Morgunblaðið - 14.04.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.04.1993, Blaðsíða 11
voru einnig með miklum ágætum. Með hlutverki Svanhildar nær Lára meiri þroska í dansi og túlkun, en hún hefur áður sýnt. Eldar Valiev dansaði Frans á % frumsýningu. Hann kom seint til verksins, en stóð sig með stakri prýði. Skóli hans er rússneskur, látbragðið skýrt og hann kemur . hlutverki Frans mjög vel til skila, þó stundum væri hann ekki alveg nógu aðsópsmikill. Eldar virðist góður mótdansari og „pirouettar", eða snúningar hans hreint á heims- mælikvarða. Það er leikari í hlutverki dr. Coppeliusar og á frumsýningu var það Björn Ingi Hilmarsson. Björn er þarna að leika/dansa langt upp- fyrir sig í aldri, en hann er trúverð- ugur allan tímann. Hann fylgir tón- listinni á annan hátt en dansararn- ir. Hann er, og á að vera, inní henni og allt um kring og það gengur upp. Vinkonur Svanhildar (Helena Jóhannsdóttir, Birgitte Heide, Jsnine Noelle Bryan og Lilia Vali- eva) koma nánast fram sem einn hópur og þó að stundum hafi skort á samstilltan dans, voru heildar- áhrifin góð og látbragðið gott. Þarna birtist líka kornungur dans- ari, Nicolette Salas, og dansaði sóló í 3. þætti af einstökum ágætum. Seinna mun hún dansa hlutverk Svanhildar og er undirritaður þegar farinn að hlakka til. Aldrei fýrr hefur íslenski dansflokkurinn heft jafnmörgum góðum karldönsurum á að skipa og núna. Vinir Frans (Mauro Tambone, Hany Hadaya, David Greenall og Anthony Wood) voru stórgóðir með kraftmikinn ljaðurmagnaðan dans og reyndar var Anthony að sýna betri dans en hann hefur áður sýnt með flokkn- um. En Coppelia er einnig sýning Listdansskóla íslands. Þó að stund- um hafi ókyrrð verið í flokki yngstu dansaranna, sem á köflum virkaði truflandi á heildarmyndina, er eng- um blöðum um það að fletta, að skólinn er á réttri leið. Yngri dans- ararnir voru þarna að dansa sýna fyrstu sýningu og stóðu sig eins vel og unnt var að búast við. En uppúr stendur Marsúrka elstu nem- endanna í 1. þætti, sem var dansað- ur af slíkri snerpu, krafti og ögun, að aðdáunarvert var. Eftir stendur spurningin: Gengur sýningin upp, tekst galdurinn? Svarið er já. Galdurinn tekst, sýn- ingin lifnar fyrir augum leikhús- gesta og lifir með þeim lengi. Ævin- týrið um Coppeliu tendrast lífi á sviði Borgarleikhússins. listdans. Fyrir það verðum við ævin- lega þakklát,“ segir Bisted. Aðspurður hvað hann teldi að hefði breyst frá því hann var við stjórnvöl listdansins hér á landi, sagði Bisted: „Það er sjáifsagt ýmislegt sem hefur breyst. Dansinn er mun nær því í dag að vera atvinnugrein, en hann var þá. Aginn hefur aukist til muna,“ segir Bisted og hlær við, „því ég minnist þess að stelpunum mínum fannst nóg til um þann aga sem ég hafði á mínum nemendum. Sérstak- lega man ég eftir því hversu baldin hún Biyndís gat verið! Raunar var hún og er áreiðanlega enn þann dag í dag heilmikill prakkari! Þeim fannst öllum sem ég væri strangur kennari, en ég hafði og hef þá skoðun að án aga, nái listafólk aldrei langt í list- grein sinni. En þrátt fyrir agann, varð ég góður vinur allra stelpnanna og allar götur síðan hefur mér þótt afar vænt um þær.“ „I gær sá ég svo ekki verður um villst, að ballettnum sem listgrein hefur miðað vel áfram frá því ég fór héðan fyrir 35 árum og það gladdi mig. Ég er viss um að í Listdans- skóla íslands er unnið mikið og gott starf. Raunar var ég sannfærður um það eftir dvöl mína hér, að dansinum ætti eftir að fleygja fram hér á landi, og því get ég ekki sagt að ég hafi verið svo undrandi í gær miklu frek- ar glaður." Þar með er friðurinn úti, því „stelpurnar" hans Eriks Bisted þyrp- ast allar að til þess að knúsa og kyssa þetta gamla átrúnaðargoð sitt. A.B. MOKGUNBLAÐIÐ.. Einar Garibaldi Eríksson. Morgunblaðið/Sverrir Málverkið