar
hann fór að undrast um Atla og
leitaði að honum inni í sundinu kom
hann að honum meðvitundarlausum.
Hörður varð ekki var við árás-
armanninn eða -mennina, frekar
en Atli Helgason, sem segist enga
grein gera sér fyrir því hverjir
hafi ráðist á sig og hvaðan þeir
hafi komið.
Atli Helgason var fluttur á
sjúkrahús í Hannover til rannsókn-
ar og aðhlynningar. Saumuð voru
um það bil 10 spor í hnakkann á
honum. Atli var síðan útskrifaður
eftir nokkurra klukkustunda rann-
sóknir og myndatökur og kom
-heim á laugardag eins og ráðgert
var, en flestir í liðinu komu heim
á páskadag, eftir vikudvöl í
Hannover.
í samtali Morgunblaðsins við
Atla Helgason kom fram að hann
er ekki eini íslenski íþróttamaður-
inn sem orðið hefur fyrir árás í
Hannover. í fyrra var ráðist á þrjá
leikmenn úr Fylki í borginni,
skammt frá þeim stað þar sem á
Atla var ráðist.
I/EÐURHORFUR í DAG, 14. APRÍL
YFIRLIT: Yfir norðvestanverðu landinu er nærri kyrstæð 1.000 mb lægö og
önnur álfka vestnorövestur af Snæfellsnesi. Yfir norðaustur Grænlandi er 1.034
mb hæö.
STORMVIÐVÖRUN: Gert er ráð fyrir stormi á Grænlandssundi. Suðvestan
gola eða kaldi sunnanlands en suðaustlægari, gola eða kaldi á Norður- og
Austurlandi. Hiti verður 2-9 stig að deginum en víöa niður undir frostmark í nótt.
SPÁ: Norðaustan kaldi og él á Vestfjörðum, suðvestan gola eða kaldi og skúr-
ir sunnanlands en sunnan- og suðaustan gola eða kaldi á Norður og Austur-
landi. Skýjað og lítils háttar rigning eða súld á Austfjörðum en öllu bjartara
veður og að mestu þurrt á Norðurlandi. Hiti 2-9 stig yfir hádaginn, hlýjast
norðaustanlands en nálægt frostmarki um nóttina.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG: Norðaustan kaldi og él á Vestfjörðum en breytileg
átt, gola eða kaidi og slydduél i öðrum landshlutum. Hiti verður 0-4 stig aö
deginum en víðast veröur frost yfir nóttina.
HORFUR Á FÖSTUDAG: Nokkuð stíf norðlæg átt verður vestantil á landinu
en hægari breytileg átt austan til. Slydduél verða norðanlands en skýjað með
köflum og hætt við skúrum syðra. Hiti verður 1-6 stig.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30.
Svarsímí Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
Heiðskírt
r r r
'
r r r
Rigning
Léttskýjað
* r *
* /
r * r
Slydda
Hálfskýjað
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Skýjað Alskýjað
V § ý
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrírnar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.4
10° Hitastig
v Súld
= Þoka
i'ig-i
FÆRÐÁ VEGUM: (Kl.17.30(gær)
Það er góð færð á öllum helstu þjóðvegum landsins, sem á annað borð eru
færir á þessum árstíma, og eru Möðrudalsöræfi fær, en Vopnafjarðarheiði
og Hellisheiði eystri eru aðeins fær jeppum. Þungatakmarkanir, vegna aur-
bleytu, eru víða á landinu, og eru þessar takmarkanir sýndar með merkjum
við viðkomandi vegi.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni
línu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjevik hiti 8 3 veður skýjað skýjað
Bergen 7 léttskýjað
Helsinki 5 skýjað
Kaupmannahöfn 7 léttskýjað
Narssarssuaq +2 snjókoma
Nuuk -5-8 skýjað
Otíó 7 skýjað
Stokkhólmur 10 léttskýjað
Þórshöfn 6 rigning
Algarve 16 skýjað
Amsterdam 12 mistur
Barcelona 16 hálfskýjað
Berlín 11 skýjað
Chicago 3 alskýjað
Feneyjar 16 rigning
Frankfurt 12 skúr
Glasgow 8 rigning
Hamborg 10 skýjað
London 10 mistur
Los Angeles 13 skýjað
Lúxemborg 9 skýjað
Madríd 11 skúr
Malaga 18 skýjað
Mallorca 17 skýjað
Montreal 3 alskýjað
New York 6 léttskýjað
Orlando 16 þokumóða
Parf6 7 rlgning á sið.
klst.
Madelra 17 hálfskýjað
Róm 17 hálfskýjað
Vín 9 skýjað
Washington 7 alskýjað
Winnipeg 2 skýjað
Ekki lagst gegn
niðurrifi húsanna
NEFND borgarinnar um húsfriðun telur ekkert því til fyrirstöðu
að húsið við Lindargötu 24 verði rifið, en verði það gert er óskað
eftir heimild til að hirða úr húsinu það sem þykir þess virði. Þá er
ekki talin ástæða til leggjast gegn niðurrifi hússins við Lindargötu
26. Borgarráð samþykkti að vísa erindinu til umhverfismálaráðs.
Á fundi borgarráðs fyrir páska
kom fram erindi frá framkvæmda-
stjóra lögfræði- og stjórnsýsludeild-
ar um heimild til að kaupa lóðir og
húseignir undir leikskóla fyrir
Skúlagötusvæðið. Um er að ræða
fasteigninar Lindargötu 24 og 26
til niðurrifs auk lóðarinnar við Veg-
húsastíg 3 og 5 ásamt húseign á
síðarnefndu lóðinni sem nýta mætti
undir leikskóla. Seljandi Lindar-
götueignanna er Film hf. og er
kaupverðið 14 milljónir, en kaup-
verð Veghúsaeignanna er 11 millj-
ónir og er seljandinn Veghús hf.
í lýsingu Nikulásar Úlfars Más-
sonar, safnvarðar í Árbæjarsafni, á
húsinu við Lindargötu 24 kemur
fram að það var byggt árið 1906
og að fyrsti eigandi hafi verið frú
Vilborg Grímsdóttir. Húsið á Lind-
argötu 26 var byggt árið 1909 af
Bjarna Jónssyni, þeim hinum sama
og byggði Bjarnaborg. Lagt er til
að kannað verði hvort ekki sé hægt
að nýta húsin í tengslum við fyrir-
hugaðan gæsluvöll.
HM í þolfimi í Japan
Magnús hafn-
aði í 3. sæti
MAGNÚS Scheving hafnaði í 3.
sæti á Suzuki-heimsbikarmótinu í
þolfimi sem lauk í Japan sl. sunnu-
dag. Japanir urðu í 1. og 2. sæti
en aðeins eitt stig skildi að Magn-
ús og Japanann sem varð í öðru
sæti. Hann hlaut 170,40 stig en
Magnús 169,40 stig.
Magnús Scheving var eini karl-
kyns keppandinn frá Evrópu sem
komst í tíu manna úrslit og þykir
árangur hans afar góður. Þessi
keppni er af sumum talin ein sú erfið-
asta sem haldin er í þolfimi en þátt-
takendur voru frá 28 þjóðum.
Auk Magnúsar keppti Þóranna
Rósa Sigurðardóttir í kvennaflokki
og Anna Sigurðardóttir og Karl Sig-
urðsson í parakeppni, en ekkert
þeirra komst í tíu manna úrslit.