er tafl - segir Einar Garibaldi Eiríks- son sem sýnir í Norræna húsinu NYLEGA hófst í Norræna húsinu málverkasýning Einars Garibaldi Eiríkssonar og stendur hún til 18. apríl eða næstu helgar. Sýningin nefnist í votri gröf og á henni eru rúm- lega 20 málverk, unnin með olíu og blandaðri tækni. Verkin eru öll unnin á síðastliðnum tveimur árum. hafið að einhveiju öðru. „í votri gröf vísar bæði inn í verkin og til þeirrar kímilegu staðreyndar að ég er að sýna í kjallara úti í mýri,“ segir hann. „Síðan bíður maður i ofvæni eftir að rísa upp aftur og sjá hvað verður úr.“ Flest öll verkin sýna útlínur mannvera í mismun- andi römmum og rými. í grein sem Aðalsteinn Ingólfsson ritar í sýning- arskrá þar sem listamaðurinn er ávarpaður beint, segir: „Nóg er um afdrepin í málverkum þínum, íveni- staði manngervinga sem virðast allt að því bijóstumkennanlegir, stöðluðu konunnar og staðlaða bindisláfsins sem er stundum eins og einn af innantómu körlunum hans Eliots. En þessir íverustaðir hjá þér líta stundum út eins og ein- angrunarklefar, grafhvelfingar, svo ekki sé rninnst á móðurlíf." Einnig bregður fyrir í verkunum útflatta saltfiskinum sem var í skjaldamerki íslands fyrr á öldum, og tákni sem sjónvarpsáhorfendur ættu að þekkja vel. Einar Garibaldi segir að gestum létti ákaflega að geta séð kunnuglegar myndir í verkun- um, enda eigi þær fremur að undir- strika svör sérhvers áhorfenda en einhver skilaboð af hans hálfu. „Ég reyni að ná útfyrir orðið sem lokar, dregur hring, og beiti tungumáli myndlistarinnar til að ná fram sjón- rænum skírskotunum. Ég lagði ekki af stað með einhveija heildarmynd í huga, en eftir á kemur ákveðin lína í ljós. Þó ekki eins og ég sé að koma ákveðnum boðum til skila, eða grunnþráðurinn sé til staðar. Ef það er einhver regla í mínum myndum þá er það kannski sú að setja mér ekki reglur, en vera þó meðvitaður um ákveðna hefð og vinna ekki gegn henni, heldur reyna að nýta sér hana, möguleikarnir eru óendalegir. Þetta er eins og að tefla skák, þar er allt hægt innan ákveð- ins ramma, jafnvel fyrir peð, peð eins og mig, bara að ná nú upp í áttunda reit.“ Einar Garibaldi er fæddur á ísafirði árið 1964. Hann stundaði nám við Myndlistar- og handíða- skóla íslands 1980-1985, og við Accademia di Belle Arti di Brera í Mílanó 1986-1991. Hann hefur tekið þátt í níu samsýningum síðan 1983, og haldið fjórar einkasýning- ar síðan 1984, nú seinast á Ítalíu í fyrra. Einar Garibaldi segir sýningina í Norræna húsinu endapunkt á ákveðnum ferli, sem síðan er upp- Háskólatónleikar Kjartan og Sigurður leikajazz SÍÐUSTU Háskólatón- leikar vetrarins verða í dag kl. 12.30 í Norræna húsinu. Fram koma Sig- urður Flosason saxafón- leikari og Kjartan Valdi- marsson píanóleikari. Þeir munu leika tónlist eftir Richie Beirach, Thelonius Monk, Árna Egilsson og sjálfa sig á baritón saxafón og píanó. Sigurður og Kjartan hafa verið framarlega í flokki ís- lenskra jazztónlistarmanna um nokkurra ára skeið. Báðir léku þeir meðal annars í ís- lenskum jazzkvartett sem komst í úrslit Evrópukeppni ungra jazzmanna árið 1990, en efnisskrá þeirrar hljóm- sveitar samanstóð eingöngu af verkum eftir Kjartan og Sigurð. Þetta eru fyrstu dúó- tónleikar þeirra félaga. BORGAREIGN fasteignasala Suðurlandsbraut 14 678221 fax: 678289 Klapparstígur - 4ra Glæsileg 120 fm íbúð tilbúin undir tréverk í nýju blokkun- um á Völundarlóðinni. íbúðin er björt og rúmgóð. Oviðjafnanlegt útsýni. Mjög góð greiðslukjör oq miöq gott verð. Alhliða ráðgjöf - ábyrg þjónusta Gudmundur Sigþórsson sölustjóri, Skúli H. Gisluson sölumaóur, Kjartun Ragnars hrl. 21150-21370 LÁRUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignabali Til sýnis og sölu m.a. eigna: Glæsileg eign á frábærum stað Einbhús - steinhús ein hæð 171,3 fm nettó við Selvogsgrunn töluv. endurn. Bílsk. tæpir 30 fm. Glæsil. trjágarður. í Garðabæ - bílskúr - útsýni Nýl. og góð 4ra herb. íb. v. Lyngmóa. Vinsæll staður. Tilboð óskast. Við Jöklafold - tilboð óskast Ný og glæsil. 3ja herb. ib. á 2. hæð 82,3 fm nettó. Þvkrókur á rúmg. baði. Parket. Fullgerð sameign. 40 ára húsnlán kr. 4,9 millj. Hveragerði - einbhús - tilboð óskast Mjög gott sænskt timburh. um 120 fm auk bílskúrs. Ræktuð lóð. Laust strax. Skipti mögul. á lítilli ib. i borginni eða nágr. Stóragerði - Fellsmúli 3ja og 4ra herb. íb. á þessum vinsælu stöðum í borginni. Leitið nánari uppl. Skammt frá Hlemmtorgi í reisul. tvíbhúsi 3ja herb. lítil en vel skipul. neðri hæð. Nýl. eldhús. Laus strax. Tilboð óskast. Skammt frá Menntask. við Hamrahlíð neðri hæð i þríbhúsi um 140 fm. Allt sér. Stórt geymslu- og föndurherb. í kj. Ágætur bílsk. 28 fm. Eignin er öll eins og ný. Tvíbhús óskast Þurfum að útvega húseign m. stórri íb. og 2ja-3ja herb. íb. Ennfremur húseign m. tveimur 3ja-4ra herb. íb. Má þarfn. endurbóta. I Vogum - nágrenni óskast lítið einbhús í skiptum fyrir stærra íhverfinu. AIMENNA FASTEIGNASAl AM LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 rf ÁSBYRGIrf Suðurlandsbraut 54 við Faxafen, 108 Reykjavik. Simi: 682444, fax: 682446. INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali. SÖLUMENN: Örn Stefánsson og Þórður Ingvarsson. Flókagata — bílskúr 2ja herb. 46 fm kjíb. i þribhúsi ásamt 40 fm bílsk. Allt ný standsett. Verð 5,5 millj. Engjasel — 2ja Rúmg. 2ja herb. íb. rúml. 55 fm í kj. (jarðh., lítið niðurgr.) ásamt stæði í bílskýli. Áhv. 1,2 millj. Verð 5,0 millj. Miðbær — húsnlón Mjög skemmtii. 2ja herb. íb. ca 65 fm é 1. hæð í nýl. húsi. Sérinng. Staeði í bílskýli. Verð 6,9 millj. Áhv. 4750 þús. Hæðargarður — 2ja — laus 2ja herb. góð 64,2 fm fb. á jarðh. t tvíb. Ákv. sala. Verð 5,4 millj. Veghús — 3ja Mjög falleg 95,2 fm ib. á 3. og 4. hæð i lltlu fjölb. Vandaðar innr. Áhv. 4,8 míllj. byggjs. Verð 8,6 millj. Furugrund — 3ja 3ja herb. 85 fm góð endaib. á 1. hæð. Laus fljútl. Seljavegur — ris Góð 3ja herb. 69 fm íb. á rishæð. Laus strax. Verð 5,7 millj. Smáíbúðahverfi — hæð 131,5 fm hæð í þrtbýlish. Endurn. eldh. og bað. 3-4 svefnherb. Parket. Bílskr. Verð 10,8 millj. Skógarás — bíiskúr Góð 93,7 fm ib. á 1. hæð ásamt 25,4 fm fokh. bílsk. Áhv. 3,0 millj. byggsj. V. 7,8 m. Kársnesbraut — hæð Góð efri hæð i tvib. 98 fm ásamt 36 fm bílskúr. Verð 8,7 millj. Dalhús — raðh. Glæsil. fullb. 188,4 fm raðh. á tveimur hæðum m. innb. bilsk. Vandaðar ínnr. Parket, flisar. Áhv. 3,6 millj, byggsj. Seljahverfi — 2ja íbúða hús Glæsil. rúml. 330 fm einb. ésamt bílsk. á góðum stað. Séríb. á jarðhæð. Garðskáli, arinn o.fl. Verð 19,5 millj. Ath. skipti á minni eign. Logafold — einb. Fullb. ca 215 fm einb. Innb. ca 50 fm tvöf. bílsk. 35 fm suðvestursv. Útsýni. Áhv. 5,0 millj. Verð 16,0 millj. I smíðum Álftanes — einb. Höfum til sölu sérl. skemmtil. einb. á einni hæð ca 230 fm á glaBsil. útsýnislóð. Teikn. og skrifst. Áhv. húsnlán til 40 ára oa 5,0 m. Ljósheimar — 4ra 4ra herb. 99 fm íb. á 2. hæð í lyftuh. Parket. Skipti mögul. á 3ja herb. íb. Dúfnahólar — 4ra Falleg 103 fm ib. á 3. hæð. Góöar innr. Nýtt gler. Húsið er nýviðg. að utan. Útsýni. Melabraut — sérhæð 131 fm 5 herb. efri sérhæð í þríbhúsi. 2 saml. stofur, 3-4 svefnherb. Herb. og geymsla I kj. Bílsk. Áhv. langtlán 3,5 millj. Verð 11,5 millj. Egilsborgir — „penthouse" Glæsil. 120 fm „penthouse''-ib. á tveimur hæðum ásamt bílskýli. íb. selst tilb. trév. og máln., sameign fullfrág. Verð 8,8 millj. Til afh. strax. Lindarsmári — raðh. 180 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt 24 fm bilsk. Húsíð afh. tilb. u. trév. að innan og fullfrág. að utan, lóð gröfjöfnuð. Tll afh. strax.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.